Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Egill Ormar Krist insson - Minning Fæddur 29. apríl 1922 Dáinn 19. janúar 1993 Alltaf bregður manni jafn mikið, þegar einhver sem manni er hlýtt til er kallaður burt af okkar tilveru- stigi alveg fyrirvaralaust. Svo var einnig er Guðjón Tómasson, einn af bestu vinum Egils, hringdi í okk- ur að kvöldi hins 19. þ.m. og sagði okkur að Egill hefði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu þennan sama dag. Við höfðum átt sérstaklega nota- lega kvöldstund með honum á heim- ili hans fyrir örfáum dögum og þá lék hann á als oddi eins og venju- lega. Sá sem öllu ræður hefur ætlað Agli annað hlutverk og kannski hefur hann vantað skemmtilegan og ráðagóðan leiðsögumann. Egill var laxveiðimaður góður og sérstaklega fær fluguhnýtingar- maður og eru kynni okkar aðallega tengd því áhugamáli hans. Hann var frábær veiðifélagi. Það er stundum sagt að laxveiði- menn séu sögumenn góðir og lax- amir stækki við hveija frásögn. Það getur satt verið, en enginn sem við þekkjum, hafði meiri frásagnargleði og sagði fleiri og skemmtilegri veiðisögur en Egill, maður gat ekki annað en lifað sig inn í hugarheim hans. Það er hljótt yfir öllum vinum Egils í „Látlu flugunni“, þar sem þeir hafa hist tvisvar í viku um margra ára skeið. Varla er hægt að trúa því að hann vindi sér ekki inn um dymar eins og stormsveipur og segi eina smellna sögu sem hann hafði heyrt í sundlaugunum eða með fréttir af Agli litla sterka, sem er búsettur með foreldmm sínum í Bandaríkjunum um stundar sakir. Soffía, systurdóttir Egils, sem hann hefur reynst eins og besti faðir, hefur gefið honum nafna, sem hann var afar stoltur af. Við fömm ekki með Agli í Al- viðm í Soginu og Stóru-Laxá í Hreppum í sumar, eins og áætlað var, en hann fylgist áreiðanlega spenntur með og hugur okkar verð- ur hjá honum. Við vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Erla og Kristján. Ég veitti honum athygli skömmu eftir að ég kom suður, snöfurlegum manni sem oft átti leið um Aðal- stræti og sást hverfa með sveiflu inn um dyr á yfírbyggðu sundi milli húsanna númer 6 og 8 eða hann kom þaðan út, staðnæmdist á gang- stéttinni og pírði augun meðan þau vom að venjast birtunni. Stundum brá honum fyrir í mið- bænum klæddur hvítum málara- samfestingi, stóð þá í hrókasam- ræðum við vegfarendur meðan hann hrærði í málningarfötunni en vildi, að því er virtist, gjaman eiga síðasta orðið; var oft kominn hátt í stiga upp við húsvegg þegar sam- talið fjaraði út og viðmælandinn horfmn fyrir horn. Ég vissi þá að þessi maður var ýmsum íþróttum búinn, kunni að fara með kort og kúlur en kom á óvart áratugum síðar að Egill mál- ari, þetta dæmigerða borgarbam, var náttúmunnandi og snjall veiði- maður bæði á silung og lax. Með okkur tókst hæglátur kunnings- skapur. Hann lét sig ekki vanta á fundi og samkomur veiðimanna. Kom þá í ljós að hann var sögumað- ur góður, kjamyrtur og sagði frá með tilþrifum. Mörgum þótti hann ekki lítillátur í frásögnum, en hann sagði frá því einu sem honum þótti frásagnar- vert og þótt hann færði í stílinn fór hann rétt með enda hafði ýmislegt drifið á langa veiðidaga hans. Hann hafði mörgum stórfiskinum landað enda vel læs á vatn og átti þennan næmleika á mörkum hugboðs og raunhyggju sem ræður úrslitum um hvort menn veiða eða ekki. Egill var atorkusamur veiðimað- ur og leikinn kastari, beitti ein- göngu flugu hin síðari ár. Hann þekktist á kastlaginu langt að, ein- beitnin leyndi sér ekki. Enda sagði hann eitt sinn þegar hann hafði verið að veiðum í hávaðaroki: „Það var ekkert mál að kasta en erfiðara að standa í verstu hviðunum." Bjartsýni og trú á að fiskurinn taki er nauðsynleg hverjum veiði- manni. Egill veiddi af miklum sann- færingarkrafti. Fræg er sagan af því þegar hann kom að mönnum í tregveiði. Hann taldi óþarft að ör- vænta og eins og hann sagði frá síðar: „Ég sendi út eitt kast og það dugði.“ 14 punda hængur tók flug- una. Þetta var ekki einsdæmi. Egill lék þennan leik þegar hann kom í heimsókn á Bíldsfell í fyrra. Enginn hafði orðið var um morguninn. Eft- ir hvíldartímann héldum við tveir upp að Breiðu. Hann hnýtti á „Rauðan hund“, frumsaminn af honum sjálfum, sendi út eitt kast ofan við sjálfan veiðistaðinn og það var nóg. .11 punda lax var fagmann- lega sporðtekinn úti í ánni nokkrum mínútum síðar. Málarinn var vandvirkur flugu- hnýtari og varði dijúgum tíma við hnýtingarboðið eftir að hann hægði á vinnunni enda voru flugur hans eftirsóttar af vandfýsnum veiði- mönnum. Víða prýða veggi inn- rammaðar skrautflugur sem hann hnýtti eftir pöntun. Egill var snyrtimenni í hvívetna, stundaði sund reglulega, virtist vel á sig kominn og trúðu fáir að þar færi sjötugur maður er hann sprangaði á laugarbökkunum. Oft voru línurnar í veiðiskapnúm lagðar í heita pottinum og ráðgátur hylj- anna leystar. Það er sjónarsviptir að Agli. Veiðimannasamfélagið er fátækara eftir. Það er leitt að hann fékk ekki að njóta komandi veiðisumars sem hann vænti mikils af. Við krækjum ekki framar saman örmum og vöðum brotið neðan við Illaker en í minningunni stendur hann ljóslifandi við Kálfhagahylinn og lyftir upp nýlönduðum laxi — með glampa í auga og sigurbros á vör. Gylfi Pálsson. Fyrir nokkrum dögum kom inn á skrifstofu til mín maður léttur í bragði, kvikur í hreyfingum og hress að vanda. Þetta var vinur minn Egill 0. Kristinsson. Upp úr pússi sínu dró hann kassa, fullan af listilega unnum laxaflugum, sem hann hafði nýlokið við að hnýta. Ekki grunaði mig þá að þetta yrði okkar seinasti fundur í þessari jarð- vist og kom því fréttin um andlát hans fáum dögum síðar mér í opna skjöldu. Hartnær þijátíu ár eru lið- in síðan fundum okkar fyrst bar saman og má segja að vinátta okk- ar hafi staðið óslitið allar götur síð- an. Stangveiðin var áhugamál okkar beggja og áttum við ófáar ánægju- stundir saman á bökkum íslenskra straumvatna, enda mun minningin um hann ávallt fyrst og fremst tengjast þessu sameiginlega áhuga- mál okkar. Agli var veiðieðlið í blóð borið. Faðir hans, Kristinn Sveinsson hús- gagnasmiður, var landsþekktur veiðimaður og móðir hans, Soffía, kunni líka til listarinnar. Egill gerði sér manna best grein fyrir mikil- vægi jafnvægis í lífríki náttúrunnar og þeim skyldum sem sérhveijum veiðimanni eru á herðar lagðar í samskiptum sínum við hana. Meðal annars vildi hann að menn gengjust undir lágmarkspróf varðandi um- gengnisreglur í návist veiðivatna. Hann var manna næmastur á skilyrði og aðstæður hveiju sinni og fáa hefi ég séð kasta flugu fyr- ir fisk betur og af jafnmikilli innlif- un og hann gerði. Við erfið skilyrði naut hann sín yfirleitt best og þá, ekki síst, var aðdáunarvert að horfa á Egil við veiðamar. Skoðanir hans voru oft sérstæð- ar, en komu þó lærðari mönnum stundum á óvart fyrir athuganir sem hann gerði og aðrir höfðu ekki komið auga á. Ospar var hann á heilræði við veiðistað og vildi leggja sitt af mörkum til að aðrir fengju notið verunnar á árbökkunum sem best. Seint munu gleymast stundimar margar sem áttum við í góðra vina hópi, oft að loknum veiðidegi og stundum á haustdögum við brak- andi arineld í sælureit austan fyalls. Þá naut frásagnargáfa Egils sín best, svo að enginn komst hjá því að hlusta með athugli á hans ein- stöku framsögn og mörg voru bros- in sem frásagnir hans kölluðu fram. Það var engin lognmolla þar sem Egill fór. Hann hafði svör þegar öðrum var svara vant. Þá var hann hreinskiptinn og mátti ekki vamm sitt, vita. Þegar við veiðifélagamir kveðj- um Egil hinstu kveðju finnum við og vitum að seint verður fyllt í hans skarð. Látrík persóna hans verður lifandi í minningu um góðan dreng. Ég er fullur þakklætis fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Egil að félaga og vini stór- an hluta ævi minnar. Blessuð sé minning hans. Hilmar H. Svavarsson. í dag er til moldar borinn vinur minn og veiðifélagi Egill 0. Krist- insson. Leiðir okkar lágu saman fyrir nokkrum árum þegar Gunnar frændi hans lést, en ég hafði vitað af honum í gegnum fjölskyldu- tengsl okkar. Sem stangveiðimaður var „Mál- arinn“ eins og hann var oftast kall- aður af veiðifélögunum, sá snjall- asti sem ég hef kynnst', hvort sem það var við veiði upp við Elliðavatn, Stóru-Laxá eða í Soginu, en það vom þær ár sem voru honum hjart- fólgnastar og þangað fórum við ósjaldan. Egill var mikill skapmaður og var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós þegar svo bar undir, en stutt var í hjartahlýju hans og var hann ávallt reiðubúinn að segja til og leiðbeina, þegar félaganum gekk ekki sem skyldi. Veiðiflugur hans þóttu afbragðs vel hnýttar og hann óspar á að læða nokkrum í boxið hjá manni og lét þá árangurinn ekki á sér standa. Það verður ansi tómlegt á kaffi- stofunni hjá okkur þegar hann er fallinn frá, því að hann hefur verið daglegur gestur þar undanfarin ár og eins og við árbakkann var um- ræðuefnið veiði, flugur og aftur veiði. Um leið og ég kveð og þakka Agli fyrir góð kynni og vináttu sendi ég fjölskyldu hans og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Þ. Einarsson. Í dag verður móðurbróðir minn, Egill Ormar Kristinsson, til hvílu borinn. Langar mig að minnast hans örfáum orðum. Egill, eða Illi eins og ég kallaði hann frá fyrstu tíð, var mér afskap- lega nátengdur. Hann var mér nán- ast sem annað foreldri öll mín upp- vaxtarár og var sífellt reiðubúinn að aðstoða mig og gleðja. Minnist ég hinna ótalmörgu leiðangra til ættingja og vina um helgar og ferða á æfingar í stangakasti á sunnu- dagsmorgnum en Illi hefur eflaust vonað að ég myndi feta í fótspor hans í veiðimennskunni sem átti hug hans allan. Um margra ára skeið fórum við daglega saman í Sundlaug Vesturbæjar síðdegis og urðum svo samferða heim til móður minnar, en hjá henni borðaði Illi kvöldmat árum saman. Áður en ég tók bílpróf var hann frændi minn nánast eins og minn einkabílstjóri, ávallt boðinn og búinn til að keyra mig hvert sem var, á tónlistaræfíng- ar, í heimsóknir til vinkvenna og svo framvegis. Eftir að ég eignaðist minn eigin bíl var hann mér sífellt innan handar um rekstur hans og viðhald, aðstoðaði mig við að koma honum á verkstæði og í skoðanir og laumaði eigi ósjaldan að mér aurum mér til styrktar. Það má eiginlega segja að hann hafi dekrað við mig frá fyrstu stundu. Fyrir rúmum þremur árum eign- aðist ég dreng sem hlaut nafnið Egill eftir frænda sínum. Held ég að það hafi glatt hann mjög mikið að fá lítinn nafna. Því miður áttu þeir ekki kost á að umgangast mik- ið, þar eð ég hef verið búsett erlend- is síðustu fjögur árin. En Egill frændi minn hélt mikilli tryggð við okkur, eins og við var að búast, og hringdi til okkar nánast í hverri viku. Við töluðum saman síðast tveimur dögum fyrir andlát hans, var hann þá hress og sprækur að vanda og hugðist hann láta grafa fyrir mig lax sem hann átti í frysti og senda mér við tækifæri. Gat mig ekki órað fyrir því að fá símtal frá móður minni einungis tveimur sólarhringum síðar með þeirri fregn að Illi væri dáinn. En þetta er víst staðreynd sem ekki verður breytt, er þá huggun harmi gegn að eiga ekkert nema góðar minningar um yndislegan frænda sem allt vildi fyrir mig gera. Vona ég, elsku Illi minn, að þér t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR SIGURBJÖRNSSON, Barónssti'g 23, Reykjavík, lést laugardaginn 30. janúar. Ásta Jónsdóttir, Guðrún og Tómas Waage, Ásta Waage, Helga Waage, Helgi Hjálmarsson, Hrefna Helgadóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ FRIÐGEIRSSON, Álfhólsvegi 53, Kópavogi, andaðist í Bogarspítalanum 27. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Friðgeir Már Alfreðsson, Gunnar Alfreðsson, Friðjón Alfreðsson, tengdadætur og barnabörn. t Bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR ÁRMANN SIGVALDASON viðskiptafræðingur, lést þann f. febrúar. Hrefna Sigvaldadóttir, Birna Sigvaldadóttir, Ragnar Karlsson, Kristbjörg Sigvaldadóttir, Ásgeir Sigurðsson, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristján Torfason, Aðalheiður Sigvaldadóttir, Gunnar H. Guðjónsson. t Móðir okkar, VILHELMÍNA LOVÍSA DAVÍÐSDÓTTIR, lést í Vífilsstaðaspítala 21. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna, Sigrún Ólafsdóttir, Sævar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.