Morgunblaðið - 02.02.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.02.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Er Grímsey baggi á þjóðinni — er rétt að leggja hana í eyði? eftirHarald Jóhannsson Alltof margir hafa rætt og ritað um Grímsey án þess að þekkja nægj- anlega til, en nú upp á síðkastið keyrir um þverbak. Þess vegna ætla ég að byija á örlítilli fræðslu um þau mál. Þegar litið er á kort af íslandi sést að Grímsey er um 40 km undan landi í norðaustur frá mynni Eyja- íjarðar og henni má líkja við móður- skip á fengsælum fiskimiðum. Atvinna íbúanna er næstum ein- göngu fiskveiðar og fiskvinnsla. Það- an eru gerðir út um 25 heimabátar og yfir sumarið rær þaðan fjöldi aðkomubáta. Stutt er á fiskimiðin, jafnvel aðeins nokkurra mínútna keyrsla. Olíukostnaður þar er því í aigjöru lágmarki. Veiðamar hafa lengst af verið önglaveiðar og mest með handfærum. Netaveiðar hafa þó verið stundaðar um nokkurt ára- bil, dragnót í nokkur ár og einn bát- ur er hluta úr árinu á rækjuveiðum. Vegna hafnleysu lengst af í Gríms- ey voru þar aðeins smábátar og má reyndar telja að svo sé enn þótt þar hafi verið gerð lítil höfn fyrir tveim- ur árum. Sjósókn á smábátum úti í regin- hafí frá stað sem nær út í Norðurís- hafíð er enginn leikur, því þar er allra veðra von og veður geta skollið á eins og hendi væri veifað. Sjósókn á þessum litlu bátum krefst útsjónar- semi og fullkominnar virðingar fyrir náttúruöflunum og Grímseyingar hafa verið svo lánsamir að ekki hef- ur farist þar maður við fískveiðar síðan 1865 eða í 128 ár. Á árun um milli 1940 og 1950 var byggt frystihús í Grímsey, en það starfaði aðeins í 3 ár. Þann tíma var mikið um að vera í eyjunni, allar hendur vinnandi og margt aðkomu- fólk í vinnu. En frystihúsbygging- unni fylgdu engar hafnarbætur svo úthaldstími bátanna og sá tími sem húsið gat starfað var aðeins 5-6 mánuðir á ári. Það var ekki nægjan- legt til að frystihúsið bæri sig og því var lokað að þremur árum liðnum. Nógur fískur var þó uppi í landstein- um allt árið, en höfnina vantaði. Þegar frystihúsið hætti störfum greip um sig þvílík svartsýni meðal íbúanna að þaðan fluttu 7 eða 8 fjöl- skyldur og íbúatalan fór niður undir 50 þegar fæstir voru þar. En árið 1974 voru íbúamir orðnir 84 og í dag eru þeir á milli 115 og 120. Varðandi heilsugæsluna þá kemur nú til Grímseyjar læknir frá Akur- eyri á þriggja vikna fresti. Aðstaða fyrir hann er engin, en bókasafnið er venjulega notað sem Iæknastofa. Þessi þjónusta telst mjög góð þótt aðstaðan mætti vera betri. Skammt er síðan enginn læknir þjónaði Grímsey og jafnvel tvö ár liðu á milli þess að skólabömin væru skoð- uð. Það sem bjargaði trúlega mörgum mannslífum var flugvöllurinn og sjúkraflugið. Sú þjónusta hefur verið og er enn ómetanleg fyrir Grímsey og fískiskipin á því svæði. Ekki má heldur gleyma Landhelgisgæslunni sem alltaf var boðin og búin til að- stoðar. Bamafræðslan nú er í góðu lagi. Segja verður að í þeim málum hafí æði oft verið tröppugangur, en 13 ára gömul verða bömin að fara til lands í skóla og það er vissulega mörgum foreldrum sárt. Stjómvöld tóku þá slæmu ákvörð- un fyrir alllöngu síðan að leggja nið- ur prestakallið í Grímsey sem staðið hafði í aldir, síðasti prestur með fasta búsetu þar var séra Róbert Jack, en hann fór þaðan 1953. Lengst af síð- an hafa Akureyrarprestar þjónað eyjunni og yfírstjóm kirkjunnar taldi að 4 messur á ári væri alveg nóg handa Grímseyingum. í dag þjóna þar prestamir á Akureyri í þegn- skylduvinnu, þeir fá nákvæmlega ekki neitt fyrir þjónustuna og alla fyrirhöfnina að komast á milli lands og eyjar sem stundum tekur nokkra daga vegna veðurs. Samgöngumálin hafa lengst af verið mesta vandamál Grímseyinga. Margar sagnir em til um slys og svaðilfarir á litlum bátum í ferðum milli lands og eyjar á liðnum öldum. Reyndar vom ýmsar leiðir til að leysa þennan vanda. Fömskáldkonan Látra-Björg, sem kennd var við Látra austan Eyjafjarðar og uppi var á 18. öldinni var talin mikið ákvæða- og kraftaskáld og stóð mörgum ógn af. Til hennar var leitað og hún beðin að kveða Grímsey upp að landi því að fólk trúði því að hún gæti það. Verkið vildi hún ekki taka að sér en kastaði fram einni af sínum al- kunnu vísum. Látra-Björg var ekki beðin að kveða Grímseyinga í land, það hvarflaði ekki að fólki því slíkt matarbúr þótti eyjan og er enn. Um það hugsaði líka Einar Þveræingur þegar hann einn lagðist gegn því að Grímsey yrði gefín Noregskonungi. Hann benti á að í Grímsey mætti ala her manns, en þá leist mönnum ekki á blikuna og ekkert varð úr gjöfínni. Nú em samgöngur á sjó milli Grímseyjar og lands þær bestu sem verið hafa, en það er vegna ferjunn- ar Sæfara, sem gengur á Eyjafirði og til Grímseyjar. Við Sæfara em bundnar miklar vonir hvað varðar uppbyggingu eyjarinnar sem ferða- mannastaðar. Yfir sumarið er í Grímsey eintök fuglaparadís og öll- um aðgengileg. Eyjan hefur upp á margt að bjóða, þar á meðal að hún er eini byggði staðurinn á íslandi sem nær norður fyrir heimskautsbaug. Ferjan Sæfari býður líka upp á það að senda frá Grímsey físk á markað- Haraldur Jóhannsson „Ekki veit ég annað en Grímseyingar greiði sína skatta og skyldur til jafns við aðra Islend- inga og vel það og ekki hafa þeir étið Atvinnu- leysistryggingasjóðinn út á gaddinn.“ inn sem starfar á Dalvík. Flugsamgöngur við Grímsey em góðar í dag og sumarferðum hefur fjölgað vegna vaxandi ferðamanna- straums. Góðar flugsamgöngur em líka óskrifað blað fyrir Grímsey hvað varðar fískafurðir jafnvel á erlenda markaði. í haust eða vetur skaut upp hausn- um háskólakennari og skipulags- fræðingur með meim sem heitir Trausti Valsson og lýsti þvi yfir að Grímsey væri slíkur baggi á þjóðinni að flytja ætti íbúana burtu og leggja hana í eyði. í viðtalsþætti á Stöð 2 er hann kynntur sem sá er reiknað hafí þetta allt út. Flestir myndu nú Iíka vafa- laust telja að bak við svona hrikaleg- an dóm hjá sérfræðingi lægi mikil vinna og miklir útreikningar. En í Ijós kom að svo var nú ekki aldeilis, því bæði í Morgunblaðinu þann 31. október 1992 og i viðtalsþættinum á Stöð 2 segir Trausti Valsson hinn menntaði skipulagsfræðingur að hann hafi ekki reiknað út hvað kosti ríkið að halda uppi byggð í Grímsey. Það kom einnig fram að hann hafði aldrei til Grímseyjar komið og líklega ekki við nokkum Grímseying talað. Þetta verður nú að teljast alveg framúrskarandi fagmennska og ekki amalegt fyrir okkur íslendinga að hafa alið upp svona fræðing. Trausti virðist nota þá aðferð að setja út- komu á blað eins og hann vill láta hana vera, en þótt hann geti svo ekki búið til dæmið sem útkoman á að vera úr, þá er það að hans mati allt í lagi því útkoman er á blaðinu. Ef þetta eru skipulagsfræði þá má nú flestu koma undir þann hatt. Trausti veður skilningsleysið í mitti og meira en það, hann beitir blekk- ingum og fer með ósannindi. Á Stöð 2 lætur hann fólk halda að ríkið greiði 500 milljónir á ári til Grímseyj- arfeijunnar, en spyijandi Stöðvar 2 dregur í efa þessa upphæð fyrir Grímsey, þá bætir Trausti Hrísey við og segir þetta gera 5.000 milljónir á 10 árum. Það hljóta að vera fá dæmi til um ósannindi og blekkingar sem borið er fram í skjóli sérfræðiþekkingar eins og Trausti Valsson fer með. Hann er að láta fólk halda að styrk- ir ríkisins til feijumála Grímseyjar og Hríseyjar sé á einu ári tvöfalt hærri en þeir rekstrarstyrkir sem ríkið greiðir árlega til allra feija á landinu, en þær eru sjö talsins. Sú upphæð nam um 250 milljónum hvort árið 1991 og 1992. Hver er tilgang- ur Trausta með svona smáflutningi? Fyrir hvern er hann að vinna? Hann talar líka um að ríkið styrki olíuhitun húsa í Grímsey, sennilega veit hann líka að það er rangt. En fyrst Trausti minnist á húshitun í Grímsey af sinni frábæru þekkingu og sannleiksást, þá get ég ekki látið hjá líða að fjalla örlítið um það mál. Hér sunnan við túnið hjá mér stendur von Grímsey- inga um varanlega lausn húshitunar- mála, en það er vindmyllan fræga í Grímsey. Nú stendur hún hljóð og hreyfingarlaus ár eftir ár þótt vindar allra átta bjóði henni nægan snúning. Ólán rellunnar virðist hafa verið það að lenda í höndum manna frá Raunvísindastofnun Háskóla íslands, sem bókstaflega mistókst nánast allt í sambandi við vindrelluna. En lokka- raskapurinn var slíkur að æðsti prestur þeirra vindrellumanna tók sér ferð vestur til Ameríku á alþjóð- legt vindrellumót til að kynna tæk- niundrið á íslandi sem væri að fullu tölvustýrt. Það skipti engu máli þótt í Grímsey lægju relluspaðamir úti í móum og stélið týnt samkvæmt tölvustýringu. Og svo gáfust meist- aramir upp. Það er illt að þessir menn skuli hafí eyðilagt vindrelluna með æmum kostnaði, en ef þeir hafa líka eyðilagt þá góðu hugmynd að láta vindorkuna hita vatn og talið ráðamönnum trú um að þetta sé óframkvæmanlegt þá er það miklu alvarlegra mál. Við Grímseyingar viljum frá opinbera umræðu um þetta mál og hér með er boðið til þeirrar veislu. Varðandi feijumar þá á að sjálf- sögðu að leysa þau mál á sem hag- kvæmastan hátt, en ekki veit ég betur en að til vega landsins fari árlega miklar fjárhæðir bæði til upp- byggingar og viðhalds og mér fínnst ekki að neitt annað eigi að gilda fyrir vegi þeirra staða sem utan fastalandsins eru, en það eru feiju- leiðirnar. Mér fínnst samgönguráð- herrann ekki beysinn bógur í lausn feijumálanna í dag, það kvað meira að karli fyrir nokkrum árum, en þá barði hann það í gegn sem óbreyttur þingmaður að seinasti Flóabáturinn Drangur sem hér var í förum og þar á meðal til Grímseyjar fékk 10 millj- ón króna ríkisstyrk árinu eftir að hann var farinn úr landi og þá í sigl- ingu við strendur Ameríku. Grímseyingar láta nú margt yfir sig ganga, en óvirðingin sem Trausti Valsson sýnir þeim verður ekki liðin. Hann telur þá slíka þurfalinga að flytja verði þá burt úr eyjunni. Gríms- ey er þó trúlega sá staður á íslandi sem skapar hvað mestan nettó gjald- eyri á hvem íbúa, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og fólkið þar hefur ekki lagt það í vana sinn að kvarta þótt þjón- usta þess opinbera hafí ekki alltaf verið margra fiska virði. Störf þeirra sem vinna við að afla þjóðinni gjald- eyris hafa sjaldnast verið hátt metin og fjöldi manna telur reyndar að STORUTSALA Allt að 60% afsláttur Mikið úrval afgluggatjaldaefnum Z-brautir og gluggatjöld hf., Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík. Símar 813070 og 812340. Fax 814135. gjaldeyririnn verði bara til í bönkun- um. Eftir að hafa lesið skrif Trausta Valssonar og heyrt og séð á Stöð 2 tel ég að hann sé einn þeirra sem hugleiða mætti betur hvað gjaldeyrir er, hvaðan hann kemur, hvert hann fer, hvaða áhrif hann hefur í þjóðfé- laginu og hvort verið gæti að það hefði eitthvað að segja fyrir efnahag íslendinga ef hann vantaði. Verulegur hluti af tekjum ríkisins kemur af innfluttum vömm og ég legg því til að Trausti reikni út áður en hann gengur frá uppgjöri ríkisins við Grímsey hvaða tekjur ríkið hafði af þeim vörum sem keyptar voru fyrir gjaldeyri Grímseyinga síðastlið- in 10 ár þótt ekki sé nú farið lengra aftur. Hann mætti einnig reikna þetta út fyrir Hrísey og huga að þessu fyrir önnur sjávarpláss í leið- inni. Ekki veit ég annað en Grímseying- ar greiði sína skatta og skyldur til jafns við aðra íslendinga og vel það og ekki hafa þeir étið Atvinnuleysis- tryggingasjóðinn út á gaddinn, enda er Grímsey norðan við réttindaradíus sjóðsins. Átvinnuleysi er líka óþekkt í eyjunni og því alveg bráðsnjöll til- laga hjá spekingnum í því atvinnu- ástandi sem er á íslandi að leggja Grímsey í eyði. Eftir að viðtalið við Trausta kom í Morgunblaðinu þann 31. október 1992 og viðtalið við hann á Stöð 2 svaraði Helgi Haraldsson í Grímsey honum í Morgunblaðinu 17. nóvem- ber 1992 með ágætri grein. Trausti skrifar svo grein í Morgunblaðinu með yfirskriftinni „Er Grímsey á söluskrá" og er þar að vitna í um- mæli Helga sem hann viðhafði á miklum hitafundi sem Halldór Ás- grímsson þáverandi sjávarútvegsráð- heira hélt í Grímsey. Ég er ekki hér að svara fyrir Helga Haraldsson því hann er alveg fær um það sjálfur, en Trausti telur sig aldeilis hafa náð haustaki á Helga í grein sinni þegar hann vitnar í þessi ummæli. Ráðherrann var á þessum fundi að veija hið rangláta og stór- hættulega kvótakerfí sem fískveiðum er að mestu stjómað eftir, kerfíð sem öllu átti að bjarga í sjávarútvegi, en hafði á þremur árum skilað þeim árangri til Grímseyinga að atvinnu- réttindi þeirra sem veiddu eftir kvótakerfínu var búið að skerða um 30 til 40%. Trausti hefur greinilega lesið frásagnir af fundinum en ekki skilið eðli málsins. Ég ætla heldur ekki að gera þá kröfu að hann skilji 30 til 40% skerðingu atvinnuréttinda og ég vona að hann þurfí aldrei að standa frammi fyrir því að neyðast til að skilja það. En ég gerði þá ský- lausu kröfu til hans að hann beiti ekki svona rökum í málflutningi sín- um gegn Grímsey. Ég ætla ekki að svara því úr við- tölum við Trausta sem Helgi Har- aldsson er búinn í sinni grein að kveða hann í kútinn með, en ég ætla að minna hann á að þjóðfélagið fjár- festir í fleiru en höfnum, feijum og flugvöllum, en ijárfestingar til þeirra atvinnumála fínna víst ekki náð fyrir augum Trausta. Það er einnig fjár- fest í alls konar menningarsetrum og musterum og gífurlegar upphæð- ir í mannfólkinu sjálfu. Þó mennt sé hverri þjóð nauðsynleg og góð menntun sé dásamlegt veganesti út í lífið þá getur langskólanám eins og annað farið út í öfgar og spurning hvort ekki þurfi betra skipulag á þeim vettvangi. Ég vara Trausta Valsson við því að taka Grímseyinga sem dæmi um þjóðhagslega óhagkvæmustu íslend- ingana en blokkarbúana hjá honum þá hagkvæmustu. Hann hefur enga vissu fyrir því að það ágæta fólk sem í blokkunum býr sé jafn staurblint í þessum málum og hann. Að endingu vil ég taka þetta fram: Grímsey er byggð upp af smábátaút- gerð sem er eins og flestir vita hag- kvæmasti útgerðarmátinn sem þekk- ist. Grímsey stóð af sér þá tíma sem lögðu fjölda marga smástaði í auðn og fyrst eyjan er ekki farin í eyði þá tel ég að ekkert nema kolröng fiskveiðistjórnun eða annað stórslys geti brotið byggðina þar niður. Þjóð- félagið má heldur ekki við slíku því Grímsey er einhver hagkvæmasta rekstrareining landsins og það er skylda að efla þann rekstur eins og framast er kostur. Höfundur er sjómuður í Grímsey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.