Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 47 Bitist um saumaskap á úlpum fyrir lögregluna FÉLAG íslenskra iðnrekenda er óánægt með ef Innkaupastcfnun ríkisins tekur tilboði frá sænska fyrirtækinu Hexa í gerð einkennisyf- irhafna fyrir lögreglumenn. Saumastofan Sól á lægsta innlenda til- boðið í úlpurnar. Guðlaugur Bergmann, framkvæmdastjóri Sólar, segir að um óeðlilega viðskiptahætti sé að ræða verði umræddar úlpur framleiddar á láglaunasvæði í Austur-Evrópu. „Það er ekki nema gott um það að segja að Innkaupastofnun skuli bjóða verkið út en hér er maðkur í mysunni,“ sagði Guðlaugur í sam- tali við Morgunblaðið. „Hér er., að því er allt bendir til, um að ræða undirboð sem komið er í gegn um Svíþjóð, fötin eru raunverulega framleidd A-Evrópu þar sem starfsfólkið hefur ekki helminginn af þeim launum sem greidd eru hér eða í Vestur-Evrópu. Við höf- um enga möguleika á að keppa Atvinnuleysi við verð sem þannig er til komið. Okkur er heldur ekki heimilt að ráða fólk frá Austur-Evrópulönd- um og láta það vinna hér á sultar- launum." Þá sagði Guðlaugur, að lítill vandi væri fyrir Innkaupastofnun að fullyrða að ekki sé um undirboð að ræða, en hann telur að stofnun hafi ekki sýnt fram á það á fagleg- um grundvelli. „Ef Innkaupastofn- un vill í raun vita sannleikann í þessu máli, ætti að láta hlutlausa aðila, svo sem eins og Iðntækni- stofnun eða fatadeild Iðnskólans, skoða málið“. Tilboðin Prestar styðja nýsköpun PRESTAR í Húnavatnspróf- astsdæmi héldu síðdegisfund á Melstað í Miðfirði fyrir skömmu þar sem rætt var m.a. um ýmsar hliðar at- vinnuleysis í héraðinu. Var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Undirritaðir prestar í Húna- vatnsprófastdæmi harma það böl sem stóraukið atvinnuleysi hefur leitt yfir heimili lands- manna, er á sér stað nú sam- fara hækkun á gjöldum fyrir opinbera þjónustu, aukinni skattheimtu á nauðsynjavöru og hækkun á vaxtakostnaði skuldugra ijölskyldna. Jafn- framt lýsa undirritaðir yfir stuðningi við hvers kyns að- gerðir til nýsköpunar og efling- ar í atvinnumálum og hvetja til viðleitni sem hjálpað getur atvinnulausum einstaklingum og aðstandendum þeirra til að halda mannlegri reisn sinni í samfélaginu.“ Sr. Kristján Björnsson, Hvammstanga, sr. Agúst Sig- urðsson, Prestabakka, sr. Stína Gísladóttir, Bólstaðar- hlíðarprestakalli, sr. Sigríð- ur Óladóttir, Hólmavík, sr. Egill Hallgrímsson, Skaga- strönd og sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað. Tilboðin sem bárust Innkaupa- stofnun ríkisins voru þessi: Hexa bauð 5.841 kr. í mittisjakka en 7.890 kr. í kuldaúlpur. Sólin bauð 10.517 kr. í mittisjakka en 13.450 kr. í kuldaúlpur. Ultíma bauð 14.890 kr. í mittisjakka en 18.850 kr. kuldaúlpur. Max bauð 16.036 kr. í mittisjakka en 21.100 kr. í kuldaúlpur. Fasa bauð 22.290 kr. í kuldaúlpur. „Það er með ólíkindum að Inn- kaupastofnun ríkisins ætli að ganga á undan með slíka við- „Alþýðusambandinu hefur borist erindi frá Landssambandi lögreglu- manna þar sem fram kemur að til standi að beina kaupum lögreglunn- ar á einkennisfatnaði til erlendra aðila. Miðstjórn ASÍ fjallaði um þetta mál á fundi sínum hinn 20. janúar sl. og samþykkti að mót- mæla þessum áformum harðlega í ljósi þess slæma atvinnuástands sem nú ríkir. Jafnframt vill ASÍ benda stjórn- völdum á að verkalýðshreyfingin stóð fyrir umfangsmikilli auglýs- ingaherferð á haustmánuðum þar skiptahætti á sama tíma og at- vinnuleysi er að verða okkar stæsta vandamál,“ sagði Guðlaug- ur. „Norska og sænska lögreglan tekur ekki þátt í svona viðskipta- háttum, komið hefur fram að kuld- aúlpur sömu gerðar fyrir sænsku og norsku lögregluna eru keyptar á jafnvirði um 13 þúsund ísl. •króna.“ Ekki á jafnréttisgrundvelli „Þátttaka í EES var nýlega samþykkt á Alþingi og ancjinn í þeim samningum hlýtur að vera að taka ekki undirboðum frá lág- launasvæðum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ég hika ekki við að segja að fyrirhugaðir samn- ingar við Hexa séu mjög óeðlileg- ir. Verði þessi stefna ofan á hefur íslenskur iðnaður enga möguleika. Við erum óhræddir við að keppa við fyrirtæki í Vestur-Evrópu því þar erum við á jafnréttisgrund- velli en undirboð af þessu tagi stenst ekkert íslenskt fyrirtæki. Leiðinlegast fínnst mér þetta allt saman gagnvart íslensku iðn- verkafólki í fataiðnaði. Það fólk hefur sýnt að íslenskur fataiðnað- ur fékk lifað af þær hremmingar sem yfir hafa gengið og getur raunar saumað allt nema upp í fjárlagagatið. En gegn slíkum undirboðum eigum við ekkert svar.“ sem einstaklingar og fyrirtæki voru hvött til þess að láta íslenska vöru og þjónustu sitja í fyrirrúmi þegar ákvarðanir eru teknar um innkaup. Það er afar slæmt ef stjórnvöld ætla að skjóta sér undan ábyrgð í þessu sambandi í stað þess að sýna gott fordæmi. Framtíð íslensk iðn- aðar veltur á því að fullt tillit sé tekið til hagsmuna okkar við svona ákvörðunartöku. Miðstjórn skorar því á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Innkaupastofnun ríkisins beini viðskiptum sínum til innlendra fataframleiðenda.“ ASÍ mótmælir erlend- um saumaskap á einkennisbúningum ASÍ hefur ritað dómsmálaráðherra, Þorsteini Pálssyni, bréf þar sem mótmælt er að einkennisföt lögreglunnar verði saumuð erlendis: Ásdís Finnsdóttir í verslun sinni Bútar og saumar í Grafarvoginum. Ný vefnaðarvöruverslun NY VERSLUN, Bútar og saumar, með allt til sauma ásamt gjafa- vöru, svo sem töskum, föndurvörum, skartgripum og handklæðum, tók til starfa í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Torginu í Grafar- voginum fyrir áramót. Veitt eru góð ráð við allan beinir. Verslunin er opin frá kl. 10 saumaskap og handavinnu en fyrir- til 11.45 og 12.30 til 18 alla virka hugað er að vera með saumanám- daga og 10 til 12.30 á laugardög- skeið þar sem kjólameistari leið- um. Eigandi er Ásdís Finnsdóttir. —efþú spilar til að vinna! 4. leikvika - 30. janúar 1993 Nr. Lcikur: Röðin: 1. Chelsea - Sheff. Wed. - - 2 2. Coventry - Wimbledon - - 2 3. C.Palace - Tottenham - - 2 4. Eveiton - Norvvich - - 2 S. Ipswich - Man. Utd. i 6. Leeds - Middiesbro 1 7. Man. City - Blackbum i - - 8. NotL Forest - Oldham i - - 9. Sheff. Utd. - Q.P.R. - - 2 10. Southampton - Aston V. i 11. Leicester - West Ham - - 2 12. Oxford - Millwall i - - 13. Swindon - Wolves i Heildarvinningsupphæðin: 154 milljónir króna 13 réttir: 2.425.260 1 kr' 12 réttir: 40.180 1 11 PÍttír: 3.570 1 kr- 10 réttír: 1.030 1 kr- Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Á tímabilinu eru skráðar 404 færslur í dagbókina. Af þeim eru 50 beinlínis vegna ölvunar fólks. Þrettán ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, en af þeim höfðu tveir lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Annars var til- kynnt um 35 önnur umferðaró- höpp um helgina. í tveimur tilvik- um urðu meiðsli á fólki. Ellefu innbrot eru færð til bókunar og þrír þjófnaðir. Ekkert innbrot- anna var í íbúðarhús, eins og fram kemur hér á eftir. Þá var tilkynnt um átta líkamsmeiðingar, fjögur skemmdarverk og sjö rúðubrot. 32 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti eða hafa ekki ökuljósin tendruð eins og ætlast er til. Einnig þurfti að kæra sjö ökumenn sem ekki þóttust sjá rauða ljósið á umferðarvitanum áður en þeir óku inn á gatnamót, og sex aðra sem höfðu gleymt til hvers stöðvunarskyldumerkið er. Þjófnaðir Brotist var inn í söluturn í Breiðholti, í frystigám á Granda, á skrifstofu við Skipholt, í bif- reið í Skeifunni, í bifreið nyrst á Hringbraut, í geymslur við Ás- vallagötu, í skóla í Selási, verk- stæði á Kjalarnesi og skrifstofu- húsnæði ofárlega á Laugavegi. Sjónvarpstæki var stolið af hótel- herbergi við Ránargötu, seðla- veski í húsi við Bústaðaveg og myndbandstæki úr bifreið við Skólavörðustíg. Lögreglan fylgdist eins og endranær með húsnæði því er fjárhættuspilamennska hefur farið fram í að undanförnu. Starfsemin hefur verið í minna mæli og annars eðlis en var. Lögreglan mun þó, að tilteknum forsendum gefnum, grípa til að- gerða ef og þegar hún telur ástæðu til. Veist að strætisvagnastjórum Alls var tilkynnt um átta lík- amsmeiðingar um helgina. Á föstudagskvöld var tvisvar veist að strætisvagnastjórum. Ölvaður maður var handtekinn í síðara tilvikinu og fékk hann að gista fangageymsluna um nóttina og mál hans var tekið fyrir að morgni. Aðfaranótt laugardags var maður sleginn í Ingólfscafé og veist að öðrum í Austur- stræti. Flytja þurfti mann á slysadeild eftir slagsmál fyrir utan Casablanca aðfaranótt sunnudags og skömmu síðar öðr- um eftir slagsmál í Lækjargötu. Þá nótt kom einnig til átaka dyravarða og gesta á Hótel ís- landi. Hálkuslys Nokkur hálkuslys urðu um helgina. Fólki varð hált á svell- inu, missti fótanna og hlaut ýmist slæma byltu, beinbrot eða slitin liðbönd. Á föstudagskvöld myndaðist umferðarteppa á Suðurlandsvegi við Draugahlíðar vegna slæms veðurs. Mikið rok var á svæðinu, hálka og gekk á með rigningu. Þurfti m.a. að fjarlægja með kranabifreið þijár bifreiðar sem þar höfðu gefíst upp. Þegar líða tók á morguninn lægði, en um hádegi á laugardag var farið að hvessa á ný. Um miðjan dag var orðið mjög slæmt veður á þessum slóðum og allhvasst. Um kl. 19.19 var tilkynnt um að rúta hefði fckið út af veginum við Litlu kiffístofuna. Ekki var talið að slys hefðu orðið á fólki, en ein- hveijir erfíðleikar voru með að ná fólkinu út úr rútunni þar sem hún hallaði í snjóskafl. Þá var komið aftakarok. Á föstudag var í tveimur tilvik- um tilkynnt um skemmdir á bif- reiðum vegna klaka sem fallið hafði á þær af nærliggjándi hús- um. Á sunnudagskvöld stöðvaði lögreglan ökumann á Njálsgötu grunaður um ölvun við akstur. Við leit á honum fannst lítils hátt- ar af hassi. Átali Þeir eru ekki margir sem geta talað og samtímis skrifað eitt- hvað af viti. Það sama má segja um það að tala í bílasíma og aka. A.m.k. hafði ökumaðurinn sem ók um Tryggvagötu og ætl- aði inn á Kalkofnsveg ekki þann hæfileika. í fyrsta lagi var hann svo upptekinn við símann að hann veitti bifreið sem ekið var um Kalkofnsveg enga athygli, heldur ók hiklaust áfram inn á gatnamótin. Ökumanninum á Kalfofnsvegi tókst með naum- indum að koma í veg fyrir árekst- ur. í öðru lagi virtist hann ekki átta sig á beygjunni framundan, heldur ók hiklaust áfram, þvert á stöðureit þar sem hann stöðv- aðist í snjóskafli við götubrúnina að austanverðu. Símtalið virtist þó vera meira áríðandi en svo að ökumaðurinn mætti vera að því að ræða við þá er hugðust aðstoða hann við að komast á rétt spor aftur. A.m.k. tók það þá næstum því stundarfjórðung að ná sambandi við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.