Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
21
iteuter
Flugvélar falar í kippum
FJOLDI farþegaþota af gerðinni Fokker-100 stendur óseldur og innpakkaður í segl á geymslu-
svæði Fokker-flugvélaverksmiðjanna í Woendsdrecht í suðurhluta Hollands. Á mánudag lauk margra
mánaða samningaviðræðum Deutsche Aerospace og hollensku ríkisstjórnarinnar með því að þýska
fyrirtækið ákvað að kaupa 51% hlut hollenska rikisins í Fokker-fyrirtækinu.
Hringlað með hjálp-
argögn í Sarajevo
Sar^jevo. Reuter.
YFIRVÖLD borgarinnar
Sarajevo í Bosníu hafa neitað
að takað við hjálparsending-
um frá Sameinuðu þjóðunum
frá því á fimmtudag í síðustu
viku. Krefjast borgaryfirvöld
þess að þeir 100 þúsund mú-
slimar, sem eru innilokaðir í
herkví í austurhluta Bosníu,
fái reglulegar sendingar
hjálpargagna. Fyrr verði
ekki tekið við hjálparsending-
um í Sarajevo. Sylvana Foa,
talsmaður Flóttamannahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna,
gagnrýndi þessa afastöðu
harðlega í gær og sagði borg-
aryfirvöld vera í sljórnmála-
leik með neyðaraðstoðina.
Foa sagði að vörugeymslur Sam-
einuðu þjóðanna væru nú stútfullar
af mat eftir að flutningalestir hefðu
komið til borgarinnar um helgina
og að nú biðu 2.500 tonn af matvæl-
um afhendingar. „En áður verða
yfirvöld í Sarajevo að hætta þessum
stjórnmálaleik með hjálparsending-
arnar og ákveða að hætta að koma
í veg fyrir að þær komist til íbúaa
borgarinnar,“ sagði Foa og bætti
við að þetta væri ákvörðun yfirvalda
en ekki íbúa.
Serbar hafa setið um Sarajevo í
Reuter
Líkfylgd
FJOLDI manns fylgdi nokkrum serbneskum hermönnum til grafar
í borginni Knin, höfuðstað Krajina-héraðsins í Króatíu, í fyrradag
og var myndin tekin við það tækifæri.
tíu mánuði og eru hinir 380 þúsund
íbúar borgarinnar því mjög háðir
matar- og lyfjasendingum Samein-
uðu þjóðanna. Flestar fjölskyldur
eiga einhvern matarforða, sem
keyptur hefur verið á uppsprengdu
verði á svörtum markaði, en talið
er líklegt að brátt muni það fara
að segja til sín að ekki sé tekið við
hjálpargagnasendingum.
Þrátt fyrir hina erfiðu stöðu segja
fréttamenn í Sarajevo að almennur
stuðningur sé við ákvörðun borgar-
yfirvalda og að nánast ógerningur
sé að finna íbúa sem ekki styðji
bannið. „Við hefðum átt að gera
þetta fyrir löngu. Það virðist sem
umheimurinn sé nú loksins farinn
að hlusta á okkur,“ sagði kona ein
sem Reuters-fréttastofan ræddi við.
Enginn McDonald’s
við Eiffel-tuminn
París. The Daily Tclegraph.
VARÐMENN franskrar
menningar og matargerðar-
listar unnu frækinn sigur á
mánudag þegar þeim tókst
að koma í veg fyrir að
McDonald’s-hamborgara-
staður yrði stofnaður undir
Eiffel-turninum.
Þótt McDonald’s-hamborgarar
séu nú seldir á Rauða torginu í
Moskvu, Torgi hins himneska frið-
ar í Peking.og Champs Elysee í
París hryllti þjóðræknum Frökk-
um við þeirri tilhugsun að sjá
McDonald’s-merkið við frægustu
byggingu Parísar. Þeir hófu her-
ferð gegn þessari „amerísku lág-
menningu" og urðu að leita á
náðir ríkisstjórnarinnar til að af-
stýra þessari hneisu. Reglugerð
um skipulag borgarinnar kveður
á um að ekki megi reisa nýjar
byggingar við Eiffel-turninn en
sérfræðingar McDonald’s létu sér
ekki segjast. Þeir komust að því
að ekkert bannar þeim að reisa
fljótandi hamborgarastað á Signu,
nokkrum metrum frá turninum.
Borgaryfirvöld ráða engu um nýt-
ingu Signu því hún er í verkahring
sérstakrar stjórnar, sem var veik
fyrir hugmyndinni um skyndibita-
staðinn. En þá skarst Georges
Sarre, samgönguráðherra Frakk-
lands, í leikinn og fyrirskipaði
Signustjórn að tilkynna hamborg-
arakeðjunni tafarlaust að hún
gæti ekki stofnað skyndibitastað
„á þessum sérlega mikilsverða
stað“.
Walesa staðfestir
umdeilda löggjöf
um fóstureyðiugar
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, forseti Póllands, undirritaði í fyrradag ný lög um
fóstureyðingar eftir hartnær þriggja ára deilur um þetta mál.
Pólska þingið samþykkti lögin fyrr
á árinu eftir að andstæðingar banns
við fóstureyðingum höfðu knúið fram
breytingar á frumvarpi, sem stjórnin
lagði fram. Upphaflega frumvarið
kvað á um því sem næst algjört bann
við fóstureyðingum og í því voru
einnig ákvæði um að refsa bæri kon-
um sem gengjust undir fóstureyðing-
ar og læknum sem framkvæmdu
þær.
Samkvæmt nýju lögunum eru fóst-
ureyðingar löglegar þegar barns-
burður stefnir lífí móður í hættu eða
gæti skaðað heilsu hennar alvarlega,
svo og þegar getnaður á sér stað við
sifjaspell eða nauðgun. Fóstureyð-
ingar eru einnig leyfðar þegar rann-
sóknir sýna að fóstrið hefur orðið
fyrir alvarlegum skaða. Aðeins lækn-
ar sem framkvæma ólöglegar fóstur-
eyðingar eiga yfír höfði sér refsingu.
Margir stuðningsmenn upphaflega
frumvarpsins sögðu vafasamt að
hafa svo margar undantekningar og
andstæðingar fóstureyðingarbanns-
ins sögðu slæmt að konur, sem geta
engan veginn framfleytt barni, skuli
ekki vera undanskildar.
„Þessi lög eru betri en þau gömlu,“
sagði Lech Walesa. Samkvæmt lög-
um frá 1956 höfðu því sem næst
allar barnshafandi konur rétt á fóst-
ureyðingum í Póllandi.
Janet Reno
Rætur Reno
í Danmörku
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgcn Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
JANET Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, á rætur að
rekja til Danmerkur og foreldrar
hennar voru báðir blaðamenn.
Faðir Reno var Henry Rasmuss-
en frá Ejby á Fjóni en hann var
sonur Roberts Marius Rasmussens
ljósmyndara sem fluttist með fjöl-
skyldu sinni til Bandaríkjanna árið
1910. Þá var Henry 10 ára gamall.
í Bandaríkjunum kvæntist hann
Jane Wood Reno og tók sér eftir-
nafn hennar.
Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna
og Jjölskyldna þeirra, svo og til allra þeirra,
sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu.
GuÖ blessi ykkur öll.
Sigurborg Sigurðardóttir,
Álfatiini 13.
Björn Jónsson hdl.
hefur flutt lögmannsstofu sína frá
Borgartúni 33 á Suðurlandsbraut 48
v/Faxafen, Reykjavík, sími 684860,
fax684861.
Nyborg sofartsskole
„SKIBSASSISTENT" - 1. OG2. STIG (alls 5 mánuðir)
• Sigling á seglskipi á dönskum sjóleiðum og á vélskipi til Svíþjóðar
• Öryggi til sjós • Slökkvistarf um borð • Verkstæðisvinna
• Varðgæsla • Siglingafræði • Róður • (þróttir og sund.
• Byrjar 1. ágúst 1993.
Eftir námskeiðið fá þátttakendur stimpil í siglingabók og geta látið
skrá sig á farskip til að öðlast starfsreynslu.
Kynningarfundur um Nyborg Sofartsskole verður í Reykjavík mánu-
daginn 1. mars. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í 90 45 42 99 55 44
eða símbréf 90 45 42 99 59 82.
IMyborg Sofartsskole, 5800 Nyborg, Danmörku.
Síðustu dagar
útsölunnar
Enn meiri verðlækkun
Nýjar vörur í
næstu viku
K r i n g I u n n i