Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Forstöðumaður Listasafns Akureyrar Haraldurlngi Haraldsson ráðinn HARALDUR Ingi Haraldsson var ráðinn forstöðumaður Listasafns Akureyrar á fundi bæjarstjómar í gær. Hann fékk 6 atkvæði við atkvæðagreiðslu, Kristinn G. Jóhanns- son fékk 4 atkvæði og Ásta Kristbergsdóttir eitt. Áður hafði meirihluti menningarmálanefndar mælt með Kristni G. Jóhannssyni í stöðuna. Trébryggja smíðuð í vor í Grímsey Grímsey. SMÍÐI verður hafin á 40 metra langri trébryggju í Grímseyjarhöfn í vor. Á sumrin þegar mikið er um aðkomubáta skortir bryggjupláss hér í Gríms- ey. Þorlákur Sigurðsson oddviti sagði að ákvörðun hefði verið tekin um smíði bryggjunnar og yrði hún eins og sú sem fyrir er í nýju höfninni. Seinna meir er ætlunin að stækka báðar biyggj- umar upp í 60 metra. Þorlákur sagði að byrjað yrði á bryggjusmíðinni með vorinu eða fyrri part sumars. Yfir sum- armánuðina eru hér aðkomubát- ar svo tugum skiptir og skortir þá mjög á nægjanlegt pláss í höfninni. „Tíðarfarið í vetur hefur verið slæmt og erfitt til sjósóknar og hefur það reynt bæði á eldri og yngri mannvirki,“ sagði Þorlák- ur. HSH Fundur um Jafnréttisfulltrúi Akureyrar- bæjar minnti bæjarfulltrúa á markmið jafnréttisáætlunar áður en fundur hófst. Nokkrar umræð- ur urðu um þetta mál á fundi bæjarstjórnar í gær. Átta umsókn- ir bárust um starfið. Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) sagði að í sínum huga væru allar þær konur sem sóttu um starfið hæfar til að gegna stöðunni og a.m.k. tvær þeirra hefðu menntun umfram karlana. Óskaði Sigfríður eftir að málinu yrði vísað á ný til menningarmálanefndar, en Þröst- ur Ásmundsson formaður nefndar- innar sem sat bæjarstjórnarfund- inn í gær sagði að þar væri enga frekari visku í þessu máli að hafa. Jafnréttisáætlun kynnt Þá lagði Sigfríður einnig til að jafnréttisfulltrúa og bæjarstjóra yrði falið að kynna menningar- málanefnd sem og öðrum nefndum og ráðum bæjarins markmið jafn- réttisáætlunar og var sú tillaga samþykkt. . Gert var hlé á fundi bæjar- stjómar á meðan fulltrúar ræddu stöðuna, en í skriflegri og leyni- legri atkvæðagreiðslu greiddu 6 bæjarfulltrúar Haraldi Inga Har- aldssyni atkvæði sitt, Kristinn G. Jóhannsson fékk 4 atkvæði og Ásta Kristbergsdóttir fékk eitt atkvæði. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fullfermi SIGURÐUR VE kom með fullfermi til Krossa- ness í gær, en það er í þriðja sinn sem skipið landar fullfermi hjá verksmiðjunni. Alls hefur skipið komið með um 4.300 tonn í þessum þremur ferðum. Loðnan veiðist nú á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar og er rúmlega 30 klukkutíma sigling af miðunum norður. tryggingarmál GUÐRÚN Sigurbjömsdóttir ræð- ir um tryggingamál á fundi Sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð annað kvöld, fimmtudagskvöldið 18. febrúar kl. 20.30 í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Mun Guðrún fjalla um ýmsar hliðar almannatryggingakerfísins, hverjir eigi rétt á bótum og hve- nær og hvar best sé að afía sér upplýsinga. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar segir upp kaupaukakerfi Launín lækka að meðal- tali um 20 þúsund krónur Bros- mildar Vinkonurnar Bylgja Rún Valdimarsdóttir og Brynja María Brynjarsdóttir í Ólafsfírði voru á leið heim úr skól- anum þegar þær mættu ljósmynd- ara blaðsins, sem smellti mynd af þessum ungu brosmildu stúlk- um. Enn er yfír nokkuð háa ruðninga að fara þó að snjó hafí tekið upp í hvass- viðrinu að und- anfömu. Morgvnblaðið/Svavar B. Magnússon Erum að taka á mörgum erfiðum málum til að lækka kostnað, segir framkvæmdastj óri KJ LAUN starfsfólks í fullu starfi hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar lækka að meðaltali um 20 þúsund krónur á mánuði eftir að forráðamenn verksmiðjunnar sögðu upp svokölluðu kaupaukakerfi, en uppsögnin tók gildi í gær. Starfsmenn verksmiðjunnar hittust á fundi hjá Verkalýðsfé- laginu Einingu eftir vinnu í gær og ræddu stöðuna. Staða verksmiðjunnar er erfið og er þetta einn liður af mörgum til að lækka kostnað. Samningar 1988 Bjöm Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagði að um væri að ræða samning frá árinu 1988 og væri hann með hálfs mánaðar uppsagnarfresti. Forráðamenn verksmiðjunnar sögðu samningnum upp um síð- ustu mánaðamót og tók uppsögn því gildi í gær, 15. febrúar. Tvenns konar kaupaukakerfí var í gangi hjá niðursuðunni, ann- ars vegar var um afkastatengt kerfí að ræða og eins var svoköll- uð húspremía til staðar, þar sem greidd var föst krónutala ofan á grunnlaun fyrir þau störf sem ekki var greitt fyrir eftir afkasta- hvetjandi kerfi. Launalækkun Björn sagði að fyrir starfsfólk í fullu starfi þýddi uppsögn kaup- aukakerfisins að meðaltali að laun lækkuðu um 20 þúsund krónur, en grunnlaunin eru á bilinu frá 43 til 47 þúsund krónur eftir starfsaldri. Kaupaukinn kom síðan ofan á grunnlaunin, þannig að launin voru að meðaltali á milli 60 og 70 þúsund krónur. Urgur „Það er ekki hægt að neita því að mikill urgur er í starfsfólkinu vegna þessa,“ sagði Björn, en það hittist á fundi með forsvarsmönn- um Einingar í gær og ræddi stöðu mála. „Við höfum óskað eftir við- ræðum við forráðamenn verk- smiðjunnar um áframhaldandi samninga á þessum nótum, en ekki hefur verið tekið undir þær óskir okkar.“ Eifiður rekstur Aðalsteinn Helgason fram- kvæmdastjóri K. Jónsson sagði að frá því í haust hefði markvisst verið unnið að því að lækka kostn- að við rekstur verksmiðjunnar og þegar væri búið að taka á mörgum hlutum. Þessi uppsögn á kaup- aukasamningi væri einn liður í því að lækka kostnað við reksturinn. „Við erum að taka á mörgum mismunandi erfiðum málum og þetta er eitt þeirra. Staðan hefur lengi verið erfið hjá okkur og þetta er nokkuð snúið dæmi að eiga við,“ sagði Aðalsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.