Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993
17
íslenskur sigur á Flugleiðamóti Bridshátíðar
Sveit Glitnis hf. vann
eftir mikinn endasprett
__________Brids_____________
GuðmundurSv. Hermannsson
SVEIT Glitnis vann óvæntan
sigur í Flugleiðamótinu á Brids-
hátíð á mánudagskvöldið. Sveit-
in fékk 94 stig af 100 möguleg-
um síðari keppnisdaginn og
skaust í fýrsta sætið í síðustu
umferð mótsins. I öðru sæti varð
sveit Hollands og í þriðja sæti
sveit Zia Mahmoods.
í sigursveitinni spiluðu Aðal-
steinn Jörgensen, Bjöm Eysteins-
son, Guðmundur Sv. Hermanns-
son, Helgi Jóhannsson og Ragnar
Magnússon. í sveit Hollands spil-
uðu Enri Leufkens, Berry Westra,
Wubbo deBauer og Bauke Muller.
í sveit Zia spiluðu auk hans Larry
Cohen, Andy Robson, Munir Ata-
Ullah og Mariette Ivanova. Alls
tóku 70 sveitir þátt í Flugleiðamót-
inu og hafa þær aldrei verið fleiri.
3.400 stig í einu spili
í Flugleiðamótinu voru spilaðar
10 umferðir eftir Monradkerfi,
þannig að stigahæstu sveitimar
spiluðu ávallt saman. Það var sveit
Roche, sem leiddi mótið fyrstu
umferðirnar á sunnudaginn. Þá
vann sveitin meðal annars sveit
Landsbréfa, 19-11, þrátt fyrir að
gefa út 23 IMP-stig í einu spilinu
í leiknum. Það atvikaðist þannig,
að Rochemennn spiluðu 1 grand
redoblað við annað borðið, fengu
aðeins 1 slag og töpuðu 3.400 stig-
um.
Á sunnudagskvöldið komst sveit
Sparisjóðs Siglufjarðar í efsta sæt-
ið. Sveitin, sem skipuð var bræðr-
unum Ásgrími og Jóni Sigurbjörs-
syni, og Steinari og Óiafi Jóns-
syni, vann meðal annars sveit Roc-
he 25-1. Sigurganga Siglfirðing-
anna hélt áfram þegar mótið hófst
aftur á mánudag og þá unnu þeir
bæði sveitir Zia og Landsbréfa.
Þeir deildu samt efsta sætinu eftir
8 umferðir með sveit Norge-Lands-
bréfa en sú sveit var skipuð Sverri
Ármannssyni, Matthíasi Þorvalds-
syni og norsku landsliðsmönnun-
um Jan Trollvik og Peter Mar-
strander.
í næst síðustu umferðinni batt
sveit Glitnis loks enda á sigur-
göngu Siglfirðinganna og fyrir síð-
ustu umferðina var sveit Lands-
bréfa-Norge í efsta sæti með 172
stig, sveitir Sparisjóðs Siglufjarðar
og Glitnis voru í 2.-3. sæti með
168 stig, sveit Hojlands í 4. sæti
með 167, sveit S. Ármanns Magn-
ússonar með 164 stig í 5. sæti,
sveit Landsbréfa með 160 stig í
6. sæti og sveit Zia í 7. sæti með
157.
í síðustu umferðinni spiluðu
saman tvær efstu sveitirnar, sveit-
ir 3 og 4 og sveitir 5 og 6. Glitnir
vann sinn leik 22-8, Holland vann
Siglfírðinga 19-11 og S. Ármann
vann sinn leik 17-13. Þá vann Zia
Tryggingamiðstöðina 22-8 og
þetta var því lokastaðan:
Glitnir 190
Holland 186
ZiaMahmood 182
S. Ármann Magnússon 181
Norge-Landsbréf 180
Sparisjóður Siglufjarðar 179
Landsbréf 176
Sigurður ívarsson 176
Belladonna 172
Norge-Höjland 167
Hákarlar éta ekki íslendinga
í verðlaunaafhendingunni hélt
Zia smá tölu að venju og sagði þá
frá því þegar hann reyndi að út-
skýra fyrir Munir landa sínum
hvers vegna íslendingar hefðu
unnið heimsmeistaratitilinn í brids.
„Sjáðu til,“ sagðist hann hafa sagt.
„íslendingar eru harðir af sér, og
þeir geta nokkuð sem enginn ann-
ar getur. í öðrum löndum éta há-
karlar menn, en á íslandi éta menn
hákarla!"
Spilarar framtíðarinnar
Hollendingarnir Enri Leufkens, Wubbo deBauer, Berry Westra
og Bauke Muller enduðu í 2. sæti í Flugleiðamótinu.
Morgunblaðið/Amór Hagnarsson
rleiðabikarinn
arinn. Frá vinstri eru Björn Eysteins-
son, Ragnar Magnússon, Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Her-
mannsson og Aðalsteinn Jörgensen.
Með Flu
Sveit Glitnis með Flugleiðabil
Goðsagnapersónur
Það má segja um þessa þremenninga að þeir séu allir orðnir goð-
sagnapersónur í lifanda lífi. Þetta eru ítalirnir Georgio Bella-
donna og Pietro Forquet með Pakistanann Zia Mahmood á milli sín.
Svar við opnu bréfi til KKÍ
eftir Pétur Hrafn
Sigurðsson
Undirritaður sér sig knúinn til
að svara opnu bréfi Valdimars Guð-
laugssonar sem birtist í Mbl. 12.
febrúar síðastliðinn, til Körfuknatt-
leikssambands íslands, þar sem all-
nokkurrar ónákvæmni gætir í henni
er hann fjallar um aðdraganda þess
að leik ÍA og ÍS í 1. deild karla var
frestað.
í fyrsta lagi talar Valdimar um
„ábyrgðarleysi af hálfu forráða-
manna KKÍ vegna framkomu
þeirra“. Forráðamenn KKÍ eru þeir
sem kosnir hafa verið í stjóm KKÍ
og höfðu þeir ekkert með þetta mál
að gera. Réttara hefi verið að tala
um starfsmenn.
í öðru lagi segir Valdimar að upp
úr hádegi þann 5. febrúar hafi skoll-
ið á „eitt mesta óveður sem gengið
hefur yfir hér suðvestanlands með
miklu hvassviðri, skafrenningi og
ófærð sem því fylgdi“. Hér ýkir
Valdimar alla nokkuð því skv. upp-
lýsingum frá Veðurstofu íslands
voru 6 vindstig á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu um hádegi 5. febrúar og
veðrið oft verið verra.
Valdimar segir hættu á að ÍS-
ingar yrðu veðurtepptir eftir leikinn
á Akranesi og „fordæmi fyrir slíku
eru hinsvegar ekki til“. Undirritað-
ur man eftir nokkrum fordæmum
fyrir því að lið hafi verið veðurteppt
á Akranesi. Ennfremur lægði veðrið
verulega um kl. 21.00 um kvöldið,
eins og spáð hafði verið og því lítil
hætta á að lið ÍS yrði veðurteppt.
Valdimar talar um „orðastymp-
ingar og strögl við KKI“ er óskað
var eftir frestun á leiknum. Ekki
kannast undirritaður við það, enda
ræddi hann aldrei við Valdimar
Pétur Hrafn Sigurðsson
sjálfan. Hins vegar fengu ÍS-ingar
þau svör að KKI myndi athuga hjá
Vegagerð ríkisins hvort fært væri
til Akraness. Undantekningarlítið
er leitað til Vegagerðar eða lög-
reglu komi fram beiðni um frestun
á leik vegna ófærðar og það er
ávallt farið eftir leiðbeiningum
þeirra. Svar Vegagerðarinnar kl.
17.15 var að fært væri öllum bílum
til Akraness. Því var ljóst að ekki
var tilefni til frestunar. Ef svör
Vegagerðar hefðu hins vegar verið
á þann veg að ekki væri fært, þá
hefði leiknum umvifalaust verið
frestað. Það er því heldur ekki rétt
sem Valdimar segir að um „ábyrgð-
, arleysi“ sé að ræða af hálfu starfs-
manna KKÍ.
Eftir að ljóst var að leikmenn ÍS
og dómarar leiksins kæmust ekki
með Akraborginni, þá var enn farið
fram á frestun. Henni var hafnað
þar sem enn lá ljóst fyrir að fært
væri landleiðina til Akraness. Enda
kom það í ljós að vel var fært til
Akraness þar sem þjálfari ÍA, Björn
Steffensen, komst án erfiðleika alla
leið til Akraness þrátt fyrir að hann
hafi lagt af stað frá Akraborginni
á sama tíma og ÍS-ingar. Þess má
geta að Björn ók á lítilli Daihatsu
bifreið og var hann eina og hálfa
klukkustund á leiðinni. Leikurinn
hefði því auðveldlega getað farið
fram kl. 21.00.
Svarið við spurningu Valdimars
um hvort ekki eigi „að taka aðvar-
anir lögreglu og tilkynningar um
ófærð alvarlega" er því: Jú auðvitað
og það er ávallt gert. Hins vegar
ef upplýsingar frá ábyrgum aðilum
eins og Vegagerðinni eða Flugfé-
lögum gefa til kynna að sé fært,
hafa starfsmenn KKI ekki ástæðu
til að vefengja þær. Það er hins
vegar ljóst að við búum á íslandi
og að oft er veðrið ekki sem best.
En ef við því er brugðist með fyrir-
hyggju og réttum útbúnaði er oft-
ast nær ekki um vandamál að ræða.
Þetta vita a.m.k. félögin á lands-
byggðinni sem senda lið til keppni,
stundum oft í viku hverri án þess
að um teljandi vandræði sé að ræða
vegna veðurs.
Að lokum vill ég taka fram að
þó ég telji mig nauðbeygðan til að
svara bréfi þínu á þeim vettvangi
sem það er birt, þá tel ég ekki heppi-
legt að falla um í fjölmiðlum ef
félög eða aðilar innan þeirra eru
óánægðir með störf og ákvarðanir
starfsmanna KKI. Kvartanir um
slíkt eiga að berast til stjórnar KKI
og málin á að leysa innan hreyfíng-
arinnar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Körfuknattíeikssambands tslands.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadðttir
Heimsókn ráðu-
nauta í Gunnarsholt
ÁRLEGUR fjögurra daga ráðu-
nautafundur Búnaðarfélags ís-
lands var haldinn í Reykjavík í
síðustu viku.
Þátttakendum, sem voru um 100
manns víða af landinu, var boðið í
skoðunarferð að Stóra-Ármóti í
Hraungerðishreppi þar sem skoðað
var ijós og tilraunaaðstaða í naut-
griparækt. Ennfremur var aðstaðan
í Gunnarsholti skoðuð, m.a. fóður-
og fræframleiðsla og stóðhestastöð
ríkisins, þar sem myndin var tekin.
Mjög líflegar umræður urðu á fund-
inum um umhverfisvænan búskap,
landgræðslu og gróðurvernd. Enn-
fremur voru á dagskrá breytingar
á mjólkurreglugerð og fóðuröflun
og margs konar tilraunaniðurstöð-
ur.
3 miHjarðar í tölvur
ÞINGKJORNIR yfirskoðunarmenn ríkisreiknings gagnrýna að ekki
se til nem samræmd opmber
þess málaflokks sé árlega varið
króna.
„Svo virðist sem hvert ráðuneyti
eða embætti og stofnun fari með
þennan málaflokk mikið til eftir
geðþótta og út frá eigin hagsmun-
um og hugmyndum," segja yfir-
skoðunarmenn í skýrslu sinni til
Alþingis um endurskoðun ríkis-
reiknings 1991.
í tölvumalum nkisms þótt til
í því talið sé þremur milljörðum
Yfirskoðunarmenn telja nauð-
synlegt að taka upp sérstakt aðhald
vegna tölvukaupa ríkisins og hvetja
tjl víðtækrar stefnumótunar á veg-
um ríkisstjómarinnar í þeim efnum.
Hafa þeir einnig óskað eftir því við
Ríkisendurskoðun að hún geri út-
tekt á þessum málaflokki.