Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 21 Suðurnes Leysinga- vatn oln rafmagns- leysi í fimm tíma Keflavík. RAFMAGN fór af stórum hluta Suðurnesja á ellefta tímanum á sunnudagskvöldið og kom það ekki á aftur fyrr en 5 tímum síð- ar. Orsökin var að leysingavatn fiæddi inn í rafmagnsaðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja sem staðsett er við Fitjar í Njarðvík og varð að kalla til slökkviliðið í Keflavík og stórvirkar vinnuvélar við að dæla úr kjallara stöðvarinnar og til að veita vatninu frá stöðinni. Að sögn Júlíusar Jónssonar for- stjóra Hitaveitunnar hallast menn að því að klakastífla hafi myndast í heiðinni fyrir ofan aðveitustöðina sem síðan hafi gefið sig með þessum afleiðingum. Hann sagði að tjón hefði ekki orðið mikið en það útheimti mikla vinnu að hreinsa eftir flóðið því mikill leir hefði borist inn með flóðinu og hann þyrfti að hreinsa í burtu með eimuðu vatni. Júlíus sagði að fyrr um daginn hefði allt virst í góðu lagi og menn getað ekið í kringum stöðina. Nú yrði gengið svo frá hnútunum að svona ætti ekki að koma fyrir aftur og yrði gerður varnargarður í kring- um stöðina og komið fyrir vatns- skynjurum í kjallara. - BB -----♦------- Stjórnmála- samband við Marshallejjar STOFNAÐ hefur verið til formlegs stjórnmálasambands milli Islands og Marshalleyja, en þær gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum árið 1991. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Marshalleyjar eru eyjaklasi í Kyrrahafi í norðausturátt frá Ástral- íu. Meðal kunnustu eyja klasans er eyjan Bikini, sem efnisrýr sundföt eru kennd við. Þakkarorð Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn frá Hamri vitnar í guði og skáld til vitnis um mikilvægi hips hnitmiðaða orðs. Í baksýn eru höfundar íslensku bókmenntasögunnar, þau Guðrún Nordal, Vésteinn Ólason og Sverrir Tómasson. Islensku bókmenntaverðlaunin veitt í fjórða sinn A Þorsteinn og Islensk bók- menntasaga verðlaunuð ÞORSTEINN frá Hamri og Vésteinn Ólason, ásamt Sverri Tómassyni og Guðrúnu Nordal hlutu íslensku bókmenntaverð- launin 1992. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, af- henti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands í gær. Þorsteinn hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóða- bók sína Sæfarinn sofandi, sem bókaforlagið Iðunn gefur út. ís- lensk bókmenntasaga I var verð- launuð í flokki fræðirita. Vésteinn Ólason ritstýrði bókinni og skrifaði ásamt Sverri Tómassyni og Guð- rúnu Nordal. Útgefandi er Mál og menning. Við verðlaunaafhendinguna í Listasafninu flutti Tríó Reykjavík- ur verk eftir Schumann og Tsjaí- kovskí. Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda, ávarpaði gesti og Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og alþing- ismaður, flutti hátíðarræðuna. Eftir að verðlaunin höfðu verið tilkynnt, fluttu verðlaunahafar ávörp. Þorsteinn frá Hamri vitnaði jafnt í guði og skáld til að sýna fram á mikilvægi hnitmiðaðs orða- lags til grundvallar góðum skáld- skap. Hann sagðist vonast til að hafa unnið málstað ljóðagerðar frekar gagn en ógagn. Vésteinn sagði útgáfu á Islenskri bók- menntasögu vera gott dæmi um metnað íslenskra bókaútgefenda, þar sem verkið myndi ekki færa þeim fjárhagslegan ávinning, en væri þarft bókmenntaverk með til- liti til framtíðar. Tíu bækur til álita Lokadómnefnd bókmennta- verðlaunanna, skipuð Sigríði Th. Erlendsdóttur, Heimi Pálssyni og Vilhjálmi Árnasyni, valdi verð- launaverkin úr tíu bókum sem til- nefndar voru til íslensku bók- menntaverðlaunanna í desember. Bókaútgefndur tilnefna bækur til verðlaunanna og að sögn Ólafs Ragnarssonar hjá Vöku-Helgafell var greitt 20 þúsund krónur með hverri tilnefningu vegna verðlaunanna 1992, en greiðslan nú var 20-30 þúsund krónur og eitthvað minna fyrir tilnefningu barnabóka. Þetta er í fjórða sinn sem Félag íslenskra bókaútgefenda veitir verðlaun fyrir athyglisverðustu bækur ársins. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlauna- skjöl og verðlaunagripur, smíðaður af Jens Guðjónssyni gullsmiði, opin bók á granítstöpli með nöfnum verðlaunahafa. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraue Kopavogi, simi 67180G V.W. LT3I húsbfll ’76, 200 vól, ek. 40 þ., allur endurnýjaöur m/góöri innréttingu. Skipti á góðum fólksbíl. V. 470 þús. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station 92, blásans, ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1490 þús., sk. á góöum diesel jeppa o.fl. V. 1490 þús. Wagoneer Limited '86, búnsans, m/við- arkl., 6 cyl. (2.8), sjálfsk., ek. 89 þ., leður- innrétting., rafm. í rúðum o.fl. V. 1190 þús. stgr., sk. á ód. MMC Lancer GLXi 4x4 Hlaðbakur '91, vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu, þjófav.kerfi, fjarst.laesingaro.fi. Bein sala Volvo 760 GLT station '91, blásans, 5 g., ek. 20 þ., ABS bremsur o.fl. V. 1950 þús., sk. á ód. MMC Galant hlaðbakur GLSi 4x4 ’91, hvítur, 5 g., ek. 23 þ., rafm. i öllu o.fl. V. 1380 þús. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) ’74, sjálfsk., mikið endurnýjaöur. Gott ástand. V. 480 þús. Citroen BX 16 TRZ '91, 5 g., ek. 25 þ. Úrvalsbíll. V. 950 þús. Nissan Patrol diesel langur '91,5 g., ek. 33 þ. V. 2.550 þús. Toyota Hilux Douple Cap diesel ’90, 5 g., ek. 43 þ. V. 1450 þús. stgr. Mazda 323 1.3 LX '89, hvítur, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bíll. V. 490 þús. stgr. Peugout 309 GL Profile ’91,5 dyra, rauð- ur, 5 g. Gott ástand. V. 640 þús. stgr. Fiat Tipo DGT 1600 ’89, rauður, 5 g., ek. 33 þ. Toppeintak. V. 590 þús. Fiat X1/9 Bertone Spider ’80, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju got eintak. V. 430 þús., sk. á ód. Ford Bronco XLT '88, 5 g., ek. 95 þ. V. 1450 þús., sk. á ód. Ford Econoline 350 4x4 6.9 diesel '87, upphækk., talsverð breyttur. Úrvals ferða- bíll. V. 2.1 millj., sk. á ód. Honda Accord 2200 EXi ’90, sjálfsk., ek.43 þ. Einn m/öllu. V. 1850 þús., sk. á ód. Isuzu Crew Cap 4x4 m/húsi ’91, 5 g., ek. 41 þ. Upphækkaður o.fl. V. 1570 þús. VANTAR GÓÐA BÍLAÁSTAÐINN Á morgun fer fram tilboð í ríkisvíxla. Um er að raeða 3. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða með gjalddaga 7. maí 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomu- lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs- verði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 3. febrúar. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40. Tilbob í ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 3. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.