Morgunblaðið - 17.02.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
27
Vegaáætlun fyrir árin 1993-1996 rædd á Alþingi
Framkvæmdir auknar
til að treysta atvinnu
SAMGÖNGURÁÐHERRA, Halldór Blöndal, mælti í gær
fyrir tillögu til þingsályktunar um vegaáætlun fyrir árin
1993-96. Tillagan gerir ráð fyrir auknum vegaframkvæmd-
um til treysta atvinnu og sporna gegn atvinnuleysi. Stjórn-
arandstæðingar gagnrýndu framgöngu ríkisstj órnarinnar
í þessu máli. Þeir töldu og framkvæmdaféð minna heldur
en ríkisstjórnin gæfi í skyn.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra gerði í sinni framsöguræðu
grein fyrir nokkrum efnisatriðum
vegaáætlunarinnar, m.a. því að
gert væri ráð fyrir því að nokkurt
fé væri árlega fært í ríkissjóð af
mörkuðum tekjustofnum vega-
mála. Samgönguráðherra sagði
þetta vera gert vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu en hann dró enga dul
á þá skoðun að óæskilegt væri að
þetta yrði gert til frambúðar og
yrði að stefna að því að þessum
tekjum yrði varið óskertum til
vegamálanna um leið og hagur rík-
issjóðs vænkaðist.
Samgönguráðherra rifjaði upp
að ríkisstjórnin hefði ákveðið
síðastliðið haust að beita sér fyrir
auknum framkvæmdum til að
bæta atvinnuástand. Upphaflega
hefði verið áformað að til þessa
yrði varið 1800 milljónum króna
en við lokaafgreiðslu fjárlaga hefði
verið ákveðið að fjármagn til þessa
átaks skyldi nema 1550 milljónum
króna. Því yrði niðurstöðutala fjár-
öflunar á árinu 1993 7266 milljón-
ir króna, á árinu 1994 yrði hún
6646 milljónir og 6306 milljónir
árið 1996.
Framsögumaður sagði að í sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar hefði verið
tiltekið að þetta viðbótarfjármagn
skiptist milli kjördæma samkvæmt
hefðbundnum reglum sem hefðu
verið við afgreiðslu vegáætlunar.
samþykkt ríkistjórnarinnar hefði
einnig fylgt listi um þau verkefni
sem njóta skyldu þessara fjár-
muna.
í lok sinnar ræðu lagði sam-
gönguráðherra til að þessari tillögu
til vegaáætlunar yrði vísað til sam-
göngunefndar og vænti hann þess
að allir sem um málið fjölluðu legðu
sig fram um að afgreiða það á
skjótan og farsælan hátt.
Samstaðan rofin
Þingmenn töluðu í u.þ.b. þrjár
stundir um vegamál. Mátti ríkis-
stjóm og samgönguráðherra sæta
nokkru ámæli þótt allir ræðumenn
fögnuðu auknu fjármagni til vega-
mála. Hins vegar þóttu vinnubrögð
ríkisstjómarinnar í þessu máli
vaka. Guðmundur taldi milljónirn-
ar vera 380.
Það mátti glöggt skilja á Guð-
mundi Bjamasyni, að honum þótti
samgönguráðherrann hafa valið
sér þann hlutinn sem betri væri.
Að ákveða sjálfur auknar fram-
k'væmdir en ætla svo þingmönnum
kjördæmanna að taka ákvarðanir
um niðurskurð
annarra fram-
kvæmda. Guð-
mundur sagði
að þær auknu
framkvæmdir
sem yrðu í
Norðurlands-
kjördæmi
eystra næmu
128 milljónum
króna en á hinn
veginn yrði að
skera niður
framkvæmdir
sem næmi um
109 milljónum.
Vegaáætlanir
í
kosningaskjá-
lfta
Fjöldi þing-
margháttaðra ámælisorða verð.
Haíldór Ásgrímsson (A-Al) sagði
það ný vinnubrögð að ákveða fram-
kvæmdir uppá sitt eindæmi og
snúa við þeirri vegaáætlun sem
gerð hefði verið. Hann taldi að
skynsamlegra hefði verið að tala
við þingmenn kjördæmanna og við-
halda þeirri samstöðu sem ríkt
hefði um vegamálin. En eins og
ríkisstjómin og samgönguráðherra
gengju fram væri honum stórum
til efs að fyrrgreind samstaða fengi
viðhaldist.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) fyrrum samgönguráðherra
benti á að sú skerðing á mörkuðum
tekjustofnum sem samgönguráð-
herra hefði minnst á næmi á þessu
ári 344 milljónum króna og vega-
gerðinni væru nú ætlað að sjá um
rekstur ferja og flóabáta sem
myndi kosta 350-500 milljónir á
næstu ámm. Sú aukning fram-
kvæmda sem ráðgerð væri skyldi
aflað með lánsfé en á sama tíma
væri gengið á eigið aflafé Vega-
gerðarinnar.
Guðmundur Bjarnason (F-Ne)
taldi vegaáætlunina vitna um
„leikaraskap“ og yrði minna úr
vegaframkvæmdunum ef nánar
væri skoðað. Ef þetta „átaksfé"
væri frátalið af vegaáætluninni
stæðu eftir 5,716 milljónir en eldri
vegaáætlun hefði gert ráð fyrir
6,556 milljónum. Þar að auki væri
feijum og flóabátum bætt á verk-
efnalista Vegagerðarinnar, a.m.k.
330 milljónir þar. Það yrði því
minna úr 1550 milljón króna
átaksfé en ráðherrar létu í veðri
manna
ur
stuðningsliði ríkisstjórnar og
stjórnarandstæðinga skiptust á
skoðunum og andsvömm. Vora
framlög til vegamála í fortíð og
framtíð tíunduð. Það kom m.a.
fram í ræðu Halldórs Blöndals
samgönguráðherra að það hefur
oftlega hent að framlög til vega-
mála hafa orðið minni heldur en
vegaáætlanir gera ráð fyrir. Hann
taldi nokkra skýringu þessa mis-
ræmis liggja í því að vegaáætlun
væri samþykkt rétt fyrir kosning-
ar. Slíkt verklag gæfí tilefni til
yfirboða og þar að aukin væri það
óeðlilegt að þingmenn sem margir
hveijir myndu ekki sitja á þingi
eftir kosningar tækju ákvarðanir
fyrir næsta kjörtímabil.
Umræðu varð lokið en atkvæða-
greiðslu frestað.
Kirkjan á Skálholt
að fornu og nýju
GISSUR ísleifsson biskup gaf Skálholt til biskupsseturs.
Nú er margra ótti að fésýslumenn hins veraldlega ríkis-
valds telji Skálholt og kirkjujarðir ríkiseign. Þorsteinn
Pálsson segir að Alþingi hefði afhent kirkjunni Skálholt.
Svavar Gestsson bað kirkjumálaráðherrann um að láta fjár-
málaráðuneytið vita um þennan vilja Alþingis.
Síðastliðinn föstudag var til um-
ræðu fmmvarp um Skálholtsskóla;
kirkjulegrar menningar- og
menntastofnunar í eigu þjóðkirkj-
unnar. í umræðunum greindi Svav-
ar Gestsson (Ab-Rv) fyrrum
menntamálaráðherra frá því að
hann hefði í sinni ráðherratíð gert
nokkrar tilraunir til að tekið yrði á
skipulagsmálum Skálholtsstaðar
heildstætt undir forystu kirkjunnar.
Svavari var það nokkurt hryggðar-
efni að viðbrögð kirkjunnar hefðu
verið furðulega sljó og kirkjan ekki
náð vopnum sínum, þ.e. þeim sem
geistlegir mega bera.
En það steðjaði annar vandi að
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
Beðið með staðfest-
ingu samnings við EB
um sjávarútvegsmál
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að ríki-
stjórnin biði með að fullgilda tvíhliða samning við Evrópu-
bandalagið, EB, um sjávarútvegsmál. Ríkisstjórnin biði átekta
og vildi sjá hveiju fram yndi, bæði í þessu máli hvað varðaði
staðfestingu tvíhliða samningsins af hálfu EB sem og samn-
ingsins um Evrópskt efnahagssvæði, EES.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Rýmri heimildir
vátryggingafélaga til fésýslu
Heilbrigðis- og tryggingar-
málaráðherra hefur lagt fram
frumvarp til laga um vátrygg-
ingastarfsemi. Fmmvarpið er 74
lagagreinar sem skiptast í 10
kafla. í athugasemdum og grein-
argerð kemur fram að frumvarp-
ið er á mörgum sviðum mun ítar-
legra en gildandi lög og ný
ákvæði að fínna um mörg atriði,
m.a. em starfsheimildir vátrygg-
ingafélaga rýmkaðar og felld em
niður ýmis skilyrði á markaðs-
og fjármálasviði en jafnframt eru
sett ákvæði til eflingar neytenda-
verndar og heimildir eftirlitsaðila
til afskipta gerðar skýrari og í
ýmsum tilvikum auknar.
Frumvarpið er samið af nefnd
sem Guðmundur Bjarnason þá-
verandi tryggingamálaráðherra
skipaði í ágúst 1989. Nefndin
er sammála um frumvarpið að
öðra leyti en því að formaður
nefndarinnar Erlendur Lámsson
tryggingafræðingur skilar sérá-
liti um stjórn Tryggingaeftirlits
samkvæmt 37. gr. frumvarpsins.
í fyrirspurnartíma í gær spurði
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne)
utanríkisráðherra um hvort ríkis-
stjómin hyggðist ljúka á næstunni
skjalaskiptum milli íslands og Evr-
ópubandalagsins til fullgildingar á
tvíhliða samningi um samskipti á
sviði sjávarútvegs. En EB hefur
talið slíkan samning vera skilyrði
fyrir gildistöku Evrópsks efnahags-
svæðis, EES.
Steingrímur vildi benda að hvorki
Norðmenn né Grænlendingar
myndu ná því að veiða sinn hluta
loðnukvótans og myndi hann bæt-
ast við veiðiréttindi íslands. Þar að
auki hefði verið ákveðið að bæta
við veiðikvótann. Það væri því ljóst
að íslendingum yrði ekki neinn
ávinningur af þeim samningi sem
stjórnarflokkarnir hefðu knúið í
gegnum Alþingi í síðasta mánuði.
Steingrímur vildi ennfremur benda
á að fullkomin óvissa væri um
samninginn um EES og þær meintu
hagsbætur sem íslendingum kynni
að falla þar í skaut vegna tollalækk-
anna.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra upplýsti að samn-
ingurinn hefði ekki enn verið full-
giltur. Ríkisstjómin biði átekta.
Hún vildi sjá hverju fram yndi,
bæði í þessu mál nvað varðaði stað-
festingu tvíhliða samningsins sem
og EES-samningsins sjálfs. Utan-
ríkisráðherra sagði það rétt vera
að gildistaka EES-samningsins
sjálfs væri í óvissu. Samningavið-
ræður stæðu yfir og snérast að
mestu um kröfur EB um framlög
í þróunarsjóðinn. Hann gæti því
miður ekki flutt þingheimi neinar
nýjar fréttir af þeim vettvangi.
Skálholtsstað sem olli ræðumanni
hugarangri. Fyrir skömmu hefðu
birst hjá sýslumanni Ámesinga,
fulltrúar frá fjármálaráðuneyti.
Sendimenn þessir hefðu óskað eftir
því að Skálholtstaður yrði þinglýst
eign ríkisins og fjármálaráðuneytis.
Svavar minnti þingheim og á að í
nýlegri eignaskrá íslenska ríkisins
hefði hefði Skálholt verið skráð
undir Qármálaráðuneytið. Svavar
hugði að þetta hefðu biskupum
fornum þótt mikil forsögn ef þeim
hefði verið sagt að hið veraldlega
vald ætlaði sér til eignar þennan
andlega höfuðstað. Svavar lá ekk-
ert á þeirri skoðun að halda bæri
„höndum fjármálaráðherra frá
Skálholti". Það væri auðvitað kirkj-
an sem ætti að fara með Skálhoit.
Og að svo miklu leyti sem ríkis-
stjómin kæmi nálægt málefnum
staðarins þá ætti kirkjumálaráð-
herrann að fara þar höndum um.
Svavar Gestsson spurði Þorstein
Pálsson kirkjumálaráðherra: „Hver
á Skálholt?"
Þorsteinn Pálsson kirkjumála-
ráðherra sagði spurningu Svavar
Gestssonar auðsvarað: „Alþingi ís-
lendinga tók þá ákvörðun á sínum
tíma að afhenda kirlq'unni Skál-
holt.“ Kirkjumálaráðherra var það
fagnaðarefni að um þetta væri þjöð-
arsamstaða.
Svavari Gestssyni var þökk og
fögnuður í hug eftir að hafa hlýtt
á yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar.
En hann varð þó að vekja athygli
á því að fjármálaráðuneytið væri
ekki sama sinnis. Svavar kvaðst líta
svo á að kirkjumálaráðherrann
hefði með sínu svari tekið undir þær
formlegu athugasemdir sem þjóð-
kirkjan hefði gert við eignaskrá rík-
isins. Þorsteinn Pálsson kirkju-
málaráðherra sagði að sjálfstæðar
viðræðunefndir dóms- og kirkju-
málaráðuneytis annars vegar1 og
kirkjunnar hins vegar fjölluðu um
niðurstöður kirkjueignanefndar frá
árinu 1984, það starf væri í fullum
gangi. Að framgangi þessa máls
væri unnið með ákveðnum og ör-
uggum hætti. Svavar Gestsson bað
kirkjumálaráðherra um að gera
Ijármálaráðuneytinu viðvart um
þetta starf. „Aður en fleiri ménn
verða sendir til að leggja halda á
eignir kirkjunnar hjá sýslumanns-
embættum í landinu."