Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPnÆVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 29 Fræðsluhorn Úrbætur í umhverfismálum auka sparnað fyrirtækja eftir Guðjón Jónsson HÉR verður leitast við að svara spumingunni um hvort draga megi úr kostnaði fyrirtækja með því að gera endurbætur á umhverfismál- um þeirra. Ennfremur er fjallað um aðferð sem hægt er að nota til að meta umhverfisáhrif á rekstur fyr- irtækis. Síðastliðið ár hefur Iðntækni- stofnun unnið í samvinnu við fimm íslensk fyrirtæki að því að athuga rekstur þeirra frá sjónarhóli um- hverfismála og beitt ákveðinni að- ferð til umhverfisúttektar. Þessi fyrirtæki eru: íslenskur skinnaiðn- aður, Lýsi hf., Plastos hf., Sápu- verksmiðjan Frigg hf. og Vífilfell hf. Iðnlánasjóður tekur þátt í verk- efninu með fjárstuðningi. Einnig hefur rannsóknasjóður Rannsókna- ráðs styrkt verkefnið. Þá veitir einn- ig norrænn starfshópur um hreinni framleiðslutækni og meðhöndlun úrgangs verkefninu liðstyrk. Full- trúi hópsins er starfsmaður um- hverfisráðuneytisins. Framlög þess- ara aðila em mjög þakkarverð og í raun nauðsynleg fyrir framgang verkefnanna. Öll fyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu settu á laggirnar um- hverfishópa. Hóparnir gerðu tillög- ur um umhverfisstefnu og sett var saman skrá yfir umbótaverkefni innan veggja fyrirtækjanna. Verk- efnin voru fundin með svokallaðri frumgreiningu. Fjöldi þeirra var frá 7 og upp í yfir 20. Af þeim voru þijú til fjögur verkefni valin hjá hveiju fyrirtæki, sem nú er verið að vinna að. Dæmi um verkefni og niðurstöð- ur má nefna: - Ferill fasts úrgangs gTeindur og gert yfirlit yfir samsetningu. - Breytt vinnutilhögun leiddi til yfir 50% minnkunar á úrgangi. - Plastbrúsar undan hráefni seldir til endurnotkunar. - Stórir sekkir undan hráefni seldir til endumotkunar. - Millispjöldum úr pappa skilað til birgja. - Pappakassar undan ákveðnu hrá- efnj seldir til endurnotkunar. - Áætlun sett fram um að hætta notkun ósoneyðandi efna. - Mat iagt á magn úrgangs úr vinnsluferlinum, gallar metnir og afkast greint. í báðum tilfellum komu í ljós óvæntir hlutir. Unnið er markvisst að því að meta hvort unnt er að finna skýringar á rýrnun. - Ákveðnir flokkar rekstrarvara eru teknir fyrir og markið sett á að draga úr notkun þeirra um 50%. Þetta hefur þegar gengið eftir í allnokkmm tilvikum. - Orkunotkun var athuguð og metnir möguleikar á breytingum á vinnutilhögun til þess að draga úr notkuninni. - Endurvinnsla hráefnis úr frá- rennslisvatni. Athugaðir möguleik- ar á vinnslu og kostnaður metinn. - Farið yfir framleiðsluferil átöpp- unar á vökva og lagt mat á alla þætti þar sem úrgangur fellur til. - Endurvinnsla úrgangsefnis könn- uð. Um er að ræða úrgangsefni sem má nota sem hráefni á öðrum stað í vinnslunni. Spamaður gæti uumið. 1,5 jmillj. kr. «f vel tekst til. - Breytt yinnutilhöganL'við; 'toíð- höndhin ákveðins úfgangs^úmmál minnkáð.;.tattugu%Ít, ^fiagn jkrað. % - J/miBlirfei«liv:ðírÁýtt;iífl:- þess •alE draga .úr. mengHjv * ^ ’ fieí/t þæt veriíefRÍ, sp- réörið' AÚhniiþRi um framleiðslHferiá qgtí'éinstaka tiivikum á nýrri tækni. Oftast er hægt að spara rekstrargjöld, allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í milljónir króna. - Umhverfisúttekt Framkvæmd var umhverfísút- tekt í fyrirtækjunum til að ákveða þau verkefni sem unnið skyldi að. Úttektin er notuð sem stjórnunar- tæki til að gera mönnum kleift að koma umhverfismálum og orku- notkun í ákveðinn farveg. Umhverf- isúttekt býður upp á að nýta sér starfsmenn fyrirtækisins til þess að fínna leiðir til að draga úr óæskileg- um áhrifum rekstrar á umhverfí og nýta orku betur en ella. Markmiðið með því að framkvæma umhverfis- úttekt er að koma á svokallaðri hreinni framleiðslutækni sem hefur í för með sér að dregið er úr kostn- aði eins og unnt er varðandi um- hverfísmál. Eitt af meginatriðum aðferðar- innar er að draga úr úrgangi frá fyrirtækinu eins og framast er kost- ur, en „Lágmörkun úrgangs“ er einmitt nafn á framkvæmdaáætlun sem bandaríska þingið samþykkti 1984. Það var m.a. vegna óska iðn- aðarins í Bandaríkjunum, sem sí- fellt varð var við meiri kostnað og aukna áhættu tengda úrgangseyð- ingu. Sú aðferð er náskyld þeirri sem við notum við umhverfisúttekt- ina hér. Lágmörkun úrgangs felur í sér að dregið er úr honum þar sem hann verður til, og endurvinnsla hans. Höfuðáhersla er lögð á að draga úr magni við myndunarstað, og kemur endurvinnslan sem síðari valkostur. Það að yfirfæra mengun úr einu ástandi í annað er ekki lág- mörkun úrgangsefna. Heldur þarf að meta mengun í lofti, vatni eða jarðvegi í heild og athuga allan vinnsluferilinn þegar umhverfísút- tekt er gerð. Margir framsæknir stjómendur telja að nú á dögum sé ekki lengur í tísku að stjórna með tilskipunum og beita ströngu eftirliti. Það sé í raun ekki hægt með slíkum stjórn- unaraðferðum að komast frá þeim umhverfísvandamálunum sem við stöndum frammi fyrir. í dag eru lykilorðin, hvatning, upplýsingar, samþykktir og samtöl. Ef fram- leiðslan á að ganga vel, þurfa allir starfsmenn að taka þátt ;í henni, ,attt.írá tþamlinum vlð færibandiið ..til ’ igármátesjaúrans við tölvuna. 'Úmlréeríisvænum jndcstri. er. ekld (hsegt að ntjórna eungöngu fíi *>r- . st3Sí-astóRm«>.'l,’nún til þessa hefur - ;£iákum-vpHð jífið tif 0mga étjórh- •etida-'á anðiverfiSVernd, en aitnénn- íun ’■* starfsmönhöm" «Ált iuf líijll gáurptfr l*lHmig érú maigir sammála iim að jákvæð afstaða forráðamanna fyrirtækja til um- hverfismála ráði mestu um það, hvort fyrirtækin.haldi velli til lengri tíma. Umhverfísmál muni þannig hafa bein áhrif á samkeppnishæfni þeirra. Dregið úr rekstrarkostnaði Hér á landi eru aðstæður að mörgu leyti ólíkar því sem er í ná- grannalöndunum, einkum hvað varðar smæð fyrirtækjanna og litla skattlagningu til umhverfismála. Gera má ráð fyrir að alls konar álögur verði lagðar á þætti, sem spillt geta umhverfi okkar hé r á landi, á næstu árum. Því er áhuga- vert að athuga, hvort beita megi sömu aðferðafræði á fyrirtækja- markaði hér og ná viðlíka árangri og i nágrannalöndunum. Sam- kvæmt niðurstöðum erlendra verk- efna hefur árangur hjá fyrirtækjum í að draga úr úrgangsefnum verið allt frá 30-60% þegar það hefur verið reynt á kerfisbundinn hátt. Það er því hægt að spara umtals- verðar upphæðir ef þetta reynist rétt, einkum hvað verðar fastan úrgang og spilliefni. Ég tel því að ekki sé nokkur vafí á, að með réttum aðferðum sé hægt að draga allverulega úr rekstrarkostnaði fyrirtækja ef þessi mál eru athuguð markvisst. Dæmin, sem hér eru talin upp að framan, styrkja þá niðurstöðu. Höfundur er deildarstjóri um- hverfisdeildar Iðntæknistofnunar íslands. — EIMSKIP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 4. mars 1993, og hefst kl. 14.00. ----------- DAGSKRÁ ------------ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. 14. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 1. mars til hádegis 4. mars. Reykjavík, 1. febrúar 1993 STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS 5b- Þúræður auðveldlega við að fjárfesta í Ráð hugbúnaði fyrir þitt fyrirtæki. ...og yfir 600 notendur segja að það sé vel þess virði! RÁÐ FJÁRHAGSBÓKHALD, RÁÐ VIÐSKIf TAAAANNAKERFI, RÁÐ SÖLUKERFI, RÁÐ LAGERKERFI OG RÁÐ LAUIÍAKERF1 .. .áð auki bjaðum Við fjölda sérkerfa t.a.ifn Búðarkassakerfi,. BiVjiii iiraiiii 20. ilafnurf'irði vtmi: 65 48

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.