Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 29 Laufey Ingimimdar- dóttír - Minning Fædd 17. febrúar 1943 Dáin 31. desember 1992 Hinn 31. desember sl. lést mág- kona mín Laufey Ingimundardóttir eftir erfið veikindi. Hún hefði orðið 50 ára í dag, 17. febrúar, ef hún hefði lifað. Mig langar til að minnast hennar en Laufey og Jón Ingi bróðir minn bjuggu sín fyrstu ár á Akranesi, síðan í mörg ár á Skagaströnd, þar til fyrir tveimur árum að þau flutt- ust austur á Reyðarfjörð vegna at- vinnu hans og kunnu mjög vel við sig þar. Við hjónin heimsóttum þau austur sumarið ’Pl og fórum við saman í tjaldvagnaferðalag til Borgarfjarðar eystri, og var það skemmtileg ferð. Þau ferðuðust mikið, bæði innan- lands og utan, og núna sfðastliðið sumar fór öll fjölskyldan til Spán- ar. Þá var Laufey orðin helsjúk. En harkan og vonin um að ná bata er ólýsanleg. Þegar heim var kom- ið, fór hún inn á St. Jósefsspítala þar sem hún var oft búin að dvelj- ast og kynntist hún þar konum, sem reyndust henni mjög vel og fýlgd- ust með líðan hennar, hvort sem hún var heima eða á spítalanum. Vil ég þakka þessum góðu konum og öllu starfsfólki á lyflæknisdeild St. Jósefsspítala, hvað þau reyndust henni vel. I haust fór ég með henni austur. Þá var hún að mestu orðin rúm- föst, en heima þráði hún að vera hjá fjölskyldunni, sem hún unni svo Fæddur 19. júlí 1912 Dáinn 8. febrúar 1993 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstir , deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Núna þegar elsku afi er farinn, viljum við systkinin minnast hans með nokkrum orðum. Það er svo furðu stutt síðan þau bæði, amma og afi, tóku á móti gestum í áttræð- isafmæli afa 19. júlí sl. Nokkru síð- ar, þann 30. ágúst, lést amma. Örlögin höguðu því þannig að þau hittust fljótt aftur._ Afi, Steinþór Asgeirsson, var fæddur 19. júlí 1912 að Hofi á Höfðaströnd, Skagafírði. Foreldrar hans voru Hólmfríður Þorgilsdóttir Þórðarsonar frá Kambi í Deildardal og Ásgeir M. I. Jónsson Ásgeirssonar Einarsson- ar að Þingeyrum A-Húnavatns- sýslu. Steinþór átti einn albróður, Bald- ur, mótasmið í Reykjavík. Hálfsystkini samfeðra eru: Jón, jámsmiður, látinn; Fanný, búsett í Reykjavík; Björn M. Olsen, flug- virki, látinn; og Ingunn, húsfrú, látin. Hálfsystkini sammæðra eru: Hjörtur Jónsson, fyrrv. hreppstjóri á Eyrarbakka; Runólfur Jónsson, bóndi á Brúarlandi í Skagafirði; Fáll Jónsson, fyrrv. hótelstjóri á Siglufírði; og Ingólfur Jónsson, bóndi á Nýlendi, Skagafírði, látinn. Steinþór ólst upp á Kambi í Deild- ardal í Skagafírði. Hann stundaði nám við Búnaðarskólann að Hólum í Hjaltadal 1928-30 og við íþrótta- skólann í Haukadal 1930-31. Að lokinni skólagöngu fór Steinþór í vinnumennsku til föðurbróður síns, Ásgeirs Jónssonar, og konu hans, Ingibjargar Björnsdóttur, í Gottorp. Þar kynntist hann konuefni sínu, Þorgerði Þórarinsdóttur, frá Skúfi í Norðurárdal, Austur-Húnavatns- sýslu, sem ólst upp hjá þeim hjónum í Gottorp. mjög. Hlutverki sínu sem eigin- kona, móðir, amma og systir skilaði hún vel. Elsku Jón Ingi, Gunnar,.Ingvar, Villi og fjölskylda og Mummi, þetta hefur verið erfíður tími hjá ykkur, en minningin um góða konu lifir. Útför Laufeyjar fór fram 7. jan- úar frá Akraneskirkju. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sðlin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elínborg Ingvarsdóttir. Mann einn dreymdi um nótt. Hann dreymdi hann væri á gangi eftir ströndinni með Drottni. Yfir himininn leiftruðu sýnir úr lífi hans. Fyrir hveija sýn sá hann tvenn fótspor i sandinum, önnur tilheyrðu honum og hin tilheyrðu Drottni. Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftraði fyr- ir augum hans, leit hann við eftir fótsporun- um ( sandinum. Hann veitti því athygli, að oft á lífsleið hans voru aðeins ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli, að þetta átti sér stað á verstu og döprustu augnablikum lífs hans. Þetta olli honum hugarangri og hann innti því Drottin: „Drottinn, þú sagðir, að er ég ákvæði að fylgja þér, mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir, að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins ein fótspor. Ég skil ekki hví þú yfirgafst mig, er ég þurfti mest á þér að halda.“ Drottinn svaraði: „Ástkæra, ástkæra barnið mitt, ég ann þér og mundi aldrei Steinþór starfaði sem lögreglu- maður frá 1936-1946, fyrst á Siglufírði og síðar í Reykjavík. Síð- an starfaði hann við sauðfjárveiki- vamir og fyrir Landnám ríkisins til 1960, en þá gerðist hann verktaki í Reykjavík og nágrannabyggðum og starfað sem slíkur allt til 1985, þegar dóttursonur hans og nafni tók við rekstrinum. Jafnhliða öðrum störfum, dvöldu þau hjónin í Gottorp og þar áttu þau sínar bestu stundir innan um hrossin, sem þau höfðu mikið dá- læti á. Stunduðu þau um árabil töluvert umsvifamikla hrossarækt. Kom þetta dálæti hans vel fram á síðari árum, þégar hann var ekki lengur í stakk búinn til að þeysa um grundir á vökrum fáki, að hug- ur hans var þó oft á þeysispretti um grænar lendur í Gottorp. Þar sem afí var bæði hesta- og vísnamaður þykir okkur viðeigandi að láta hér fylgja hestavísur eftir góðvin hans. Mökkur gýs úr götunum, grjótið frýsar eldingum. reiðargnýs með gagnyrðum grundin lýsir tilþrifum. Engar leiðir ellin fann enn að veiða léttfetann. Vorið heiða vermir ’ann vængi breiðir yfir hann. (Hestavísur, e. Valdimar Benónýsson.) Steinþóri og Þorgerði varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Kolbrún, sjúkraliði í Reykjavík, sem á fimm börn, Auður, húsfreyja í Garðabæ, sem einnig á fimm börn, Ásdís Inga, framkvæmdastjóri í Bandaríkjun- um, sem á eitt barn, og Ásgeir Þór, er lést í bernsku. Hjá þeim hjónum ólst einnig upp dótturdóttir þeirra, Þorgerður Kristjánsdóttir í Reykjavík og á hún tvö böm. Við systkinin kynntumst afa vel bæði í leik og starfi. Afi var mikill atorkumaður í öllu er hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var verktakavinna í Reykjavík eða jarðabætur norður í landi. Hann hafði þau áhrif á fólk, að það hreifst með dugnaði hans og vinnugleði. yfirgefa þig. Á tímum prófrauna þinna og þjáninga, þegar þú sérð aðeins ein fótspor, þá var það sem ég bar þig. (Úr „Fótsporum".) Mig langar að minnast vinkonu minnar, Laufeyjar Soffíu Ingimund- ardóttur, sem lést í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfírði aðfaranótt gaml- ársdags eftir erfíð veikindi. Laufey fæddist í Hraungerði á Akranesi hinn 17. febrúar 1943. Hún var dóttir hjónanna Vilhelmínu Gunnarsdóttur og Ingimundar Leifssonar og ólst upp á Sóleyjar- götu 12 þar í bæ. Laufey átti einn bróður, Ingimund, sem var hennar besti vinur alla tíð. Laufey fór til náms í Húsmæðra- skólann í Reykjavík. Þar naut hún sín vel, enda var hún mikil hann- yrðakona. Þar kynntist hún mörg- um stúlkum sem urðu góðar vinkon- ur hennar eftir það. Hinn 2. janúar 1963 varð Laufey fyrir þeirri miklu sorg, þegar hún var heima í jól- afríi að móðir hennar varð bráðkvödd. Þá var Laufey aðeins 19 ára og bróðir hennar 14 ára. Hún syrgði móður sína mikið, enda voru þær miklar vinkonur. Föður sinn missti Laufey 16. janúar 1983. Þegar Laufey kom heim af hús- mæðraskólanum fór hún að vinna hjá Pósti og síma á Akranesi. Tímamót urðu í lífí Laufeyjar árið 1964 þegar hún gekk að eiga ungan Skagstrending, Jón Inga Ingvarsson, sem var þá að læra rafvirkjun á Akranesi. Ári seinna fluttust þau til Skagastrandar og stofnuðu heimili í risíbúð fyrir ofan tengdaforeldra hennar, þau Elín- borgu Ámadóttur, sem nú er látin, og Ingvar Jónsson. Mikil og góð vinátta var á milli Laufeyjar og tengdaforeldra hennar. Seinna byggðu þau Jón Ingi og Laufey sér hús á Hólabraut 11. Þar áttu þau Þannig var alltaf heitt í kolunum í kringum hann. Þrátt fyrir hijúft yfírborð var afi afar bamgóður maður og jafnlyndur. Hann var höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar. Heimili þeirra afa og ömmu stóð jafnan öilum opið, enda var þar afar gestkvæmt. Minningin um stórbrotinn mann lifir í hjörtum okkar allra. Guð blessi minningu afa okkar. Imba, Gauti, Steinþór, Einar og Ásgeir. fallegt og notalegt heimili. Þeim varð þriggja sona auðið. Þeir em: Vilhelm, fæddur 1964, sambýlis- kona hans er Soffía Pétursdóttir og eiga þau einn son, Leif Inga; Ingvar, fæddur 1967, hann á einn son, Gylfa; og yngsti sonurinn er Gunnar Borg sem er aðeins 14 ára og var sannur sólargeisli móður sinnar. Á Skagaströnd vann Laufey m.a. á leikskólanum þar í nokkur ár. Þar undi hún sér vel innan um bömin, enda bamgóð kona. Um sumarið 1991 fluttist fjöl- skyldan til Reyðarfjarðar þar sem Jón Ingi tók við stöðu verksmiðju- stjóra SR. Þar var vel tekið á móti þeim og þau komu sér vel fyrir í fallegu húsi sem Qölskyldan hafði til umráða. Laufey var farin að vinna í bakaríinu og allir vom ánægðir. En tveimur mánuðum seinna dró ský fyrir sólu, en þá uppgötvaðist að Laufey var haldin illkynja sjúkdómi. Nú gekk í hönd erfiður tími í lífí íjölskyldunnar. Laufey þurfti að gangast undir erf- Látinn er á Landspítalanum Steinþór Ásgeirsson framkvæmda- stjóri, áttræður að aldri. Fyrstu kynni mín af Steinþóri munu hafa verið vorið 1935 er hann reiddi mig fyrir framan sig á hesti heim að Gottorp við Hópið. Þar bjó þá föðurbróðir okkar, Ásgeir Jóns- son, og kona hans, Ingibjörg Bjömsdóttir. Þar kynntist Steinþór konunni sinni, Þorgerði Þórarins- dóttur, er var fósturdóttir þeirra hjóna. Næst lágu leiðir okkar Steinþórs saman 7 ámm síðar, er ég kem sem sendill frá verslun Halldórs Jóns- sonar í Vík í Mýrdal með vömr á hestakerm yfír Reynisfjall í sumar- bústað í Reynishverfinu. Vel laun- aði hann mér ferðina þá, er hann rétti mér túskilding sem var mikið fé árið 1942. Þannig vom þau hjón bæði rausnarleg og höfðingjar heim að sækja. Ættrækni var stór þáttur í skap- gerð hans og lagði hann mikla rækt við að byggja Gottorp vel og var umhugað um, að jörðin héldist í ættinni. Gottorp var það eina, sem eftir stóð í ættinni af hinni miklu auðlegð Ásgeirs Einarssonar, al- þingismanns og bústólpa á Þingeyr- um við Hópið. Steinþór var laukur ættar sinnar. Hann bar virðingu fyrir sögu Þing- eyrarfeðganna, Ásgeirs og Jóns, og sýndi þeim ræktarsemi. Hesta- mennskan var þar stór þáttur og tók Steinþór í arf frá afa sínum, iðan uppskurð og í framhaldi af því að margleggjast inn á sjúkrahús í lengri eða skemmri tíma. Laufey kvartaði ekki, það var ekki hennar stfll að kvarta eða vera með sjálfs- vorkunn. Þrátt fyrir að Laufey beitti öllum styrk sínum og bjartsýni, sem hún átti svo mikið af, þá fór svo að sláttumaðurinn slyngi fór með sigur af hólmi. Það var sumarið 1966 sem ég undirrituð kom fyrst til Skaga- strandar með Birgi og hann kynnti mig fyrir frænda sínum, Jóni Inga, og konu hans Laufeyju, sem bjuggu þá í lítilli íbúð ásamt elsta syni sín- um, sem þá var eins árs. Það var vel tekið á móti mér af þessari litlu Qölskyldu og núna 27 árum seinna höfum við átt margar góðar og. skemmtilegar stundir saman 'f gegnum árin, bæði ferðast saman innanlands og erlendis, meðal ann- ars fórum við í ferðir til Parísar og Austurríkis, sem voru okkur öllum ógleymanlegar. Síðasta ferðalagið okkar saman var fyrir tæpum tveimur árum, en þá ferðuðumst við um Snæfellsnes- ið með tjaldvagn sem þau höfðu nýlega fest kaup á. Þetta var yndis- leg ferð, glaðasólskin allan tímann og Snæfellsjökull skartaði sínu feg- ursta. Við sem eftir stöndum kveðjum þessa mætu konu með söknuði og> þökkum henni samfylgdina og ósk- um henni góðrar heimkomu. Við Birgir sendum Jóni Inga og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þess að framtíð þeirra megi vera björt, með minninguna um góða eiginkonu, móður og ömmu að leiðarljósi. Laufey Ingimundardóttir var jarðsungin frá Akraneskirkju 7. janúar sl. Blessuð sé minning henn- ar- Guðrún Garðarsdóttir. Jóni frá Þingeyrum, mikinn áhuga á hestum. Ekki þekkir undirritaðuT'" þá sögu hans, en hins vegar sá ég bros á vörum Steinþórs, er minnst var á hesta á síðustu dögum bana- legu hans. Steinþór hafði mikinn áhuga á bridge-íþróttinni og vann hann þar marga sigra. Þannig var einnig með konu hans, Þorgerði, og spiluðu þau hjón stundum saman í keppnum með góðum árangri. Eru ekki nema tvö eða þijú ár síðan þau unnu síð- ast keppnir Steinþór var dugnaðarforkur að hveiju sem hann gekk. Starfaði hann lengi hjá Landnámi ríkisins, en gerðist síðar verktaki á höfuð- borgarsvæðinu við lagnir gang- stétta o.fl. Kona Steinþórs, Þorgerður, dó 30. ágúst sl. og var Steinþór þá orðinn mikið veikur af þeim sjúk- dómi, sem dró hánn til dauða. Þau hjón áttu þijár dætur og einn son. Kolbrún er elst og var hún gift Hjalta Karlssyni og eiga þau fímm böm. Auður, gift Emil Als lækni . og eiga þau tvo syni. Auður var áður gift Kristjáni Þórarinssyni og eignuðust þau þijár dætur. Yngsta dóttirin, Ásdís Inga, var gift Karl Fortgang og eignuðust þau eina dóttur. Sonur þeirra Steinþórs og Þorgerðar, Ásgeir Þór, dó 1946 aðeins fimm ára gamall. Afkomendum og ættingjusxy. Steinþórs og Þorgerðar votta ég samúð mína. Torfl Ásgeirsson. Minning Stefán Sigurðsson hdl. Fæddur 5. október 1920 Dáinn 8. febrúar 1993 Stefán Sigurðsson fæddist á ísafírði. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Stefaníu Arnórsdóttur. Sigurður var sonur Sigurðar Stefánssonar prests og alþm. í Vigur og konu hans Þórunn- ar Bjarnadóttur, en Stefanía var dóttir Arnórs prests Árnasonar frá Höfnum á Skaga og fyrri konu hans Stefaníu Sigríðar Stefánsdótt- ur. í báðum þessum ættum er margt atgervisfólk. Barn að aldri fluttist Stefán til Sauðárkróks er faðir hans varð sýslumaður Skagfirðinga og þar ólst hann upp ásamt systkinum sín- um, en börn þeirra sýslumanns- hjóna urðu níu talsins. Stefán tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942 _og varð cand. jur. frá Há- skóla íslands 1951. Hann var nokk- ur ár fulltrúi sýslumanns Skagfírð- inga, en fluttist til Akraness 1961 og rak þar lögfræðistofu til dánar- dags. Hann giftist Erlu Gísladóttur frá Akranesi árið 1952. Eg kynntist Stefáni fyrst er við vomm sambekkingar í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1938. Við Stefán vorum síðan félag- ar og vinir, en fundum okkar fækk- aði þegar hann fluttist brott frá Reykjavík. Flestar minningar mínar um Stefán tengjast því þeim tíma er við báðir vomm ungir að árum og næsta áhyggjulausir. Stefán var fríður sýnum, glæsi- legur á velli, allra manna háttprúð- astur og gerði sér í þeim efnum engan mannamun. Hann var vin- sæll og lagði gjaman gott til málíf, ' glaður og reifur á góðum stundum. Eg hef fyrir satt að í störfum sínum sem lögmaður hafí hann verið trúr og samviskusamur og reynst öllum þeim hollráður er til hans leituðu. Við hjónin sendum Erlu eigin- konu Stefáns og systkinum hans innilegar samúðarkveðjur. Hann var jarðsunginn frá Akra- neskirkju 15. febrúar sl. Bragi Þorsteinsson. Minning Steinþór Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.