Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Dagsbrún og Verslunarmannafélag Reykjavíkur
Atvinnulausum hefur
enn fjölgað í febrúar
ATVINNULAUSUM hefur haldið áfram að fjölga í Reykjavík það
sem af er febrúarmánuði ef marka má upplýsingar frá tveimur
stærstu verkalýðsfélögunum í Reykjavík, verkamannafélaginu Dags-
brún og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Hjá Dagsbrún fengu
477 manns greiddar atvinnuleysisbætur 17. febrúar þegar síðast var
borgað út, en það jafngildir því að um 15% félagsbundinna Dagsbrún-
armanna á vinnumarkaði séu atvinnulaus. Um 700 manns eru skráð-
ir atvinnulausir hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur.
Hjá Dagsbrún fengust þær upp-
lýsingar að atvinnulausum hefði
stöðugt fjölgað í félaginu frá ára-
mótum. Þannig hefði atvinnulaus-
um Qölgað um rúmlega 50 milli
tveggja síðustu útborgana. 425
hefðu fengið greiddar atvinnuleys-
isbætur í byrjun febrúar, en bætur
eru greiddar út hálfsmánaðarlega.
Að sögn Kristjönu Valgeirsdóttur á
skrifstofu Dagsbrúnar eru atvinnu-
lausir Dagsbrúnarmenn á sjötta
hundrað því alltaf sé nokkuð um
það að menn séu atvinnulausir sem
ekki eigi rétt á bótum. Það virðist
ekkert framundan sem geti bætt
úr ástandinu. „Það getur komið
fyrir alla að verða atvinnulausir
stuttan tíma, en það er hræðilegt
þegar fólki er ekki gert kleift að
sjá fyrir sér og sínum,“ sagði hún.
Atvinnulausum fjölgar mest í
byrjun mánaðar
Um 670 fengu greiddar atvinnu-
leysisbætur hjá Verslunarmannafé-
lagi Reykjavíkur þegar bætur voru
síðast greiddar út og hefur stöðugt
fjölgað í mánuðinum, en 637 fengu
greiddar bætur 5. febrúar. Ef þeir
eru teknir með sem ekki hafa bóta-
rétt má gera ráð fyrir að rúmlega
700 félagsmenn VR séu atvinnu-
lausir. Þá var á það bent að atvinnu-
lausum fjölgaði mest í byijun mán-
aðar því uppsagnir miðuðust við
mánaðamót.
Hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur
voru 2.632 skráðir atvinnulausir í
gær, 1.532 karlmenn og 1.100 kon-
ur. Á sama tíma 24. febrúar árið
1992 voru 1.283 skráðir atvinnu-
lausir hjá Ráðningarstofunni, 834
karlmenn og 449 konur, og 25.
febrúar 1991 voru 675 skráðir at-
vinnulausir, 437 karlar og 238 kon-
ur.
VÉðUrHÖRFÍÍR 1DAG, 25. FEBRUAR
YFIRLIT: Á Grænlandssundi er minnkandi 988 mb lægð sem þokast
austnorðaustur en vaxandi 1.000 mb lægð um 800 km suðvestur í hafi
fer norðaustur og verður milli íslands og Noregs á morgun.
SPÁ: Allhvöss eða hvöss norðanátt og 3-10 stiga frost um landið. Élja-
gangur norðanlands en skafrenningur víða um land. Fer að lægja er líður
á daginn, fyrst vestantil.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Minnkandi norðvestanátt um austanvert land-
ið en hæg breytileg átt vestantil. Él norðaustanlands en bjartviðri í öðr-
um landshlutum. Frost 6-10 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg vestlæg átt, léttskýjað og minnkandi
frost austantil. Um vestanvert landið þykknar upp og fer að snjóa og
síðar rigna með vaxandi sunnanátt.
HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnanátt og hlýindi. Súld eða rigning á Suð-
ur- og Vesturiandi en léttskýjað norðaustantil.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig..
10° Hitastig
v súld ]
= Þoka ^
O A
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
///*/**** . I *
// */ ** \7VV
Rigning Slyddæ Snjókoma Skúrir 'Slydduél Él
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgaer)
Góð vetrarfærð er yfirleitt á þjóðvegum landsins. Hellisheiði, Þrengsli
og Mosfellsheiði eru færar. Þá er fært með suðurströndinni austur á
Austfirði og vegir yfirleitt vel færir. Fært er um Hvalfjörð og Borgar-
fjörð, um Heiðdal um norðanvert Snæfellsnes og Dali og Reykhóla-
sveit. Fróðárheiði, Kerlingarskarð og Brattabrekka eru ófær. Þá er fært
um Holtavörðuheiði til Hólmavi"kur, til ísafjarðar en Breiðadalsheiði og
Botnsheiði eru ófærar. Fært er um Norðuriand til Siglufjarðar og Akur-
eyrar og fært austur til Vopnafjarðar. Fært um Mývatns- og Möðrudals-
örævi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og
ágrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavlk hiti +2 veður skýjað úrkoma
Bergen 2 alskýjað
Helsinki +2 frostúði
Kaupmarmahöfn 0 léttskýjað
Narssarssuaq +24 heiðskfrt
Nuuk +18 snjókoma
Óslú +3 skýjað
Stokkhólmur +2 snjókoma
Þórshöfn 4 alskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Amsterdam 0 þokumóða
Barcelona 8 iéttskýjað
Bertín 0 snjókoma
Chlcago +20 heiðskírt
Feneyjar 6 heiðskírt
Frankfurt 0 heiðskfrt
Glasgow 8 súld
Hamborg 0 hálfskýjað
London 7 skýjað
LosAngeles 12 léttskýjað
Lúxemborg +1 léttskýjað
Madríd 8 heiðskirt
Malaga 13 alskýjað
Mallorca 7 suld
Montreal +16 snjókoma
NewYork +6 léttskýjað
Orlando 8 léttskýjað
París 3 hálfskýjað
Madeira 16 skýjað
Róm 7 heiðskírt
Vín +4 snjókoma
Washington +4 léttskýjað
Winnipeg +23 heiðskírt
Ekkí of sjaldan les-
ið inn á símsvara
SÚ gagnrýni skíðafólks að ekki sé nægilega oft lesið inn á símsvara
fyrir skíðalönd í nágrenni höfuðborgarinnar er alls óréttmæt að dómi
Þorsteins Hjaltasonar fólkvangsvarðar í Bláfjöllum. Um leið og ein-
hverjar þær breytingar verða á veðri að aðstæður til skíðaiðkunar
breytist eru nýjar upplýsingar settar inn á símsvarann að hans sögn.
Þó sagði Þorsteinn að smávægi-
legar veðurfarsbreytingar væru ekki
lesnar inn á símsvarann. „Til dæmis
ef gengur á með éljum. Við getum
ómögulega farið að segja frá því í
hvert skipti sem styttir upp, þá yrð-
um við fljótt bijálaðir," sagði hann
og bætti við að yfirleitt væri lesið
a.m.k. þrisvar sinnum inn á símsvar-
ann á hveijum morgni vegna breyt-
inga eða nýrra upplýsinga frá ólíkum
skíðasvæðum. „Svo lesum við stund-
um oftar inn á hann. í morgun, frá
kl. hálf átta til ellefu, erum við t.d.
búnir að iesa 6 sinnum inn á hann,“
sagði Þorsteinn.
Dæmdur sekur
um fjárdrátt, fjár-
svik o g skjalafals
LYFJAFRÆÐINGUR hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmur
í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir brot á
lögum um lyfjadreifingu, fjárdrátt, fjársvik og skjalafals, framin á
árunum 1986-1990, en hann var þá yfirlyfjafræðingur á Landakots-
spítala og í hlutastarfi á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þá gerði dómur-
inn manninum að greiða 3,3 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Hann
var jafnframt sviptur starfsleyfi lyfjafræðings í 2 ár.
Fram kom í málinu að maðurinn
afhenti öðrum en legusjúklingum í
Landakoti lyf úr lyfjabúri spítalans,
einkum göngudeildarsjúklingum og
starfsfólki spítalans sem fengu lyf-
seðla hjá læknum þar. Greiddi þetta
fólk sinn hluta af verði lyfsins og
afhenti lyfseðil. Yfirlyfjafræðingur-
inn lagði lyfseðlana inn í Vesturbæj-
arapótek og Ingólfsapótek og fékk
þar sömu lyf afhent og iagði inn í
lyfjabúr spítalanna. Apótekin inn-
heimtu að sínu leyti hlut Tryggingar-
stofnunar í lyfjunum, en maðurinn
samdi við forstöðumenn apótekanna
að hann fengi afslátt. Hann tók
undir sig greiðsluhluta sjúklinganna
og var sú fjárhæð dregin frá reiknuð-
um afslætti og mismunurinn greidd-
ur honum. Þá lét hann greiða sér út
i Vesturbæjarapóteki heildsöluverð
ly§a í stað þess að taka út lyf og
leggja aftur inn í lyfjabúr spítalans.
Dómurinn áleit að hann hefði inn-
heimt og slegið eign sinni á megnið
af sjúklingahlutanum.
Þá var hann sakfelldur fyrir að
hafa látið Landakotsspítala greiða
tvisvar fyrir 145 flöskur af lyfinu
Lipofundin og fyrir að hafa slegið
eign sinni á 162 flöskur af sama lyfi
í eigu spítalans og ráðstafað megn-
inu. Hann var einnig sakfelldur fyr-
ir að hafa slegið eign sinni á 50
kassa af Cidex-þykkni sem spítalinn
átti. Þá var honum talið óheimilt að
slá eign sinni á afsláttargreiðslur
sem fyrirtækið Medico hf. veitti
Landakotsspítala vegna lyfjakaupa.
Sýknaður af sumum ákæruliðum
Yfirlyfjafræðingurinn var að auki
sakfelldur fyrir að hafa útfyllt lyf-
seðil og framvísað honum í Vestur-
bæjarapóteki, en hann var sýknaður
af ákæru um fölsun annars lyfseð-
ils.' Hann var einnig sýknaður af
öðrum ákæruliðum, sem vörðuðu
meint svik hans er hann seldi Landa-
kotsspítala vörur, sem aldrei hefðu
borist sjúkrahúsinu, þar sem það var
ekki talið sannað.
Landakotsspítali gerði bótakröfu
í málinu og fór fram á samtals um
8,4 milljónir króna vegna afsláttar
af lyfjaverði vegna lyfseðla sem inn-
leystir voru í apótekunum og vegna
peningagreiðslna vegna lyfseðla,
sem og vegna ætlaðs fjárdráttar og
fjársvika. Dómurinn taldi kröfuna
vanreifaða og ekki nægilega sund-
urliðaða, auk þess sem á það væri
að líta að afsláttur sá sem maðurinn
áskildi sér, byggðist á viðskiptum
sem voru í sjálfu sér andstæð lögum
um lyfjadreifingu og hefðu verið
spítalanum jafn óheimil og þau voru
ákærða.
Hagnaðist verulega á brotinu
Við ákvörðun refsingar leit dóm-
urinn til þess, að maðurinn hafði
ekki gerst áður sekur um refsilaga-
brot. Hins vegar bæri að líta til þess
að brot hans væri stórfellt og að
hann hagnaðist verulega á því.
Auðgunarbrot hans næmu rúmlega
4,6 milljónum króna og annar ólög-
mætur ávinningur hans rúmlega 3,2
milljónum. Á hinn bóginn yrði að
taka tillit til þess að töluverður drátt-
ur hefði orðið á rekstri málsins.
Refsingin væri því hæfilega ákveðin
15 mánaða fangelsi, en vegna drátt-
ar málsins eru 12 mánuðir skilorðs-
bundnir til tveggja ára. Þá gerði
dómurinn manninum að greiða 3,3
milljónir í sekt til ríkissjóðs og kem-
ur 6 mánaða fangelsi í stað sektar-
innar, verði hún ekki greidd innan
4 mánaða. Þá var hann dæmdur til
að greiða 400 þúsund króna þóknun
til sækjandans, Jónatans Sveinsson-
ar hrl., og 300 þúsund krónur í
málsvarnarlaun til veijanda síns,
Gests Jónssonar, hrl. Vegna dráttar
málsins er ríkissjóði gert að greiða
vetjandanum 300 þúsund krónur í
málsvarnarlaun, en annan sakar-
kostnað greiðir hinn dæmdi.
Dóminn kváðu upp Pétur Guð-
geirsson, héraðsdómari, og með-
dómsmennirnir Þomldur Arnason,
yfirlyfjafræðingur, og Þorvaldur
Þorvaldsson, löggiltur endurskoð-
andi.
i