Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 44

Morgunblaðið - 25.02.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 IÞROTTIR UNGLINGA Akureyringar bestir í íshokkí - sigruðu í þremurflokkum á Islandsmótinu SKAUTAFÉLAG Akureyrar sigraði í þremur flokkum af fjórum á íslandsmóti barna og unglinga í íshokkí sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Akureyringar sáu um fram- kvæmd mótsins og voru bæn- heyrðir með verður. Logn var mest alla helgina og aðstæður hinar ákjósanlegustu. Keppt var í fjórum flokkum frá aldrinum níu til sautján ára með þátttöku allra þriggja ís- Knattspyrna: Atli hetja Breiðabliks BREIÐABLIK varð um síð- ustu helgi íslandsmeistari 3. flokks í innanhússknattspyrnu. Liðið sigraði FH 3:2 ífjörugum t úrslitaleik sem einkenndist af mikilli baráttu beggja liðanna. Blikar voru sterkari í fyrri hálf- leiknum og Grétar Már Sveinsson kom liðinu á sporið eftir að vörn FH hafði setið eftir á miðj- unni og Guðmundur Guðmundsson bætti öðru marki við í upphafi síð- ari hálfleiksins. En FH-ingar kom- ust inn í leikinn með óvæntu marki. Lítil hætta virtist vera á ferðum, Grétar Már hugðist hreinsa frá en skaut knettinum í Ólaf Stefánsson og af honum fór knötturinn í netið. Hafnfírðingar hresstust við markið og voru hættulegri aðilinn næstu mínúturnar og Davíð Ólafsson jafn- aði leikinn. Atli Kristjánsson átti síðasta orðið og tryggði liðinu sigur- inn. „Við gáfum eftir og spilið datt niður um tíma en við náðum okkur aftur á strik,“ sagði Eyþór Sverris- son fyrirliði UBK eftir leikinn en þessi árgangur hefur verið sigur- sæll í gegn um tíðina. Margir leik- menn í liðinu hafa tvívegis áður orðið Islandsmeistarar innanhúss. Alls tóku 27 lið þátt í mótinu sem fram fór um helgina í Iþróttahúsinu á Seltjamamesi. hokkíliðanna. Heimamenn hrepptu þijú gull sem áður sagði en yngsta félagið, ísknattleiksfélagið Björn- inn bar sigur úr bítum í flokki 10 -12 ára. Mótið um helgina er fyrsta ís- -landsmótið sem fram fer í yngri flokkum í íshokkí. Lengi var keppt um Sveinsbikarinn í sextán ára flokki á milli Skautafélags Reykja- víkur og Akureyrar en sú keppni hefur ekki verið við lýði í nokkur ár. Annars urðu úrslit þessi á mót- inu. Níu ára og yngri: SA-SR..........................3:2 SA - SR........................4:0 10 - 12 ára SA-ÍKBa........................1:8 SR-ÍKBb........................6:1 SA - SR........................7:2 SA-ÍKBb...................... 8:1 SR - ÍKBa......................0:5 Úrslitaleikur: SA-ÍKBa........................3:7 13 - 16 ára ÍKB - SR.......................4:2 SR-SA..........................1:4 ÍKB-SA.........................0:5 Úrslitaleikur: ÍKB - SA.......................2:9 16 - 17 ára SA-SR..........................7:2 SA-SR..........................6:0 KNATTSPYRNA Lið Skautafélags Akureyrar flokki 13-17 ára. Neðri röð frá vinstri: Daníel Gunnarsson, Haraldur Vil- hjálmsson, Birgir Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Víglundur Bjamason og Jens Gíslason. Efri röð frá vinstri: Kristinn Harrýsson, Þröstur Bjama- son, Elvar Jónsteinsson, Erlingur Sveinsson, Kjartan Kjartansson, Tryggvi Hallgn'msson, Jónas Stefáns- son og Pekka Sanatanen. Innfellda er frá leik SA og Bjarnarins. Breiðablik - Islandsmeistari 3. flokks í innanhússknattspymu. Morgunblaðið/Frosti Úrslit á íslandsmótinu í knattspyrnu inn- anhúss sem fór fram í íþróttahúsinu á Sel- tjamamesi um síðustu helgi. Staða eftir riðlakeppni: A-riðilI: UBK 6, ÍBK 4, UMFA 2, Njarðvík 0. B-riðill: HK 6, Austri 4, ÍA 2, Bolungarvík 0. C-riðill: Þróttur R. 4, Stjaman 4, Víðir 4, Sindri 0. D-riðill: FH 7, KR 5, Selfoss 0. ■ÍBV afboðaði þátttöku og því leikin tvöföld umferð. E-riðiIl: Fram 4, Reynir S. 4, Leiknir 2, Grótta 2. F-riðill: Fylkir 5, ÍR 4, Víkingur 3, Hamar 0. G-riðilI: Valur 4 (16:7), Haukar 4 (9:11), Pjölnir 2, Grindavík 0. Úrslitariðill 1: UBK - Fylkir 5:1, HK - Fram 1:6, Fylkir - Fram 1:5, UBK - HK 4:1, HK - Fylkir 4:5, Fram - UBK 2:6 Úrslitariðill 2: FH - Valur 3:2, Þróttur - FH 1:2, Valur - Þróttur 3:0 Úrslitaleikur: UBK-FH...................................3:2 Grétar Már Sveinsson, Guðmundur Guð- mundsson, Atli Kristjánsson - Ólafur Stefáns- son, Davíð Ólafsson. HANDKNATTEIKUR / BIKARKEPPNIN Æsispennandi hjáKRogÍR KR hafði betureftirtvíframlengdan leik GRÓTTA og KR urðu bikar- meistarar í fjórða flokki í síð- ustu viku er þau lögðu and- stæðinga sína að velli í úrslita- leikjum. Þá sigruðu Valsstúlkur stöllur sínar í FH auðveldlega 16:8 í bikarúrslitaleik 3. flokks sem fram fór f Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld. Staðan var 10:5 íleikhléi. Grótta vann auðveldan sigur á KR í fjórða flokki karla 21:12 en tvíframlengt var í leik KR og ÍR í kvennaflokki. Eftir mikið tauga- stríð voru það KR-stúlkurnar sem höfðu betur en þess má geta að þær hafa aðeins tapað einum leik í vet- ur. Þær urðu um helgina deildar- meistarar í 4. flokki kvenna en sama leik léku reyndar bæði karla- og kvennalið félagsins í 2. flokki. Vesturbæjarliðið hafði undirtökin í leiknum framan af og voru nálægt hví að gera út um leikinn á hefð- bundnum leiktíma. Liðið hafði tveggja marka forskot á lokamínút- unni en tvö mörk Tinnu Halldórs- dóttir, annað á lokasekúndunni tryggði Breiðholtsliðinu framleng- ingu. ÍR-stúlkurnar komu í fram- lengingunni fullar af trú á eigin getu og höfðu 15:13 yfir en KR- stúlkurnar náðu að knýja fram aðra framlengingu. IR hafði um tíma forystuna í síðari framlengingunni en góður leikur Eddu Garðarsdóttir vó þungt en hún skoraði þrjú síð- ustu mörk leiksins. „Edda bjargaði þessu fyrir okkur í lokin, við erum ekki vanar því að vera teknar tvær úr umferð," sagði Valdís Fjölnis- dóttir, fyrirliði KR en hún ásamt Eddu voru í strangri gæslu allan leikinn. „Við toldum okkur trú um að við værum búnar að tapa þessum leik fyrirfram en okkur tókst síðan að rífa okkur upp og það var svekkj- andi að tapa þessum Ieik,“ sagði Tinna Halldórsdóttir, leikstjórnandi og helsta skytta ÍR-inga. Þess má Morgunblaðið/Frosti Bikarmeistarar KR í fjórða flokki kvenna. Efri röð frá vinstri: Karl Erlingsson þjálfari, Sigríður Jónsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Edda Garðarsdóttir, Edda Hrönn Kristinsdóttir, Elísabet Amardóttir, Helga Ormsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Concordia Konráðsd. Neðri röð frá v.: Jóhanna Indriðadóttir, Kristín Þ. Jóhannesdóttir, Alda Guð- mundsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Karen Guðmundsdóttir, Harpa M. Ingólfsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Katrín Óskarsd. geta að þjálfari ÍR, Hlynur Jóhanns- son, fékk að sjá rauða spjaldið í framlengingunni en hann ásamt fleirum átti í erfiðleikum með að halda ró sinni í þessum æsispenn- andi leik. MBrk KR: Edda Garðarsdóttir 8, Ólöf Indr- iðadóttir 5, Elísabet Amardóttir 3, Sæunn Stefánsdóttir 2 og Jóhanna Indriðadóttir 1. Mörk ÍR: Tinna Halldórsdóttir 7, Ragnheið- ur Ásgeirsdóttir og Anna Sigurðardóttir 3, María Másdóttir 2, Inga Ingimundardóttir og Heiðveig Einarsdóttir 1. Aldrei spurning „Við erum með mun hávaxnara lið en KR og það hafði mikið að segja í þessum leik. Þeir eru „tekn- iskir“ en skortir hæðina og kraft- inn,“ sagði Skúli Þ. Gunnsteinsson, fyrirliði 4. flokks Gróttu eftir auð- veldan sigur Seltirninga í ná- grannaslagnum en Grótta náði þar með sínum fyrsta landstitli í hand- knattleik. Grótta náði undirtökun- um fljótlega í leiknum, þremur mörkum munaði í leikhléi 9:6 en þeir mættu lítilli mótspyrnu í síðari hálfleiknum. „Við spiluðum ágæt- lega í byijun en eins og oft áður í vetur varð leikur okkar eintómt rugl þegar við lentum undir í síðari hálfleiknum," sagði Björgvin Vil- hjálmsson, fyrirliði KR eftir leikinn. Mörk Gróttu: Bjarki Hvannberg 9, Jónas Hvannberg 4, Haukur Stefánsson 3, Gunn- laugur Thorarensen 2, Þór Sigurðsson, Skúli Þ. Gunnsteinsson og Einar Þorvaldsson 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.