Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Sigurberg Bene- diktsson — Minning Fæddur 23. febrúar 1909 Dáinn 24. janúar 1993 Elsku afi minn, loksins hafði Guð tíma til að senda englana sína til að sækja þig og leiða þig á þann stað sem þú varst búinn að þrá í svo langan tíma. Eftir að mamma hringdi og sagði mér að loksins hefði afi fengið hvíldina fóru minningamar að hrannast upp um allar þær yndis- legu stundir sem við barnabörnin áttum heima hjá ömmu og afa í Efstasundi. í húsinu sem afi byggði þar með stóra garðinum var pláss fyrir alla. Þar í stóra kartöflugarðinum söfn- uðumst við öll saman þegar átti að fara að stinga upp og eins var með rifsberin. Allir kepptust við, svo sýndum við ömmu í föturnar. Undir húsinu var svo kartöflu- geymslan hans afa sem enginn mátti fara niður í nema hann. Því voru í geymslunni leyndarmál sem hann einn vissi um. I smíðakjallar- anum hans gat hann dundað timun- um saman að búa eitthvað til eða lagfæra. Síðasta verkið hans þar var að pússa upp smíðabekkinn sinn því hann var vanur að ganga vel frá sínu dóti jafnvel þótt hann vissi að hann kæmi ekki til með að nota það aftur. Engin voru jólin nema allir hitt- ust hjá ömmu og afa á aðfanga- dagskvöld til að óska þeim gleði- legra jóla. Þau voru svona eins og ömmur og afar í ævintýrunum, allt- af svo góð og glöð þegar við kom- ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 Erfklrykkjur (ilæsileg kaili- hlíiðlwirð íiillégir salir og mjög góö jijóimsta. Upplýsingar í síina 2 23 22 FLUGLEIDIR IIÚTKL LOFTLEIIIR um. Þess vegna fannst okkur alltaf jafn spennandi að fá að vera yfir nótt. Jafnvel nokkur saman til að hafa enn meira fjör. Afi sýndi okkur aldrei annað en blíðu og skilning, nema eitt sinn þegar hann varð svo reiður að við tölum enn um þann atburð. Þannig var að María systir mín var nýbúin að fjá hjól og bauð hún mér að sitja aftaná. í götunni hans afa sá hann til okkar og kallaði okkur inn. Amma hafði þá lagt á borðið fyrir matinn, en þar settist afi og við líka. Það skipti engum togum að þessi stóra og sterka hönd tókst á loft og lenti með þar til gerðum hávaða á borðinu að diskarnir hoppuðu upp og lentu með miklum látum. Það þurfti engin orð í það skiptið. Við skildum hann betur, hversu vænt honum þótti um okkur, þegar árin liðu. Já hann afí var svo góður maður og gaf okkur svo margt til að byggja á að það þyrfti heila bók til að skrifa um það allt saman. Fyrir sex árum fluttust þau svo úr húsinu sínu í Efstasundinu og hreiðruðu um sig í vinalegri íbúð í Hvassaleiti 56. Heimsóknir þangað voru einhvern veginn aldrei eins og áður. Ég hafði þá kynnst mann- inum mínum og svo komu börnin, en heimsóknirnar héldu áfram, þótt þær yrðu færri, þegar ég fór að hafa meira að gera. Síðustu tvö til þjú árin fór heilsu afa að hraka og þá tók annað heimili við, fyrst Borgarspítalinn og svo Landakot, þar sem hann lést síðan eftir langa og stranga legu í bið eftir hvíldinni miklu. Þar var hugsað einstaklega vel um hann. Þeirri deild hefur nýlega verið breytt í hlýlega sjúkra- deild fyrir aldraða. Starfsfólkið var dióm, kransar oq skreytingar. Opið til kl. 22. BLÓmKLYUKm’R Vesturgötu 4, sími 622707 HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • S(MI 652707 sérstaklega vingjarnlegt og mjög gott að koma þangað fyir aðstand- endur. Með þessum orðum kveð ég elsku afa og veit að hann er ánægð- ur og hann vill einnig að við séum það á þessari stund. Elsku amma mín, nú situr þú með minningarnar einar um svo góðan eiginmann, föður, afa og langafa sem þú hefur alltaf hugsað svo vel um. Nú hugsar hann til þín og tekur einhvern tímann á móti þér, hraustur og sterkur eins og hann var er við minnumst hans. Ykkar Hanna Kristín. í dag kveðjum við afa okkar Sigurberg Benediktsson er lést eft- ir langa dvöl á sjúkrahúsi 24. jan. sl. Við viljum fá að minnast hans í örfáum orðum og þakka fyrir öll þau ár, sem við áttum saman. Aldur og veikindi lét hann ekki á sig fá ef við bamabörnin vorum annars vegar. Umhyggja hans fyrir líðan okk- ar, hvað við öll vorum að gera, hvort heldur það var í skóla eða leik, átti sér engin takmörk og næm tilfínning hans fyrir því ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera var alveg einstök. Hann var ávallt með hugann við íjölskylduna og fylgdist jafnvel með skólafélögum og vinum okkar. Báðar höfum við búið erlendis og þó að við hefðum ekki mögu- leika á að umgangast hann dag- lega, var samband okkar svo sterkt og hugartengsl svo mikil að við endurfundi þurfti ekki að fara yfír liðna tíð heldur líðandi stund og framtíðina. Bestu stundir okkar voru norður í Haganesi á æskuslóðum hans, þá virkilega opnuðust fallegu brúnu augun hans og maður sá fyrir sér konung í ríki sínu. Og hann var þolinmóður við að aðstoða okkur á silungsveiðum, í beijamó eða í fjörugöngu. Hitt konungsríkið var smíða- kjallarinn þar sem við stelpurnar vorum líka velkomnar og við feng- um að smíða og okkur var hrósað. í dag vitum ekki fyrir hvað. Blíðan og sálarróin var ávallt hin sama, þegar verið var að útskýra fyrir okkur og kenna okkur eitt- hvað nýtt. En í seinni tíð þurfti afí oft að leggja sig því að hann var ekki vel frískur. Samt fengum við að skríða upp í hjá honum og fund- um hlýjuna í örmum hans þótt hann segði ekki orð. Heimsókna hans og ömmu til okkar í útlöndum var ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu. Þangað komu þau eins oft og hann gat og jafnvel eftir að heilsan leyfði varla löng ferðalög. Við kveðjum afa okkar með djúpri virðingu og þökk fyrir allt sem hann var okkur og munum ávallt minnast hans hlýja og sterka persónuleika. Algóður guð vemdi og styrki ömmu í hennar mikla missi og blessi minningu elsku afa okkar. Katrin Jörgensen Hrönn S. Steinsdóttir. Tengdafaðir minn og vinur, Sig- urberg Benediktsson, lést í Landa- kotsspítala hinn 24. janúar sl. Hann dvaldi á sjúkrahúsum síð- ustu tvö ár ævinnar, fyrst á öldrun- ardeild Borgarspítalans en síðustu mánuði á Landakotsspítala. Starfs- fólk beggja þessara stofnana á miklar þakkir skildar fyrir einstak- lega góða umönnun hans svo og framkomu alla, jafnt við hann sjálf- an sem og við okkur aðstandendur hans. Verður þessu fólki seint full- þakkað. Sigurberg fæddist að Núpum í Aðaldal í Þingeyjarsýslu hinn 23. febrúar 1909, en flutti um 9 ára aldur með foreldrum sínum í Fljót- in, en þau höfðu þá fest kaup á helmingi jarðarinnar Efra-Haga- ness og hófu þar búskap. Hann vann að ýmsum störfum framan af, en hóf síðan nám í skipasmíði á Siglufírði og lauk sveinsprófí í þeirri grein árið 1941. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sveinafélag Skipasmiða og var for- maður þess 1951. Hinn 15. nóvember 1941 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Sigríði Guðjónsdóttur frá Reykjavík. Þau fluttu til Reykjavík- ur árið 1942, þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Hann starfaði við iðn- grein sína hjá Slippfélaginu í Reykjavík og síðan sem verkstjóri í Landssmiðjunni. Síðustu 15 ár starfsævinnar starfaði hann á skrifstofu Vatnsveitu Reykjavíkur. Á þessu ári eru liðin 30 ár frá fyrstu kynnum okkar Sigga, en svo var hann jafnan kallaður af vinum sínum og vandamönnum. Ég stóð Guðmundur S. Krist- insson — Minning Fæddur 28. desember 1936 Dáinn 22. janúar 1993 Ó, Jesús, séu orðin þín andlát síðasta huggun mín sál minni varði þá sælan vís með sjálfum þér í paradís. Við kveðjum í dag góðan vin Guðmund S. Kristinsson eða Gúnda eins og hann var ávallt kallaður. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar, en við erum Guði þakklát fyrir að hafa notið samfylgdar þessa góða drengs sem var þó alltof stutt. Við áttum margar gleði- og alvöru- stundir saman, en það er sárt að hugsa sér að nú er sætið hans autt. Það verða þung spor er við fylgjum honum síðasta spölinn og felum hann Guði. En í hjörtum okkar eig- um við dýrmætar minningar sem munu gleðja okkur í sorginni því við grátum yfír því sem var gleði okkar. Dætrum hans vottum við dýpstu samúð. Guð blessi minningu hans. Ragna og Baldur. „Dáinn, horfínn harmafregn." Guðmundur S. Kristinsson varð bráðkvaddur að heimili sínu 27. janúar sl. Gúndi átti við vanheilsu að stríða á síðustu árum en skyndilegt frá- fall hans kom samt vinum hans að óvörum. Það er með trega í huga sem ég sest niður og reyni að skrá minn- ingabrot um góðan og tryggan vin. Sönn vinátta verður yfirleitt til á unga aldri og þegar kemur fram á ævina er sjaldgæfara að eignast nýja vini. Vináttan er þess vegna sjóður, sem rýrnar með árunum en eftir situr sjóður minninga. Gúndi var mannkostamaður og vinsæll með afbrigðum. Hann var á tvítugu, hafði hitt næst-elstu dótturina úr Efstasundinu, Sigur- dísi, nokkrum sinnum. Skyldi ég kynntur fyrir foreldrum hennar. Mér mun aldrei líða úr minni þessi fyrstu kynni okkar. Handtakið var þétt, og djúp augu hans undir þung- um brúnum litu rannsakandi og hvasst á mig. Mér leið ekki vel, fannst sem hann sæi í gegnum mig, inn í innstu sálarfylgsni. En eftirleikurinn var auðveldur, eftir örstutta kynningu bauð Siggi mig velkominn á heimili sitt, boð sem hefur staðið óhaggað ávallt síðan og verið þegið með þökkum. Haganes og Fljótin hafa alltaf átt stóran sess í huga Sigga. Hvergi naut hann sín betur en þegar hann dvaldi þar í sumarfríum. Var unun að því að fylgjast með þegar hann leiddi barnabörnin um Haganes- jörðina, kenndi þeim að veiða silung á stöng og í net í Miklavatni og sagði frá lífínu í Fljótum á fyrri tímum. Nokkuð mörg ár eru liðin síðan hann fór sína síðustu ferð norður. Afkomendur hans og systk- ini hans hafa á undanförnum árum staðið fyrir endurbyggingu íbúðar- hússins í Haganesi. Áttum við Siggi margar góðar stundir við að ræða hvernig verkinu miðaði og skoða myndir af breytingum. Andlát Sigga hafði langan að- draganda. Hann, sem var ávallt svo sjálfstæður og harður af sér, fann sig illa í þeirri aðstöðu að vera öðrum háður, geta ekki bjargað sér sjálfur með svo margt sem hann þurfti á að halda. Ekki man ég þó eftir að hann kvartaði, en víst er að hann er hvíldinni feginn. Að hans mati hafði hann lokið hlut- verki sínu í þessum heimi. Hans helsti metnaður i lífinu var að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni, annast hana og hlúa að svo vel sem hann gat og halda henni saman eftir að dæturnar fluttu að heiman og stofnuðu sín eigin heimili, og síðan barnabörnin hvert af öðru. Að þess- um markmiðum vann hann ötull og vandvirkur, þau höfðu allan for- gang og allt annað kom á eftir. Litla, hlýlega einbýlishúsið þeirra Hönnu að Efstasundi 5 og síðan notaleg íbúð þeirra í Hvassaleiti 56 voru jafnan fastir punktar í til-i veru fjölskyldunnar, þar hittumst við reglulega, nutum návista við Hönnu og Sigga og hvort annað. Þar voru barnabörnin 11 jafnan heiðursgestir, vafín umhyggju og ást ömmu og afa. Siggj var mjög sérstakur maður. Störf æsku- og unglingsáranna við búskap, sjósókn og nytjar ýmiss konar hafa einkennst af fegurð og blíðu sumarsins í Fljótunum annars vegar og harðri baráttu við nátt- úruöflin á löngum, hörðum vetrum hins vegar. Eflaust hafa þessir þættir náttúrunnar átt sinn hlut í mótun skapgerðar Sigga. Yfírborð- ið gat verið hart og hijúft, hann var fylginn sér og fastur fyrir í skoðanaskiptum, en undir niðri var prúður í framkomu, greiðvikinn og síðast en ekki síst mjög gamansam- ur. Skopskyn hans og orðheppni hef- ur létt mörgum samferðamanni lund í gráma hversdagsins. Kímni hans var alltaf saklaus og síst vildi hann særa aðra með orðum eða athöfnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.