Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 3 EKKI FJÓRHJÓLADRIFINN HELDUR FRAMHJÓLADRIFINN MEÐ SPÓLVÖRN „...svona eiga bílarað vera...“ Þetta er niðurstaða Leós M. Jónssonar véltæknifræðings og ritstjóra bílablaðsins Bfllinn eftir prófun á Volvo 850 GLE. Volvo 850 GLE er fyrsti bíllinn í flokki stærri fólksbfla frá Volvo sem er búinn framhjóladrifi og Volvo lét ekki þar við sitja heldur bætti við tölvuknúinni spólvöm sem gerir Volvo 850 GLE einstaklega hæfan í vetrarakstri. „Volvo hefur leyst það erfiða verkefni að smíða næstum alfullkominn framhjóladrifinn bíl. Hann er mikið snilldar- verk“ iDag, Svíþjóð. „...það kom því á óvart hve Volvo 850 er gjörsamlega laus við þessa agnúa sem oft fylgja framdrifi í stærri bílum. Margir myndu ekki taka eftir því (á þurru malbiki) hvort þessi Volvo sé fram- eða afturhjóladrifinn nema þeim væri sagt frá því. Það finnst varla í stýrinu og alls ekki i fjöðruninni“ Bfllinn, Leó M. Jónsson, véltæknifræðingur. Öryggið er að sjálfsögðu meginþáttur við hönnun allra Volvobfla en Volvo hefur verið í fararbroddi meðal bíla- framleiðenda hvað öryggi varðar. Gífurleg reynsla og þekking á öryggismálum bifreiða hefur nýst við hönnun á Volvo 850 GLE. Hliðarárekstrarvörn (SIPS - Side Impact Protection System), ABS - læsivarðir hemlar, öryggisbúr, högggleypandi efni, SIPS - kassi, krumpsvæði, öryggis- beltastrekkjarar, sjálfvirk aðlögun öryggisbelta, þriggja punkta öryggisbelti fyrir alla farþega og innbyggður barnastóll í aftursæti eru hluti þess búnaðar sem gerir það að verkum að þú og fjölskylda þín eruð öruggari í Völvo. Volvo 850 GLE er búinn kraftmikilli 5 strokka, 20 ventla, 143 hestafla vél. Tölvustýrð sjálfskipting af nýjustu gerð er að sjálfsögðu staðalbúnaður en hún er þeim eiginleikum gædd að hægt er að velja um 3 akstursstillingar. „Vélin sem er 5 strokka og 143 hestöfl, er með lúsþýðan gang, hljóðlát og viljug... Með því að velja „sport- prógram“ sjálfskiptingarinnar nýtist hámarkstog vélar- innar til hins ýtrasta og heimiliskötturinn breytist í hlébarða—Meðaleyðslan var því rúmir 9,5 lítrar á hundraðið. Taka verður með í reikninginn að í próf- uninni er ekki um sparakstur að ræða heldur hið gagn- stæða... Vélin er frábær“ Bfllinn, Leó M. Jónsson, véltæknifræðingur. Bílagagnrýnendur eru á einu máli um aksturseiginleika Volvo 850 GLE - þeir eru stórkostlegir. Það er draumur að aka þessum bfl við hvers konar aðstæður - hann liggur ótrúlega vel á veginum og er það ekki síst að þakka hinni fullkomnu Delta - link afturfjöðrun. „...þessi bíll er sérkennilega rásfastur, einna líkast því að einhvers konar segulkraftur dragi hann áfram beint af augum... Það finnst fljótt að þessi bíll lætur vel að stjórn... 850 er með sportlega eiginleika“ Bfllinn, Leó M. Jónsson, véltæknifræðingur. Að sjálfsögðu er Volvo 850 GLE með samlæstar hurðir, upphituð framsæti og hljómtæki með 8 hátölurum og er þá fátt eitt upptalið sem Volvo 850 GLE hefur. „Það kemur manni á óvart hve frágangur er vandaður og glæsilegur“ Bíllinn, Leó M. Jónsson, véltæknifræðingur. Það er ávallt bfll á staðnum til reynsluaksturs og við hvetjum þig til að prófa. Volvo 850 GLE árgerð 1993 kostar staðgreiddur á götuna: 2.398.000 kr. Volvo 850 GLE var fyrst kynntur á íslandi þann 3. október 1992 og hefur þegar náð 67,3% markaðshlutdeild í sínum stærðar- og verðflokki.* ♦Unniö úr tölum um nýskráningar bifreiða í október - deSember 1992 frá Bifreiðaskoðun íslands. VOLVO BRIMBORG HF • FAXAFENI 8 • SÍMI (91) 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.