Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
15
Verkfall kennara
eftir Guðrúnu
Þórsdóttur
Staða kennara
Stjóm Kennarasambands ís-
lands hefur boðað til verkfallsað-
gerða fyrir félagsmenn sína. Að
hennar mati er það eina leiðin til
að knýja fram úrbætur fyrir
kennarastéttina. Kennarar eru
hvattir af henni til verkfalls. Kenn-
arar eru óánægðir og margir til í
aðgerðir.
A sama tíma eykst samdráttur
í öllum starfsgreinum og menn
beijast við atvinnuleysisdrauginn.
Kennarastéttin hefur hingað til
búið við mikið atvinnuöryggi og
haft óvenjulegan vinnutíma. Það
er eðlilegt að öðrum vinnandi stétt-
um sé það mikill þyrnir í augum
hversu viðverutími kennara á
vinnustað er styttri en annarra
stétta. Það sjá fáir það sem kenn-
arar vinna fyrir kennsluna heima
hjá sér.
Samningsstaða kennara í dag
er mjög veik og þeir fá örugglega
sitt verkfall ef þeir biðja um það.
Verkfallið 1984 leiddi til fleiri
skipbrota og „slysa“ en menn vilja
muna. Kennarastéttin líður enn
fyrir það verkfall.
Kröfugerð stjórnar Kennara-
sambands íslands er ekki stórbrot-
in — eitt lítið hér og annað lítið
þar — ásamt kröfu um 5% kaup-
máttaraukningu. Siðlegar kröfur.
En það sem er athugavert við stöð-
una er hin veika samningsstaða
kennara.
Kennarar jafnir öðrum
stéttum
Stjórn KÍ hefur undanfarin ár
lagt áherslu á einhliða launakröfur
með litlum árangri í stað þess að
leggja allt upp úr því að styrkja
samningsstöðu kennara og horfa
til langtímalausna fyrir nemendur,
kennara og foreldra.
I skólastefnu KÍ segir m.a. að
„Kennarasamband Íslands vilji að
nemendur eigi kost á athvarfi eða
aðstöðu utan skólatíma ef þörf er
á“. Þarna þarf að leggja nýja
áherslu. Þörfin er öllum ljós. í
nútímaþjóðfélagi ætti skólinn að
vera það „athvarf" sem börnin
þurfa svo á að halda á virkum
vinnudögum.
Stjórn KÍ þarf að leggja fram
tillögur um breyttan vinnutíma
kennara til að leiðrétta samnings-
stöðuna. En kannski er hræðslan
við að glata áunnum réttindum
of mikil og því ekki þorandi að
taka þetta bráðnauðsynlega skref
að hennar mati.
Kennarar eiga að vinna innan
veggja skólans sambærilegan
vinnudag og aðrar stéttir. Þegar
slíkir kostir eru á borðinu er hægt
að nálgast einsetinn skóla. Þá er
líka hægt að biðja um verulega
kauphækkun.
Reykjavík á undan
Við tílfærslu grunnskóla til
sveitarfélaga á ýmislegt eftir að
breytast. Til að flýta fyrir bættri
samningsstöðu kennara legg ég
til að Kennarafélag Reykjavíkur
noti tímann. vel til að vinna að
sérsamningi við Reykjavíkurborg
þegar það verður hægt þar sem
viðverutími kennara á vinnustað
er til jafns við aðrar stéttir og
launakjör leiðrétt í samræmi við
hann. Og leyfisdagar nemenda
aðgreindir frá leyfisdögum kenn-
ara þannig að starfsdagar, for-
eldradagar, frídagar o.fl. þekji
ekki skóladagatal nemenda.
Kennarar í Reykjavík geta þá
átt von á að vinna á vinnustað þar
sem samfella er á vinnutíma allra
innan veggja skólans og skólatími
nemenda verður í samræmi við
vinnutíma foreldranna.
Vegna aðstæðna getur Kenn-
arafélag Reykjavíkur gengið á
undan og svarað kalli borgarbúa
með alvöru-langtímasamningum
og endurnýjað þannig allt skóla-
starf í Reykjavík.
Kröfur nútímans
Skólakerfíð verður að mæta
þeim þörfum sem þjóðfélagið setur
hveiju sinni. En þá er skilningur
á báða bóga lykilatriði svo stjóm-
völd á hveijum tíma séu tilbúin
að reiða fram það sem góður skóli
þarf og kennarastéttin sömuleiðis
tilbúin að mæta þörfum þeirra sem
hún þjónar. Skólakerfið hefur ver-
ið alltof lengi að dragast með
drauga úr fortíðinni og oft miðað
starfið við allt aðrar aðstæður en
nú gilda.
Má þar til dæmis nefna að
umferðarfræðsla er ekki skyldufag
þrátt fyrir að við búum við lífs-
hættulega umferð í Reykjavík. Þar
1993!
er fræðsluþörfin ekki uppfyllt og
menn líta á þann toll sem umferð-
in tekur sem eina af staðreyndum
lífsins.
Vissulega er margt frábærlega
unnið í íslenskum skólum og mikið
er til af hæfum og dugandi kenn-
urum. En þeir búa við alltof naum-
ar aðstæður til að sinna starfí sínu
og kemur tímavandamálið þar
mikið inn.
Eftir því sem þéttbýliskjörnum
fjölgar og borgin stækkar breytast
þarfir samfélagsins. Flestar leggja
þær auknar kröfur á kennarann.
En þær eru ekki alveg þær sömu
og þarfir dreifbýlisins. Menn þurfa
að vera vakandi og bregðast rétt
við og búa börnum sem öruggast-
an uppvaxtarramma. í dag vantar
töluvert upp á að svo sé. Og er
það efni í aðra grein.
Tannhjól skólakerfisins verða
að falla að hjólum atvinnulífsins
svo líf nemenda gangi eðlilega
upp. Það eiga að ríkja sömu við-
verureglur í skólanum og á öðrum
vinnustöðum.
Niðurlag
Stjórn KÍ á að setja sér háleit-
ari markmið en þau að etja kenn-
urum í verkfall á krepputíma. Það
grefur einungis undan kennara-
stéttinni. 5% kaupmáttaraukning
bætir aldrei upp allan þann skaða.
Það á að ætla kennurum og
nemendum betri hlut. Það verður
að efla eindregna samstöðu kenn-
ara til betri skóla, heilsdagsskóla
fyrir nemendur og kennara. Stjórn
Guðrún Þórsdóttir
„Stjórn KÍ á að setja sér
háleitari markmið en
þau að etja kennurum
í verkfall á kreppu-
tíma.“
KÍ á að leggja allan metnað í að
kynna kennarastarfíð með reglu-
bundnum hætti. Það skilar líka
árangri til stórnvalda.
Verkföll og stríð eiga það sam-
eiginlegt að þar tapa þeir mest sem
minnst mega sín.
Vonandi finnur stjórn KÍ þann
takt í framtíðinni sem nær eyrum
viðsemjenda og skilar þeim
árangri til upprennandi kynslóða
að verkföll þekkist ekki.
Höfundur er kennslufulltrúi við
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
%
%
m
&
&
&
&
sa
&
&
&
&
^GÞÖSITUR
IINGIIHiT?Rll
Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur
en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn.
Tígulegur í útliti en með látlaust yfirbragð,
tæknilega vel útbúinn og á ótrúlega
I á g u v e r ð i.
ÖRKIN 211*-58