Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
19
Horft til f ramtíðar.... imokia
SJÓNVÖRP FRAMTÍÐARINNAR
- Breiðskjár hlutföll 16:9
- 32" og 28” Black Planigon
- DTI "digital" háskerpumynd
- Þreföld mynd í mynd (MÍM)
- Víðóma Nicam HiFi 2x35 W
- Djúpbassakerfi (subwoofer)
- Textavarp
- Fjarstýring: TV-Mús
- Valmyndastjórnun
- 3 Scart tengi AA/ og fl.
■28- - sTAÐGREIÐSU^ERO *
Nú er tækifæríð til að gera verulega góð kaup.
DRAUMALINAN
Vörurnar eru til sýnis í kjallara verslunar Vatnsrúms, Skeifunni 1 la.
I SGAGNAVHRSLl N
TVEGGJA ÐAGA TILBOÐ15. OG16. MARS - RYMINGARSALA
ALLT Á A Ð SELJAST
Komið og bjóðið í vönduð þýsk svefnherbergishúsgögn frá versluninni DRAUMALÍNUNNI sem hættir rekstri.
Þetta eru hjónarúm - fataskápar - kommóður - skápar - snyrtiborð - náttborð og margt fleira.
FFJRMTNGARS TÚLKUR
Samfellur með/án erma -
mjög vandaður og fallegur undirfatnaður frá
CALIDA, DANIEL FRANCE, EXZELLENTOG LOU.
Sokkar og sokkabuxur í miklu úrvali.
Sendum ípóstkröfu Euro og Visa.
PARÍSARbúdin NSTfB
Austurstræti 8, sími 14266. Laugavegi 30, sími 624225.
hreyfa mig og leika mér. Til dæmis
dansa.“
Eftir grunnskóla lá leiðin í Pjöl-
brautaskólann í Breiðholti og síðar
Héraðskólann í Reykholti þegar for-
eldrar hans, Sigurður Ólafsson,
stöðvarstjóri Pósts og sima, og Guð-
björg Þorleifsdóttir, fluttu í Borgar-
nes. Þá tók Ingvar nokkrar annir
utanskóla í Fjölbrautaskólanum á
Akranesi og vann með. Segist hafa
unnið við allt mögulegt, síðasta sum-
ar brá hann sér á sjó, svona til að
geta nefnt sjómennskuna. En leik-
listin blundaði undir niðri. „Ég var
alltaf hrifínn af góðum leik, en hélt
að ég hefði ekki kjarkinn tii að leika
sjálfur. í Borgarnesi var ég hins
vegar fenginn til að vera með í upp-
setningu á Dúfnaveislunni eftir Hall-
dór Laxness. Eftir það varð ekki
aftur snúið og ég ákvað að sækja
um Leiklistarskólann."
Æfingar á nýjum farsa, „Kjafta-
gangi“ eftir Neil Simon, hafa tekið
við af strangri æfingatörn og frum-
sýningu á „Stund gaupunnar“.
Frumsýning hefur sérstakan sess í
hugum margra, hennar er beðið með
meiri eftirvæntingu en annarra sýn-
inga. „Við náum ekki alltaf því sem
að er stefnt þegar við erum að leika
í fyrsta skipti fyrir fullu húsi áhorf-
enda. Það er of lítið um forsýningar
með áhorfendum. Sýning batnar eft-
ir því sem hún er leikin oftar.“
- Nú er oft talað um að á frum-
sýningunni „gerist eitthvað“?
„Ekkert frekar en á generalprufu
eða forsýningum. Þetta „eitthvað“
var til dæmis ekki til staðar á frum-
sýningu á „Stund gaupunnar“, held-
ur annarri sýningu. En hver sýning
er engu að síður sérstök, vegna
áhorfendanna og þeirra tengsla sem
myndast á milli þeirra og leikar-
anna. Þegar leiksýning hefst, stíga
áhorfendur og leikendur saman inn
í heim sýningarinnar og sú stund
er heilög. Gott samband við áhorf-
endur er held ég það yndislegasta
sem leikari upplifir. Þegar fólk segir
mér að það fari aldrei í leikhús af
þvi að það sé alltaf svo leiðinlegt,
trúi ég því ekki. Víst getur verið
leiðinlegt á einstaka sýningum,
raunar er ekkert eins leiðinlegt og
slæm leiksýning. En að leikhús í
heild sinni sé leiðinlegt er af og frá.“
í „Stræti“ taka áhorfendur þátt í
sýningunni, persónur leikritsins
ganga manna á milli í hléi í misjöfnu
ásigkomulagi og láta fáa sýningar-
gesti afskiptalausa. Þrátt fyrir þetta
segir Ingvar sambandið á milli leik-
ara og áhorfenda í „Stræti“ lítið frá-
brugðið öðrum sýningum. „Stræti
er vissulega erfitt stykki, maður er
skítnervös fyrir hveija sýningu og
tættur eftir hana.“
- Sumir áhorfendur eru líka
„skítnervösir" á „Stræti“.
„Það kann að vera og að því leyti
njótum við þeirra forréttinda að geta
skýlt okkur á bak við gervið.“
Tímaskorturinn setur oft mark
sitt á vinnu í leikhúsi, samanber ósk
Ingvars um fleiri sýningar með
áhorfendum fyrir frumsýningu.
„Tíminn vinnur með leiksýningum.
Ég hugsa stundum um það að eftir
frumsýningu væri gaman að byija
aftur upp á nýtt á uppsetningunni.
Það er engin ein uppsetning rétt.“
En verður það leiðigjarnt að leika
í sýningum á borð við „Kæru Jel-
enu“ sem var sýnd 150 sinnum fyr-
ir fullu húsi?
„Nei. Við töluðum mikið um sýn-
ingarnar, ef okkur fannst þær farn-
ar að skekkjast eitthvað. Þá kom
Þórhallur leikstjóri reglulega og
gerði athugasemdir ef honum fannst
þörf á. En það er tómt bull að segja
að sýningar „þreytist", viðbrögð
áhorfenda sýndu okkur það að sýn-
ingin batnaði frekar en hitt. Það er
eitt aðal leikhússins, möguleikinn á
að þróa verkin og vinnuna enda-
laust.“
Vitja í Kæru Jelenu 1991.
Scullery í Stræti 1992.
gaupunnar 1993.
Pétur Gautur yngri í Pétri Gaut 1991.
.... á NOKIA breiðskjá!
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
HMDORM - BEHIDORM
Beint flug í sólino nlln fimmtudaga í sumnr
Páskaferö 7. apríl - 16 dagar. 22. apríl - 5 vikur
4 í íbúð - verð frá kr. 41.420 stgr. 4 í íbúð - verð frá kr. 50.100 stgr.
2 í íbúð - verð frá kr. 46.170 stgr. 2 í íbúð - verð frá kr. 64.170 stgr.
Barnaafsláttur kr. 6.000
Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Skattar og gjöld kr. 3.450 f. fullorðna og kr. 2.225 fyrir börn.
Sumarbæklingurinn er kominn
BATLASi®
FERÐASKRI FSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16,
sími 621490.