Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 c I f 4 t Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði tekur upp nýja stefnu Áhersla verður lögð á skipulagða og sér- hæfða endurhæfíngu Utlendingar sýna áhuga á þátttöku í fjárfestingum Selfossi. STEFNU- og áherslubreytingar hafa orð- ið í rekstri Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði. Meiri áhersla er nú lögð á vel skipu- lagða og sérhæfða endurhæfingu ásamt því sem haldið er í hvíldar- og hressingar- hefðir. Stofnunin þarf að spara verulegar fjárhæðir í rekstri og þarf að afla um 50 milljóna króna á þessu ári sem er helm- Rekstrarkostnaður Heilsustofn- unar var rösklega 250 milljónir króna á síðasta ári en á fjárlögum þessa árs fær stofnunin tæplega 200 milljónir. Sjálfaflafé stofnun- arinnar þarf því að nema 50 millj- ónum króna en var 25 milljónir á síðasta ári. Til þess að auðvelda stofnuninni að brúa bilið gaf heil- brigðisráðuneytið heimild til þess að fjölga svonefndum gjaldtökur- úmum. A síðasta ári var tekið gjaid fyrir 60 rúm en nú er heimilt að taka gjaid fyrir 130 rúm en þijátíu rúm verða án gjaldtöku og eru þau einkum ætluð sjúklingum sem koma beint af sjúkrahúsum. Gjald- ið fyrir hvert rúm er 1.000 - 1.500 kronur á sólarhring en raunkostn- aður nemur ríflega 5.000 krónum. Rúm í áskrift Arni Gunnarsson framkvæmda- stjóri Heilsustofnunar sagði að stofnunin þyrfti að ná 85-90% nýt- ingu á sjúkrarúmum. Hann sagði að verkalýðsfélögum hefði verið boðin eins konar áskrift að rúmum hjá stofnuninni sem byggðist á því að félögin gerðu samning um nýt- ingu ákveðins fjölda rúma um ákveðinn tíma. Þetta gæfi sjúkra- sjóðum félaganna færi á að nýta sér stofnunina og aðstoða sína fé- lagsmenn eftir því sem þeir þyrftu á að halda. Þá sagði hann að at- hygli tryggingafélaga hefði verið vakin á möguleikum sem stofnunin byði upp á fyrir þá sem fengið hefðu hálsáverka. ingi meira en í fyrra. Stjórn stofnunarinn- ar leitar ýmissa leiða til þess að auka tekjur og byggja upp til framtíðar. Þar má nefna tilboð til verkalýðsfélaganna um „áskrift“ að rúmum hjá stofnuninni og samstarf við erlenda aðila um upp- byggingu til framtíðar. Um 500 manns eru nú á biðlista hjá stofnuninni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Kaldur karl Ragnar Snjólfsson frá Bakkafirði hressir sig með því að velta sér upp úr snjónum á sundlaugarbarminum. Sérhæfð og almenn endurhæfing Að undanfömu hafa verið gerðar miklar breytingar á ýmsu í rekstri stofnunarinnar. Þar starfa nú sér- fræðingar í orku- og endurhæfing- arlækningum, lyflækningum, gigt- arlækningum og öldrunarlækning- um. Einnig hefur sálfræðingur komið til starfa, næringarfræðing- ur og gert er ráð fyrir iðjuþjálfa. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru að störfum allan sóiarhringinn. Hjúkrunarþörf dvalargesta er met- -in hveiju sinni og gengið frá áætl- > unum eftinþörfum. „Megininntakið er að við teggjum meiri éherslu á ,vgf skipulpgða og'uécbwfaa-endur- dhæfíngú, fyrot ©g frerhtt ti sjúkl- tngum. með'gigter- ;Og'..ta>k:lunar- , '!5jÚlídóma. Jafnframt' «Bf" %áldið í Vhefðir -^eín .vertit hí#*' Jt^stúðnuln, hvíldar- og hressingarhefðir ásamt forvömum með réttu mataræði, góðri hreyfingu og skynsamlegu líferni," sagði Guðmundur Bjöms- son orku- og endurhæfingarlæknir stofnunarinnar. Unnið með eigið heilbrigði „Fólk kemur hingað bæði til að jafna sig eftir veikindi eða sjúkra- húsvist og einnig til að efla og styrkja heilbrigði sem hefur skerst af ýmsum ástæðum. Fólkið sem kemur er alltaf sent frá læknum en það gerist þó í auknum mæli að fólkið hefur samband sjálft og spyr hvort það geti komið til okk- ar,“ sagði Gunnhildur Valdimars- dóttir hjúkranarforstjóri. „Hingað kemur fólk til að vinna með eigið heilbrigði og það er því mjög tilbúið að taka við hvers kyns leiðbeiningum og fræðslu. Þetta viðhorf fólksins gefur okkur betri möguleika á að hjálpa þeim sem hingað koma,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði,aðhjúkrunarfræðing-- ar fylgdust-með dvalargesturaail-an tímann á *iúðan á -úvöl stesnðnr. Fylgst væri rneð'getu hvers ein- •staklings tíl jjáess að msata grtnjd-, vallaiþörftíra —dagleg6 lífr qg v hvem hátt sjúkdómar eða heilsu- brestur takmarkaði þann þátt. Einnig þyrfti að fylgjast með út- haldi og aðlögunarhæfileikum þar sem sumir ættu það til að fara of geyst af stað í þjálfuninni. Gunnhildur sagði að horft væri til þess að styrkja það heilbrigða hjá sjúklingunum og reyna að fá sjúklinginn til að upplifa sjálfan eigið heilbrigði. Fólk þarf stuðning og hvatningu og félagslegi þáttur- inn er mikilvægur í því efni að hjálpa fólkið að tengjast umhverf- inu ef með þarf. „Við reynum að styrkja fólk í að ná jafnvægi í dag- legu lífi,“ sagði Gunnhildur. Ýmiss konar sérhæfð meðferð er veitt á stofnuninni, sára- og húðmeðferð, hita- og bakstursmeð- ferð, verkjameðferð og hreyfimeð- ferð ásamt eftirliti. Ýmsar mæling- ar era gerðar og leiðbeiningar við hvíld og slökun. Meðferðaraðilar stofriunarinnar vinna allir saman í svokölluðum teymurh. „Með því náum við eam- „tíellu í meðferðinni en þettaer þátt- -'tit' sém við erum að þróa hjá' okk- ur. Þá nýtist tíminn. betur og með ■. góðom upplýsmgum miiþ aðila get- urn við .betur sétt upp áætlun sem Framkvæmdir á fullu Árni Gunnarsson ásamt smiðum sem vinna við frágang nýja mötuneytis- ins. Það era miklir möguleikar í þessu en til þess að slíkt geti orðið þurf- um við að byggja gífurlega mikið. Stefnan í rekstri slíkra heilsu- stofnana er að draga úr beinum lækningum en auka forvamir. Það stendur engin þjóð undir síauknum lækningum. Álþjóða heilbrigðis- stofnunin leggur áherslu á að hver og einn hugsi um.eigin heilsu og stundi heilbrigt líferni,“ sagði Ámi. „Heilbrigðis- og vemdarstefnan er það sem koma skal og þetta getur orðið gjaldeyrisskapandi verkefni. En þá verðum við að hafa vit á því að fjárfesta í þessu. Fólk erlendis sem fer á svona stofnun lætur sig ekki muna um að eyða 25-30 þúsund krónum á dag. Að- staðan sem sköpuð er þarf þá að vera í takt við það sem fólk er vant erlendis. Nýtt mötuneyti og heilsurækt fyrir almenning Framkvæmdir standa yfir hjá Heilsustofnun við að Ijúka nýju eld- húsi og mötuneyti sem stefnt er að því að taka í notkun í júlí. Við það losnar mikið húsiými sem verð- ur miðstöð endurhæfingarinnar hjá stofnuninni. Mötuneytið verður fyr- ir dvalargesti og líka aðra sem vilja nýta það. Boðið verður upp á heilsufæði og ýmsa rétti í þeim dúr. Einn af homsteinum meðferðar- stefnunnar er áherslan á fæðuna. Kjaminn er grænmeti, ávextir, kommatur, fiskur, mjólkurmatur og egg. A vegum stofnunarinnar er starfrækt gróðurhús og útirækt þar sem ræktað er grænmeti á Kf- rænan hátt. Skipulögð heilsurækt fyrir al- menning hefst hjá stofnuninni 2. febrúar og verður opin þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 16.00- 19.00 og er með þeirri starfsemi höfðað til íbúa á Árborgarsvæðinu. íþróttafræðingur og sjúkraþjálfari leiðbeina um notkun tælqa og um líkams- og heilsurækt. Nú eru um 500 manns á biðlista eftir að komast til meðferðar hjá stofnuninni og greinilegt að starf- semin höfðar til .fólks. Að <sögn forsvarsmanna verður vait frrfeyt- , ingarrí þá átt að nú er meira-jnn að fólk-& vinnufærum aldrt'koíhi á r stbfnúnina í frvlHar-jog hressrngar-' skyni. ' • • ■ «• v \.&g. #•». '. hæfir hveijum og einum. Svo lætur einstaklingurinn sjálfur í ljós sínar skoðanir ásamt öðram í teyminu," sagði Gunnhildur Valdimarsdóttir hjúkranarforstjóri. Áhugi útlendinga á fjárfestingu Hjá Heilsustofnun er verið að íhuga þá möguleika að fá útlend- inga til dvalar á stofnuninni. „Við fáum hingað útlendinga af og til og þeir eru mjög hrifnir af því sem hér er. Við veitum meiri læknis- þjónustu en gert er erlendis og höfum áhuga á að vera með léttari endurhæfingu fyrir fólk sem vill leiðbeiningar um heilsuna, líkam- legar æfingar athuganir og fæði," sagði Árni' Gunnarsson fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Hann sagði að útlendingar sýndu þvi áhuga að koma til samstarfs um uppbyggingu og að fjárfesta í aðstæðum á íslandi. „Við þyrftum að eignast Hótel Örk og ná samn- ingum við feiðaskrifstofur og fyrrir- tæki erlendis sen stunda heHsu- 8tarfsemi. Þar-er starfsemín-ekfci ,-eingöngu fyrirsjúkt-fólk belduHíka fyrir heitbrigða seiin 'fara gjarnan «einu Ismni á ári í hressmgáfdvöt Morgunblaðið/Ingvar um barnavemd MÁLÞING um „baniavemd -og fjölmiðla“ yerðurliahííð föstudag- inn 5. febrúar í Borgartúni 6. Að tnálþinginu -standa; Félagsráð- gjafáfélagið, : .Sálfræðingafelagið, Lögmánnafélagið og Blaðamannafé- lagið. - Auk þess vár -leitað iiðsinnis Jögreglu- og félagBHÍSaráðuneytis. • Fulltrúar ' þessará rfélaga ..mumj bajda ermdiÁ.þinginö.'eri a^k-þeirra aiðfnæðingw- og jfiiJ^trúi dSgfyglu. • LögiS verður ábersla áí-þápstarf á máíþinginu,; eifda þátttákeadur. allt fólk sem kemur að 'þessum mála- flokki á einn eða annan hátt í starfi sínu. Hvatinn áð málþinginu er umfjöll-- un ijölmiðla á síðasta ári um einitak bamaverndarmát Umfyöllun semolli miklum umræðum um. aðgerðir:og' starfshættí‘: bamaverndaryfirvajda, en ekki síður -umíæðum um frétta- flutning fjölmiðla. Ofangrein félög töldu tíraabært að.JæssarstarfsstétL- ir ræddu s^manif:deiW^*rq5»!luibg kynntu sér yjðh©rf,hvérrárannaTraiY 1 'jöld i þáiitakenda-er takmarkáðúr og fulltrúar-á málþinginu tilnefndir af ýmsum félögum og Stofnunum. (Fréttatilkynningr) Bifreið ekiðá vegrið ÖKÚMAÐUR Biissti vald & bifreið -sinní í Ártúnsbreifku tím helgina með þeim afleíð- irsgum að tuín Bnerist á göt- -unni ,og endaði uppi ,á vegriði jaadrtjón á •bifiréiðiitÉ'Dg^eftir- ->að Tíránabfll fiafði losafl haria af végriðinu 6k ökumaður henni á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.