Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 35
/ Þegar sólin skín, þá er sælt að lifa, þá sofna harmamir, gleðin vaknar, og sérhver unaðsleg endurminning upp af gleymskunnar dái raknar. En ætli vér fyndum þann frið og unað, sem færir oss vor með geislum hlýjum, ef ekki væri til vetrarmyrkrið, sem vefur sólina dimmum skýjum? ■ (Jón frá Ljárskógum) Skjótt skipast veður í lofti, það sýna veðurguðirnir áþreifanlega. Tilveran er margslungin og venju- legum manni oft óskiljanleg. Snögg umskipti lífs og dauða leiða hugann að því, að forsjónin fer sínar leiðir með ævidaga okkar. Af hveiju og hvers vegna? Hver getur svarað? Þegar góður vinur fellur frá á besta aldri verður tregt um tungu að hræra. Minningarnar hrannast upp frá gömlum og nýjum tíma. - Hákon Svanur, brosmildur, traust- ur og hlýr, ætíð reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Fjölskyldur okkar fóru saman margar ferðirn- ar utan- og innanlands. Osjaldan var farið með tjald í farteskinu og tjaldað á fallegum stað við á eða vatn og rennt fyrir fisk. Venjulega var leikinn fótbolti að veiði lok- inni. íþróttir voru hans áhugamál svo og skáklistin. Skákklúbburinn okkar kveður nú kæran félaga. Foreldrar Hákonar Svans voru hjónin Níelsína Helga Hákonar- dóttir, ættuð af Akranesi og Magn- ús Ólafsson frá Fossá í Kjós. Nutu foreldrar og tengdaforeldrar ræktarsemi og umhyggju hans. Eiginkonan Svanhildur Sigurðar- dóttir, studdi hann með ráðum og dáð alla tíð. Þau eignuðust þijú mannvænleg börn, Helgu, Hildi og Magnús. Barnabömin eru þijú. Þakklæti er efst í huga á þess- ari stund. Þakklæti fyrir órofa tryggð í gegn um árin. Eiginkonu, börnum og barnabörnum vottum við hjónin dýpstu samúð. Kvaddur er heiðursmaður. Steinar. Þótt hugurinn fýllist trega þegar góður drengur er kvaddur langt um aldur fram birtir til þegar minningamar fara að hrannast upp — og það eru þær sem lifa og ylja. Fáa menn höfum við hitt á lífsleið- inni traustari en Hákon Magnús- son og heilli í öllum athöfnum sín- um og gerðum. í nærveru hans fann maður til vissrar öryggis- kenndar. Réttlætiskennd hans var mjög rík og dró hann ekki dul á þegar henni var misboðið. Hann lá ekki á skoðunum sínum og vissu allir hvar þeir höfðu hann. Ef til vill er það ekki í takt við tíðarand- ann, en þannig var Hákon. Heiðar- leikinn var hans aðal. Hjarta hans sló á réttum stað. Þá var hjálpsemi hans og viðbrugðið. Hann var vin- ur í raun. Hákon var mikill fjölskyldumað- ur. Umhyggja hans fyrir sínum nánustu fór ekki fram hjá neinum. Eiginkonan og börnin fengu notið þess ríkulega og núna síðast barnabörnin, sem voru augasteinar hans. Ekki má heldur gleyma hvernig hann reyndist tengdaforeldrum sínum og foreldrum í veikindum þeirra. Mun vart hafa liðið sá dag- ur að hann heimsækti ekki móður sína þau 10 ár sem hún dvaldi á sjúkrahúsi. Það var ómögulegt að vera lengi í návist Hákonar Magnússonar án þess að komast í gott skap. Lund hans var svo létt að það smitaði út frá sér. Hann var fljótur að sjá skoplegu hliðarnar og læddi út úr sér athugasemdum sem kitluðu hláturtaugarnar. Nú er skarð fyrir skildi og sökn- uður mikill, þó hvergi sem hjá eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Biðjum við góðan Guð að veita þeim styrk. Þeim verður léttir í sorginni hve bjart er yfir minningo hans. Rósa og Þorbjörn. Föstudaginn 19. febrúar síðast- liðinn barst okkur sú harmafregn að einn félagi okkar, Hákon Svan- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 35 ur Magnússon, væri látinn. Þegar vinur og félagi til langs tíma kveður jarðlífið fyrirvaralítið og Iangt um aldur fram fyllist hugurinn söknuði og einmana- kennd. Þannig eru tilfinningar okkar félaganna í litla en sam- heldna hópnum okkar. Við félag- amir höfum komið saman í meira en 20 ár til að tefla skák, blanda geði hver við annan og njóta ríku- legra köku- og kaffiveitinga eigin- kvenna okkar. En nú er höggvið skarð í hópinn þegar við verðum að sjá á bak Hákoni. Þegar við látum hugann reika til baka minnumst við prúð- mennsku og dagfarsprýði Hákon- ar, sem kom oft glögglega í ljós þegar tekist var á við skákborðið, þar sem stundum getur myndast nokkur spenna í tímaþröng og erf- iðri stöðu í taflinu. Þá var ávallt stutt í brosið og glettnina hjá Há- koni. Eins er ljúft að minnast loka- kvöldanna á vorin þar sem félag- arnir ásamt eiginkonum hittust oft á heimili þeirra Hákonar og Svönu, fyrst á Freyjugötu og síðan í Stífl- useli 6. En þó að söknuður sé sár og þungt sé í sinni þá lifir minningin og þakklætið fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar góðs félaga. Elsku Svana, megi góður guð styrkja þig og fjölskylduna í ykkar miklu sorg. Skákfélagarnir. Aðeins nokkrar línur til að þakka honum Hákoni mági mínum fyrir samfylgdina á sl. 35 árum. Ökkar kynni hófust þegar hann og Bubba systir mín fóru að draga sig saman. Það er svo margt sem kemur upp í huga manns og margt að þakka sem ekki er hægt að telja hér upp. En efst í hugum okkar er þegar við hjónin ásamt Bubbu og Hákoni fórum í ferðalag saman í október sl. og skoðuðum ýmsa staði á meginlandi Evrópu. Þetta var okkur öllum ógleymanleg ferð. Engum hefði þá dottið í hug að hann gengi ekki heill til skógar, en viku eftir að heim kom þá fann hann fyrst fyrir sínum veikindum og hefur barist við illvígan sjúkdóm síðan. Hann lés.t á Grensásdeild Borgarspítala 19. febrúar sl. Bubba mín, þú hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið hans og ekki síst núna sl. mánuði. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við fjölskyldurnar höfum átt saman og eigum eftir að geyma þær í minningunni. Bubba mín, Helga, Hildur og Maggi, við vitum að ykkar missir er mikill, en þið eigið góðar minningar um góðan eiginmann og föður sem eiga eftir að ylja ykkur á komandi árum. Megi góður guð styrkja ykkur og blessa. Guðný, Elías og fjölskyldur. t Elsku faðir minn og tengdafaðir, JÓN MÝRDAL JÓNSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli Jónsson, Heiðbjört Dröfn Jóhannsdóttir. t Elskuleg móðir okkarr, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Álfheimum 26, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 22. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ingvar Ágústsson, Bergþóra Ögmundsdóttir, Gunnar Jón Ágústsson, Signý Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, OTTÓ G. GUÐJÓNSSON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 20. febrúar, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Erla Ottósdóttir, Þórir H. Ottósson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SVEINS S. SVEINSSONAR, Þórufelli 16, fer fram í Fossvogskapellu föstudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Ingibjörg Theodórsdóttir, börn og tengdabörn. t Elskuleg konan mín, BJARNVEIG ÞORGERÐUR SVEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Reykhólakirkju á morgun, föstudaginn 26. febrúar, kl. 14.00. Sætaferð frá BSl kl. 8.00. Fyrir hönd aðstandenda, Markús Guðmundsson. t Eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SVEINFRÍÐUR G. SVEINSDÓTTIR húsmóðir, Holtagerði 15, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam- lega bent á söfnunarsjóð Stomasamtakanna, Búnaðarbanka íslands, Garðabæ, bók nr. 289150. Skápti Óiafsson, Stella Skaptadóttir, Ólafur Eljsson, Sævar Skaptason, Bryndfs Óladóttir, Snorri Skaptason, Steinn Skaptason og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Patreksfirði, Álfheimum 22, Reykjavík, _ verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 26. febrúar nk. kl. 15.00. Agnes Ágústsdóttir, Hannes Agústsson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Herdfs Heiðdal, Magnús Olafsson, Haukur Heiðdal, Helga Haraldsdóttir, Elín Heiðdal, Gísli Þorvaldsson, Elín Þorkelsdóttir, Ólafur Pétursson og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Melgerði 30, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson, Ágústa Eygló Óskarsdóttir, Haukur Þ. Ingólfsson, Sigríður Magnea Óskarsdóttir, Erlingur Björnsson, Friðbjörg Óskarsdóttir, Þorsteinn A. Andrésson, Guðmundur Rafnar Óskarsson, Alice B. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÞÓRÐAR P. SIGHVATS. Guðný Þórðardóttir, Grétar Guðbergsson, Þórður Grétarsson. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, GUÐMUNDAR S. KRISTINSSONAR, Laufásvegi 60. Sérstakar þakkir til Oddfellowbræðra í stúkunni nr. 5, Þórsteinn IOOF, fyrir virðingu og hjálp okkur sýnda. Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Unnur Berglind Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR frá Blöndudalshólum. Ingibjörg Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir, Jónas Bjarnason, Ásdís Friðgeirsdóttir, Kolfinna Bjarnadóttir, Hinrik Bjarnason, Ólafur Bjarnason, Hólmfri'ður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PETREU ANDRÉSDÓTTUR, Skólasti'g 14a, Stykkishólmi. Elsa Valentínusdóttir, Guðni Friðriksson, Mari'a Guðnadóttir, Ólafur Sigurðsson, Valentínus Guðnason, Elísabet Björgvinsdóttir, Elínborg Guðnadóttir, Helgi Bragason og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.