Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
13
FRAMHALDSUMRÆÐ-
UR UM EVRÓPUMÁLIN
eftir Björn Bjarnason
Töiuverða athygli vakti, þegar
meirihluti þátttakenda í viðskipta-
þingi Verslunarráðs íslands, sem
var haldið hinn 18. febrúar sl.,
komst að þeirri niðurstöðu, að rétt
væri að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu (EB) og kanna skil-
mála hennar en á hinn bóginn ætti
ísland ekki tafarlaust að gerast
aðili að bandalaginu. Við fyrstu sýn
hefur sumum þótt, að þversögnin
í þessari afstöðu væri á þann veg,
að niðurstaða könnunarinnar væri
í raun marklaus.
Viðræður um aðild Austurríkis,
Finnlands og Sviþjóðar að Evrópu-
bandalaginu eru formlega hafnar.
Á næstunni hefjast síðan aðildar-
viðræður Norðmanna við fulltrúa
EB. Okkur íslendingum er nauð-
synlegt að fylgjast náið með þess-
um viðræðum. Þarna er um fjóra
samaðila okkar að EFTA og samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið (EES) að ræða. í rúm 20
ár höfum við átt samfylgd með
þeim í skiptum við Evrópubanda-
lagið, en nú kunna leiðir að skilja.
Ástæða er til að leggja áherslu
á orðið kunna, þegar rætt er um
þátttöku þessara fjögurra EFTA-
ríkja í EB, því að það er alls ekki
tryggt að aðildaráform þeirra ræt-
ist. I fyrsta lagi er ekki ljóst, hvort
samningar takist milli ríkjanna og
EB. í öðru lagi er óvíst, hvort
stuðningur verði við samningana í
umsóknarlöndunum, þegar á reynir
í þjóðaratkvæðagreiðslu eða á
þingi.
I stuttu máli má því segja, að
umsóknarríkin fjögur séu í svipaðri
stöðu og birtist í skoðanakönnun-
inni á viðskiptaþingi Verslunar-
ráðsins. Ríkin hafa sótt um til að
kanna, hvaða kjörum þau geta
náð, en það er ekki endilega meiri-
hluti fyrir aðild, þótt samningar
kunni að takast um viðunandi kjör
að mati stjórnvalda. Svo sem kunn-
ugt er hafa íslensk stjórnvöld ekki
ákveðið að stíga frekari skref í
samskiptum við Evrópubandalagið
en felast í samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Davíð
Oddsson forsætisráðherra benti
réttilega á það um áramótin, að
þar með værum við að sleppa tæki-
færi, sem nú gæfist.
Vandrötuð leið
í desember 1991 náðu leiðtogar
EB-ríkjanna samkomulagi um
framtíðarstefnu bandalagsins á
fundi í Maastricht. Síðan hefur
verið tekist á um Maastricht-sam-
komulagið í einstökum aðildarríkj-
um. Átökin hafa verið misjafnlega
hörð. Samkomulagið var fellt í
þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku
í júní sl. Síðan hafa Danir fengið
undanþágur frá ýmsum ákvæðum
þess, skipt hefur verið um ríkis-
stjórn í Danmörku og þjóðarat-
kvæðagreiðsla um Maastricht-sam-
komulagið verður að nýju 18. maí
nk. Litlu munaði að Maastricht-
samkomulaginu yrði hafnað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í Frakklandi sl.
haust. Samkomulagið hefur ekki
enn hlotið afgreiðslu í breska þing-
inu og ríkisstjórn Johns Majors
glímir þar við harðsnúinn andstöðu-
hóp innan eigin flokks.
í aðildarríkjum EB hafa forystu-
menn í stjórnmálum verið gagn-
rýndir fyrir að fara hraðar í átt til
evrópsks samruna en kjósendur
þeirra. Af þessum sökum skapist
gjá á milli forystumanna og þjóða.
Vegna skorts á upplýsingum vakni
ótti meðal almennings, sem komi
síðan í veg fyrir umræður á skyn-
samlegum forsendum. Þeir, sem
stjórnast af hræðslu, eru lítt til
þess fallnir að ræða mál af skyn-
semi. Hræðslan brýst stundum
fram í tilraunum til að koma í veg
fyrir umræður eða til að gera lítið
úr þeim, sem vilja stuðla að þeim.
Umræður um EB-aðild í Austur-
ríki, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
þróast á þann veg, að verulegt bil
kann að myndast á milli afstöðu
stjórnvalda annars vegar og al-
mennings hins vegar. Aðildin kem-
ur þó ekki til sögunnar nema hún
njóti almenns stuðnings í þjóðarat-
kvæðagreiðslu og aukins meiri-
hluta á þingi við breytingu á
stjórnarskrám landanna. Þetta er
forystumönnum þessara ríkja betur
ljóst en nokkrum öðrum, eigi síður
taka þeir hina pólitísku áhættu;
ávinningurinn af aðild og áhrifum
á framvindu hins evrópska sam-
runa vegur þyngra en „óþægindin"
vegna harðra lýðræðislegra átaka
á heimavelli.
Eðlileg hagsmunagæsla
í lýðræðisríki getur það aldrei
verið haldbær röksemd gegn um-
ræðum um eitthvert málefni, að
það kunni og jafnvel hljóti að valda
deilum. Sé um mál að ræða, sem
ekki verður leitt til lykta nema um
það náist víðtæk samstaða, er
nauðsynlegt að stofna til almennra
umræðna um það á efnislegum
forsendum, svo að kostir og gallar
séu leiddir í Jjós fyrir opnum tjöld-
um.
Fyrir tæpu ári lýsti ég þeirri
skoðun minni á Alþingi, að undir
forystu forsætisráðherra ætti að
efna til rannsóknar á kostum og
göllum þess fyrir ísland að standa
utan Evrópubandalagsins. Umræð-
ur síðan um þátttöku okkar í Evr-
ópska efnahagssvæðinu, framvind-
an innan EB, aðildarumsóknir
EFTA-ríkja að EB og nauðsyn
þess, að við metum stöðu íslands
í evrópsku samstarfi við breyttar
aðstæður, eru augljós rök fyrir því
að slík úttekt sé unnin. Vísi að slíkri
könnun er að finna í gögnum, sem
voru lögð frá á viðskiptaþingi
Verslunarráðsins.
Eg er ekki þeirrar skoðunar, að
„Umræðan um þessa auglýsingu
gefur varla tilefni til að endurskoða
stefnuna varðandi auglýsingar í
Ríkisútvarpsinu," sagði Heimir
Steinsson útvarpsstjóri. Hann sagði
það ljóst að efni auglýsinga yrði
að vera innan ákveðins ramma en
erfitt væri að setja skýrar reglur
um hvar ætti að draga mörkin í
einstökum tilvikum. „Meðan ég var
þjóðgarðsvörður á Þingvöllum tók
Björn Bjarnason
„Eg er ekki þeirrar
skoðunar, að umræður
um Island og EB séu
liður í einhverju sam-
særi um að flækja okk-
ur í vef bandalagsins,
eins og sumir virðast
halda.“
umræður um ísland og EB séu lið-
ur í einhverju pamsæri um að
ég eftir því hve staðurinn er mikið
notaður í alls konar auglýsingum.
Þá velti ég því stundum fyrir mér
hver gæti eiginlega hlutast til um
hvernig Þingvellir eru notaðir í aug-
lýsingaskyni. Ég tel þetta betra
dæmi en umrædda auglýsingu, það
eru deildar meiningar um friðhelgi
skáldskapar en um friðhelgi „Þing-
valla eru allir sammála,“ sagði
Heifnir.
flækja okkur í vef bandalagsins,
eins og sumir virðast halda. Á
grundvelli slíkra umræðna gætum
við náð víðtækari sátt um aðildina
að Evrópska efnahagssvæðinu,
sem kemst vonandi hið fyrsta á
laggimar. Umræðurnar yrðu einnig
til þess fallnar að skilgreina betur
stöðu okkar í samstarfi Evrópuríkj-
anna, sem byggist á fleiru en Evr-
ópubandalaginu. Loks ætti úttekt
á stöðu landsins við hinar nýju
aðstæður að auðvelda okkur að
skýra og kynna stefnu okkar út á
við.
íslendingar þurfa að kynna fleira
á alþjóðavettvangi en framleiðslu
sína, orkulindir og ferðaleiðir. Þeir
þurfa að setja utanríkisstefnu sína
fram með þeim hætti, að röksemd-
irnar að baki henni falli að þeirri
hagsmunagæslu, sem stjórnvöldum
ber að sinna. Röksemdirnar þurfa
ekki aðeins að hafa hljómgrunn
innan lands heldur verða þær einn-
ig að njóta skilnings meðal þeirra
ríkja, þar sem við eigum mestra
hagsmuna að gæta. Umræður um
afstöðu íslands gagnvart Evrópu-
bandalaginu eru óhjákvæmilegar
nema sinnuleysi eigi að stuðla að
fáfræði, sem síðan getur af sér ein-
angrun. í þessu ljósi er ástæða að
fagna því framtaki yerslunarráðs
íslands að ræða um ísland og EB
á viðskiptaþingi sínu.
Höfundur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Ekki dregin til baka
„Við höfum engar fyrirætlanir
um að draga þessa auglýsingu til
baka en birtingum er lokið í bili,“
sagði Benedikt Hreinsson markaðs-
stjóri hjá Ölgerðini Agli Skalla-
grímssyni hf. Hann sagði að auglýs-
ingin hefði birst í fjórar vikur eins
og birtingaráætlun hefði gert ráð
fyrir en vel kæmi til greina að halda
áfram með hana seinna. Benedikt
sagði fjölmargir hefðu haft sam-
band við fyrirtækið og lýst ánægju
sinni með auglýsinguna en aðeins
tveir þeirra sem hringdu verið
óánægðir. Aldrei væri hægt að gera
öllum til hæfis en auglýsingin skað-
aði engan. Hann sagði að auglýs-
ingin hefði skilað góðum árangri
og væri fyrirtækið ánægt með hana.
Útvarpsstjóri um umdeilda sjónvarpsauglýsingu
Ekki tílefni til endurskoðunar
ÚTVARPSSTJÓRI telur ekki ástæðu til að endurskoða auglýsinga-
stefnu Ríkisútvarpsins vegna gagnrýni er komið hefur fram í kjöl-
far auglýsingar sem byggir á heilræðavísum eftir Hallgrím Péturs-
son. Olgerðin Egill Skallagrímsson hyggst ekki draga auglýsinguna
til baka. Helgi Hálfdanarson gagnrýnir auglýsingastefnu Sjónvarps-
ins harðlega í pisli í Morgunblaðinu sl. Iaugardag og telur um-
rædda auglýsingu gróft dæmi um brot á friðhelgi andlegra verð-
mæta og biskupsembættið hefur gert athugasemd við auglýsinguna.
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25.
• Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjöröur: TorgiÖ hf., Aöalgötu 32.
• Akureyri: Ljósgjafínn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1
• Húsavík: öryggi sf., GarÖarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Noröurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyöarfjöröur: Rafnet, BúÖareyrí 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c co
r?
g’l
0x0«
3 <Q
1:8
D O*
í§
3S:
Q Q'
§*
3 7?
oS
=50
Q^
3
CL