Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 37 Minning Hansína Sigurbjörg Sigurðardóttír Fædd 17. desember 1920 Dáin 5. janúar 1993 Guðlaug Tómasdóttir og Eggert Páll Jóhann- esson — Hjónaminning hann sérlega einlægur og blíður. Þeir eiginleikar birtust ljósast í samskiptum hans við bamabörnin sem hann unni svo mjög, og sem dá afa sinn og elska. Hann var mjög vandvirkur og vinnusamur, var alltaf eitthvað að starfa. Oftast þegar okkur bar að garði í Efstasundinu var hann staddur á litla verkstæðinu sínu í kjallaranum. Á þessum litla fleti smíðaði hann meðal annars vandaðar eldhúsinnréttingar í fyrstu híbýli þriggja elstu dætr- anna. Hvernig hann gat það í þess- um þrengslum skil ég ekki, en þrautsegja hans var einstök. Hann vann ekki hratt, en „slór“ þekkti hann ekki. Hanna mín. Við söknum öll Sigga. Þó er söknuður þinn eflaust sárastur. Eftir 50 ára farsælt hjónaband, einstaka samstöðu og vinskap við uppeldi fjögurra dætra og sameiginlega gleði af að fylgj- ast með 11 barnabömum og sjá 7 barnabamabörn komast á legg, hlýtur að myndast mikið tóm í til- veru ekkjunnar. Guð gefi þér styrk í sorginni og söknuðinum. Pétur H. Björnsson. Nú er afi minn, hann Sigurberg, búinn að fá sína langþráðu hvfld. Að morgni sunnudagsins 24. janúar lagði hann af stað í langa ferð, ferð- ina sem allir fara að lokum. En engin vel heppnuð ferð verður farin án undirbúnings. Undirbúningurinn hjá afa hefur verið langur og mik- ill, hann hafði lokið sínum skyldum og búið ömmu þægilegt og gott heimili fýrir elliárin. Það er ávallt kvíði fyrir því að sjá á eftir ástvinum í þetta ferða- lag, vegna þess að við vitum að þegar lagt er af stað verður ekki snúið aftur. Ég gleymi eflaust aldrei þeim góðu stundum sem við afi áttum saman. Það er erfitt að sjá á eftir honum því skarðið sem myndaðist verður aldrei fyllt. Ég mun alla tíð muna hann úr Efstasundinu þar sem hann bjó hamingjusamur með konunni sinni, henni Jóhönnu ömmu minni. Minningin er skýrust þar sem hann var í kjallaranum við smíðar. Ég leit á þessa vinnustofu hans sem helgan stað og ekkert var skemmtilegra en að fara með hon- um niður og búa til skip eða aðra iiluti. Mér fannst það sérstakur heiður að fá að hjálpa honum við að raða verkfærunum á réttan stað. Hápunkturinn var þó að fá að saga með söginni hans. Mér var stundum hugsað til þess hvort verkfærin væru leikföngin hans afa. Afi skilur eftir sig góðar minn- ingar sem enginn getur tekið frá mér. Elsku amma mín, þú sem stóðst alltaf við hliðina á afa í erfiðleikum hans, Guð styrki þig í sorg þinni og söknuði. Pétur Steinn Pétursson. Það er margs að minnast frá liðn- um áratugum. Ég minnist heim- sóknar okkar á Long Island þegar hann á jólum sama ár sendi okkur kassa af maltöli svo ekki vantaði þennan íslenska drykk á jólaborðið. Ég minnist ferðar sem við fórum á vorkvöldi árið 1971 til að skoða Hekluelda, hversu fróður hann var um öll örnefni á leiðinni. í mörg ár kom Gúndi færandi hendi á gamlársdag með flugelda sem hann sagðist ekki hafa getað selt í tíma. Eg held að hann hafi haft meiri ánægju að gefa þá en selja. Gúndi gekk til liðs við Oddfellow- hreyfinguna fyrir allmörgum árum og í dag munu margir Þórsteins- bræður fylgja honum til grafar. Hans verður saknað í Vonarstræti 10. Gúndi kvæntist tvisvar en bæði hjónaböndin enduðu með skilnaði. Hann bjó einn og var oft einmana síðustu ár sín. Ég votta dætrum hans, Unni Berglindi og Guðbjörgu Birnu svo og öðrum ættingjum hans samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Þorgeir Halldórsson. Hansína Sigurbjörg Sigurðar- dóttir fæddist að Urðarteigi við Berutjörn hinn 17. desember 1920. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Bergsveinsson og Sigríður Helgadóttir. Bergsveinn faðir Sig- urðar var annáluð aflakló, raungóð- ur, en þótti dálítið harður í hom að taka. Ríkarður Jónsson gerði mynd af honum: íslenskur bóndi. Ríkarður mun hafa þekkt hann manna bezt. Hann sagði að Berg- sveinn hefði átt hvort tveggja til, hörku og mildi, og verið manna nærfæmastur við sjúka og hrein- skiptinn í öllu. Þessi eðliskostir þóttu koma fram í afkomendum hans. Þeir feðgar Bergsveinn og Sigurður bjuggu lengi saman í Urðarteigi og ólu upp stóran og gjörvulegan barnahóp. Bergsveinn var tvíkvæntur og vom seinni konu böm hans á aldur við elztu börn Sigurðar. Þeir feðgar stunduðu bæði sjósókn og landbún- að og komust vel af. Bömin ólust því upp við fjölþætt störf, vom vel gefin, myndarleg og mönnuðust vel. Á þessum tímum var ekki auð- velt að afla sér framhaldsmenntun- ar, svo að systkinin frá Urðarteigi urðu að leggja út á lífsbrautina með heimafenginn afla. Þau hjónin Sigurður og Sigríður vom bæði myndarleg og vel látin. Börn þeirra urðu níu: Helgi, bóndi á Krossi; Aðalheiður, lengi hús- freyja í Löndum; Skúli, bóndi í Urðarteigi; Ragnar, bjóð víða við ýmis störf; Guðlaug, húsfreyja á Djúpavogi; Unnur, húsfreyja í Garðinum; Herdís, dó ung að aldri; Hansína, húsfreyja, lengst af í Reykjavík; Gunnar búsettur á Djúpavogi. Nú em öll þessi myndarlegu og vel gefnu systkini fallin í valinn, nema Gunnar. Ég kynntist Hansínu fyrst, að mig minnir, haustið 1937. Ég var þá heima á Stöðvarfirði um hríð. Þegar haustönnum var lokið var farið að setja upp leikrit og lékum við Hanna þá saman í leikriti sem heitir „Saklausi svallarinn". Þessi tími var mjög skemmtilegur. Við höfðum margar sýningar og fórum að minnsta kosti einu sinni til þess að sýna í næstu sveit. Góður andi var innan hópsins og kunningsskap- ur myndaðist, sem gleymdist ekki auðveldlega. Nokkrum ámm seinna kom ég aftur heim á Stöðvarfjörð. Þá vom á Borgargarði tvenn ung hjón, ný- lega gift; Hansína Sigurðardóttir og Magnús Kristjánsson og Guð- laug Sigurbergsdóttir og Tryggvi Kristjánsson. Þessi ungu hjón réðu mig til þess að hjálpa sér við slátur- gerð. Við gerðum starfið að ævin- týri og slógum áreiðanlega íslands- met. Fyrir lá verk sem venjulega tók þijá. daga. Við unnum að þessu fimm, bæði hjónin og ég, tókum daginn snemma og þegar leið að kvöldi hafði verkinu miðað svo vel áfram að við sáum fram á að með því að halda áfram um nóttina gætum við lokið því og það gerðum við. Það var skemmtiiegur dagur sem í hönd fór og mikið vorkennd- um við nágrönnunum, sem varla voru búnir að sauma vambirnar. Ég hafði nokkurt samband við þau hjónin fyrstu árin. Þau höfðu flust suður, en ég lenti úti á landi. Þá skildu leiðir. Hansína og Magnús komu sér upp fögru heimili og eign- uðust tvær dætur: Sigrúnu Þóru og Álfheiði. Tíminn leið og Hansína var orðin amma og búin að missa manninn. En nú fluttumst við hjónin til Reykjavíkur og í nágrenni við hana. Við tókum upp kunningsskap á ný, gátum ennþá gert að gamni okkar og spiluðum stundum saman. Við höfðum einfaldlega ekkert elzt, bara hlaupið yfir síðustu hálfa öld. Við hjónin erum þakklát fyrir kynni okkar af Hansínu og kveðjum hana með hlýhug. Minningar mínar um hana eru minningar um trygg- lynda, hreinskiptna og góða konu. Guð blessi og huggi aðstandendur hennar. Anna Þorsteinsdóttir. Það er jafnan svo að ef maður lifír það að komast á elliár má maður gjalda fyrir það langlífí með því að þurfa oft að kveðja og horfa á eftir vinum sínum og kunningjum. Svo er farið fyrir mér og nú síðast er ég frétti lát góðrar vinkonu minnar, Hansínu Sigurðardóttur. Síðastliðin tólf ár hef ég búið í næsta húsi við hana, gluggarnir okkar stóðust á og daglega hitt- umst við eða töluðum saman. Hansína var góð og myndarieg kona, mjög vel gefín og skemmti- leg. Það var alltaf gaman að tala við hana, hún las mikið og hafði mjög gaman af ljóðum. Stundum bað ég hana að lesa fyrir mig ljóð, mér fannst ég njóta þeirra svo vel við að heyra hana lesa þau. Ég sagði stundum við hana að hún ætti að lesa upp í útvarpinu, það gerðu ekki aðrir betur, en hún hló bara að mér og gerði aldrei mikið úr sjálfri sér. Einnig spiluðum við mikið saman og gerðum margt okkur til skemmt- unar. Mér er því sár söknuður í huga er ég sé nú myrkur í gluggum hennar er ég lít út. Ég kveð hana með þakklæti og bið henni guðs blessunar. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Rut Guðmundsdóttir. Guðlaug Fædd 28. maí 1918 Dáin 21. janúar 1993 Eggert Páll Fæddur 4. apríl 1912 Dáinn 3. desember 1983 Nú þegar leiðir skilja langar mig að minnast tengdaforeldra minna með örfáum orðum. Mér fínnst það við hæfi að minnast þeirra beggja, svo samrýnd og kær voru þau hvort öðru. Tæp tíu ár eru liðin síðan Egg- ert kvaddi og nú kveðjum við Laugu. Lauga og Eggert voru alltaf nefnd í sama mund. Þegar Eggert var ekki lengur gat Lauga ekki verið. Hún bar aldrei sitt barr eftir að hann kvaddi þennan heim. Við vitum og trúum því að nú eru þau aftur sameinuð og vel hefur hann tekið á móti henni. Nú eru þau aftur orðin Lauga og Eggert. Guðlaug fæddist á Hrútafelli undir Eyjafjöllum 28. maí 1918, dóttir hjónanna Sigurlaugar Sig- urðardóttur og Tómasar Tómasson- ar, yngst fímm systkina er upp komust og er einn bróðir, Kjartan, á lífí. Eggert fæddist á Söndum í Með- allandi 4. apríl 1912, sonur hjón- anna Þuríðar Pálsdóttur og Jóhann- esar Guðmundssonar. Var hann elstur tíu systkina er upp komust en eftir lifa sex systkini. Þau eru Einar, Páll, Lára, Svava, Gissur og Hulda. Lauga og Eggert gengu í hjóna- band 19. júní 1943 og bjuggu lengst af í Reykjavík og þar fæddust syn- ir þeirra tveir. Þau byggðu sér hús inni við Elliðaár og nefndu það Sléttaból. Lauga og Eggert á Sléttabóli áttu fallegt og snyrtilegt heimili, þangað var alltaf gott að koma, heimili þeirra einkenndist af gest- risni og hlýju. Veit ég að þar tala ég fyrir munn ættingja og vina. Synir þerira eru Rútur Kjartan, fæddur 1943, kvæntur Bergljótu Einarsdóttur og eiga þau fjóra syni. Jóhannes, fæddur 1949, kvæntur Vilborgu Þorsteinsdóttur og eiga þau fimm böm. Vil ég fyrir hönd sona, tengda- dóttur og bamabarna þakka þeim allt það er þau vom okkur og kveðja þau með versum eftir Stefán Hann- esson frá Litla-Hvammi. Helga nótt, við hlið þín maka, hvergi um leifar betur fer. Nú má ekkert samband saka, sitthvað glepur andann hér. Heilum vagni heim að aka hveijum gott að lokum er. Vandamenn og vinir beggja, við, sem megum eftir sjá, ef við minnumst annars tveggja, aldrei gleymum hinu þá. Kveðjublóm á leiðin beggja líka, saman þessi má. (S.H.) Minningin lifír. Blessuð sé minn- ing þeirra. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför MARÍU GlSLADÓTTUR, Laugavegi 142. Eyjólfur Einarsson, Gerður Sigfúsdóttir, Gíslína Einarsdóttir, Gunnar H. Eiríksson, Bjarni Einarsson, Sesselja Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JAKOBS ÞORSTEINSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 14-G á Landspít- alanum. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Eyrún Hafsteinsdóttir. Begga. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tíl birtíng- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsfjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reylgavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Akjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLNÝJAR JÓHANNSDÓTTUR. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson, Ólaffa Þorsteinsdóttir, Trausti Þorsteinsson, Halla Þorsteinsdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir, Reynir Þorsteinsson, Sólveig Þorsteinsdóttir, Birgir Þorsteinsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jónína Þorsteinsdóttir, Smári Þorsteinsson, Svanur Þorsteinsson, Vilborg Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhannes P. Sigmarsson, Inger Thorsteinsson, Guðni Þ. Ágústsson, Anna Finnsdóttir, Þórður Þórðarson, Ingi S. Sigmarsson, Gréta Jansen, Ingi B. Guðjónsson, Sigrún Halldórsdóttir, Richard L. Cambell, Guðjón Þorbergsson, Svanhildur Svansdóttir, Jóhannes Eggertsson, Jóhannes Ragnarsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.