Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Mikilvæg samninga-
lota um EES í Brussel
Brusscl, Helsinki. Frá Kristófer M. Kristinssyni og Lars Lundsten, fréttariturum Morgun-
blaðsins.
Aðalsamningamenn Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA)
sátu fram á kvöld í gær við það sem kalla má lokatilraun til
að ganga frá breytingum á samningnum um Evrópska efnahags-
svæðið (EES) þannig að hann geti tekið gildi 1. júlí á þessu
ári. Samtímis fundi aðalsamningamanna EFTA í gær sátu fasta-
fulltrúar aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) fund og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins gengu tillögur um mögulegar
lausnir á milli fundanna.
Gert var ráð fyrir að á EFTA
-fundinum sem átti að ljúka í
gærkvöldi yrði gengið frá tilboði
til EB um mögulega lausn á úti-
standandi ágreiningsmálum vegna
fráhvarfs Svisslendinga úr EES.
Fastafulltrúar EB munu þá taka
afstöðu til hugmynda EFTA í dag
eða á næstu dögum þannig að
utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins geti tekið afstöðu til breyt-
inga á samningnum á fundi í
Brussel 8. eða 9. mars.
Búist er við að samþykkt verði
málamiðlun sem feli í sér ein-
hveija hækkun á framlögum aðild-
am'kja EFTA í þróunarsjóð fyrir
fátækari aðildarríki EB til að bæta
upp fráhvarf Svisslendinga. Flestir
reikna með því að kröfum Spán-
veija um auknar heimildir til inn-
flutnings á landbúnaðarafurðum
til EFTA verði vísað til sameigin-
legra stofnana EES með tilvísun
til samkomulags um að rýmka í
framtíðinni um viðskipti með land-
búnaðarafurðir innan efnahag-
svæðisins.
Neita að
borga fyrir Sviss
Pertti Salolainen, utanríkisvið-
skiptaráðherra Finnlands, segir,
að Finnar geti ekki fallist á, að
EFTA-ríkin önnur en Sviss taki á
sig framlag Svisslendinga til þró:
unarsjóðs Evrópubandalagsins. í
samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins sagði Salolainen, að
stefna Finna í þessu máli væri
skýr og ákveðin. Þegar hann var
spurður hvort
raunhæft væri
að halda henni
til streitu, sagði
hann, að það
væri alltaf raun-
hæft að standa
fast á réttlæt-
inu. Hann
kvaðst hins veg-
ar trúa því, að
samkomulag
næðist um EES innan skamms.
Salolainen vildi ekki kannast við,
að Finnar væru einir á báti í þessu
efni og sagði, að EFTA hefði ekki
breytt stefnu sinni að þessu leyti.
Krafa Spánveija um að EFTA-ríkin
deildu með sér framlagi Svisslend-
inga væri einfaldlega óréttlát.
Timman
sigraði
Karpov
Linares. Reuter.
JAN Timman sigraði Anatolí
Karpov í annarri umferð skák-
mótsins í Linares í gær.
Rússinn Alexander Beljavskí sigr-
aði Viswanathan Anand, Vladímir
Kramnik vann Gata Kamskí, og
Alexei Shírov bar sigurorð af Evgení
Bareev.
Jafntefli varð hins vegar í skákum
Vassilíjs ívantsjúks og Garrís Ka-
sparovs, Valerís Salovs og Borís
Gelfands, og Arturs Jusupovs og
Ljúbomírs Ljúbojevie.
Úrslit náðust í þrem skákum í
fyrstu umferðinni á þriðjudag, ein
varð jafntefli. Þeir Kasparov og
Karpov fengu skákum sínum við
Ljuþomir Ljubojevic og Valerí Salov
frestað vegna veikinda. Alexander
Beljavskí varð fyrstur til að sigra er
hann vann Vassílí ívantsjúk í 39
leikjum. Hin síðarnefndi er þriðji
stigahæsti skákmaður heims en
Beljavskí telst ekki meðal 15
fremstu.
Viswanathan Anand vann Jan
Timman í aðeins 29 leikjum. Skák
Lettans Alexei Shirovs, sem er 19
ára, og Rússans Vladímírs Kramn-
íks, sem er aðeins 17 ára og talinn
líklegur heimsmeistari einhvern tíma
á næstu árum, varð æsispennandi.
Hún endaði með því að Kramník
náði ekki að ljúka tilskildum leikja-
fjölda og sigurinn var Shirovs. Hvít-
rússinn Borís Gelfand og Rússinn
Jevgení Barejev sömdu um jafntefli
í 29 leikjum.
Reuter
Christopher á Golan-hæðum
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, er nú staddur í ísrael og er það lokaáfang-
inn í fyrstu för hans um Mið-Austurlönd. Hann átti
í gær viðræður við fulltrúa .Palestínumanna og
ræddi m.a. málefni þeirra rúmlega fjögur hundruð
Palestínumanna sem var vísað í útlegð til Suður-
Líbanons í desember. Drógu Palestínumenn sig út
úr friðarviðræðunum um Mið-Austurlönd í kjölfar
þess. Hanan Ashrawi, talsmaður Palestínumanna,
sagði að Christopher hefði á fundinum komið með
tillögur til lausnar á útlagamálinu sem væru „þess
virði að gaumgæfa betur.“ Yassir Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sagði í Kaíró í gær
að ísraelar yrðu að hætta við brottrekstur útlag-
anna en virtist ekki vísa umsvifalaust á bug lausn
sem fæli í sér málamiðlun. Christopher skoðaði í
gær Golan-hæðirnar, sem ísraelar hernámu í sex
daga stríðinu árið 1967. Er myndin tekin þegar
Christopher spennir beltið áður en herþyrla flaug
með hann þaðan til baka til Jerúsalem. Mið-Austur-
landaför utanríkisráðherrans lýkur í dag.
Electrolux ryksugur
hörk
sogkraftur
uíiCAeiAiniAM Heimasniiéjan
■ og sölustaðir um land allt.
Gorbatsjov
útskúfaður
Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti
forseti Sovétríkjanna, var á
þriðjudag dæmdur til „eilífrar
útskúfunar og
ónáðar“- eftir
fjögurra daga
sýndarréttar-
höld í
Moskvu. Fyrr-
verandi full-
trúar á sov-
éska þinginu
stóðu fyrir
réttarhöldunum, sem báru vott
um hatur gamalla kommúnista
í garð sovétleiðtogans fyrrver-
andi.
Áhrif breskra
verkalýðsfé-
laga skert
Verkamannaflokkurinn í
Bretlandi tók í gær fyrsta
skrefið í þá átt að draga úr
áhrifum verkalýðsfélaga, sem
talin eru hafa stuðlað að fjórða
kosningaósigri flokksins í röð
í fyrra. Framkvæmdastjórn
flokksins ákvað að afnema
atkvæðisrétt verkalýðsfélag-
anna við val á frambjóðendum
flokksins og fækka heildarat-
kvæðum þeirra á landsfundum
úr 70% í 50%.
Karlar fái að
vinna au pair-
störf
Breska stjórnin hyggst nú
leggja fram frumvarp þess
efnis að kanlmönnum verði
heimilt að stunda au pair-störf
í Bretlandi til jafns við konur.
„Það er löngu liðin tíð að að-
eins konum sé treyst til að
annast börn,“ sagði Kenneth
Clarke, innanríkisráðherra
Bretlands.
Herinn styður
Mobutu
Her Zaire lýsti því yfír í gær
að hann myndi ekki viður-
kenna stjórnarskrá landsins,
sem samið var um á þjóðfundi
í fyrra, nema forseti landsins,
Mobutu Sese Seko, legði bless-
un sína yfir hana. Mobutu, sem
hefur stjórnað landinu með
harðri hendi í 28 ár, hefur
neitað að viðurkenna stjórnar-
skrána. Hundruð vel vopnaðra
hermanna umkringdu í gær
byggingu bráðabirgðaþings
sem á að undirbúa ljölflokka-
kosningar en ekki var vitað
hvað fyrir þeim vakti.
Milljón Rúm-
ena atvinnu-
laus
Ein milljón manna er nú
atvinnulaus í Rúmeníu, eða
9,03% af vinnuaflinu, og hefur
atvinnuleysið í landinu aldrei
verið eins mikið. Búist er við
að atvinnuleysingjum fjölgi
enn meira á árinu vegna hag-
ræðingar fyrirtækja.
3M
Ljósmyndafilmur