Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Heilladijúgur dagur fyrir þá sem standa í fram- kvæmdum. Heimsókn til gamals vinar verður mjög ánægjuleg. Naut (20. apríl - 20. maí) Ferðalag getur leitt til óvæntra útgjalda. Viður- kenning sem þú hlýtur í starfi hefur tekjuaukningu í för með sér. Tvíburar (21. maf - 20. júní) )» Sumir eru að afla sér auk- innar þekkingar. Hafðu augun opin þegar þú semur um fjármál. Stefnumót færir þér ánægju í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$6 Nú væri við hæfi að ljúka verkefni sem bíður. Fjár- hagsstuðningur er væntan- legur. Ekki er allt með felldu í ástarsambandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gætir verið að íhuga nýjan starfsvettvang. Nú væri vel við hæfi að heim- sækja vini og sinna ástvini. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér ætti að ganga allt í haginn varðandi vinnuna. Möguleikar eru á kaup- hækkun, nýjum tækifærum og viðurkenningum. Vog (23. sept. - 22. október) Góð hugmynd getur verið gulls ígildi. Þú ættir að fara að leggja drög að ferðalagi eða skemmtiferð. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)(j0 Þú fínnur nýjar leiðir til tekjuöflunar. Sumir eru að íhuga endurbætur heima fyrir. Þér berast góðar fréttir varðandi ljármálin. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Tómstundaiðja getur orðið góð tekjulind. Dagurinn hentar vel til samninga- gerðar. Þú nýtur samvista við góða félaga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Nú er rétti tíminn til að koma ár þinni vel fyrir borð í vinnunni. Gríptu þau tæki- færi sem gefast til tekju- aukningar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú kannar mál sem vekur áhuga hjá þér. Nýtt tóm- stundastarf lofar góðu. Gleðin ræður ríkjum hjá þér í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) S* Vinahópurinn stækkar í dag. Þér gengur vel að leysa verkefni dagsins. Góð bók getur stytt þér stundir í kvöld. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA Tb/in+ti, es HELrADþö HEFDiR. GERTVIÐ LCKA JCRAMAMM/ IT’S PRETPf' C0LP OUT..YOU'RE 5URE YOU UJANT TO 60 FOR A WALK ? OKAY, l'LL GET TME LEASH Það er óttalega kalt úti ... Jæjaþá,égnæí ertu viss um að þú viljir fara hálsbandið... Ef heppnin er með mér sér okkur enginn ... IF i‘m lucky, no one UUILL 5EE U5.. !l-3o í gönguferð? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Michael Rosenberg og Michael Kamil urðu hlutskarpastir í opna stórmeistaramótinu í tvímenningi á bandarísku haustleikunum, sem fram fóru í Orlando í nóvember síðastliðnum. Rosenberg er fædd- ur og uppalinn Skoti, en hefur búið í Bandaríkjunum síðasta ára- tuginn og er nú bandarískur ríkis- borgari. Sem slíkur spilaði hann í ólympíuliði Bandaríkjanna á ítal- íu í haust. Hann er ennfremur einn af eftirlætisspilafélögum Zia Mahmood, endá bæði vandvirkur og hugmyndaríkur, eins og eftir- farandi spil úr tvímenningskeppn- inni sýnir glögglega. Vestur gefur; NS á hættu. Norður Vestur ♦ D107 ¥ 10952 ♦ ÁDG873 ♦ 9543 ¥ÁDG ♦ 104 ♦ ÁD87 II Suður ♦ K82 VK6 ♦ - Austur ♦ ÁG6 ¥8743 ♦ K9652 ♦ 4 ♦ KGl 096532 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 1 hjarta 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 lauf Pass Pass Pass Útspil: hjartatvistur. Við sem horfum á allar hendur erum ekki í vandræðum með að taka 12 slagi með því að spila að spaðakóng. En Rosenberg sá að- eins tvær hendur og varð að geta sér til um hinar út frá sögnum og útspilinu. Vestur hafði jú opn- að, en kom ekki út með tígul. Hann var því varla með ÁK í tígli. Þar með hlaut spaðaásinn að liggja á eftir kóngnum, því annars ætti vestur ekki opnun. Hárrétt ályktað, en röng niður- staða, eigi að síður, þar eð ein af forsendunum reyndist röng: Vest- ur átti ekki opnun! En Rosenberg ákvað að treysta sögnum og reyna að vinna spilið með spaðaásnum í vestur. Hann tók þrisvar lauf og spilaði svo hjarta tvisvar og henti spaðakóngi!! í kjölfarið fylgdu milljón tromp. í lokastöð- unni átti Rosenberg þtjú spil: tvo spaðahunda og eitt tromp. Og eins og hann hafði vonast til, höfðu andstæðingarnir látið blekkjast af spaðakóngnum og voru báðir komnir niður á einn spaða. Rosen- berg fékk því slag á spaðatvistinn í lokin. Umsjón Margeir Pétursson Enginn efast um mikla hæfi- leika unga enska stórmeistarans Michaels Adams, en pilturinn hefur nokkuð vanrækt bóknámið eins og kom t.d. fram í þessari skák sem tefld var í opna flokkn- um í Wijk aan Zee í síðustu viku: Hvítt: Valerí Salov (2.660), Rúss- landi, svart: Micahel Adams (2.630) enski leikurinn, 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 - b6, 3. g3 - c5, 4. Bg2 - Bb7, 5. 0-0 - e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 — d6, 9. b3 - 0-0, 10. Hdl - Rbd7, 11. e4 - Db8, 12. Ba3 - Rc5, 13. e5 — dxe5, 14. Dce5 — Dc8, 15. De2 - a6, 16. Ra4 - Rfd7? 17. Hxd7! - Dxd7, 18. Rxb6 - Dc7, 19. Rxa8 — Bxa8, 20. Hdl og með peð yfir vann Salov skák- ina auðveldlega. Það gengur ekki að tapa mikilvægum skákum svona baráttulaust. Við tapið féll Adams úr efsta sæti. Þegar níu umferðir af 11 höfðu verið tefldar í opna flokknum var staða efstu manna þannig: „1.—4. Hodgson, Piket, Oll og Salov 6 'A v. 5.-6. Adams og Lobron 6 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.