Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 28
'28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 ■» m^ / ir^i vq/k /rr: a p v_J7L / v_y// \/ /\ A TVINNUAUGL ÝSINGAR Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða starfskraft í hálfsdags- starf. Reyklaus vinnustaður. Saumakunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 678570 frá kl. 10-18 eða 75960 utan þess tíma. VIRKA „Au pair“ - Danmörk „Au pair“ óskast til íslenskrar fjölskyldu með þrjú börn, þar af eitt fatlað. Upplýsingar í síma 91-18224. Laus staða Starf sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Ólafsvík- ur er laust til umsóknar. Æskilegt er að hann geti hafið störf eigi síðar en 15. maí 1993. * Leitað er eftir starfsmanni með góða mennt- un og reynslu í bankamálum. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993. Umsækjandi tilgreini aldur, menntun og fyrri störf. Skriflegar umsóknir sendist í ábyrgðarbréfi til formanns stjórnar, Bjarna Ólafssonar, Bæjartúni 5, 355 Ólafsvík, sem gefur allar nánari upplýsingar í síma 93-61130 eftir kl. 20.00. ÝMISLEGT Þýskaland 54 ára gömul austurísk kona, búsett í ná- grenni Munchen, vill komast í samband við fjölskyldu/konu í Reykjavík með skiptidvöl í huga. Áhugamál hennar er náttúran og listir. Erika Niederhoff, Am Buchet 8a, D-8021 lcking bei Munchen. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu við Skipholt Iðnaðar/lagerhúsnæði 250 m2 á jarðhæð er til leigu. Góð aðstaða og stórar vörudyr. Leiguverð pr. m2 aðeins kr. 330. Áhugasamir vinsamlega leggið nafn og síma- númer, merkt: „RS-37", inn á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 1. mars 1993. Ca100 m2 skrifstofuhúsnæði við Suðurlandsbraut. í sama húsnæði er starfandi fyrirtæki, þannig að hægt er að samnýta ýmsa hluti, s.s. afgreiðslu, Ijósritun, fax o.fl. Tilvalið fyrir auglýsingastofu, fast- eignasölu eða annan sambærilegan rekstur. Upplýsingar í síma 689938 milli kl. 13 og 17. ' fAitflCN IR fHAMtlD A A f FASTEIGNA JHfcMIÐLUN ÍVIRRIR KRHUANiiON lOGGILTUK fASTClGNASAll^^^^r CÍMI fífí 77 fífí SUDURLAHDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 Í//W/ 00 ' ' 00 Skútuvogur - til leigu Við Skútuvog er til leigu 1.225 fm húsnæði, er skiptist í vörulager sem er 937 fm með mjög góðri lofthæð ca 6 m við mæni og 4,8 m við vegg, og skrifstofuaðstöðu, sem er 288 fm. Stórar innkeyrsludyr eru á lagerrým- inu. Athafnasvæði og aðkoma að húsinu er mjög góð. Frystir og kælir geta fylgt. Húsnæðið verður laust fljótlega. Langtímaleigusamningur. ÓSKASTKEYPT Fjallagrös Óskum eftir að kaupa fjallagrös og e.t.v. aðrar villtar jurtir. Vinsamlegast hringið í síma 643390. TILKYNNINGAR Uppeldismálaþing Kennarasambands íslands 1993 í Borgartúni 6, Reykjavík, 27. febrúar frá kl. 9.30-16.00. Alhliða menntun ídreifbýlu landi Er skólinn á tímamótum? Dagskrá: Setning: Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands. Flutningur grunnskóla til sveitarfélaga: Auðnuspor eða öfugþróun. Rúnar Sigþórsson, skólastjóri. Hlutverk menntamálaráðuneytis. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar. Viðhorf sveitarfélagsmanna. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Magnús Finnbogason, oddviti í Austur-Landeyjum. Áhrif á skólastarf. Elín G. Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Matarhlé kl. 12.30-13.30. Þróun í skólastarfi: Mat sem fastur þáttur í skólastarfi. Börkur Hansen, lektor við Kennara- háskóla íslands. Listuppeldi og verkþekking í grunnskóla. Þórleif Drífa Jónsdóttir, kennsluráðgjafi. Starfsmenntun - framtíðarskipulag. Magnea Ingólfsdóttir, námsráðgjafi. Námsferill f framhaldsskóla. Tækifæri til fjölbreyttrar framhalds- menntunar. Jón Torfi Jónasson, dósent í Háskóla íslands. Þinggestum gefst kostur á að kaupa léttan málsverð í hádeginu. Uppeldismálaþing er opið öllum kennurum og áhugamönnum um skólamál. Greiðsluáskorun Gjaldheimta Suðurnesja skorar hér með á þá gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjalddaga 1. febrúar 1993 og fyrr, gjaldi samkvæmt gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit á Suðurnesj- um nr. 306/1992, álögðu með heimild í lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, með síðari breytingum og 1. mgr. 9. gr. heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990, með síðari breytingum, með gjalddaga í. septem- ber 1992 og fyrr og gjaldi samkvæmt gjald- skrá fyrir mengunareftirlit á Suðurnesjum nr. 316/1992, álögðu með heimild í lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit, og mengunarvarnarreglugerð nr. 389/1990, með gjalddaga 1. september 1992, að gera nú þegar full skil. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna ásamt vöxtum, verðbótum, viðurlögum og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birtingu greiðsluáskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að fjárnámsgerð hefur í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð nemur allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Fjárhæð þing- lýsingargjalds er kr. 1.000 og stimpilgjald reiknast sem 1,5% af heildarskuldinni. Um fjárhæð útlagðs kostnaðar fer eftir atvikum. Njarðvík, 25. febrúar 1993. Gjaldheimta Suðurnesja. ra Frá Bæjarskipulagi Kópavogs íbúar og hagsmunaaðilar í Vesturbæ Kópavogs í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, kl. 20.30 verður haldinn kynningarfundur í samkomu- sal Þinghólsskóla þar sem starfsmenn bæj- arskipulags munu kynna í máli og myndum tillögu að hverfaskipulagi Vesturbæjar Kópavogs. Ennfremur er vakin athygli á því, að til og með 28. febrúar nk. er opin sýning í anddyri Sundlaugar Kópavogs á tillögu að hverfa- skipulagi Vesturbæjar Kópavogs ásamt ýms- um öðrum gögnum varðandi skipulags- vinnuna. Skipulagsstjóri. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Flugmenn -flugáhugamenn Fundur okkar um flugöryggismál verður íkvöld á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. Fundarefni: - Laufey Steingrímsdóttir flytur fræðslu- erindi um næringarfræði og daglegt mat- aræði flugliða. Miklilvægt og fróðlegt efni, sem á erindi til fólks í fleiri starfsgreinum. - Spurningum fundarmanna svarað. - Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Flugmálafélag íslands, Flugmálastjórn, Öryggisnefnd FÍA. Sálfræðistofa Hef opnað sálfræðistofu í Hamraborg 11. - Sálfræðileg ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur. - Þroskamat á börnum. - Foreldraráðgjöf, Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9-17. Stofusímar: 641205 og 641169. Einar Ingi Magnússon, sálfræðingur. Sma auglýsingar I.O.O.F. 11 = 1742258V2 XX = St.St. 5993022519 VIII I.O.O.F. 5 = 1742258’A = Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ú^^Aðaldeild KFUM, V Holtavegi Fundurinn í kvöld verður í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58 og hefst kl. 19.00. Kvöldveröarfundur, inntaka nýrra félaga. Umsjón með fund- inum hefur stjórn félagsins. Hjálpræðisherinn Vakningarherferðin með ofursta Guðfinnu Jóhannesdóttur heldur áfram í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. (omhjólp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma I Þribúöum. Fjölbreyttur söngur. Vitnisburðir. Ræðumað- ur Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða". Þorvaldur Halldórsson stjórnar söngnum. Prédikun og fyrirbænir. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.