Morgunblaðið - 25.02.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
19
Shevardnadze hótar allsherjarherkvaðningu í Georgíu
Krefst heimkvaðningar
allra rússneskra hersveita
Kommún-
istar ein-
• / i ••• •
rnikjon
áKúbu
Tbilisi. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, stjórn-
arleiðtogi í Georgíu, krafðist
þess í gær, að rússneskar her-
sveitir yrðu kallaðar burt frá
landinu og hótaði að beita sér
elia fyrir allsheijarherkvaðn-
ingu. Sakaði hann rússnesku her-
foringjana um að hafa tekið
höndum saman við aðskilnaðar-
sinna í héruðunum Abkhazíu og
Adzharíu.
Shevardnadze sagði, að yrðu
rússnesku hersveitirnar, sem væru
nokkurs konar óskilamunir frá tíma
Sovétríkjanna, ekki fluttar burt,
ættu Georgíumenn ekki annan kost
en taka sér vopn í hönd og veija
landið. Var Shevardnadze með
þessu að svara Pavel Gratsjev,
varnarmálaráðherra Rússlands,
sem sagði síðastliðinn mánudag í
rússneska sjónvarpinu, að georg-
íska Svartahafsströndin væri ákaf-
lega mikilvæg rússneska hernum.
„Við verðum að tryggja, að rúss-
neskar hersveitir verði þar áfram,“
sagði Gratsjev.
Georgíumenn og Rússar sömdu
um það fyrr í mánuðinum, að rúss-
nesku hersveitirnar yrðu í landinu
fram til 1995 og hugsanlega lengur
en ummæli Gratsjevs hafa kynt
undir grunsemdum um, að Rússar
styðji aðskilnaðarsinna í Abkhazíu
og Adzharíu. Hermenn georgíska
stjórnarhersins, sem hafa farið
nokkuð halloka fyrir aðskilnaðars-
innum, segja, að Rússar sjái þeim
fyrir vopnum, meðal annars skrið-
drekum og flugskeytum.
Hermenn bana níu Sómölum
BANDARÍSKIR hermenn skutu að minnsta kosti
níu manns til bana í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu,
í gær þegar þúsundir stuðningsmanna stríðsherrans
Mohameds Farahs Aideeds reyndu að ryðjast inn í
sendiráð Bandaríkjanna. Óeirðaseggirnir hrópuðu
vígorð gegn Bandaríkjunum, reistu vegatálma og
grýttu hermennina, sem hleyptu nokkrum sinnum
af byssum sínum. Hermennirnir voru sakaðir um
að vera á bandi Mohameds Saids Hersis, annars
stríðsherra og andstæðings Aideeds. Loka varð flug-
vellinum í Mogadishu vegna óeirðanna. Embættis-
menn Sameinuðu þjóðanna sögðu að þrátt fyrir óeirð-
irnar hefði ekki þurft að fresta tveggja daga viðræð-
um milli hinna stríðandi fylkinga til að undirbúa
þjóðfund í næsta mánuði.
Havanna. Reuter.
ALMENNAR þingkosningar voru
á Kúbu í gær, þær fyrstu í 30 ár,
en frambjóðendur kommúnista-
flokksins voru einir í kjöri. Lögðu
stjórnvöld og Fidel Kastró, forseti
landsins, mikla áherslu á góða
kjörsókn í kosningunum eða
„glímunni milli fólksins og heims-
valdastefnunnar" eins og hann
kallaði þær. Útlæg systir Kastrós
segir kosningarnar skrípaleik.
Kúbumenn eiga við gífurlega efna-
hagserfiðleika að etja eftir að komm-
únisminn í Austur-Evrópu hrundi en
með honum hurfu einnig viðskipti
og mikil efnahagsaðstoð. Skortur er
nú á matvælum, eldsneyti, lyfjum
og hvers konar neysluvörum öði'um
og ástandið fer síversnandi. Óánægja
almennings er mikil og virðist áköf
áróðursherferð stjómvalda fyrir
kosningarnar hafa miðað að því að
koma í veg fyrir, að fólk notaði kjör-
klefann til að mótmæla stjórnarfar-
inu, ýmist með því að skila auðu eða
skrifa eitthvað óskemmtilegt á kjör-
seðilinn.
„Skrípaleikur"
Fyrir þessar kosningar og oft áður
hefur Kastró haldið því fram, að eins-
flokks-kerfið sé miklu lýðræðislegra
en vestrænt fjölflokkakerfi en systir
hans, Juanita Kastró, sem býr á
Spáni, sagði í gær, að kosningarnar
á Kúbu væri skrípaleikur.
„Ég óttast miklar hörmungar á
Kúbu. Ráðamenn þar eru að fara
með þjóðina fram af bjargbrúninni
og bróðir minn ber mesta ábyrgð á
því,“ sagði Juanita.
Gengishrun lírunnar
vegna spillingamiála
Róm. Reuter.
ÍTALSKA líran lækkaði injög í verði í gær og hefur gengi hennar
gagnvart þýska markinu aldrei verið lægra. Er skýringin á gengis-
hruninu sögð vera ótti um að ríkisstjórn Guiliano Amatos verði neydd
til að segja af sér í kjölfar umfangsmikils spillingarhneykslis meðal
ítalskra stjórnmálamanna.
Greidd verða atkvæði um van-
trauststillögu á stjórnina í ítalska
þinginu í dag, að beiðni Amatos,
og spáðu dagblöð því í gær að
stjórnin myndi halda velli. Hins
vegar er ljóst að stokka verður
stjórnina upp þar sem þegar hafa
tveir ráðherrar látið af embætti
vegna spillingarmálsins, og segja
fréttaskýrendur að það muni ef eitt-
hvað er auka á vanda hennar.
Umræður um vantrauststillög-
una hófust á ítalska þinginu í gær
og sagði Amato við upphaf þeirra
að ítalir væru að falla á tíma ætl-
uðu þeir að endurreisa traust
manna á ítölskum stjórnmálamönn-
um.
Reuter
Escobars ákaft leitað
STJÓRN Kólumbíu sendi í gær sérsveitir lögreglu og hersveitir til
borgarinnar Medellin og nágrennis til að leita að kókaínkónginum
Pablo Escobar. Talið er að Escobar sé í felum á svæðinu og kólumb-
ískur embættismaður sagði að þetta væri mesta leit sem gerð hefði
verið að honum til þessa. Cesar Gaviria, forseti landsins, hefur sak-
að kókaínkónginn um að hafa staðið fyrir sprengjuárásum, sem
hafa kostað meira en 40 manns lífið undanfarna tvo mánuði. Á
myndinni gengur sérsveit lögreglu inn í flugstöð í Medellin.
2 FRÖNSKU IAMPANA PRA
□PP HEIMIUÐ - MIKIÐ ÚRVAþ.
uphin
FRANCE
í(ýglll§§1
HEKLA
LAUGAVEG1174 - SÍMAR 695500 695550