Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 23 Atviniiumálaiiefnd víll fá ríkisfyrirtæki út á land Hið opinbera stuðli að atvinnuskapandi verkum Atvinnumálanefnd Akureyrar vill að gert verði raunhæft átak til flutnings ríkistofnana út á land og að litið verði sérstaklega til Akur- eyrar sem helsta mótvægis höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í ályktun sem nefndin hefur samþykkt, en með hliðsjón af því alvar- lega ástandi sem nú ríkir í atvinnumálum hvetur nefndin opinbera aðila til að leggja áherslur á ýmis atvinnuskapandi verkefni. Hvað bæjaryfirvöld varðar er m.a. ast megi handa um verklegar fram- Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Staðið í ströngu Starfsemi vélsmiðjunnar Odda er smám saman að flytjast yfír á athafna- svæði Slippstöðvarinnar og um helgina stóðu menn í ströngu við að flytja stærstu tækin. lagt til að hrundið verði í framkvæmd hið allra fyrsta þeim verkefnum sem fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir þetta ár gerir ráð fyrir og mögulegt er að vinna að vetrinum. Þá er líka lagt til að undirbúningi gatnagerðar- framkvæmda verði hraðað svo hefj- Oddi flyst búferlum yfir á athafnasvæði Slippstöðvarinnar kvæmdir svo fljótt sem veður leyfir. Atvinnumálanefnd vill að atvinnu- skapandi verkefni s.s. viðhald verði látið ganga fyrir kaupum á búnaði þar sem því verður við komið og einn- ig einnig vill nefndin að fulltrúar bæjarins í Útgerðarfélagi Akur- eyringa beiti sér fyrir átaki á til að kanna nýjar og atvinnuskapandi vinnsluaðferðir, s.s. meiri fullvinnslu sjávarafurða en nú er. Bætt vegasamband Til ríkisvaldsins beinir atvinnu- málanefnd m.a. þeim tilmælum að tryggt verði aukið fjármagn til fé- lagslegra íbúðabygginga og ákvarð- anir um lánveitingar verði teknar fljótt. Hafinn verði undirbúningur að bættu vegasambandi milli Norður- og Austurlands sem auka mun sam- skipti landshlutanna og að reglur um þjóðvegi innan þéttbýlisstaða verði endurskoðaðar þannig að þéttbýlis- sveitarfélög þar sem mikil umferð ferðamanna fer um njóti aukinnar hlutdeildar í þéttbýlisvegafé. Stærstu tækín flntt STÆRSTU tækin sem tilheyrðu vélsmiðjunni Odda voru um helgina flutt yfir á athafnasvæði Slippstöðvarinnar, en sem kunnugt er samein- uðust fyrirtækin tvö í Slippstöðina Þjónustudeild Odda er nú komin undir Slippstöðvarþakið, kælideildin verður flutt á næstunni, en ekki stendur til að flytja veiðarfæradeild- ina strax, hún verður áfram starf- rækt á sínum stað við Strandgötu. Frá áramótum hefur starfsemin smám saman verið að flytjast frá Odda yfír í Slippstöð og á laugardag voru stærstu tækin, vélar sem til- Odda um síðustu áramót. heyra blikksmiðjunni, plötusax og fleira flutt yfir á Slippstöðvarsvæðið. Þjónustudeildin sem flutt var um helgina sinnir margvíslegum verk- efnum varðandi viðgerðir og fleira fyrir fyrirtæki í bænum. Starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda eru eftir sameiningu um 170 talsins, en starfsmenn Slippstöðvar- innar voru þegar umsvifin voru hvað mest um 300 alls. Vélsmiðjan Oddi átti fasteignir við Strandgötu og mun Hafnarsjóður Akureyrarbæjar kaupa hluta af þeim, en eftir er að selja aðrar. „Við erum sáttir við þessa skipan mála og teljum okkur standa betur að vígi eftir sameininguna en áður og við getum skilað meiri og fjöl- breyttari verkefnum," sagði Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar Odda. Myvatnssveit - hus til sölu Til sölu er hús í Mývatnssveit. Húsið, sem er um 266 fm, er á einni hæð og er með 12 svefnherbergjum (vaskur og skápur í hverju herb.). Húsið hentar mjög vel til notkunar sem gistiheimili. Upplýsingar eru gefnar á fasteignasölunni Eignakjöri, Skipagötu 16, Akureyri, sími 26441. STALGRINDARHUS Getum boðið mjög vönduð stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og henta m.a. vel sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallirog iðnaðarhúsnæði.. Einnig getum við boðið stálbita ásamt þakjárni á mjög hagstæðu verði. m, SALA: Eyrarvegi 37 800 Selfoss Sími 98-22277 VERÐDÆMI: miðað Viö gengi 29/1 '93 Stærð:: 11.20 x 12.40= 138m2 Kr. 1.086.000 — 1 1.20 x 24.40=273m2 Kr. 1.632.000 — 14.20 x 24.40=346m2 Kr. 2.047.000 — 20.20 x 40.40=816m2 Kr. 4.605.000 Góðfúslega feítið upplýsinga hjá okkur HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.