Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Hákon SvanurMagn
ússon - Minning
Fæddur 24. júní 1939
Dáinn 19. febrúar 1993
Elskulegur frændi minn og vinur
hefur kvatt þennan heim eftir
þungan sjúkdóm, aðeins fimmtíu
og þriggja ára gamall, og er horf-
inn allt að einu. Það er eins og
tíminn nemi staðar eitt andartak.
En eitt andartak getur orðið ótrú-
lega langt. Við ævilok er lífið allt
eitt andartak og ber fyrir augu í
sviphendingu.
Hákon Svanur Magnússon var
sonur hjónanna Magnúsar Olafs-
sonar og Níelsínu Hákonardóttur,
en þau eru nú bæði látin. Magnús
Ólafsson var bróðir móður minnar,
Halldóru, og voru þau systkinin
upp runnin að Fossá í Kjós. Þenn-
an veg víkur við skyldleika mínum
og Hákonar Svans Magnússonar.
En miklu fleira kemur til, þegar
ég nú leitast við að mæla eftir
hann látinn.
Það er svo undarlegt: Þegar
dauðinn kveður dyra hugsa ég
hratt til umliðinna ára, þótt margs
sé að minnast. Systkinin, bðm
þeirra Magnúsar og Níelsínu, Þóra,
Svanur og Ásbjörg, ólust upp í
sama húsi og við Ólafur heitinn,
bróðir minn. Það var í Laugarnes-
hverfínu, að Hofteigi 6. Þarna
höfðu þeir byggt saman, mágarn-
ir, Magnús Ólafsson og faðir minn,
Þórhallur Þorkelsson.
Það var vorið 1946, að við flutt-
um í húsið. Hálfbyggt var það en
hjörtu okkar voru full af gleði og
björtum framtíðardraumum. Þarna
bjuggum við í frelsi og eindrægni,
og ég hygg að samheldni fjöl-
skyldnanna hafí verið með öllu ein-
stök. Við áttum heima á efstu hæð
hússins, ég og fjölskylda mín, en
Hákon Svanur og hans fólk á mið-
hæðinni. Þarna var stutt á milli
hæða. Amma okkar, Ásbjörg Tóm-
asdóttir, bjó á efstu hæðinni, en
deildi umhyggju sinni með okkur
börnunum jafnt, elskaði okkur öll,
sagði okkur sögur betur en nokkur
annar, kenndi okkur að lesa og
þræddi í hveiju máli hinn gullna
meðalveg, sem fáum er gefíð að
fara jafn vel eftir og henni.
í kjallaranum bjuggu líka vinir,
þrjú böm á okkar reki. Þama
mynduðust bönd, sem aldrei hafa
slitnað, enda bjuggu foreldrar
Svans og foreldrar mínir samtals
45 ár að Hofteigi 6. Bömin á
hæðunum þremur minntu meir á
einn stóran systkinahóp en frændl-
ið. Við deildum saman gleði og
sorgum og hjálpuðumst að, þegar
út af bar.
Það var Magnúsi, föður Hákonar
Svans, að þakka að við fengum
lóðina við Hofteiginn. Okkur þótti
húsið vera á besta stað í Laugar-
neshverfínu, og ekki var langt í
Laugameskirkju eða Laugames-
skólann..
Allt Laugameshverfíð byggðist
upp á sama tíma. Þar var mikið
af bömum. Fljótt kom í ljós hvílík-
um forystuhæfíleikum frændi minn
Hákon Svanur var búinn. Hann
var hávaxinn og glæsilegur og ljúf-
menni og drengur góður, hvar sem
hann fór. Allir löðuðust að honum,
og gott var að hafa hann í forystu
félagahópsins. En hann var líka
mjög gamansamur og jafnan reiðu-
búinn að benda á bjartari hliðar
tilverunnar.
Já, lífið var okkur börnunum
leikur og frændsystkinameðvit-
undin mjög sterk. Við áttum einn-
ig sömu sveitina. Það var Kjósin,
sem lauk upp dyrum fyrir okkur á
summm. Þar áttum við frændur
og vini á Valdastöðum og Gríms-
stöðum, á báðum bæjum. Þar vor-
um við jafnan endilangt sumarið,
að bamaleikum og heyskaparvinnu
og bundumst Kjósinni óijúfanleg-
um böndum. Foreldrar okkar voru
með okkur í Kjósinni, einkum
mæður okkar. Þótt ótrúlegt megi
virðast í mannlegum samskiptum,
urðu aldrei neinir árekstrar á milli
þessara nánu fjölskyldna. AUt var
rætt í þaula og leyst í friði.
Þegar vinir okkar Kjósveijar
komu í bæinn á vetrum, litu þeir
ævinlega við á báðum búum, heima
hjá mér og heima hjá Hákoni
Svani. Hofteigur 6 var sjálfsögð
umferðarmiðstöð allra frændanna,
sem komu til Reykjavíkur.
Mikið var setið yfír spilum í þá
gömiu, góðu daga, á unglingsárum
okkar Hákonar Svans. Aldrei var
spurt, hvort illa stæði á, ef mótspil-
ara skorti. Jafnan var einhver, sem
gaf sig fram.
Margar voru veislurnar í húsinu
að Hofteigi 6: fermingarveislur,
stúdentaveislur, brúðkaupsveislur
og skímarveislur. Þá hjálpuðust
allir að við að gera daginn sem
hátíðlegastan.
Margar Þingvallaferðimar fóm
fjölskyldumar saman. Oft var gleði
og eftirvænting ríkjandi í ferðun-
um þeim.
Veturinn 1949 fór faðir minn
með bróður minn í hjartaaðgerð
til Svíþjóðar. Þann vetur reyndist
fjölskylda Hákonar Svans okkur
mæðgum best. Alltaf vora þau
boðin og búin að hughreysta okkur
og leggja lið í öllum efnum.
Hákon Svanur var ungur að
áram, er hann kynntist konuefni
/' Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Erfidrvkkjur
Glæsileg kaffi-
hláðborð íidlegir
síilir og mjog
gix> þjphusta.
[ppíysingar
jsíina 22322
FLUGLEIÐIR
BlTEL LÖITLÍIIIK
sínu, Svanhildi Sigurðardóttur.
Þau gengu í hjónaband og urðu
einstök hjón, óvenjuleg fjölskylda.
Aldrei hef ég fylgst með hjónum,
sem verið hafa svo auðug að ást
og kærleika hvort í annars garð.
Ég veit, að allir sem til þekkja
taka undir þessi stóra orð.
Börnin þeirra bera foreldram
sínum og fagurt vitni. Þau era lif-
andi vitnisburður þess, hve mikils
virði er að alast upp við ást og
kærleika, sem aldrei haggast. Þess
vil ég geta, að þegar Hákon Svan-
ur eignaðist fyrstu dóttur sína,
fæddist yngri systir mín, Ásbjörg.
Urðu þær frændkonur miklir vinir
og oft var gaman að sjá þær leika
sér saman.
Hvar sem Hákon Svanur fór var
hann eins og klettur. Svo traustur
var hann í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Vinátta hans var líka
óbrigðul og foreldra hans.
Fyrstu fímm búskaparár okkar
bjuggum við Heimir í kjallaranum
á Hofteigi 6. Foreldrar okkar
Svans áttu kjallarann sameigin-
lega. Við Hákon Svanur fylgdumst
með uppeldi barna okkar og nutum
þess heils hugar að vera áfram í
eins konar nábýli, þótt þá væri
Svanur að sjálfsögðu fluttur að
heiman.
Börn þeirra Svans og Svönu,
eins og ég venjulega kallaði þau,
urðu þijú að tölu, hvert öðra mann-
vænlegra, Helga, Hildur og Magn-
ús. Hafa þau orðið foreldram sín-
um til mikillar gleði og ekki síður
bamabömin. Öll hefur fjölskyldan
sú staðið sterk saman í gleði og í
sorg.
Eitt hið dýrmætasta, sem mann-
inum áskotnast er að geta litið um
öxl með hugann fullan af þakk-
læti. Þessa nýt ég, er ég hugsa í
þakklæti til allra áranna, sem við
Hákon Svanur Magnússon og fjöl-
skyldur okkar áttum saman.
Innilegustu samúðarkveðjur
færam við Heimir eiginkonu Há-
konar Svans, börnum þeirra,
tengdabömum, bamabömum og
nánustu ættmennum. Guð veri
þeim styrkur í sorginni djúpu.
Dóra Erla Þórhallsdóttir.
Hvað ræður? Hvers vegna
hverfa vinir okkar svo skyndilega
á brott í blóma lífsins? Hákon
Svanur Magnússon var aðeins 53
ára gamall þegar hann lést 19.
febrúar síðastliðinn. Hann var alla
ævi mjög heilsuhraustur og hafði
hann ekki kennt sér neins meins
fyrr en hann greindist með illkynja
sjúkdóm síðastliðið haust. Hákon
var síðan skorinn upp, en því mið-
ur var meinið of útbreitt til að
unnt reyndist að hefta það. Stríðið
var blessunarlega stutt. Hákon
hélt andlegri reisn og sínu glaða
geði allt þar til yfír lauk. Mikil ró
og friður hvíldu yfír honum þegar
hann kvaddi þennan heim.
Hákon giftist systur minni,
Svanhildi Guðbjörgu Sigurðardótt-
ur (Bubbu), 12. september 1959.
Frá því að ég kynntist honum má
segja að ég hafí í rauninni eignast
annan bróður, því hann reyndist
svo góður félagi og vinur þau ár
sem við þekktumst. Frá upphafí
reyndist hjónaband þeirra ákaflega
farsælt, en þar vora glaðværðin,
gestrisnin og elskulegheitin í fyrir-
rúmi.
Þegar ég kynntist Hákoni var
hann vinnandi maður, sem fljótlega
eignaðist bíl, en ég ungur og
ólofaður skólapiltur sem átti ekki
bót fyrir rassinn á mér. Ég naut
góðs af þessu því margoft fékk ég
að fylgjast með Bubbu og Hákoni
þegar þau fóru í ferðalög. Ófáar
ferðimar fóram við Hákon saman
á völlinn, heimsóttum Steinar
frænda hans eða komum við á
Hofteignum hjá foreldrum Hákon-
ar, Ninnu og Magnúsi, þáðum þar
veitingar og spjölluðum um fót-
bolta eða stjórnmál. Hákon og
ættingjar hans voru haldnir þeirri
„meinloku" að Akranes, en ekki
Valur, væri besta félagið á ís-
landi. Fór mörg stundin í að reyna
að koma vitinu fyrir þá ættingja
en árangurinn var sáralítill.
Hákon og Bubba fluttust í hús
foreldra minna á Freyjugötu 10A
1961 og bjuggu þau þar til 1977
er þau fluttust að Stífluseli 6. Þeg-
ar þau áttu heima á Freyjugötunni
var ég með herbergi á efstu hæð-
inni, en þau vora á þeirri neðstu.
Samskiptin vora oft mikil og helst
á léttu nótunum. Hræddur er ég
um að systir mín hafi oft verið að
gefast upp á grallaraskapnum í
okkur, þegar við voram kannski á
fullu í fótbolta inní miðri íbúð.
Foreldram mínum reyndist Hákon
einstaklega vel meðan þau lifðu
og eram við systkinin af Freyjugöt-
unni honum ákaflega þakklát.
Þegar ég kynntist konu minni,
ídu, tóku Hákon og Bubba henni
opnum örmum og tókst með fjöl-
skyldum okkar góð vinátta sem
hefur haldist síðan. Fóram við
margar ferðimar saman bæði inn-
an lands sem utan. Sérstaklega era
síðustu ferðimar til Þýskalands og
Spánar minnisstæðar. Alltaf gat
maður treyst því að Hákon væri
búinn að hella upp á könnuna þeg-
ar maður vaknaði og læddi að
okkur einum léttum um leið og við
skreiddumst fram úr bælinu.
Ýmislegt brölluðum við saman
og efst er í huga æringinn Hákon
sem alltaf var tilbúinn að bregða
á leik, hvort sem var í gervi ein-
hverrar kvenperáonu eða hann tók
létta danssveiflu.
En Hákon var ekki síður mjög
sporléttur maður sem ávallt var
tilbúin að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Hann var umfram
allt hugsandi maður með fastmót-
aðar skoðanir á mönnum og mál-
efnum, en ávallt heiðarlegur, léttur
í lund og sjálfum sér samkvæmur.
Minningarnar verða svo yfirþyrm-
andi að erfítt er að velja og hafna.
En ég læt hér staðar numið.
Elsku Bubba mín, Helga, Hild-
ur, Maggi og fjölskyldur. Við vitum
að missirinn er mikill, en minning-
in um góðan dreng yljar manni um
hjartarætur. Við fjölskyldan í
Brekkuseli færum ykkur innilegar
samúðarkveðjur. Hákoni þökkum
við einstaklega góða viðkynningu.
Guð blessi þig og varðveiti.
Páll, ída, Jóna og Einar Freyr.
+
Eiginmaður minn,
ÓSKAR D. ÓLAFSSON
fyrrv. brunavörður,
Sörlaskjóli 90,
Reykjavík,
lést á Sólvangi 24. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rebekka Lúthersdóttir.
Hjartkær eiginkona mín,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 37,
lést í Borgarspítalanum þann 23. þessa mánaðar.
Ólafur Guðmundsson.
Systir mín, + LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Baldursgötu 1,
andaðist þann 23. febrúar sl.
Sigríður Guðmundsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN JÓNSSON
skipstjóri
frá Hólmavik,
lést föstudaginn 19. febrúar.
Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar
kl. 14.00.
Vigdfs Ragnarsdóttir,
Hjördís Jóna Kjartansdóttir, Halldór Grétar Gestsson,
Hafdfs Björg Kjartansdóttir, Ægir Karl Ægisson,
Herdis Rós Kjartansdóttir, Jón Marinó Rirgisson
og barnabörn.
+
Eiginmafiur minn,
HJALTI BJÖRNSSON
bifreiðastjóri,
Mávahlíð 3,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn
23. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Svanborg Þórmundsdóttir.
LEGSTEINAR
Vetrarlilboð
íl
s/[?
í|!
i S ’
HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707