Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 35 líði vel í nýjum heimkynnum. Bless- uð sé minning þín. Soffía Margrét. Það var þriðjudaginn 19. janúar sl. að okkur bræðrunum barst sú frétt að frændi okkar, Egill 0. Kristinsson, væri látinn á heimili sínu. Þessi stundvísi og skipulagði maður hafði hvorki mætt í sundið í Laugardalslauginni eða til kvöld- verðar hjá systur sinni og mági svo sem venja var. Hann, sem var hjá okkur bræðrunum kvöldið áður full- ur orku og áhuga um nýjustu út- hlutun veiðileyfanna fyrir sumarið, var fallinn frá. Við kynntumst þessum frænda okkar ekki að ráði fyrr en hann var kominn á fullorðinsár, en því betur kynntumst við nú seinni árin. Við höfðum m.a. sameiginlegt áhuga- mál, stangveiði. Egill, sem var Reykvíkingur og bjó í Reykjavík alla tíð, var maður léttur á velli og hress í lund og frá- sagnarlist hans var í sérflokki svo unun var á að hlýða, jafnvel sömu sögumar aftur og aftur. Ahugamál frænda okkar var stangveiði á flugu og allt henni tengt, það snerist bók- staflega allt um stangveiði og fiuguhnýtingar. Við fórum saman í marga veiði- túra og fyrir okkur er það heiður að hafa verið þess aðnjótandi að vera með honum og njóta þekking- ar hans og hæfíleika á sviði stang- veiðinnar. Nú seinni árin veiddum við frændumir saman alla miðviku- daga í Brúará í landi Haga, og þessa dagana átti að leggja drög að samningi fyrir sumarið við Kjart- an bónda í Haga. Egill var málari að mennt og starfaði sem slíkur allt til síðasta árs að undanskildu tímabili sem hann stundaði sjómennsku á einum togara Ögurvíkur. Sem málari var þarna á ferð vandaður fagmaður og hans sér- grein var málun glugga, hurða og slíkra hluta, sem yfírleitt öðrum þykir vandasamt og seinlegt. í veiðiskap var hér á ferð einhver sá besti og fisknasti fluguveiðimað- ur sem við höfum þekkt og er minn- isstætt hve með ólíkindum oft hann setti í fisk þegar aðrir höfðu þræl- reynt veiðistaðinn, en þessi óbilandi trú á að alltaf væri fiskur til stað- ar, bara spuming hvenær „hann tæki" var inngreypt í hans tilveru. Og þó hann væri 70 ára og meir en 20 ár skildu á miili okkar frænd- anna var dugnaðurinn og eljan slík að í veiði gat hann kastað hvíldar- laust frá morgni til kvölds þegar við bræðumir þurftum ávallt að hvflast öðru hveiju. Við vitum fyrir víst að hans verður lengi minnst í félagsskap stangveiðimanna á ís- landi sem mikils hæfíleikamanns á sviði stangveiði og sem góðs félaga. Við viljum, kæri frændi okkar, þakka þér fyrir allar samverustund- imar og þó svo að þú hafir skipt um veiðilendur að sinni, vitum við að þú fylgist með okkur. Guðrún systir Egils á dóttur, Soffíu Margréti, sem var honum sem dóttir og litli drengurinn henn- ar, hann Egill nafni hans, var hon- um svo kær. Fjölskyldu og ættingj- um og vinum vottum við samúð okkar. Þorgeir Jónsson, Sveinn Jónsson. Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 XJöfóar til JnLfólks í öllum starfsgreinum! + Ástkær eiginkona mín, SESSEUA ÁSGEIRSDÓTTIR, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði 31. janúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ólafur Halldórsson. + Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, EGILL ORMAR KRISTINSSON málari, Sólvallagötu 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Guðrún Kristinsdóttir, Sigurður Söebeck, Sofffa Margrét Hrafnkelsdóttir, Þorlákur Jónsson, 4- Egill Þorláksson. T BALDVIN THORSTEINSSON, Klaksvfk, Færeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Klaksvíkur 31. janúar sl. Samúel og Hermann Thorsteinsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN VIKTOR GUÐMUNDSSON, Norðurbrún 1, er andaðist 25. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni f 1 Reykjavík miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15.00. + Hjartkær móðir okkar, DAÐÍNA JÓNASDÓTTIR Jóna Erlingsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. frá Auðkúlu, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn 31. janúar. Börn hinnar látnu. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EIRfKSSON, Vesturbergi 161, sem lést 23. janúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Elín Davíðsdóttir, Svava Asdís Sigurðardóttir, Oddur Rúnar Oddsson, Kristfn Ragnhildur Sigurðardóttir, Jón Högni ísleifsson, Davfð Logi Sigurðsson, Sigurður Rúnar Jónsson, íslerfur Unnar Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, Hjallavegi 3, Reykjavfk, lést þann 31. janúar í Borgarspftalanum. Ástrós Sigurðardóttir, Auður Brynjólfsdóttir, Björn Arnórsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. + I + Móðir okkar, GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 31. janúar. Jóhanna ívarsdóttir, Stefanfa ívarsdóttir, Guðmundur fvarsson, Arnleif fvarsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBERG BENEDIKTSSON skipasmfðameistari, Hvassaleiti 56, sem lést 24. janúar sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 2. febrúar, kl. 10.30. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan Jörgensen, barnaböm og barnabarnabörn. + Elsku systir okkar, GUÐNÝ JENNÝ MARTEINSDÓTTIR frá Sjónarhóli, Neskaupstað, er látin. Miningarathöfn auglýst síðar. Systkinin. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs bróður mfns, SIGMARS KRISTJÁNSSONAR frá Eldjárnsstöðum, Langanesi. Guðjón Kristjánsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmófiir, tengdamófiir og amma, EYRÚN LÁRA LOFTSDÓTTIR, Haðarlandi 14, lést í Landakotsspítala laugardaginn 30. janúar. Gunnar Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA STEFÁNSDÓTTIR, Borgarheiði 9, Hveragerði, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, 31. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Ljós- heima, Selfossi, og Kristniboðssambandið. Þórir Björnsson Björn Þórisson, Sigrún Ingibjartsdóttir, Jónas Þórisson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Stefán Þórisson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sverrir Þórisson, Kristfn Þórsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU VILHJÁLMSDÓTTUR. Hilmar Hróarsson, Hrafnhildur Hróarsdóttir, Úlfar Hróarsson, Erna Hróarsdóttir, Vilhjálmur Hróarsson, Málfríður Linda Hróarsdóttir, Hróar Högni Hróarsson, Árni Sævar Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GEIRS S. BJÖRNSSONAR prentsmiðjustjóra, Goðabyggð 4, Akureyri. Aníta Björnsson, Barbara María Geirsdóttir, Magnus Garðarsson, Gunnhiidur Geirsdóttir, Arthur McDonald, Sigurður O. Björnsson, Kristbjörg Eiðsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.