Morgunblaðið - 17.02.1993, Side 34

Morgunblaðið - 17.02.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 félk f fréttum LANDKYNNING Saumaklúbbur heldur veislu Mikið fjör var um síðustu helgi hjá konum frá Suður-Amer- íku og fjölskyldum þeirra þegar um hundrað manns hittust til að eiga saman skemmtilegt síðdegi. Tildrög þessarar uppákomu voru að níu ungar konur frá Suður- Ameríku eru saman í saumaklúbb, sem heitir Nosotras eða Við stelp- umar. Sjö þeirra eru giftar íslend- ingum eða eru í sambúð, ein er skiptinemi og ein starfar á Kefla- víkurflugvelli. Þær hittast einu sinni í mánuði og má nærri geta að glatt sé á þjalla og mikið sé spjallað þegar þær hittast og geta talað saman á spænsku. „Saumaklúbburinn var stofnaður fýrir um það bil ári, en svo datt okkur í hug nú nýlega að halda veislu og um leið að kynna landið okkar,“ sögðu þær Rocio Calvi og Mercedes Berger. „Við vorum með ýmsa handunna muni til sýnis. Auk þess útbjugg- um við margs konar þjóðarrétti meðal annars frá Mexíkó, Kólumb- íu, Venesúela og fleiri löndum." Sumar kvennanna eru útivinn- andi, aðrar eru í háskólanum og einhveijar eru heimavinnandi. Mercedes er ein þeirra sem er heimavið, en hún á tvo drengi, Matthías 3ja ára og Kristófer rúm- lega hálfs árs. Hún segist ætla að fara í nám þegar bömin séu orðin svolítið stærri. Rocio er að læra íslensku og spænsku í Háskólanum. „Ég stefni að BA-prófi í spænsku og vonast einhvem tímann til að geta orðið svo góð í íslensku að ég geti unn- ið við þýðingar," segir hún. ÍSLENSKA ÓPERAN imr iim Sardasfursfynjan Óperetta eftir Leo Stein og Bela Jenbach með tónlist eftir EMMERICH KÁLMÁN flutt með leyfi Josef Weinberger Ltd. í íslenskri þýðingu Flosa Ólafssonar og Þorsteins Gylfasonar Hljómsveitarstjóri: Páll Pampichler Pálsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Dansar: Auður Bjarnadóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Lýsing: Jóhann B. Pálmason Stjórnandi kórs/æfingastjóri: Peter Locke Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir Píanóleikari á æfingum: Iwona Jagla Kór íslensku óperunnar Hljómsveit fslensku óperunnar Konsertmeistari: Zbigniew Dubik Söngvarar: • Signý Sæmundsdóttir • Þorgeir J. Andrósson • Bergþór Pálsson • Jóhanna Linnet • Sigurður Björnsson • Bessi Bjarnason • Sieglinde Kahmann • Kristinn P. Hallsson FRUMSÝNING föstudaginn 19. febrúar HÁTÍÐARSÝNING laugardaginn 20. febrúar. 3. sýning föstudaginn 26. febrúar. Miðasaian er opln frá kl. 15-19 daglega. Sýningardaga til kl. 20. Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta Saumaklúbburínn Nosotras. F.v. Rocio Calvi, María Eugenia H. Birg- isson, Carolina Lago skiptinemi, Janet Ruiz, Rosenda Gerrero, Hilda Torres, Patricia Segura, Adríana Fernándéz og Mercedes Berger. Morgunblaðið/Silli Ingimundur Jónsson í hlutverki sínu í leikritinu Ronju ræninga- dóttur sem Leikfélag Húsavíkur sýnir um þessar mundir. HÚSAVÍK 40 ára leik- afmæli Fjörtíu ára leiklistarafmæli á um þessar mundir áhugamanna- leikarinn Ingimundur Jónsson, yfír- kennari á Húsavík. Fyrsta hlutverk hans á leiksviði var hjá Leikfélagi Húsavíkur og lék hann þá Gvend smala í Skugga-Sveini í leikstjóm Júlíusar Havsteen, sýslumanns, en það var á þorra 1953. „Það var sérstakt ævintýri að byija á því að leika undir stjóm sýslumannsins. Hann hafði svo næmt auga fyrir kómík og var svo mannlegur og hlýr," sagði Ingi- mundur í samtali við Morgunblaðið. Auk þess að leika hefur Ingi- mundur stjórnað leiksýningum, ver- ið undirleikari og stjórnað dansi, svo sjá má að fjölhæfni hans er mikil. BRETLAND Sorgir og gleði Söru Sara Ferguson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir frem- ur en annað fólk sem stendur í skilnaði. Skilnaði hennar og Andr- ésar fýlgir þó meira opinbert um- stang en margra annarra. Þannig var vaxmynd af Söra, sem stóð í safni Madame Tussaud í London, brædd og gerð ný afsteypa — að sjálfsögðu ekki af Söru — heldur af Neil Gwyn, sem var ástkona Karls II Bretakonungs. Sú var víst ekki minna rauðhærð en Fergie. Þá fréttist af Texas-milljóna- mæringnum Steve Wyatt í London (þeim sem var þekktastur fyrir að sjúga tær Söru), en hann var ekki að gá að ástkonu sinni, að því er blöðin komust næst, heldur sást hann í fyig annarrar glæsilegrar konu á breiðgötum Lundúnaborg- ar. Sara getur þó glaðst yfír því um þessar mundir að bókaútgef- endur á Spáni ætla að gefa út bamabókina hennar um þyrluna Budgie. Ekki nóg með það, heldur hefur fyrirtækið sem stendur að baki Nintendo-leikjatölvunum sýnt bókinni mikinn áhuga. Á vegum fyrirtækisins stendur til að fram- leiða Budgie-leikföng, Budgie-boli og sokka. Steve Wyatt sást fyrir nokkru í London. Hann var þó ekki i fylgd Söru Ferguson heldur þessarar ónafngreindu konu. Sara Ferguson getur glaðst yfir áhuganum sem fyrirtæki sína bókinni hennar um þyrluna Budgie. COSPER (ÖPIB Alls kyns suður-amerískir réttir voru á boðstólnunum. CLIPTEC rofamir og tenglamir frá BERKER gegna ekki aðeins nytjahlutverki, þeir em líka sönn íbúöarprýði! CLIPTEC fæst í ótal litasamsetningum og hægt er að breyta litaröndum eftir því sem innbú, litir og óskir breytast. CLIPTEC er vönduð þýsk gæðavara á verði, sem kemur á óvart! Vatnagörðum 10 S 685854 /685855 3M Tölvubönd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.