Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 33
I að taka frá sér sjálfum. Á stúku- fundunum lék hann á orgelið fyrir söng. Guðjón bjó um nokkurt skeið í húsi Oryrkjabandalags íslands að Hátúni 10 en síðustu árin var hann vistmaður að Droplaugarstöðum og þar andaðist hann. Fyrir hönd fjöl- skyldu okkar færi ég starfsfólki þessara stofnana innilegar kveðjur og þakklæti fyrir fádæma aðhlynn- ingu og fyrir að ganga Guðjóni að sumu leyti í fjölskyldustað hans síð- ustu og erfiðustu ár. Jónas Hallgrímsson. Látinn er í Reykjavík á 85. aldurs- ári Guðjón Magnússon, síðast vist- maður á Droplaugarstöðum. Guðjón var fæddur í Eintúnahálsi á Síðu 16. ágúst 1908. Foreldrar hans voru Magnús Hansvíumsson bóndi þar og kona hans Guðríður Sigurðardóttir. Eintúnaháls, sem nú er í eyði, var afskekkt býli vestast og nyrst á Geirlandsheiði. Margir ferðalangar munu kannast við þenn- an stað á leið til Laka frá Kirkjubæj- arklaustri. Guðjón ólst hins vegar upp í Blesahrauni, sem eiimig var heiðarbýli, til 18 ára aldurs, en þá réðst hann sem vinnumaður að Efri- Vík í Landbroti til mágs síns Páls Pálssonar bónda þar og Magneu systur sinnar. í Efri-Vík var rekinn fyrirmyndar búskapur, tún sléttuð og aukin og húsakostur bættur. Vinnuálagið var að sjálfsögðu feiki- legt á þessum tima við uppbygging- una í sveitunum áður en vélaöldin svokallaða gekk í garð. Guðjón Magnússon lét ekki sitt eftir liggja, kappsamur og samviskusamur við öll störf, hvort sem var við heyskap- inn, jarðrækt eða í smalamennsku. Guðjón fékk snemma áhuga á orgelleik og fyrir góðra manna at- beina tókst honum að komast til Reykjavíkur í nám til Páls ísólfsson- ar. Alla tíð síðan var orgelleikur eitt af aðaláhugamálum Guðjóns og var hann um tíma organisti í Prest- bakkakirkju. Hann dvaldi að vetrar- lagi rétt fyrir stríð hjá föður mínum tilverunni var ekkert frekar bundinn íslandi en heiminum öllum. Hún aðstoðaði mig og fjölskyldu mína einn vetur þegar við hjónin vorum að ljúka framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ekki bara að passa börn inni á stúdentagarði. Hún þeysti um leiksvæði og tók þar til, renndi sér næstum sjötug niður hlíðar á snjóþotu og stóð fyrir sér- stakri vakningu í hreinlætismálum hverfisins. Nokkrar húsmæður á svæðinu notuðu orðfærið „to take a Bína“ um þá aðgerð sem húh kynnti þeim, að skúra með sápuvatni hrá- slagalega stigaganga. Ekki veit ég hvort hún er komin í amerískar orðabækur, en orðstír deyr aldregi. Þó að ég þykist skilja eitthvað dálítið í ömmu og hvemig hún hafi áhrif á fólk, get ég auðvitað ekki gert lífi hennar og lund skil í svona smágrein. Hvemig hún lifði sam- kvæmt ströngu siðakerfi og afskrif- aði snyrtilega það fólk sem braut gegn því, hvort sem var í Matador eða lífinu sjálfu. Hvemig henni tókst að tjá einarðar skoðanir á nánast öllum hlutum án þess að segja orð, síst af öllu styggðaryrði. Hvernig hún ferðaðist og flakkaði um heim- inn, óhrædd og örugg, hvernig hún kenndi sjálfri sér tungumál, hvemig hún kenndi börnum að syngja án þess nokkurn tímann að taka lagið. Lífssýn hennar var einstæð. Og ef manni hefur tekist að læra eitthvað af henni þá er það harla gott; ef ekki, þá þýðir ekkert að vola núna. Hún var dóttir Guðrúnar Jóns- dóttur frá Ásmundarstöðum á Mel- rakkasléttu og Péturs Zophoníasson- ar ættfræðings og ólst upp í miðjum stórum systkinahópi í Reykjavík. Hún giftist ung Hafsteini E. Gísla- syni og átti með honum fimm böm. Þau eru Dóra, Pétur Vatnar, Ingjald- ur Sveinbjörn, Anna Guðrún og Jar- þrúður. Ámma og afi skildu 1962, en höfðu áður lagt grunninn að nokkuð fijósömum legg. Afkomend- ur þeirra eru nú þegar á fimmta tug. Hún lést hinn 24. janúar sl. á Grensásdeild Borgarspítala á 76. aldursári. Og það var fyrir aldui fram. Guð blessi minningu hennar. Sigurður Júlíus Grétarsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 á Breiðabólstað. Gott orgel var á heimilinu og æfði Guðjón af kappi þennan tíma. Eftir að Guðjón fluttist til Reykja- víkur 1949 tók hann talsverðan þátt í félagslífinu og lék á orgel við ýmis tækifæri svo sem á stúkufundum og hjá fleiri félagasamtökum. Hann lék jafnan á aðfangsdagskveldi jóla og fleiri stórhátíðum fyrir einstæð- inga og heimilislausa, sem voru komnir saman á vegum borgarinnar. Guðjón vann öll þessi störf í sjálf- boðavinnu, enda hugsjónamaður, sem bar hag hinna minnimáttar fyr- ir brjósti. Guðjón var fróður maður, fylgdist vel með atburðum líðandi stundar og hafði mjög traust minni. Eitt af aðaláhugamálum hans var bóklest- ur. Þjóðlegur fróðleikur, ævisögur, en þó einkum skáldsögur voru hans uppáhalds lestrarefni. Hann var tíð- ur gestur á Borgarbókasafninu, einkum eftir að hann lét af störfum árið 1972. Eftir að Guðjón fluttist til Reykja- víkur gerðist hann starfsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands við Skúla- götu. Segja má að þá hafi verið þar eins konar Skaftfellinganýlenda. Forstjóri, bókari, skrifstofumaður, húsvörður og fleiri voru Skaftfelling- ar. Húsvörðurinn, Hallgrímur Jóns- son, var mágur Guðjóns, kvæntur Þórönnu Magnúsdóttur. Guðjón vann fyrst almenna verkamanna- vinnu en sótti síðan námskeið í kjöt- iðnaði og starfaði eftir það sem kjöt- iðnaðarmaður. Hann var afburða starfsmaður, kappið stundum meira, að mér fannst, en góðu hófi gegndi en hann naut vinnunnar og bar hag fyrirtækisins ávallt fyrir bijósti. Snemma á ævi tók Guðjón að kenna sjúkleika í hnjám, slitgigtar, sem síðan ágerðist smátt og smátt og um sextugsaldur var hann orðinn mjög bagaður vegna liðaskemmd- anna sem gerðu honum erfitt um gang. En það má með sanni segja að Guðjón stóð meðan stætt var, sýndi fádæma hörku, bæði í vinn- unni og til sjálfsbjargar í hinu dag- lega lífi, en Guðjón var alla tíð ein- hleypur. Þrátt fyrir mikla fötlun, sem ekki tókst að bæta, starfaði Guðjón í fyrirtækinu til 64 ára aldurs. Guðjón hélt góðu sambandi við mig og Qölskyldu mína eftir að til Reykjavíkur kom, kom oft í heim- sókn, ávallt á jólum og við ýmis önnur tækifæri. Voru það alltaf ánægjulegar stundir. Guðjón var vandaður maður, mátti ekki vamm sitt vita, virtur af samstarfsfólki og vinum. Fyrir um 10 árum flutti Guðjón á öldrunarlækningadeild Landspít- alans í Hátúni. Þar undi hann sér vel, en svo kom að heilsu hans hrak- aði mjög og síðustu árin dvaldi hann á Droplaugarstöðum við frábæra umönnun. Síðasta árið þar var hon- um þungbært vegna sívaxandi sjúk- leika. Eg og Ijölskylda mín sem nutum vináttu Guðjóns Magnússon- ar þökkum samfylgdina og munum geyma minninguna um góðan mann og góðan vin í hugum okkar. Snorri P. Snorrason. \ illcrovN Boc h GROHE VIRNET BAHCO NÝ BJÖRT OG RÚMGÓÐ VERSLUN SEM BÝÐUR mmb m B MHf MWjNNAi OG VERKTAKA FITTINGS • RAFMAGNSVE-— qKÓFLUR • HJÓLBÖRUR—-- HRE^ÆÁlsfÆKl^Siye^^^ sTÁLVASlSSlSEaEÍS? - 'ÍAF H LÖÐ u --7^T STgypUVIÐGERÐAREfyi—- " _____ ÞAKPAPPil ^tERULL I EINNI OG SÖMU FERÐINNI VERSLAR ÞÚ ALLT Á SAMA STAÐ. ÞANNIG GERIR ÞÚ SÉRSTAKLEGA HAGKVÆM KAUP Á VIÐURKENNDUM BYGG- INGAVÖRUM OG VERKFÆRUM. ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ RENNA VIÐ AÐ LYNGHÁLSI 10, SKOÐA VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLA HAGKVÆMT. M METRÓ IÐNAÐARMANNAVERSLUN LYNGHÁLSI 10, REYKJAVÍK, SÍMI 675600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.