Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Uppsagnir hjá Spies- Tjæreborg DANSKA ferðaskrifstofan Spies-Tjæreborg á nú í miklum erfiðleikum. Segja á upp 180 starfsmönnum. Ferðaskrif- stofan á flugfélagið Conair og selja á eða leigja út fimm af níu flugvélum þess. Eigandinn Janni Spies ætlar að leggja fyrirtækinu til 75 milljónir danskra kr., (um 750 milljónir ísl. kr.) úr eigin vasa til að auðvelda reksturinn. Orsakir vandræðanna eru sagðar gott sumar í Danmörku í fyrra og kostnaðarsöm kaup Conair á Airbus-vélum. Denard ákærður FRAKKINN Bob Denard, sem stjórnaði evrópskum málaliða- sveitum í ýmsum Afríkulönd- um á sjöunda áratugnum og síðar, var handtekinn í París í gær, sakaður um aðild að morði á forseta Comoro-eyja, Ahmed Abdallah, árið 1989. Denard stjórnaði þá lífverði forsetans. Einnig verður Den- ard sóttur til saka fyrir þátt sinn í byltingartilraun í Benin 1977. Hann var dæmdur fjar- staddur í fímm ára fangelsi vegna Benin-málsins fyrir tveim árum. Denard var fyrir- mynd að sögupersónum í ýms- um skáldsögum og kvikmynd- um um evrópska málaliða, m.a. Dogs of War. Rússar njósna enn í skerja- garðinum CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst leggja fram sannanir fyrir því að rússnesk- ir kafbátar séu enn notaðir til að njósna í sænska skerja- garðinum er ráðherrann sækir Rússa heim í vikunni. Dagens Nyheter segir að sænsk stjóm- völd hafi undir höndum hljóð- upptökur frá því í september er gefi til kynna ferðir rúss- neskra kafbáta við strönd landsins. MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. YOI L T l | H F Vatnagörðum 10 S 685854 / 685855 • Reykjavík • Fax: 689974 Fulltrúar Svíþjóðar, Finnlands og Austurrikis komnir til Brussel Viðræður um EB-aðild hafnar Brussel, Helsinki. Frá Kristófer M. Kristinssyni og Lars Lundsten, fréttariturum Morgunblaðsins. í GÆR hófust formlega í Brussel viðræður Finna, Svía og Austurríkismanna um aðild að Evrópubandalaginu (EB). Reiknað er með því að samningaviðræðurnar taki a.m.k. tvö ár og ríkin gætu því formlega orðið aðilar að EB í ársbyrjun 1995 ef allt gengur að ósk- um. Ráðherrar úr ríkisstjórnum Finniands, Svíþjóðar og Austurríkis ávörpuðu fund utan- ríkisráðherra EB í Brussel í gær og gerðu í grófum dráttum grein fyrir afstöðu rikis- sljórna sinna til aðildarsamninganna. Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dan- merkur, lýsti stuttlega skyldum og réttindum aðildarríkja EB og gerði síðan grein fyrir fyrirkomulagi aðildarsamninganna. Petersen sagði að viðræðumar yrðu í höndum forseta ráðherraráðsins og embættismönnum ráðsins yrði falið að hefja viðræður við embættis- menn frá ríkjunum þremur sem fyrst. Hann sagði að samið yrði samhliða við ríkin þannig að undirbúningsvinna nýttist sem best í hveiju tilfelli. Reiknað væri með því að ríkin yrðu form- lega aðilar sama dag svo sem venja hefði verið þegar samið væri við fleiri en eitt ríki um aðild. Áhersla á sérstöðumál Af hálfu umsækjendanna var lögð áhersla á sameiginlega evrópska arfleifð þeirra með að- ildarríkjum EB og þann ásetning þeirra allra að halda í öllu samþykktir EB og stuðla í hví- vetna að nánara og árangursríkara samstarfí innan bandalagsins. Þeir lögðu allir áherslu á sérstöðu landbúnaðar og félagslegrar þjónustu í ríkjum sínum. Austurríkismenn lýstu áhyggjum vegna viðkvæmrar dreifbýlismenningar í Alpa- byggðum og slíkt hið sama gerðu Finnar og Svíar hvað varðar norðurslóðabyggð. Lögð var áhersla á mikilvægi samninganna um Evrópska efnahagssvæðið, EES, og hvatt til þess að sá samningur tæki gildi sem fyrst. Á það var bent að þó svo að EES einfaldi að mörgu leyti aðildar- samningana þá hafí samstarf aðildarríkja EB aukist og dýpkað að mun á síðustu árum og í EES-samningnum sé hvorki fjallað um Maastric- ht-samkomulagið, gjaldmiðilseiningu, samstarf á sviði öryggis- og vamarmála og sameiginlega utanríkisstefnu né landbúnað og sjávarútveg svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar skoðanakannanir í öllum ríkjunum þremur benda til þess að aðild að EB yrði felld í þjóðaratkvæði um þessar mundir. Andstæðing- ar EB-aðildar í Finnlandi efndu til mótmælafund- ar í Helsinki í gær, kannanir þar í landi sýna 42% fylgi við aðild og fer stuðningurinn minnk- andi. 37% eru á móti aðild. Pertti Salolainen, utanríkisviðskiptaráðherra Finna, lagði í Brussel áherslu á að þegar til kæmi yrði þjóðin að leggja blessun sína yfir aðildina áður en hún kæmi til framkvæmda. Reutcr % -ájp | hm i í|i| Lestarslys í Kenýa BJÖRGUNARMENN bera á brott lík eins þeirra sem fórst í lestarslysi í Kenýa á laugardag. I baksýn eru nokkrir vagn- ar lestarinnar sem fór út af sporinu er brú sem skemmst hafði af völdum flóða gaf sig. Við það steyptust nokkrir vagn- ar út í beljandi á sem heitir „Guð verndi okkur“. Lestin var á leið frá hafnarborg- inni Mombasa til höfuðborgarinnar Na- iróbí og voru um 600 manns um borð. í gær höfðu fundist lík 117 farþega en þá var enn saknað 180 manns til viðbót- ar. Einungis var vitað um 200 manns sem komust lífs af. Slysið er hið mannsk- æðasta sinnar tegundar í Kenýa. Liðsforingi bruggaði Jeltsín Rússlandsforseta banaráð „Átti að verða framlag mitt til sósíalismans“ Moskvu. The Daily Telegraph* LIÐSFORINGI í rússneska hernum var um helgina ákærð- ur fyrir að ætla að myrða Borís N. Jeltsín forseta. Tals- menn yfirvalda sögðu að geðheilsa mannsins yrði könnuð en hann fannst með hníf í hendi í stj órnarbyggingu í Moskvu sl. miðvikudag. Hann sagðist telja að það væri borgaraleg skylda sín að myrða forsetann. Maðurinn heitir ívan Kíslov, 33 ára gamall majór í hemum, og gegnir hann þjónustu í borginni Khabarovsk, austarlega í Síberíu. „Ég kom til Moskvu 1. janúar og markmiðið var að myrða Jeltsín,“ sagði Kíslov. Sprengiefni, fyllt stálkúlum, sem hann tók með sér að austan skemmdist af völdum snjóbleytu. Hann sagði morðið hafa átt að verða „framlag mitt til baráttunnar fyrir sósíalisman- um“. Jeltsín var kjörinn forseti með miklum meirihluta atkvæða 1991 en Kíslov sagði að atkvæða- tölurnar hefðu verið falsaðar. Tortrygginn vörður Vörður í einni af mikilvægustu stjómarbyggingum borgarinnar, er áður hýsti miðstjórn kommún- istaflokksins, rakst á Kíslov uppi í risi hússins. Vörðurinn neitaði að taka góða og gilda þá útskýr- ingu majórsins að hann væri götu- sópari, enda erfítt að sjá hvaða erindi slíkur starfmaður ætti á þessum slóðum. Enn sem komið er bendir allt til þess að Kíslov hafí ekki átt sér vitorðsmenn. Jeltsín kemur sjaldan í umrætt hús en skrifstofur hans eru í Kreml, í nær kílómetra fjarlægð. Ekki í fyrsta sinn? Miklar vinsældir Jeltsín byggj- ast að hluta til á því að margir töldu sovésku öryggislögregluna, KGB, hafa reynt að myrða hann. Ætlunin er að skipin veiti friðar- gæsluhermönnum á vegum Sam- einuðu þjóðanna vernd. Friðaráætlun sem Owen lávarð- ur, sáttasemjari Evrópubandalags- ins, og Cyrus Vance, sáttasemjari SÞ, hafa lagt fram verður nú til Árið 1989 birtist hann rennandi votur á lögreglustöð og sagði að reynt hefði verið að drekkja sér í Moskvufljóti, nokkrir óþekktir menn hefðu fleygt sér ofan af brú. Vorið 1990 þurfti flugvél hans skyndilega að lenda á Spáni og hefur ekki verið skýrt frá ástæðunni. . Loks má nefna að bíll Jeltsíns lenti í dularfullum árekstri nokkr- um mánuðum síðar. umfjöllunar í öryggisráði SÞ í New York en ekki náðist eining á ráð- stefnunni um málið í Genf. Óljóst er hvort Bandaríkin muni styðja áætlunina í ráðinu, mörgum þykir sem hlutur múslinía sé mjög fyrir borð borinn og Serbar nánast verð- Reuter Frumstæð eldamennska Prestur eldar mat á hlóðum fyrir serbneskt flóttafólk. Um 10.000 manns hafa flúið heimili sín í Kraj- ina undanfarna daga. launaðir með því að leyfa þeim að halda eftir megninu af landvinn- ingum sínum í Bosníu. Talsmenn þýskra stjórnvalda segja að til greina komi að aflétta vopnasölu- banninu á Bosníu sem Serbar hafa hagnast mjög á, þeir hafa úr nógu að moða þar sem eru vígtól sam- bandshers Júgóslavíu sem var. Króatar hafa einnig keypt mikið af vopnum erlendis undanfarna mánuði en múslimar hafa lítt geta aðhafst vegna bannsins. Talið er að áhrifamenn í stjórn Bandaríkj- anna vilji aflétta banninu. Þrjú flugvélamóðurskip reiðubúin á Adríahafi Róm, Zagreb, SÞ. Reuter. BARIST var af hörku í Krajina-héraði í Króatíu í gær, einnig við Zadar á Dalmatíuströndinni og við Peruca-stífluna í Krajina. Fyr- irhugað er að tæma uppistöðulón stíflunnar sem hætta er á að bresti. Króatar segja að Serbar í landinu hafi fengið liðstyrk frá löndum sínum í Serbíu. Alls eru nú 25 herskip frá Vesturveldunum á Adríahafi, mesti floti sem þar hefur sést frá þvi í síðari heims- styrjöld, og er bandariska flugvélamóðurskipið John F. Kennedy meðal þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.