Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 02.02.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 11 gírmótorar rafmótorar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURIANDSBRAUT 8, SlMI 814470 UR m JUM VANANS heitir námsstefnan. Hún verður í Höfða á Hótel Loftleiðum þann 10. febrúar og stendur frá kl. 9-17. Námsstefnustjóri verður MAGNÚS BJARNFRBBSSON, ráðgjafi á Söluhvata hf. Meðal umfjöliunaretnis má nefna: • Árangursmaelingar í beinni markaðssókn. • Tölvur og gagnagrunnar. • Klassísk klúðuratriði. Algengustu og verstu villurnar sem gerðar eru. • Tilboð sem menn taka. • Hvað grípur athyglina? • Sölubréfið og sannfæringarkrafturinn; hvernig á að útbúa sölubréf? • Hvernig fjölgarðu hagstæðum svörum? • Fimm árangursríkar leiðir til að byrja bréf. Þátttaka í námsstefnunni Úr vfðjum vanans kostar kr. 11.500. í því verði felast einnig þátttökugögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Stjórnunarfélag íslands veitir allar nánari upplýsingar um námsstefnuna og tekur við skráningum í stma (91) 621066. Einnig er unnt að tilkynna þátttöku f taxnúmer (91) 20588. Tveir íslenskir markaðsstjórar Erla Rafnsdóttir og Helga Þóra Eiðsdóttir leggja sýnishórn af vinnubrögðum á þessu sviði hérlendis í dóm John Fraser-Robinson. Hann mun segja kost og löst á verkunum, en þó aðeins þeim þáttum sem hafa almennt gildi til eftirbreytni eða viðvörunar. Bókin eftir John Fraser-Robinson ÓKEYPIS Allir þeir sem staðfesta þátttöku fyrir laugardaglnn 6. febrúar fá ókeypis eintak af bók John Fraser-Robinson: “The essential secrets of effective direct mail". Öðrum býðsf að kaupa bókina á námsstefnunni á kr. 2.800. ffl Stjórnunarféldg Isfands Ánanaustum 15 • Sími: 621066 Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verð mA/SK 0.37KW 40SN Kr. 22.993. 0.75KW40SN - 28.894. 1.50KW63SN - 29.776, 2.20KW63SN - 38.897, 4.00KW63SN - 50.700. 5.50KW63SN - 73.693. 7.50KW100SN- 83.772, RAFMÓTORAR verð m/VSK 0.37KW 1500SN Kr. 6.820.- 0.75KW 1500SN - 8.380.- 1,50KW 1500SN - 12.220.- 2.20KW 1500SN - 15.110.- 4.00KW 1500SN - 22.360.- 5.50KW 1500SN - 28.800.- 7.50KW 1500SN - 36.410.- Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum við hann á skömmum ttma. Aston segir sögu sína í einlægum mónólóg. Ekki vegna þess að há- punkturinn liggi í textanum — held- ur í flutningi Hjalta á honum. Því- líkt vald yfir hárflnum blæbrigðum í raddbeitingu hélt ég bara að dán- ir Bretar hefðu haft. Það kemur í ljós að Aston hefur verið á geð- sjúkrahúsi og gengist undir ra- flostsmeðferð. Þessvegna er hann eins og hann er. Hann hefur engar tilfinningasveiflur. Hann er eintóna karakter, eintóm logn og blíða; ástríðum hans hefur verið útrýmt og allt vegna þess að hann talaði of mikið. Nú talar hann aldrei við neinn. Það er enginn hægðarleikur að skila þessu hæga, eintóna hlut- verki — en Hjalti er „brillíant" í því. Leikmyndin er eins og allt í þess- ari sýningu, gríðarlega vel unnin; rýmið þar sem Aston býr og kemur húsverðinum fyrir. Drullan, draslið og sagginn fara ekkert á milli mála. Samtíningurinn £if dótaríi sem Aston hefur sankað að sér er sundurlaus og einskis virði en varp- ar dável ljósi á karaktera þeirra bræðra, aðstæður, drauma sem verða aldrei að veruleika en halda þeim lífs megin við hengiflugið. Lýsingin er sérlega vel unnin inn í þennan rökkvaða, myglaða og rykfallna litla heim og búningarnir eru vel lýsandi fyrir karakter hvers og eins. Fyrir utan að geta ekki alveg gengist inn á lögnina á karakter Davies/Jenkins, verð ég að segja að leikstjórnin er ákaflega vel af hendi leyst og þessi langa sýning sem byggir á texta sem er mjög knappur, er hlaðin spennu; fram- vindan í hægri atburðarásinni er markviss, án nokkurs hiks og þótt ekkert „gerist“ á sviðinu, gerist svo margt í textanum og túlkun leik- hópsins á honum, að „Húsvörður- inn“ er án efa mest spennandi leik- sýningin á fjölum Reykjavíkurleik- húsanna í dag. Ég ráðlegg fólki eindregið að tryggja sér miða strax, því Pé-leikhópurinn hefur hús ís- lensku óperunnar aðeins til afnota í mjög skamman tíma. Ballett í Ráðhúsinu ÍSLENSKI dansflokkurinn verð- ur með hádegissýningar í Tjarn- arsai Ráðhússins í næstu viku. Hugmyndin er sú að fólk geti skroppið í hádeginu, fengið sér hádegisverð og horft á stutta ballettsýningu. Danflokkurinn hefur undanfarið verið að æfa fjögur ný dansverk fyrir þessa sýningu og er meðal annars um að ræða frumsýningu á þremur nýjum verkum en þau eru Evridís eftir Nönnu Ólafsdóttur, en verkið er samið við samnefnda tón- list eftir Þorkel Sigurbjömsson, Milli manna eftir Maríu Gísladótt- ur, sem samið er fyrir þrjá dans- ara, við tóniist eftir Norman Dello- Joio og Svítur eftir William Soleau, við tónlist J.S. Bach. Þá verður einnig sýnt eitt klassískt verk sem er „Pas de six“ úr Raymonda, sem Alan Howard hefur sviðsett. Auk sex dansara dansflokksins taka 10 stúlkur úr Listdansskóla íslands þátt í „Pas de six“. Einungis verður sýnt eitt til tvö verkanna hveiju sinni og sýningar- tíminn milli 20-30 mínútur. Þar sem Tjarnarsalurinn er ekki hann- aður sem leikhús verður sýning dansflokksins með einföldu sniði, og aðlögðuð að nútímalegri hönnun Ráðhússins. Búningar og leikmynd eru eftir Helgu Rún Pálsdóttur og aðstoð við ljósahönnun veitti Björn Bergsteinn Guðmundsson. Fyrsta sýningin verður mánu- daginn 8. febrúar kl. 12.15 og önn- ur sýning fímmtudaginn 11. febrúar kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) ;vem UERK] 60 m msssflwi AÐALFYRIRLESARI J0HN FRASER-R0BINS0N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.