Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKimfflVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 VASKHUGI Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun- ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu. Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta- manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira, Tugir gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda- stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl. Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím- miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum. Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu möguleikana. == Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679. Minnta til stefnu! Minolta til taks! Minolta Ijósritunarvélar uppfylla allar óskir Einföld. Klár.- Ginfaldlega klár! MINOLTA KiARAN Skrrfstofubúnabur SÍÐUMÚLA 14 • SfMI (91) 813022 Kaupskipaútgerð íslenskum farmönnum fer stöðugt fækkandi Stýrimannafélag íslands íhugar að hvetja félagsmenn til að leita starfa á öðrum vettvangi STÝRIMANNAFÉLAG íslands hefur nú til skoðunar hvort fé- laginu beri að hvelja félaga sína á íslenskum kaupskipum til að afla sér atvinnu á öðrum vett- vangi. Þá hefur félagið til athug- unar hvort ekki sé rétt að vara unga menn við að afla sér mennt- unar til starfa á íslenskum kaup- skipum. Þetta kemur fram í er- indi sem félagið hefur sent Sam- bandi íslenskra kaupskipaút- gerða (SÍK) í tilefni af því að nýlega benti sambandið á að stöðugildum á íslenska kaup- skipaflotanum hafi fækkað um 42% frá því í maí 1988 og fast- lega megi búast við frekari sam- drætti í atvinnutækifærum ís- lenskra farmanna á næstu miss- erum. Á sama tíma og atvinnutækifær- um íslenskra farmanna hefur fækk- að um 42% hefur útlendingum sem starfa á kaupskipaflotanum fjölgað um 23% frá því í maí árið 1988. í bréfi sem SÍK sendi aðildarútgerð- um sínum um fyrir áramótin er bent á að þessar niðurstöður sanni að aðgerðir einstakra stéttarfélaga farmanna við að hamla gegn þátt- töku útlendinga í störfum á skipum í flota íslensku útgerðanna hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Út- lendingum á flotanum hafi fjölgað nokkuð en fyrst og fremst hafí árangur aðgerða stéttarfélaga eða e.t.v. aðgerðarleysi þeirra og stjórn- valda fyrst og fremst flýtt þeirri þróun að færri en stærri kaupskip séu gerð út. Ekki síður hafi þetta orðið til þess að gera kaupskipaút- gerð hérlendis minna aðlaðandi með tilheyrandi samdrætti. Þá er bent á að íslensku kaup- skipaútgerðirnar hafi um árabil vakið athygli stjórnvalda á því hvernig stjórnvöld í nágrannalönd- unum og víðar hafí í síharðnandi samkeppni við þægindafánaskip hlúð að útgerðum sínum með því að fella niður ýmis opinber gjöld og álögur. Einnig hafi sömu stjórn- völd iðulega ieitast við að tryggja atvinnuöryggi farmanna sinna í samkeppni við ódýrt vinnuafl frá þriðja heiminum með skattaívilnun- um og niðurfellingu skatta og launatengdra gjalda á innlenda far- menn. Stuðningur SÍK og íslensku kaupskipaútgerðanna við síðast- DROUO* RAFKNÚNAR DÆLUR 0,5 til 3,0 hp. Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neyslu- vatnsdælur með jöfnunarkút, djúpvatnsdælur og fleiri útfærslur. Dæmi um verö, 1 eöa 3 fasa, verö meö VSK: PK alhliöa dælur 40 PK 70 JSW neysluvatnsdælur 160 SV brunndælur meö flotrofa 460 1/mín 40 m.v.s. 70 60 10,5 " kr. 6.391. kr. 20.154,- kr. 25.460. kr. 42.600. Úrvalsvara á ótrúlega lágu veröi. VÉLASALAN HF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122. nefndar aðgerðir fyrir hönd ís- lenskra farmanna hafi því miður alltof oft verið túlkaður sem beiðni um opinberar stuðningsaðgerðir við ísienska kaupskipaútgerð. Slíkra túlkana hafí jafnvel gætt hjá fuli- trúum einstakra stéttarfélaga far- manna. Þá segir ennfremur: „í ljósi fyrrgreindra rangtúlkana á afstöðu íslensku útgerðanna munu þær ekki hvetja til íhlutunar stjórnvalda í rekstrarskilyrði íslensku kaupskip- aútgerðanna þótt þær muni eftir sem áður styðja stéttarfélög far- manna éf þau leita eftir slíkri íhlut- un. Með slíkri afstöðu vilja íslensku útgerðirnar árétta að þær hvorki óska né hvetja til opinberrar aðstoð- ar við útgerðina. Islensku kaup- skipaútgerðunum er m.a. með aðild íslands að EES tryggður aðgangur að skráningu skipa sinna undir opn- um alþjóðaskráningum í eigin vali. Því munu útgerðirnar ná fram sam- bærilegum kjörum í gjöldum, álög- um og mönnun kaupskipa sinna og gilda í helstu samkeppnislöndunum, með skráningum skipa sinna undir þægindafána og ppnum alþjóðleg- um skráningum. íslenski fáninn á kaupskipum mun því innan tíðar heyra sögunni til.“ Stöðugildi á íslenska kaupskipa- flotanum um sl. áramót voru alls 341 og hafði fækkað úr 385 frá miðju sl. ári. Þar af voru 88 stöðu- gildi eða liðlega fjórðungur þeirra mönnuð útlendingum en 253 stöðu- gildi voru mönnuð Islendingum. Þetta samsvarar því að 380 íslend- ingar séu í áhöfnum skipanna. Alls 30 skip voru í rekstri hjá útgerðum innan vébanda SÍK en þar af eru 15 skráð undir þægindafána og 4 undir norskri alþjóðlegri skipa- skráningu en 11 skip á Islandi. Að sögn Guðlaugs Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Stýrimannafélagsins stafar fækkun farmanna bæði af fækkun á skipum og fækkun í áhöfnum. Hann sagði ljóst að þau skip sem eftir væru yrðu skráð undir erlendum þægindafána og væntanlega mönnuð útlendingum þannig að hætta væri á að íslensk farmannastétt liði undir lok. „Það liggur fyrir að það á að fækka skip- um ennfrekar hjá Samskipum. Þau eru flest eða öll á söluskrá og okk- ur hefur verið sagt það að útlend- ingar verði settir um borð í a.m.k. tvö alveg á næstu vikum í staðinn fyrir Íslendinga,“ sagði Guðlaugur. Tölvur ,V\J1 il l\ Jil í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Nýbókum WordPerfect fyrir Windows BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur gefið út bókina WordPerfect Tölv- unám, eftir Matthías Magnússon. Hún hefur að geyma leiðbeiningar um hina nýislenskuðu útgáfu af WordPerfect fyrir Windows og er ætluð til skólanáms og almennra nota. Bókin tilheyrir hinni nýju Tölvu- náms-línu hjá útgáfunni og er þetta þriðja bókin af ijórum. WordPerfect Tölvunám er hugsuð sem byijenda- bók í notkun forritsins. Aðal leiðbein- ingakaflamir eru 16 talsins og eru verkefni í hveijum þeirra. Alls eru um 70 verkefni í bókinni. Með bókinni fylgir disklingur sem hefur að geyma ýmsar textaskrár til notkunar í verkefnum. Bókin er alls 192 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.