Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Spergilkálið er best snöggsoðið en einnig má frysta það YFIRLEITT kostar spergiikál um fimm hundruð krónur kílóið þó bæði megi fá það ódýrara fryst og dýrara. Þegar kálið fæst ferskt á tilboðs- verði er tilvalið að notfæra sér það enda kálið vítamínríkt og gott. Það er best að snöggsjóða það í 3-5 mínútur en þeir sem vilja hafa það meyrara lengja tímann um nokkrar mínútur. Sumir nota kálið ferskt í salat. í kæli geymist kálið lausvafið í 3-6 daga og ef það er snöggsoðið í frysti má vel geyma það í 6-12 mánuði. Hins vegar er vert að hafa hugfast að bæði við suðu og fryst- ingu tapar kálið einhveiju af bæti- efnum. ■ Ný vítamm á markaðinn Nýlega var farið að er eru Cal-mag með D-víta- flytja inn vítamín frá fyr- míni, en í Cal-mag er am- irtækinu Quest, sem um anaoaiMt ínósýrubundin blanda skeið hefur selt vörur kalks og magnesíum. Þá er hægt að fá Beta carot- ene, Síberíu gingseng, Lecithin, sem inniheldur svokallað kolin, tyggjan- legt C-vítamín, og E- vítamín. Vítamínin fást til að mynda í Hagkaup, Blómavali, Kornmark- ____________aðnum og hjá Grænu lín- eru inn enn sem komið unni. ■ sinar vida um Evropu og hefur stærsta mark- aðshlutdeild í vítamín- sölu í Bretlandi. Bæti- efnin eru unnin úr nátt- úruefnum, lífrænt ræktuð og engin litar- efni notuð. Þau vítamín sem flutt Heimsendingarþjónusta hjá Hagkaup Nýlega fóru Hagkaupsmenn að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimsendingarþjónustu. Að sögn forsvarsmanna nýta ekki síst þeir þessa þjónustu sem eiga erfítt með að komast ferða sinna vegna slæmrar ferðar eða eru bfllausir. Enn sem komið er geta viðskiptavinir ekki hringt inn og pantað vörurnar heldur koma þeir í verslunina og kaupa matvörunar og fá þær síðan heim til sín síðar um daginn. Heimsendingarþjónust- an kostar 200 krónur. ■ Karríblanda og framandi krydd KARRÍ er ekki bara eitt krydd, heldur nafn á kryddblöndu sem Bretar á Indlandi útbjuggu til að líkja eftir kryddblöndum og kryddmauki sem flestir Indverjar gera sjálfir á heimilum sínum. Hið sama gildir um Garam masala sem einnig er hægt að kaupa í dufti. Sú kryddblanda er ævafom og mikið notuð á Indlandi að því er segir í The Little Currybook eftir Pat Chapman. Kjöt í karrí eins og lengi var eldað á flestum íslenskum heimilum er afar ólíkt þeim karríréttum sem Indverjar borða, enda er um 80% þeirra jurtaætur. í karrí-kryddblöndu eru oftast kardimommur, chili-pipar, cumin, fenugreek, sinnepsfræ og pipar. Ótal afbrigði eru til af karríi og m. a. krydda sem algengt eru að notuð séu eru turmerik, engifer og paprika. Hrísgijón eru ómissandi hiuti af alvöru karrí-máltíð. I bókinni segir að hvunndagsmatur Indveija sé kam' og hvit soðin hrísgrjón. Á tyllidög- um er boðið upp á margvíslegar kam'blöndur og kryddmauk ásamt hrísgijónunum. Þá taka menn skammt af hn'sgijónum og blanda saman við eina kryddblöndu í einu. Karrí er misjafnt og áhersiumun- ur er eftir löndum og jafnvel landshlutum. Kam'lauf eru oft notuð í indverskri matreiðslu, en þá á svipað- an hátt og við notum lárviðarlauf. Höfundur litlu karríbókarinnar bendir á að krydd sem notuð eru í kam'blöndur og mauk séu hrá þeg- ar við kaupum þau. Því sé grundvallaratriði að rista þau eða steikja áður en þeim er blandað saman við önnur matvæli. „Krydd eru hrá þó búið sé að mala þau, og hráa bragðið hverfur ekki þó kryddið sé soðið lengi með mat. Að nota hrátt krydd er líkt því að hita kaffí af óbrenndum kaffíbaunum," segir hún. Uppskriftir af kam'blöndum bíða betri tíma, en sagt frá eiginleikum nokkurra krydda. UPPSKRIFT m VIKUNNAR i Loðna getur verið lostæti FNYKURINN sem svífur yfir þegar verið að bræða loðnu gefur allt annað til kynna en að loðna geti verið lostæti. Steiney Ketilsdóttir fullyrðir aftur á móti að loðna sé „sjúk- lega góður matur“. Hún hefur undanfarin 15 ár borðað loðnu öðru hvoru. „Ég sníki hana af sjómönnum úr Grindavík vestur á Granda," segir hún. Steiney er hress kona og glaðlynd og ég hef á tilfinning- unni að drengjunum úr Grindavík þyki bara gaman að gefa henni nokkrar loðnur öðru hvoru. Vinir Steineyjar segja að hún sé frum- legur listakokkur. Þess vegna er ekki ástæða að ætla annað en loðna sé vel ætur fískur ef hún segir það. „Áður fyrr matreiddi ég loðnu á ýmsan máta, en ég er búin að gleyma þessum upp- skriftum. Nú snöggsteiki ég hana bara og borða bæði heita og kalda. Hún er ekki síður góð köld og þá sem smáréttur með hvítvínsglasi." Þá hentu menn humri Steiney bjó í Frakklandi á árum áður. „Þegar ég kom aftur til ís- lands, árið 1954, hafði ég komist uppá lagið með að borða humar hjá Frökkunum. Hér hneyksluðust menn heil ósköp yfír því að ég skyldi borða þennan óþverra, en sjómenn í Hafnarfírði sáu aumur á kvenmanninum með þennan undarlega smekk og gáfu mér alltaf humar sem komið hafði í netin hjá þeim. Þá borðaði ég ósköpin öll af humri og fékk hann alltaf ókeypis.“ — Hvernig datt þér upphaflega í hug að byrja að borða loðnu? „Þegar ég var í útlöndum, til dæmis á Spáni, borðaði ég alls kyns smáfíska á veitingahúsum. Ég sá fyrir mér að loðna gæti verið ágæt og ákvað að prófa. Mér er sagt að hún sé kalkauðug svo ekki er það verra. Reyndar Steiney segist sannfærð um að eftir nokkur ár verði loðna á hvers manns diski. er ég ekki í nokkrum vafa um að loðna verði á hvers manns diski eftir nokkur ár. Við íslendingar erum bara stundum svo lengi að átta okkur á hlutunum. Þeir sem hafa aðgang að loðnu ættu endilega að prófa hana og svo ættu fiskkaupmenn að fara að selja hana svo strákarnir vest- ur á Granda fái frið fyrir mér.“ Snöggsteikt loðna Steiney segist reikna með 10 loðnum á mann og sjaldan sé af- gangur. Hver þeirra er hreinsuð undir rennandi vatni og lítið gat skorið á kviðinn til að ná innyflun- um úr. Hún segist velja stórar og stinnar loðnur. 30 loðnur 2 pískuð egg 1 bolli brauðrasp salt og pipar 1 tsk. sesamfræ ef vill 1 msk. kornolía til steikingar Salti, pipar og sesamfræum blandað saman við rasp. Loðnum velt upp úr pískuðum eggjum og síðan raspi. Snöggsteiktar úr matarolíu í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið. Borið fram með soðnum kart- öflum og salati úr sellerírót. Salot____________________________ ‘Asellerírót _________2 msk, majones _________ 'Atsk. sætt sinnep salt og hvítlauksduft ó hnífsoddi Sellerírót er röspuð fínt og majon- esi ásamt sinnepi og kryddi bland- að saman við. Kælt og borið fram með loðnu. ■ BT Chili-pipar:Notaður heill eða malaður, ferskur eða þurr. Grunntegundir chili-pipars eru aðeins 4, en af þeim ótal af- brigði, misjöfn að stærð, styrkleika og lit. Hann ertir góm, eykur matar- lyst og hjartslátt. Hann er mjög sterkur og best að nota hann í hófi. Hann hefur ekki sérstaka eiginleika til heilsubótar en drepur þó bakter- íur. Coriander: Notað heilt eða steytt og gefur milt sætubragð. Coriander- fræ eru ljósbrún og á Indlandi eru árlega tínd um 80 þús. tonn. Megn- ið af þeim fer til útflutnings. Lauf jurtarinnar eru notuð fersk í mat- reiðslu. Cumin: Notað heilt eða steytt. Fræin eru gulbrún og bragðmikil og ómissandi í karríréttum. Paprika: Duft af papnkuávextin- um. Ekki sterkt krydd en mikið not- að í karrírétti til að gefa þeim lit. Paprika er eitt af undirstöðukrydd- um í ungversku gúllasi. Turmerik: Duftið gefur karrírétt- um sérstakan gulan lit. Þetta er rótaijurt eins og engifer og vex víða í S-Asíu. Eftir að rótin er tekin upp er hún soðin í klst. og sólþurrkuð í 1-2 vikur. Þá er hún þvegin og möluð í gula duftið sem margir eiga í kryddskápum en vita ekki almenni- lega til hvers á að nota. Gamalt húsráð segir að kryddið losi um slím í nefí og hálsi. ■ Þegar notaður bíll er keyptur ber margs að gæta VERÐ og ástand notaðra bíla er vissulega misjafnt og þar sem fólk leggur töluverðar fjárhæðir í bílakaup er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Oft reynist erfitt að fá almenni- legar upplýsingar um raunveru- legt ástand bílsins, t.d. hvort hann hafí lent í alvarlegu tjóni og sé þar af leiðandi skakkur eða gallað- ur að öðru leyti. Neytendasamtökin hafa látið sig málið varða og fjallað um það í Neytendablaðinu. Garðar Guð- jónsson ritstjóri blaðsins sagði að á bókasafni samtakanna væri lestrarefni sem komið gæti að notum áður en ráðist er í bíla- kaup. Einnig gæti fólk leitað upp- lýsinga hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda og Bílgreinasam- bandinu. Skoðun og veðbókarvottorð Hann ráðleggur fólki að athuga skoðunarvottorð og hvort bíllinn hafí fengið skoðun. „Fólk ætti aldrei að ganga frá samningi ef skoðunarvottorð vantar." Gott getur verið áð láta sölu- skoða bílinn á góðu verkstæði, en slíkt getur kostað um 5-7 þúsund kr. sem er skárra að inna af hendi en mörg hundruð þúsund fyrir hálfónýtan bíl. Skráningarskírteini ætti að liggja frammi og Garðar segir að sjálfsagt sé að spyija um öll gögn sem bera vitni um umhirðu bíls- ins. Veðbókarvottorð þarf að liggja fyrir áður en gengið er frá samningi. Ef gjöld hvíla á bílnum er nýr eigandi ábyrgur nema skrif- lega sé gengið frá öðru. „Fólk ætti aldrei að skrifa undir það sem kallað er opið afsal, því þegar það er fyllt út eftirá er hugs- anlegt að skráðar verði rangar eða falsaðar upplýs- ingar. Þá er góð regla að setja inn á afsal upplýs- ingar um hluti sem eiga að fylgja bílnum en afhendast síðar. Handhafa ávísanir ætti ekki að gefa út í bílaviðskiptum.“ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.