Morgunblaðið - 14.03.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga kvikmyndina Konuilm, Scent of a Woman. Myndin
er tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna; þar á meðal þeirra sem hvað mest er upp úr lagt; sem besta
mynd, fyrir leikstjórn Martins Brest, og fyrir leik Pacinos í aðalhlutverki
*
I tangó
SJÓNLEYSIÐ háir Slade ofursta, sem leikinn er af A1 Pacino, ekki á dansgólfinu.
Konuilmur í New York
KONUILMUR gerist í New York og fjallar um
Slade ofursta, leikinn af A1 Pacino, og Charlie
Simms, leikinn af Chris O’Donnel, (Men don’t le-
ave, Fried Green Tomatoes, School Ties). Slade
var áður í ráðgjafahópi Lyndon Johnsons forseta
en er orðinn blindur, bitur og uppstökkur en þó
langt í frá alls varnað. Til að sýna að svo er
ekki ákveður hann að eyða Þakkargjörðarhátíð-
inni í New York, búa um sig á góðu hóteli og
njóta lífsins til hins ítrasta. Charlie Simms er
auralítill unglingur sem hefur hlotið styrk til að
stunda nám í fínum einkaskóla í borginni.
Hann vantar peninga og
tekur að sér að að-
stoða Slade að komast leiðar
sinnar þessa helgi. Slade
slær sér niður á Waldorf-
Asoria hótelinu og þaðan
fara þeir vítt og breitt um
borgina. Það kemur þó í ljós
eftir því sem á myndina líður
að í þessu sambandi er það
er ekki endilega sá með sjón-
ina í lagi sem er 'betur fær
um að vísa veginn og ekki
er einhlítt hvor þarf meira á
aðstoð hins að halda. Slade
virðast flestir vegir færir,
dregur unga konu á tálar og
dansar við hana tangó af list,
ekur um á Ferrari og það
er hann sem kemur fylgdar-
manni sínum og vini til hjálp-
ar þegar mest á reynir.
Lyktarskyn í sjónar stað
Heiti myndarinnar, Konu-
ilmur, á rætur sínar að rekja
til þess að hugmyndin að
henni er sögð lauslega byggð
á ítölsku kvikmyndinni Prof-
umo di Donna frá árinu
1974. Heitið vísar til þess
að ofurstanum blinda hefur
tekist að þróa með sér þann
einstæða hæfileika að bera
kennsl á konur eftir lyktinni
af sápum þeirra.ilmvötnum
og smyrslum.
í myndinni gefur að líta
talandi dæmi um það hvað
átt er við þegar sagt er að
Pacino sé algjörlega á valdi
þeirra hlutverka sem hann
tekur að sér hveiju sinni.
í einu atriðanna teymir
sjálfseyðingarhvötin Slade
beint af augum yfir Park
Avenue á háannatíma. Hann
kemst yfír í mun betra ásig-
komulagi en fjölmargir bíl-
anna sem nauðhemla fyrir
honum en á miðeyjunni hras-
ar hann og tekur með sér
öskutunnu í fallinu.
Nú hefðu flestir borið fyrir
sig hendumar í fallinu og
Martin Brest leikstjóri ætlað-
ist ekki til neins annars. En
það var ekki nógu gott fyrir
A1 Pacino. Hans maður var
haldinn alvöru sjálfseyðing-
arhvöt og þannig menn bera
ekki fyrir sig hendur. Þeir
mæta gangstéttinni með
höfðinu eins og ekkert sé
sjálfsagðara. Það gerði þessi
einstæði leikari aftur og aft-
ur, allt þar til Brest þurfti
ekki á fleiri tökum að halda.
Hlédrægur í sviðsljósi
Það hefur verið sagt um A1 Pacino að hann sé
nokkurs konar karlkyns Greta Garbo. Með þessu
er verið að lýsa hlédrægni þessa stórleikara sem
er meinilla við sviðsljósið og lætur núorðið sjaldan
eða aldrei sjá sig á almannafæri. Pacino lifir sig
dýpra en flestir aðrir iirní “sálarlíf“ þeirra pers-
óna sem honum er ætlað að túlka. Hann hefur
verið einn æðsti prestur þess sem kallað er Aðferð-
in (the Method) í kvikmyndaleik og felst í því að
leikari hverfí inn í það hlutverk sem tekist er á
við hverju sinni. Um tíma taldi Pacino sig ekki
þurfa að lesa handrit nema lauslega heldur
treysti á að innlifunin sæi til þess að hann vissi
alltaf hvers hlutverkið krefðist. Hann segist þó
sjálfur hafa gengið fulllangt meðan hann var að
búa sig undir hlutverk lögreglumannsins Serpico
í samnefndri mynd og lifði sig svo inn í undirbún-
inginn að hann var farinn að handtaka fólk úti á
götu.
Pacino hefur hlotið átta
tilnefningar til Óskars-
verðlauna. Sex sinnum hefur
verið gengið fram hjá hon-
um. Tvær tilnefningar eru
óafgreiddar; fyrir aukahlut-
verk í Glengary Glen Ross
(1992) og fyrir aðalhlutverk,
hlutverk Slade ofursta í
Konuilmi (1992). Niðurstað-
an fæst innan tíðar og marg-
ir eru á því að nú sé komið
að A1 Pacino en fáir eru til
frásagnar um hvort hann
sjálfur lætur sig það nokkru
skipta.
A1 Pacino er fæddur 25.
apríl 1940 og því tæpra 53
ára. Hann er uppalinn í
Bronx í New York eins og
leikstjóri Konuilms, Martin
Brest. 17 ára gamall hætti
Pacino námi í leiklistarskóla
á framhaldsskólastigi og
flutti til Greenwich Village
þar sem hann lifði af ýmis
konar lausamennsku, m.a.
með þvi að leika í bamaleik-
ritum og revíum, áður en
hann gekk til liðs við leik-
hópa og fór að takast á við
dramatísk hlutverk.
Tilnefningar en engin
verðlaun
Hann hlaut hin eftirsóttu
Tony-verðlaun fyrir sviðsleik
í Bandaríkjunum, og lék
fyrsta skipti í kvikmynd árið
Al-magnaður
A1 Pacino þykir magnaður
í hlutverki Slade, ofurst-
ans blinda.
1969. Myndin sú hét Me,
Natalie. Arið 1971 lék Pacino
eiturlyfjaeytanda í myndinni
Panic in Needle Park og þar
sá Francis Ford Coppola til
hans og bauð honum hlut-
verk Michael Corleone í
fyrstu myndinni um Guðföð-
urinn (1972). Þeim leiksigri,
sem færði Oskarsverðlauna-
til-nefndingu fyrir aukahlut-
verk, fylgdi Pacino eftir með
hlutverkum í myndum eins
og Serpico (1973, Óskars-
verðlaunatilnefning fyrir að-
alhlutverk), Dog Day Aft-
ernoon (1975, tilnefning til
Óskarsverðlauna fyrir aðal-
hlutverk) og annarri mynd-
inni um Guðföðurinn (1974,
Óskarsverðiaunatilnefning
fyrir aðalhlutverk). Viðtök-
urnar hafa þó ekki alltaf
verið á eina lund. Scarecrow
(1973) og Bobby Dearfíeld
(1977) þóttu til dæmis ekki
par góðar.
Árið 1979 lék Pacino í
Justice for All, og missti þá
í fjórða skipti af Oskarsverð-
launum fyrir aðalhlutverk.
Næstu myndir voru Cmising
(1980), Author, Author
(1982), Scarface (1983) og
Revolution (1985). Þær tvær
síðasttöldu hlutu slæmar við-
tökur og átti þátt í því — að
talið er — að Pacino gerðist
afhuga kvikmyndum um
skeið. Hann sneri þó ekki
baki við áráttunni sjálfri,
leiklistinni, því hann einbeitti
sér í staðinn að leikhúsvinnu
og hefur verið afkastamikill
á sviði. Í Boston, London en
þó einkum í New York hefur
hann tekist á við Shake-
speare, Brecht og ýmislegt
þar á milli, á og utan Broad-
way.
1989 lék Pacino I kvik-
mynd á ný. Sú hét Sea of
Love og síðan hefur hann
verið iðinn við kolann. 1990
fylgdi þriðja mynd Coppola
um Guðföður Corleone-ætt-
arinnar og einnig aukahlut-
verk í mynd Warren Beattys
um Dick Tracy (1990, Ósk-
arsverðlaunatilnefning í
aukahlutverki). 1991 lék
Pacino svo á móti Michelle
Pfeiffer í Frankie og Johnny
og 1992 í Konuilmi og Gleng-
arry Glen Ross eins og fyrr
sagði.
Leitt hefur verið getum
að því að Pacino hafí snúið
sér að kvikmyndum að nýju,
m.a. til að afla fjár vegna
gerðar myndarinnar The
Local Stigmatic, sem er kvik-
myndagerð samnefnds leik-
,rits. Þá mynd framleiddi Pac-
ino, auk þess að leika aðal-
hlutverk og aðstoða við leik-
stjórn. Myndin sú hefur ekki
farið víða en verið sýnd á
einstaka safni og leiklistar-
hátíðum.
Seinþreyttur til að leikstýra
Scent of a Woman er fímmta kvikmyndin sem
Martin Brest gerir sem leikstjóri og önnur mynd
hans sem framleiðanda. Til þessa er þekktasta
mynd hans Beverly Hills Cop, með Eddie Murp-
hy. Síðan hún var gerð segist hann hafa hafnað
þúsundum tilboða um að leikstýra. Hann lét þó
til leiðast að gera Midnight Run árið 1988, með
Robert De Niro og Charles Grodin í aðalhlutverk-
um. I einu atriði Midnight Run átti Grodin að
stökkva af brú ofan í hvítfyssandi fljót. Hann var
eitthvað hikandi við þetta og lét ekki til leiðast
fyrr en leikstjórinn hafði sjálfur kastað sér fram
af brúnni ofan í flúðimar. Þessi saga er til marks
um það hvað Brest á við þegar hann segir að
hver einasta kvikmynd sem hann geri taki ótrú-
lega mikið á sig, meira en svo að hann geti hugs-
að sér að vera að leikstýra allan ársins hring.
Annað dæmi, sem varpar ljósi á þessa afstöðu
hans, er sagan um það þegar Martin Brest reykti
sjö pakka af sígarettum einn daginn þegar tökur
á Beverly Hills Cop gengu ekki að óskum.
Gerðu svona
LEIKSTJÓRINN Martin
Brest, frá Bronx í New
York-borg, segir leikar-
anum A1 Pacino, frá
Bronx í New York-borg,
fyrir verkum við gerð
Konuilms.
Fyrsta afurð Brests, sem
er á 42. ári, var stutt-
mynd sem hann gerði sem
nemandi í kvikmyndagerð í
heimaborg sinni New York.
Sú mynd væri ekki talin
merkileg ef ekki kæmi til að
í henni lék þá óþekktur leik-
ari, Danny DeVito að nafni.
Þetta lokaverkefni leysti
Brest þó með þeim hætti að
honum bauðst styrkur til
framhaldsnáms í Los Angel-
es hjá The American Film
Institute.
í þeirri stofnun gerði hann
í fyrsta skipti kvikmynd í
fullri lengd, Hot Tomorrows
hét hún og varð þess vald-
andi að Wamer bræður
fengu hann til að leikstýra
eftir eigin handriti myndinni
Going in Style. Þar léku Ge-
orge Bums, Lee Strasberg
og Art Camey þrjá karla sem
stytta sér stundir í ellinni við
það að ræna banka. Myndin
var fmmsýnd árið 1979 og
gekk vel. 28 ára gamall var
Brest búinn að skapa sér
nafn sem leikstjóri.
Með Eddie Murphy í
Beverly Hills
Eftir þetta vann hann um
tíma að undirbúningi mynd-
arinnar War Games, sem
aðstandendur Sneakers
gerðu síðar án þátttöku hans,
og sneri sér svo að kvik-
myndaleik í myndinni Fast
Times at Ridgemont High.
Næst kom hann við sögu sem
leikstjóri árið 1984 og þá var
eftir því tekið. Myndin Be-
verly Hills Cop með Eddie
Murphy halaði inn stjam-
fræðilegar tekjur og er ein
mest sótta gamanmynd allra
tima.
Brest lét þó ekki ánetjast
leikstjóminni, heldur sneri
sér enn að því að leika. Árið
1985 fór meðal annars með
hlutverk í myndinni Spies
Like Us, þar sem Dan Akro-
yd var í aðalhlutverki. Um
skeið var hann þó orðaður
við leikstjórn myndarinnar
Rain Man með Dustin Hoff-
man en ekkert varð af þvi.
Næst þegar Martin Brest
leikstýrði var hann jafnframt
framleiðandi. Enn var um
spennandi gamanmynd að
ræða. Þetta var árið 1988,
myndin var Midnight Run —
sú sem hann blotnaði svo
hressilega við að gera. Mynd-
in sú varð ein mest sótta
mynd ársins enda Robert De
Niro og Charles Grodin í
aðalhlutverkum.
Svo kom að því að gera
Konuilm en það er fyrsta
mynd Brests sem varla er
hægt að segja að sé gaman-
mynd. Handrit konuilms er
eftir Bo Goldman. Kvik-
myndir hafa verið gerðar eft-
ir fímm handritum Goldmans
og þar af hefur hann hlotið
Óskarsverðlaun fyrir tvö:
One flew over the Cuckoo’s
Nest og Melvin and Howard.
Brest og Goldman hafa
greint frá því að handritið
að Konuilm hafi ekki verið
ritað með A1 Pacino í huga
í aðalhlutverkið og getum
hefur verið leitt að því að það
hafi upphaflega verið ætlað
Jack Nicholson. Hins vegar
segja þeir báðir að eftir að
nafn Pacinos hafi einu sinni
verið nefnt hafí enginn annar
komið til greina. Það er svo
ekki síst stórleikur Pacinos
sém dregið hefur áhorfendur
að myndinni og meðal annars
fært Martin Brest tilnefn-
ingu til Óskarsverðlauna
leikstjóra í fyrsta skipti auk
þess sem hún er í hópi til-
nefndra bestu mynda.