Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 fclk í fréttum Lynn og Adrian Peters ásamt syni sínum Jake. Þau héldu að drengurinn væri með krabbameinsæxli, en annað kom í ljós. FÆÐINGAR Með síams- tvíbura í maganum Foreldrar Jake Peters urðu í senn glöð og hrygg þegar þau fengu þann úrskurð að þriggja mánaða sonur þeirra væri ekki með krabbameinsæxli í maganum heldur vísi að síamstvíbura. Fóstr- ið hafði lifað í sjö vikur, en varð eftir sem hnútur rétt neðan við hægri rifbein drengsins. Þetta er þó ekki einsdæmi í sögunni, því nokkrum sinnum hefur bam fæðst með slíkt fóstur innan í sér. Foreldramir fundu hnútinn stuttu eftir að drengurinn fæddist, en læknar sögðu að þau skyldu ekki hafa áhyggjur af honum. Lík- legast væri ástæðan sú að lifrin væri lítillega of stór. Það var ekki fyrr en Jake var þriggja mánaða og fór í hefðbundna skoðun, að hann var sendur á spítala til at- hugunar. Læknirinn sem skar Jake upp líkti aðgerðinni að nokkm leyti við keisaraskurð. Sem betur fer vom engin líffæri Jakes samvaxin fóstrinu, þannig að aðgerðin hafði engin eftirköst í för með sér og var Jake útskrifaður af spítalanum tíu dögum eftir uppskurðinn. jML Jf 1 ÞORLAKSHOFN Stökkvarar tryg;gðu Heklu sigurinn Þau höfðu svo sannarlega ástæðu ti! að fagna börnin í Ung- mennafélaginu Heklu á Rangárvöll- um, því þau sigmðu annað árið í röð á aldursflokksmóti í fijálsum íþrótt- um, sem nýlega var haldið í Þorláks- höfn. Umf. Hekla og Umf. Selfoss háðu harða baráttu, en í þrem síð- ustu greinunun náði Hekla forskot- inu sem til þurfti í stökkgreinum telpna 13-14 ára. Það var Friðsemd Thorarensen á Hellu sem var svo skreflöng, stökk 2,43 m í langstökki án atrennu, 6,88 m í þrístökki án atrennu og 1,40 m í hástökki. Jóhann Haraldsson deildarstjóri hjá Skeljungi ásamt eiginkonu sinni Grétu Pape. ARSHATIÐ Heimatilbúin skemmti- atríði hjá Skeljungi Arshátíð Skeljungs var haldin á Hótel Sögu síðastliðið föstudagskvöld. Var vel mætt og mikil stemmning. Eftir að menn höfðu snætt vom sýnd heimatilbúin skemmtiatriði. Meðal annars var sýndur leikþáttur, þar sem topparnir í fyrirtækinu vom teknir fyrir. Einnig var söngur á dag- skrá og sýnt myndband af starfsfólkinu, sem hafði verið tekið fyrir nokkru, þar sem fólkið var við störf. Guðlaug Hallbjörnsdóttir mat- ráðskona hjá Skeljungi kemur hér til hófsins ásamt eiginmanni sinum Gunnari Péturssyni. Rebekka Ingvarsdóttir starfs- mannastjóri Skeljungs ásamt eigin- manni sínum Einari Kristinssyni. TIMKEN FAC itlO KEILULEGUR KÚLU-OG RÚLLULEGUR LEGUHÚS Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FftLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 814670 Mafrifr í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.