Morgunblaðið - 14.03.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
eftir Agnesi Bragadóttur
LÍKAST til er Jón Sigairðsson iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra sá ráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar
sem tekist hefur á hendur hvað flest stórverkefnin,
án þess að ná nokkru sinni að sjá þau verða að veru-
leika, ekki síst vegna ytri aðstæðna. Má í þeim efnum
nefna áform um nýtt álver á Keilisnesi, sem annað-
hvort eru að renna út í sandinn, eða hafa verið lögð
í saltpækil til nokkurra ára. Einkavæðingaráform
ráðherrans á ríkisbönkunum eru sömuleiðis runnin
út í sandinn, að minnsta kosti um stundarsakir. Þá
eru efasemdir innan stj órnarflokkanna um ný lög
um Seðlabanka íslands á þessu vorþingi orðnar svo
háværar, að harla ólíklegt hlýtur að teljast að þau
verði að veruleika í tíð ráðherrans. Eitt nýjasta
dæmið um áform ráðherrans um stórverkefni er það
sem hann nefndi stofnun fjárfestingarbanka iðnaðar-
ins á 60 ára afmæli Félags íslenskra iðnrekenda 6.
febrúar síðastliðinn. Hann greindi afmælisbörnunum
0
frá samkomulagi iðnaðarráðuneytisins við FII og
Landssamband íslenskra iðnaðarmanna um stofnun
slíks fjárfestingarbanka með yfirtöku Iðnlánasjóðs
og sameiningu hans við Iðnþróunarsjóð í ársbyrjun
1996. Nú síðastliðinn miðvikudag áréttaði ráðherrann
þessa stefnu sína í ræðu á ársþingi Félags íslenskra
iðnrekenda, jafnframt því sem hann var búinn að
gefa bankanum sínum nafn, íslenski. fjárfestingar-
bankinn hf., og boðaði að nú væri unnið að gerð
lagafrumvarps um stofnun bankans, sem yrði í eigu
samtaka iðnaðarins og ríkisins.
að er rétt sem ráðherrann sagði í
ræðu sinni, að náðst hefði sam-
komulag á milli iðnaðarráðuneytis-
ins og forystumanna hagsmunaaðila
iðnaðarins um þetta mál, en þar
með er líka upptalið allt sem lýtur
að samráði og samkomulagi við
aðila sem að málinu hljóta að koma
með einum eða öðrum hætti. Enginn
sem málið snertir, hvorki stjórnar-
menn í Iðnlánasjóði, Iðnþróunar-
sjóði, né ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar, að forsætisráðherra undanskild-
um, hafði af áfomiunum heyrt, þeg-
ar ráðherrann gerði málið heyrin-
kunnugt í afmælishófínu í febrúar.
RÁÐHERRAR KOMU
AF FJÖLLUM
Samt sem áður sagði ráðherrann
orðrétt í ræðu sinni á afmælisfund-
inum: „Það er ánægjulegt að geta
skýrt frá því hér að samkomulag
er um það í aðalatriðum að mynduð
verði á grundvelli Iðnlánasjóðs fjár-
festingarstofnun í hlutafélagsformi
í samræmi við þá nýju samræmdu
bankalöggjöf, sem væntanlega
verður samþykkt nú á vorþinginu.“
Og síðar sagði ráðherrann: „Innan
ríkisstjórnarinnar hefur verið fjallað
um þessar tillögur og er nú unnið
að nánari útfærslu þeirra." Þeir
tveir ráðherrar sem sátu afmælis-
hófíð auk iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra komu af fjöllum. Þeir voru
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra og höfðu samkvæmt mín-
um upplýsingum aldrei heyrt á
málið minnst þegar „samkomulag-
ið“ var kynnt.
EITT SÍMTAL VIÐ
FORSÆTISRÁÐHERRA
Iðnaðarráðherra afhenti svo ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar minnis-
blað á ríkisstjórnarfundi 9. febrúar
um málefni Iðnlánasjóðs og Iðnþró-
unarsjóðs, en það var þremur dög-
um eftir afmælishóf FII. Þar segir
m.a.: „Á afmælisfundi Félags ís-
lenskra iðnrekenda sem haldinn var
sl. Iaugardag nefndi ég almennum
orðum eftir samráð við forsætisráð-
herra að samkomulag væri um
málið í aðalatriðum." Þegar gengið
var á viðskiptaráðherra á ríkis-
stjórnarfundinum skýrði hann orð
sín á þann veg, að með því að segja
að málið hefði verið rætt innan
ríkisstjórnarinnar, hefði hann átt
við þá staðreynd, að hann hefði átt
símtal við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra um málið, þar sem forsæt-
isráðherra var staddur í sumarbú-
stað forsætisráðherra á Þingvöllum.
Púnktur. Basta.
Ákveðnir stjórnarmenn Iðnlána-
sjóðs og Iðnþróunarsjóðs munu hafa
setið sama afmælishóf og hlýtt í
samskonar undran á ræðu ráðherr-
ans og samráðherrar hans gerðu.
Þeir vissu víst nákvæmlega ekkert
um áform ráðherrans.
Svo er að heyra að samstarfs-
menn Jóns Sigurðssonar í báðum
stjórnarflokkum séu orðnir heldur
þreyttir á starfsaðferðum hans og
vinnubrögðum og það á ekki síður