Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
11
Franskt stórskáld í
íslenskum klæðum
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Útlegð: Saint-John Perse
íslenzk þýðing: Sigfús Daðason
Hið íslenzka bókmenntafélag
Reykjavík 1992, 157 bls.
í þessari bók eru birt fjögur
kvæði eða öllu fremur kvæðaflokk-
ar franska skáldsins Saint-John
Perse, sem réttu nafni hét Alexis
Saint-Leger-Leger. Kvæðaflokk-
arnir eru Útlegð, Rigningar, Snjó-
ar og Kvæði til útlendu konunnar.
Á vinstri biaðsíðum bókar eru
kvæðin á frummáli (frönsku), en
á hægri síðum íslensk þýðing Sigf-
úsar Daðasonar. Á eftir kvæðun-
um fer tæplega fjörutíu síðna rit-
gerð þýðandans um St.-John
Perse. Æviferill hans er rakinn
og gerð er nokkur grein fyrir
skáldskap hans. St.-Leger var
háttsettur embættismaður í
frönsku utanríkisþjónustunni, en
var vikið úr starfi þegar Vichy-
stjórnin komst til valda. Þá fluttist
hann til Bandaríkjanna og kom
ekki aftur til Frakklands fyrr en
1957, þá sjötugur að aldri. Árið
1960 voru honum veitt Nóbels-
verðlaun. Hann andaðist 20. sept-
ember 1975.
Sigfús segir í ritgerð sinni: „I
Frakklandi virðist mér, að nú sé
hiklaust litið á Saint-John Perse
sem eitt höfuðskáld þeirrar aldar
sem brátt líður að lokum, og er
stundum vitnað til hans opinber-
lega þegar mikið liggur við í þjóð-
málum. Sjálfum hefur mér samt
þótt mest til þess koma að hitta
unga menn í Frakklandi sem trúa
því að Perse sé „mesta skáldið“
og eru innlifaðir í skáldskap hans
eins og sumir Islendingar í skáld-
skap Jónasar Hallgrímssonar eða
eins og kynslóð Þórbergs Þórðar-
sonar var innlifuð í kvæði Einars
Benediktssonar.
Þau úögur kvæði sem hér birt-
ast eru ort á árunum 1941-44, á
stríðsárunum síðari, þegar St.-
Leger dvaldist í Bandaríkjunum.
Bera kvæðin sannarlega merki
þeirra aðstæðna sem þau voru ort
við.“
Eins og áður segir eru þessi
kvæði eiginlega flokkar og eru tvö
þau fyrstu (Útlegð, Rigningar)
sýnu lengst í VII og IX köflum.
Þau eru öll í óbundnu máli. Þung
verða þau held ég að teljast. Er
hvort tveggja að orðaforði er mik-
ill og stundum sjaldgæfur og eins
hitt að vísanir eru sérstaklega
margar. Menningarheimur skálds-
ins er stór, spannar mikið svið
bæði í tíma og rúmi. Af þeim sök-
um þarf mikið til þess að geta
fylgt honum eftir. Líklegt er að
margt fari fyrir ofan garð og neð-
an hjá venjulegum íslenskum le-
sanda sem er mótaður af annarri
og ólíkri menningarerfð. Þrátt fyr-
ir þetta getur varla nokkrum dul-
ist að hér er stórskáld á ferð.
Kvæðin eru einnig þung í öðrum
skilningi. Þau eru þrungin alvöru,
oft jafnvel miklum sársauka, sem
ékki er neinn yfirborðssársauki
heldur djúpur og napur. Kvæðin
smjúga inn í mann og taka sér
þar bólfestu og einhvern veginn
skilur maður og skynjar einhvern
stórleik, einhveija mikla dýpt bæði
hugsana og tilfinninga án þess að
geta útskýrt. Þýðandinn minnist á
Jónas Hallgrímsson í ritgerð sinni.
Svo undarlega vildi einmitt til að
Sigfús Daðason
þegar ég var að lesa þessi kvæði,
naut þeirra mjög, en átti erfitt
með að skilja sumt, datt mér í hug
kvæði Jónasar „Alsnjóa“, sem mér
hefur alla tíð þótt mjög vænt um.
Þar er þetta erindi:
Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
hjartavörðurinn gjeíngur rór
og stendur sig á blæu breiðri,
bír þar nú undir jörð í heiðri.
Víst hefur það vafist fyrir fleir-
um en mér að skilja hver þessi
„hjartavörður“ er og fleira í þessu
sérkennilega erindi. En ekki er ég
viss um að ég hefði meira dálæti
á kvæðinu þó að ég vissi það.
Það er afar mikill kostur á þess-
ari útgáfu að frumtextinn skuli
fylgja með og raunar má það telj-
ast nauðsynlegt í þessu tilviki.
Maður þarf að geta notið þess
hljómblæs sem ekki er unnt að
skila í þýðingu. Þýðing Sigfúsar
er að mínu viti einstaklega ná-
kvæm og vel gerð. Hún hefur svo
sannarlega ekki verið neitt
áhlaupaverk. Til að skila því verki
þarf afar góða kunnáttu í frönsku
og íslensku og skáldlega smekk-
vísi. Allt þetta hefur þýðandinn til
Saint-John Perse
að bera. En þröskuldar hafa verið
margir. Franskan er einstaklega
blæbrigðaríkt og orðauðugt
tungumál og erfitt er og stundum
líklega ógjörningur að ná samsvar-
andi blæbrigðum á íslensku. Eink-
um finnst mér að íslenskum orðum
hætti oft til að hafa þrengri og
afdráttarlausari merkingu en þau
frönsku. T.a.m. schismes = trú-
klofningar; convulsionnaires =
heilagsanda-hopparar. Þá kemur
það fyrir að sama orðið í frum-
texta er þýtt með tveimur orðum,
þegar það kemur oftar en einu
sinni fyrir, t.a.m. Prince= lofðung-
ur, höfðingi eða tvö orð líkrar
merkingar eru þýdd með einu orði
svo sem factions, dissidences =
flokkadrættir. En þetta eru smá-
munir sem mega ekki skyggja á
það sem svo ágætlega er gert.
Tungan setur mörk sem jafnvel
högustu menn komast ekki fram
hjá.
Það er góður fengur að þessum
mikilfenglega skáldskap, vönduðu
útgáfu og góðu þýðingu. Mættum
vér fá.meira að heyra!
Síðustu dagar
sýningar As-
geirs Smára
SÝNINGU á málverkum Ás-
geirs Smára Einarssonar lýkur
sunnudaginn 28. febrúar. Sýn-
ingin er í Gallerí Fold, Austur-
stræti 3.
Ásgeir Smári Einarsson fæddist
í Reykjavík 1956. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands á árunum 1974-78 og síðar
við listaskólann DFK í Stuttgart í
Þýskalandi.
Ásgeir Smári hefur undanfarið
dvalið í Danmörku og er með vinnu-
stofu þar. Hann er þekktur fyrir
verk sín þar sem hann málar hús
og fólk, eða það sem hann nefnir
borgarlandslag. Ásgeir Smári hefur
haldið 11 einkasýningar hér á landi,
í Danmörku og Þýskalandi, auk
þess sem hann hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga.
Myndirnar sem Ásgeir Smári
sýnir nú í Fold eru unnar í olíu og
með blandaðri tækni. Þær eru allar
til sölu.
Opið er í Fold daglega frá klukk-
an 11-18 og sunnudaginn 28. febr-
úar frá klukkan 13-18.
(Fréttatilkynning)
sonar.
Dansað á haustvöku
frumsýnt í kvöld
Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld
Dansað á haustvöku eftir írska leik-
skáldið Brian Friel. Sýningin er á
Stóra sviðinu og hefst kl. 20. Leik-
arar í sýningunni eru Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Erlingur
Gíslason, Kristján Franklín Magnús
og Sigurður Skúlason. Á myndinni
eru Tinna Gunnlaugsdóttir og
Ragnheiður Steindórsdóttir í hlut-
verkum sínum.
Leiklistin blómstrar á Húsavík
Húsavík.
LEIKLISTARÁHUGI hefur ávallt verið inikill
meðal Þingeyinga en sjaldan eins mikill og
nú því fjögur leikrti hafa og eru nú á fjölun-
um í Þingeyjarþingi.
Leikflokkur Kópaskers sýnir sjónleikinn Jupiter
hlær eftir Cronin í leikstjórn Einars Þorbergssonar
og auk heimahaga hefur flokkurinn sýnt á Raufar-
höfn, Þórshöfn og Skúlagarði.
Leikfélag Húsavíkur sýnir Ronju ræningjadóttur
eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Brynju Benedikts-
dóttur, og hafa þegar verið sjö sýningar og ávallt
fyrir fullu húsi. Uppselt er á næstu sýningar og
hafa Akureyringar sýnt þessari sýningu nokkurn
áhuga enda hefur verið greiðfært á milli staðanna.
Leikflokkurinn Búkolla í Aðaldal sýnir að Ýdöl-
um, Plóg og stjörnur éftir Seam 0. Casey í leik-
stjórn Sigurðar Hallmarssonar.
Umf. Efling í Reykjadal sýnir gamanleikinn
Deleríum Búbónis, eftir bræðurna Jónas og Jón
Múla Árnasyni, að Breiðumýri í leikstjórn Maríu
Sigurðardóttur.
Leikflokkarnir og leikstjórarnir eiga við mjög
misjafnan húsakost að búa, en best mun húsið og
leiksviðið að Ýdölum vera en aðstaðan á Kópa-
skeri er mjög erfið en áhugi mikill, svo erfiðleikarn-
ir við uppsetningu hefta ekki framkvæmd. Á Húsa-
vík er leikið í gamla Samkomuhúsinu, sem byggt
var 1929 og er leiksviðsaðstaða þar mjög erfið og
undravert hve vel hefur tekist með þá sýningu sem
nú er þar á.fjölunum, sem og margar aðrar sýning-
ar, sem þar hafa á fjölunum verið.
- Fréttaritari.
Samkomuhúsið í Húsavik. Morgunblaðið/Silli
DTSALA
Enn meiri verdlækkun
A,ltað . ™
»hummels
o
afsláttur
S P O R T B U Ð I N
ÁRMÚLA 40 ■ SÍMAR 813555, 813655.
M 0793