Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 K Ingvar E. Sigurósson leikari segir þá daga sem hann er á fjölunum vera f rábrugdna öórum dögum. Hann hef ur hlotió mikió lof ffyrir frammistöóu sina á leiksvióinu, nú síóast í „Stund gaupunnar11 eftir Urði Gunnarsdóttur ÞEIR dagar sem Ingvar Eggert Sigurðsson stíg- hefur verið með miklum ágætum, ekki síst í ur á svið eru öðruvísi. Hann segist ekki vita á „Stund gaupunnar“ sem frumsýnd var fyrir viku. hvaða hátt þeir séu frábrugðnir öðrum dögum, „Afburðaleikari," segir í leikdómi Morgunblaðs- sviðsskrekkur sé ekki rétta orðið því stundum ins, „sýnir nýjar víddir í næmlegri og vel unninni sé ekki síður um tilhlökkun að ræða. Frammi- persónusköpun", segir leikdómari DV og Alþýðu- staða Ingvars frá því að hann útskrifaðist úr blaðið segir Ingvar sanna enn einu sinrti hversu Leiklistarskóla íslands fyrir tæpum þremur árum hæfileikamikill leikari hann sé. Hann sjálfur „ÞÓ AÐ ég opni mig á sviðinu í tilbúnu hlutverki er ekki þar með sagt að ég sé opinn sjálfur.“ Morgunblaðið/Kristinn Hvaða áhrif hafa leik- dómar á Ingvar Sig- urðsson? „Þeir hafa engin þau áhrif að ég breyti einhveiju, eftir að ég sé þá, að minnsta kosti ekki hingað til. En ég hlusta á alla gagnrýni hvort sem hún er úr fjölmiðlum eða frá almenningi og þá er hún annaðhvort staðfesting á því sem ég vissi eða staðfesting á því að ég veit betur.“ Ingvar er 29 ára og útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands vorið 1990 og um haustið fékk hann hlutverk í Borgarleikhúsinu. Hann lék í verki Hrafnhildar Guðmundsdóttur Hag- alín, „Ég er meistarinn" og síðar um veturinn bættust við sýningar á leikritinu „Pétri Gaut“ hjá Þjóðleik- húsinu. Sumarið 1991 lék Ingvar í kvikmynd Ásdísar Thoroddsen, „Inguló“ og um haustið var hann ráðinn á árssamning hjá Þjóðleik- húsinu. Þar hefur hann leikið í „Rómeó og Júlíu“, „Elínu, Helgu, Guðríði", „Kæru Jelenu", „Stræti" og nú síðast „Stund gaupunnar" Þá hefur hann leikið í stuttmyndinni „SSL 25“ og fjölda útvarpsleikrita. „Með leik sínum í „Stund gaup- unnar staðfestir Ingvar að hann er sérstakur leikari," segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri „Kæru Jelenu". „Maður veit ekki hveiju von er á frá honum, að því leyti er hann óútreikn- anlegur. í samstarfi er Ingvar sann- ur í öllu því sem hann gerir, hann vill gera vel og uppsker eftir því.“ Undir það tekur Halldóra Bjöms- dóttir leikkona, sem hefur leikið tals- vert með Ingvari á tveimur fyrstu leikárunum í Þjóðleikhúsinu. „í mín- um huga er Ingvar ljúfur drengur, traustur og einlægur persónuleiki með viðkvæmt hjarta sem er fullt af list.“ Ingvar hefur oftar en ekki túlkað persónur sem eru skuggamegin í líf- inu, fylliraftana Scullery í „Stræti" og Vitja í „Kæru Jelenu“, illmennið Jagó í „Óþelló“, sem Nemendaleik- húsið setti upp og geðsjúka drenginn í „Stund gaupunnar". „Ég er skarp- leitur og á sjálfsagt ekkert erfitt með að vera skuggalegur," segir Ingvar og brosir ögn vandræðalega. Segist ekki hafa áhyggjur af því að að festast í hlutverki „vonda karls- ins“. Þórhallur segir Ingvar hafa vítt hæfíleikasvið, hann búi ekki síst yfír hæfileikum í gamanleik. „Hann hef- ur spilað mjög vel úr þeim hlutverk- um sem hann hefur fengið. En hann er rétt að byija, hann á heila starfs- ævi fyrir höndum." Einhver myndi segja að Ingvar hefði verið heppinn með hlutverk. „Já, ég hef örugglega verið það. En ég vil ekki trúa því að ég hafa bara verið heppinn," segir hann. „Leikrit geta verið leiðinleg aflestrar, maður fær persónumar ekki fullmótaðar í hendumar, heldur vinnur úr þeim sjálfur með leikstjóranum. Hlutverk sem maður fær getur því tekið á sig mynd sem er ólík þeirri sem virtist í upphafí." - Hvernig er undirbúningi þínum háttað? „Það er misjafnt, fer eftir þvi hvers konar verkefni er um að ræða og hvaða kröfur leikstjórinn gerir. Stundum er undirbúningur meira sameiginlegur öðrum í leikhópnum og stundum er maður meira einn. Fyrir sýningar reyni ég að halda andlegu jafnvægi og halda mér heit- um.“ - Hvað með sviðskrekk? „Hver dagur fram að sýningar- kvöldi er öðruvísi án þess að ég geti útskýrt það frekar. Þegar um krefjandi hlutverk er að ræða vil ég helst ekki leika í fleiri en fimm sýn- ingum á viku. Ég verð að eiga ein- hvem tíma frí.“ - Hvernig slakar þú á utan leik- hússins? „Til að hvíla mig finnst mér gott að lesa, eitthvað allt annað en það sem ég er að fást við í leikhúsinu." Einn leikdómari sagði að líkams- beitingin væri sterkasta hlið Ing- vars. Þórhallur Sigurðsson segir að þrátt fyrir að hún sé góð eigi hann eftir að ná enn betri tökum á líkam- anum. Sjálfur segist Ingvar ekki hugsa nákvæmlega um hvernig hann beiti líkama sínum á sviði. „Það verður að vera eðlilegt flæði á milli líkamans og hugsunarinnar, það kemur sjálfkrafa. Þær persónur sem leika á sviði eiga sér ekki eina ákveðna fyrirmynd, sem ég stæli.“ Sýning á borð við „Stund gaup- unnar“ vekur upp margar spuming- ar, siðferðilegar og trúarlegar, og eftir eina sýningu var boðið upp á umræður á eftir. „Mér finnst gott að þessi sýning skuli vekja spurning- ar og umræðu, þó að við séum ekki viðræðugóð svona strax eftir sýn- ingu. Ég er ekki viss um að áhorf- endur séu það heldur.“ Það er þó nokkuð um pör í leikara- stéttinni eins og öðrum starfsgrein- um og Ingvar er giftur leikk'onunni Eddu Arnljótsdóttur. Þau eiga tvö börn, Áslák tveggja ára og Snæfríði eins árs. Er makinn kannski besti leiklistargagniýnandinn á heimili leikaranna? „Ætli maður sé það ekki sjálfur." Annað slagið stendur Ingvar upp og gengur um gólf eða horfír út um stofugluggann. Lýkur ekki öllum setningum. Er hann kannski feim- inn? „Þó að ég opni mig á sviðinu i tilbúnu hlutverki er ekki þar með sagt að ég sé opinn sjálfur." Ingvar er yngstur af sex systkin- um, alinn upp í Bústaðahverfinu. Hann átti ekki von á því að vera leikari, lét sig dreyma um að verða prestur en bróðir hans setti stefnuna á að verða öskukall. „Eitt sinn mun- aði sáralitlu að ég léki aðalhlutverk í barnaævintýri sem sett var upp í barnaskólanum. Á síðustu stundu brast mig kjark og ég fékk þess í stað að leika varðmann sem sagði eina setningu.“ - Hvað með íþróttir? „Mér fannst gaman í boltaleik og finnst enn, ég hef líka gaman af að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.