Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Minning Guðjón Magnússon kjötiðnaðarmaður Fæddur 16. ágúst 1908 Dáinn 21. janúar 1993 Guðjón Magnússon, frændi minn, er látinn. Guðjón kom á heimili for- eldra minna þegar ég var drengur. Hann bjó í einu herbergi hjá okkur og fékk fæði og þjónustu. Hann varð fljótt eins og einn úr íjölskyld- unni enda voru faðir minn og hann náskyldir. Guðjón vann hjá Sláturfélagi Suð- urlands alla tíð frá því að hann flutt- ist til Reykjavíkur og þar til hann varð að hætta vegna kölkunar í hnjám. Hann öðlaðist þar réttindi sem kjötiðnaðarmaður og stundaði starf sitt af mikilli samvikusemi og kost- gæfni. Móðir mín hafði stundum orð á því að hún væri örugg um að hangi- kjötið væri gott ef hann Guðjón veldi það, sem hann gerði gjaman fyrir stórhátíðir. Ég minnist þess líka að það voru margar hvítar skyrtur sem móðir mín straujaði af Guðjóni, en það var vegna þess að hann var alla tíð snyrtilegur til fara, ekki síst þeg- ar hann fór á stúkufundi, spilavistir eða gömlu dansana. Hann var snjall spilamaður og vann oft til verðlauna á spilavistum og hafði yndi af að dansa. Hann spilaði á orgel og þeg- ar hann var heima á kvöldin mátti heyra frá herberginu hans orgelspil, en hann spilaði líka undir söng á stúkufundum, bæði bama og fullorð- inna. Guðjón var afskaplega dag- farsprúður maður, hann fór vel með eigur sínar og gerði litlar kröfur hvað snerti nútíma þægindi. Hann var heimakær og lét sér nægja þær ferðir sem hann hafði farið vegna vinnu sinnar áður en hann kom til Reykjavíkur. Guðjón var vel ritfær og mér er í minni grein sem hann eitt sinn skrifaði um fjárrekstur sem hann tók þátt í frá Meðallandi til Reykjavíkur. Þegar faðir minn dó 1961 flutti Guðjón frá heimili foreldra minna og leigði sér herbergi við Snorra- brautina. Á þeim tíma var Guðjón orðinn mjög fótaveikur, en lét ekki deigan síga heldur stundaði sund og göngur til að liðka fætuma. Eftir að Guðjón flutti frá foreldrum mín- um varð það föst venja að ég og kona mín buðum honum til okkar á hveiju aðfangadags- og gamlárs- kvöldi á meðan heilsa hans leyfði. Einhver skipti afþakkaði hann þó boð okkar á aðfangadagskvöld vegna þess að hann tók að sér að spila á orgel hjá félagasamtökunum Vemd. Þegar heilsu hans fór að hraka fékk hann herbergi í Hátúni 10 en síðustu árin dvaldi hann á Droplaug- arstöðum, þar sem hann fékk góða umönnun og vil ég þakka fyrir það. Minning um hógværan og traust- an vin mun fylgja mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hans. Jón Freyr Þórarinsson. Guðjón, móðurbróðir minn, and- aðist að Droplaugarstöðum í Reykja- vík aðfaranótt 21. janúar sl. Hann fæddist í Eintúnahálsi á Síðu í Vest- ur-Skaftafellssýslu 16. ágúst 1908, sonur hjónanna Magnúsar Hansv- íumssonar og Guðríðar Sigurðar- dóttur. Hið óvenjulega föðurnafn Magnúsar á rót sína að rekja til forfeðranna sem vom Hans Wíum, sýslumaður og faðir hans, Jens Wíum, sýslumaður, sem kom frá Danmörku út til íslands árið 1718 og sat að Skriðuklaustri. Magnús Hansvíumsson var um tíma vinnu- maður að Þykkvabæ í Landbroti og kynntist þar Guðríði dóttur bóndans og gengu þau í hjónaband árið 1899. Fengu þau síðan jarðnæði að Eint- únahálsi og varð þar því tvíbýli um sinn og bjuggu þar árin 1901-1909 en þá missti Magnús heilsuna þann- ig að þau brugðu búi og lést hann það sama ár. Eintúnaháls er nú í eyði og hafa allir sem ferðast hafa inn að Lakagígjum farið þar um en afréttargirðingin er núna í túninu sunnan við bæjarrústimar. Böm Magnúsar og Guðríðar urðu fjögur. Elst var Þóranna, fædd í janúar 1900 og var hennar maður Hallgrím- ur Jónsson, húsvörður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands og em þau bæði látin. Magnea Guðrún er fædd í nóvember 1900 og var hennar mað- ur Páll Pálsson bóndi í Efri-Vík í Landbroti. Hann lést árið 1991 en hún dvelst nú að Heiðarbæ, dvalar- heimili aldraðra að Kirkjubæjar- klaustri. Þóranna og Magnea fædd- ust báðar í Þykkvabæ. Eldri sonur- inn, Sigurður, sem síðar tók upp gamla ættamafnið Wiium, fæddist í Eintúnahálsi árið 1903. Hann var fyrst loftskeytamaður á íslensku varðskipunum, síðar kjötiðnaðar- maður hjá Sláturfélagi Suðurlands og að lokum starfsmaður við heilus- gæslustöðina á Keflavíkurflugvelli. Sigurður er látinn. Kona hans er Níelsína Ó. Daníelsdóttir og lifir hún mann sinn. Yngri sonurinn og jafn- framt yngsta barnið, Guðjón, fædd- ist síðan árið 1908, ári áður en bú foreldra hans leystist upp vegna veikinda og síðan andláts föður hans. Guðjóni var komið til fósturs á ná- lægum bæ, Efri-Mörk á Síðu eða Blesahrauni eins og bærinn hefur oft verið nefndur, til hjónanna Jóns Jónssonar og Jóhönnu Jónsdóttur og gengu þau honum í foreldra stað á flestan hátt eins og hann sagði frá síðar enda voru þau honum alla tíð mjög kær. í Efri-Mörk dvaldist hann sem bam og síðan vinnumaður til ársins 1926 þegar hann fluttist að Efri-Vík í Landbroti til systur sinnar og mágs, Magneu og Páls, sem þar höfðu hafið búskap árið áður. Guð- ríður móðir hans var þar í heimili og náði Guðjón því aftur samvistum við móður sína eftir 18 ára aðskiln- að. í Efri-Vík var Guðjón í 21 ár sem vinnumaður meirihluta árs en sótti vetrarvertíðir til Vestmanna- eyja þegar hægðist um vinnu við búið enda dró hann þannig á sinn hátt björg í bú. Sem bam átti ég um skeið heimili í Efri-Vík og síðar á unglingsárum var ég þar til sumardvala og kynnt- ist þá nánar dugnaði Guðjóns og samviskusemi. Guðjón var ham- hleypa til vinnu og var kapp hans ekki síðra en systur hans og mágs. Guðjón lærði ungur að leika á orgel og minnist ég þessa undratækis frá bemskuárum mínum og hlakkaði jafnan til þegar ég sá Guðjón setjast við orgelið, draga hina ýmsu takka með erlendum áletmnum út úr borð- inu, stíga fótafjalimar og framkalla síðan hina fegurstu hljóma. Um skeið var Guðjón kirkjuorganisti í Prestbakkakirkju á Síðu og meðal annars vegiia þess heiðraði Kirkju- kórasamband Vestur-Skaftafells- prófastsdæmis hann sérstaklega fyr- ir störf að söng- og tónlistarmálum. Guðjón var að eðlisfari kátur og ræðinn en óþarfa málgleði var ekki hans eiginleiki frekar en margra annarra í okkar ætt. Þessi annars góði eiginleiki hefur sennilega orðið honum þungbær síðustu árin eftir að hreyfilömun vegna slitgigtar ein- angraði hann frá því félagslífi sem hann hafði áður notið svo vel. Guðjón fluttist til Reykjavíkur árið 1947 og hóf störf við kjötiðn hjá Sláturfélagi Suðurlands. Öðlaðist hann þar réttindi sem kjötiðnað- armaður og þar naut sín sem áður starfsorkan, ósérhlífnin og sam- viskusemin. Guðjón fékk tiltölulega ungur slæma slitgigt og að lokum varð hann að hætta störfum síðla árs 1972 þar sem hann þoldi ekki stöðurnar á hörðum gólfum vinnu- salanna. Þann hluta æfi sinnar sem eftir var notaði hann til þess að sækja sér heilsubót með sundi og sjúkraþjálfun og sér til frekari þjálf- unar fór hann allra ferða sinna um bæinn ýmist fótgangandi eða með strætisvögnum. Þrekið og viljakraft- urinn voru nærri yfirnáttúruleg og gegndi furðu síðustu árin sem hann var á ferli hvernig hann komst leið- ar sinnar óstuddur. Reynslan af harðri lífsbaráttu og langri vist hjá vandalausum, þótt fósturforeldrarn- ir hafi verið honum góðir, byggðu sjálfsbjargarhvöt hans til langrar endingar. Guðjón var greiðvikinn og ósínkur á fé sitt en hjálpar bað hann sér ekki fyrr en í síðustu lög þótt hann vissi vel að hún stæði fúslega til boða. Guðjón sótti mannamót í heima- byggð sinni ásamt öðru ungu fólki þar í sveit og margan útreiðartúrinn fór hann með þeim svo ég man. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur sótti hann spilakvöld og dansleiki af miklum dugnaði og sérstaklega á vegum bindindismanna því hvorki notaði hann tóbak né áfengi sér til gleðiauka enda hafði hann af nógu Minning Jakobína Sigur- veig Pétursdóttir Fædd 9. febrúar 1917 Dáin 24. janúar 1993 Amma Bína er dáin. Hún lést á Grensásdeild Borgarspítalans sunnudaginn 24. janúar sl. Amma Bína var mjög sérstök kona. Hún kom úr stórum systkina- hópi og voru alltaf mikil og náin tengsl milli allra systkinanna. Amma giftist afa mínum ung og átti með honum fimm böm, bamabömin eru 22 og bamabamabömin eru líka orðin 22. Amma Bína var mjög góð bamap- ía og hún kenndi okkur að spila og leika alla gömlu samkvæmisleikina sem hún hafði lært heima hjá sér sem bam. Þar var heiðarleikinn og skemmtunin í fyrirrúmi. Amma Bína var dugleg við að halda fjölskyld- unni saman. Á jóladag bauð hún okkur í morgunkaffi á Marargötuna, í litlu risíbúðina sína í ,julefrokost“ eins og hún kallaði það, og þá fengu allir heitt súkkulaði með ijóma, rún- stykki og tilheyrandi. Þetta var einn af föstu punktunum í lífinu, og þessu vildi enginn missa af. Frændur og frænkur sem höfðu ekki sést í ár hittust og allir skemmtu sér konung- lega. Amma lagði sig fram um að kynnast ættingjum sínum vel og hún var góður og traustur vinur. Henni leiddist aldrei, hún fann sér alltaf eitthvað að gera. Hún pijón- aði, spilaði brids og í sumarbústaðar- ferðum okkar var spilað við ömmu á vöktum, hún þreyttist aldrei. Amma undi sér mjög vel í sumar- bústað barna sinna, sem er í Skorradalnum. Þar gat hún hlaupið um skóginn og klippt kalvið, farið í göngutúra og leikið og spilað. Amma var mikill ferðalangur og einn vetur sigldi hún til Svíþjóðar til að líta eftir bamabamabömum sínum og næsta vetur skellti hún sér til Ameríku í sömu erindagerðum. Þessu dreif hún í þegar hún var komin á eftirlaun. Hún var líka mjög dugleg að ferðast áður en hún hætti að vinna. Hún fór meðal annars til ftalíu, Júgóslavíu, Norðurlanda og Bandaríkjanna. Hún ferðaðist líka innanlands og eyddi mörgum sumr- um á Melrakkasléttu, en þaðan var hún ættuð. Þegar amma varð sjötug, fyrir um það bil 6 ámm, hélt hún dansleik á Hótel Sögu. Þar komu ættingjar og vinir saman til að gleðjast með henni og dansa. Þá sungu barnabarna- bömin fyrir hana: „Eg langömmu á sem að létt er í lund“. Sá texti lýsir ömmu vel. Ég kveð hana með sökn- uði og þakklæti. Megi minning henn- ar lengi lifa. Halldóra Grétarsdóttir. Mig langartil, með örfáum orðum, að minnast mágkonu minnar, Jakob- ínu S. Pétursdóttur, sem lézt 24. janúar sl., eftir erfið veikindi. Bína P., eins og ég kallaði hana lengst af, var dóttir Guðrúnar Jóns- dóttur frá Ásmundarstöðum á Mel- rakkasléttu og Pjeturs Zóphonías- sonar, ættfræðings. Barnahópur þeirra Guðrúnar og Pjeturs, var stór og varð það hlutskipti margra barn- anna, vegna erfiðleika heimafyrir, að dvelja, jafnvel árlangt, hjá skyld- mennum norður á Sléttu. Þá kom hann sér vel, sá nægtarbmnnur, sem Sléttan var í þá daga. Bína var, sem unglingur, um tíma hjá Snartarstöð- um, hjá þeim hjónum Guðnýju Guðnadóttur og Ingimundi Sigurðar- syni, sem þar bjuggu. Jakobína lauk námi í Kvennaskól- anum vorið 1933. Svo vitnað sé til gamalla bóka, þar sem segir „ung var ég gefin Njáli“, þá giftist Bína, Hafsteini Gíslasyni verzlunarmanni, skömmu eftir að hún lauk námi eða 18 ára gömul. Bína og Hafsteinn bjuggu allan sinn býskap á Marar- götu 4. Bömin urðu fimm. Oll hin mannvænlegustu. Ég minnist þess þegar ég sá Bínu fyrst. Þá vomm við Helga, systir Bínu, að draga okkur saman og höfðum farið í Austurbæjarbíó en þar fyrir utan mættum við Bínu og Hafsteini, en hún var þá komin að falli að því að eignast yngsta bam sitt, Jarþrúði. Með okkur Jakobínu tókst góð vinátta. Svo fór að þegar við Helga gengum í hið heilaga og Jarþrúður, yngsta systir þeirra, þá fór athöfnin fram í stofunni á Marargötu 4. Fyr- ir okkur Helgu var stutt að fara, því við höfðum hreiðrað um okkur í risinu á Marargötunni. Árin liðu eins og gengur. Börnin urðu fimm og öll gengu þau menntaveginn og hafa skotið styrkum rótum í mann- félaginu. Einn þáttur vináttu okkar Bínu, er „þátttaka mín“ í ýmsum gerðum þess samstæða hóps, sem sauma- klúbburinn var og verður væntan- lega, þó svo að nú sé skarð fyrir skildi. Ferðalög saumakúbbsins voru árlegur viðburður um árabil og var þá fengin rúta að láni og ekið á vit náttúrunnar. Bína var mikill aðdá- andi íslenzkrar náttúru. Eins voru helgamar í sumarbústöðum sauma- klúbbsfélaga eftirminnilegar. Við gerðum okkur glaðan dag við söng og leik og nutum þessi gleðigjafa, sem Bína var að eðlisfari. Jakobína var fróð um marga hluti og ekkert var henni óviðkomandi í mannfélaginu. Ættfræðin var henni, eins og fleiri systkinum hennar, mik- ið áhugamál enda fellur eplið ekki langt frá eikinni, því faðir hennar, Fjetur Zóphoníasson var einn af þekktari mönnum í þeim fræðum hér á landi. Þegar Bína var komin á miðjan aldur fór hún út á vinnu- markaðinn og vann við ýmis störf. Lengst af var hún hjá erfðafræði- nefnd og sat um tíma í stjórn ætt- fræðifélagsins. Margt mætti tína til þegar minnst er æviferils Jakobínu en ég held að hún hefði ekki kært sig um það. Afkomendur Bínu eru margir enda var hún oft með eitthvað á pijónun- um. Peysurnar eru nokkuð margar sem omað hafa litlum kroppum, þá kuldaboli fer um. Með söknuði og trega kveðjum við Helga Bínu P. og þökkum fyrir allt það góða sem hún veitti okkur. Fjölskyldu Bínu vottum við okkar dýpstu samúð. Helgi Thorvaldsson. Eitt hlutverk minningargreina er að skýra frá sérkennum þeirrar manneskju sem höfundur syrgir. Sem getur verið snúið í rígstaðlaðri nútíðinni. En verkefni mitt, að minn- ast ömmu minnar, Jakobínu Péturs- dóttur, er að því leyti létt að ég held ég viti hvað var helsta einkenni hennar: Hún var venjuleg. Svo ein- staklega venjuleg að hún var athygl- isverð. Með því upphóf hún hvers- daginn og þeir sem vom með henni skildu að ekkert er betra en góður, venjulegur dagur. Þetta hljómar auðvitað yfírdrifið, eins og ég sé örvinlaður af sorg og vilji endilega segja eitthvað háfleygt. En þetta er bara satt og rétt. Þegar amma sat í þægilegum stól með léttar hannyrð- ir, tendraða sígarettu og tebolla inn- an seilingar, kannski með konfek- mola einhvers staðar ósnertan og glæpamynd í sjónvarpinu, þá virkaði hún á mig eins og kennslustund í öryggi, eins og boð um að lífið sé heilagt og gott, að mennirnir remb- ist en guð ráði. Hún var aldrei kerl- ing að glápa reykjandi á sjónvarp, hún gat ekki verið það. Hún var einhvers konar meistari. Hún var heimilisleg í nánast upp- höfnum skilningi. Ekki matreiðslu- séní, ónei. En samt var eins og að sérhverri máltíð væri borgið ef hún var nærri. Enginn skilur almennilega hvers vegna. Og ekki var hún hann- yrðafrömuður. En ef hún átti nál, tvinna og klæði, þá framleiddi hún jafnt og þétt fatnað, skátaskikkjur og batmannkápur handa afkomend- um sínum. Þó að ekki léki vafi á því hvar amma ætti heima, þá voru hennar heimilislegheit ekki bundin við tiltekinn stað. Henni virtist nærri því sama hvort hún var hér eða þar: á Marargötu, norður á Melrakka- sléttu, í Svíþjóð eða vestur í Kletta- íjöllum. Hún var að skapa heimilis- brag, ýmist með athöfnum eða að- gerðaleysi. Og til þess að lesendur haldi ekki að hún hafi verið einhvers konar Lao-Tse þá er rétt að geta þess að hún spilaði gjarnan brids til klukkan fimm á morgnana í ferlegri reykjarbrælu. Hún var manna ættræknust. Fór hiklaust þingmannaleið til þess að hitta fjarskylda ættingja, Og var þar tekið með kostum og kynjum, átti heima á staðnum meðan á dvöl stóð. Væri hún í fjarlægum löndum var hún von bráðar búin að finna fólk sem var frændur hennar í einhveij- um skilningi. Ég efast hálfpartinn um að hún hafi verið sérstakur ís- lendingur. Auðvitað vildi hún vera hjá sínu fólki og hjá sínum fjöllum og allt það. En skilningur hennar á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.