Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 17 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Walter Feldmann yngri við stóðhestinn Andra frá Stóra-Hofi sem Snorri Dal Sveinsson situr, en hann starfar í vetur við Ganghestamið- stöðina. Fullvaxinn Aegidienberger-hestur er yfirleitt mun stærri en íslensku hestarnir og býr yfir ágætu tölti, að sögn Walters Feldmanns. fara út í blöndun á íslenska hestin- um, hver er skoðun þín á þeirri sið- fræði sem þama hefur verið haldið á loft? „í fyrsta lagi er öllum heimilt að gera það sem þá langar til innan ramma laganna. Lengi vel var mikill misskilningur á ferðinni og fólk vildi ekki skilja hlutina. Við viljum ekki og höfum aldrei viljað breyta íslenska hestinum á einn eða annan hátt. Ég veit að margir sem rækta Haflingar- hesta vilja breyta þeim þannig að þeir falli betur að nútímakröfum. Okkar markmið er ekki og hefur aldrei verið að breyta íslenska hestin- um né Paso-hestinum. Við vildum bara reyna að sameina það besta frá þessum tveimur kynjum í nýju hesta- kyni sem nú er orðið staðreynd," segir Feldmann. Þessu næst barst talið að margum- töluðum háu tölum Þjóðveijanna í kynbótadómi og sagðist Feldmann ekki þeirrar skoðunar að það munaði eins miklu og menn vildu meina. „Vissulega höfum við okkar vanda- mál með dómana eins og aðrir og það kann að vera að fínna megi dæmi þar sem of hátt hefur verið gefíð en ég held að það sem skilur á milli sé að þýskir dómarar þora að fara upp þegar þeir sjá gott atriði í sýningu en það vill gleymast að þeir fara líka niður þegar ástæða er til og í því sambandi má geta þess að oft hafa nágrannar okkar komið með hross til dóms yfir til Þýska- lands ef hesturinn þeirra hefur feng- ið lélegan dóm í heimalandinu til að fá hærri einkunnir. Dæmi er um að slíkir hestar hafi jafnvel fengið enn verri útreið hér hjá okkur en í heima- landinu,“ segir Feldmann og tekur fram að þótt hann sé þama að bera blak af þýskum dómurum sé hann ekki alltaf sammála þeim og stundum hafí komið fyrir að hann hafí sjálfur farið heim með hross á miðjum sýn- ingum af því honum hafi fundist dómstörfín hrein vitleysa. Sagði hann að stundum hafi mátt ætla að dómar- ar hafí haft það að meginmarkmiði að finna galla og feila hjá hrossunum til þess eins að draga þau niður í einkunnum. En varðandi misræmi milli landa sagði hann að það þyrfti að jafna það með meiri samskiptum og umræðu. „Það getur verið við séum hærri en það getur líka verið að t.d. Islendingar séu of lágir. Ég hef séð ungar hryssur á landsmóts- sýningum sem að mínu mati hefðu mátt vera vel yfír 8 í einkunn en hafa kannski fengið rétt um 7,90. Það eru mörg dæmi um slíkt,“ sagði hann ennfremur. Höður er hestur mér að skapi Þá barst talið að stóðhestakostin- um í Aegidienberg og sagðist Feld- mann nota nokkuð marga hesta. Nefndi hann þar til sögunnar Glampa frá Erbeldingerhof, fyrrverandi Evr- ópumeistara í fjórgangi; Svaða frá Rappenhof, sem er hálfbróðir Evr- ópumeistarans í tölti og fjórgangi, Týs frá sama stað, Svaði er aftur undan Stíganda frá Kolkuósi sem er föðurafí Týs. Þá hefur hann notað Andra frá Stóra-Hofi sem er undan Otri frá Sauðárkróki og Nípu frá Stóra-Hofi og Gáska frá Gullbera- stöðum. Að síðustu nefndi hann Höð- ur frá Hvoli sem hann kvaðst vera mjög hrifínn af en hann hefur notað hann mikið bæði til kynbóta og eins sem keppnishest. „Mér líkar mjög vel við þessa hestgerð, hann er ekki auðveldur en afskaplega heillandi „karakter". Gangurinn er fallegur og skeiðið hreint úrval, þetta er hest- ur sem er mér að skapi.“ Góður árangur í sæðingum Um þriggja ára skeið hafa verið gerðar í Aegidienberg í samvinnu við dýralækna tilraunir með sæðingar á hrossum og sagðist Feldmann hafa mikinn áhuga á þeim. Hefur fyrir- tækið nú fengið opinbert leyfi til þessara tilrauna. Taldi Feldmann að nú þegar hafí þessi starfsemi skilað töluverðri vitneskju um æxlunarlíf- fræði hrossa auk þess sem í framtíð- inni verði mikið hagræði og aukin afköst kynbótahesta ef almennt verði kleift að sæða hryssur. Sagðist Feld- mann hafa mikinn áhuga á að fá sæði næsta sumar frá íslandi til notk- unar í þessa tilraunastarfsemi. Mjög góðri aðstöðu hefur verið komið upp í Aegidienberg fyrir 'sæðingamar enda sagði Feldmann að ekki væri að vænta árangurs nema aðstaðan væri fyrsta flokks og þeir sem ynnu verkið yrðu að gera það af mikilli nákvæmni og samviskusemi. Að- spurður kvað hann fyljunarprósent- una vera 100% ef frá væru taldar örfáar hryssur sem fyrirfram var vitað að væru vonlausar eða vonlitlar en teknar með í fróðleiksvon eða vís- indaskyni. Að síðustu barst talið að BLUP-inu og sagðist Feldmann verða að viður- kenna að hann væri kannski ekkert alltof vel að sér í þeim efnum en sér skildist að þetta byggðist á upplýs- ingasöfnun þar sem efninu væri breytt í tölfræðilegt form og síðan reiknaðar út einkunnir með hjálp leiðréttingastuðla fyrir ýmsa um- hverfisþætti. „Ef BLUP-ið er full- komið hefur það ekki verið nógu vel kynnt. Annars fínnst mér jákvætt ef farið er að líta meira í kringum einstaklinginn sjálfan sem meta skal. Ég held að fólk líti of mikið á ein- staklingana sjálfa og hvað þeir fá í einstaklingsdómi en ekki hvað stend- ur á bak við þá. Að því leyti getur verið að BLUP-ið sé gott,“ segir Walter Feldmann í lok viðtalsins. Á árinu 1993 býður Amma Lú upp á 3ja rétta kvöldverð og skemmtiatriði á föstudagskvöldum á kr. 1.993 Arið Krónur Föstudagsgestir 1995 eru meðal annarra riskisúpa með stórri hörpuskel og gulrótar-linguini. Marineraður svartfugl „Carpaccio". > Reyktur lax í kartöflutertu og graslauksrjóma. Gnocchi pasta með parmesan-rjómasósu og pesto. Grillaður nautahiyggsvöðvi hjúpaður villisveppum. Steiktar grísalundir í netju með rosmarin sveppafyllin^ Pönnusteiktur silungur með sætri paprikusósu. Kalkúnabringa „Tiyska". EGlkh OkAFSSON föstudagana 19. febrúar, 5. mars, 19. mars og 26. ma BOGOMIk EONT (in person) föstudagana 5. febrúar, 12. febrúar og 26. febrúar. SlF RAGNHIkDARDÓTTlR föstudaginn 12. mars. öftirréíiir Marquise súkkulaðiterrine. Skoskur vanillubúðingur með hunangskökum Pönnukaka með brómberjum og vanilluís. Matrei&dumeutari, Haiikiir V&ÍMon Borðapantanir í síma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.