Morgunblaðið - 14.03.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
31
sú sigling verður ekki farin, en ferð-
in heim, eins og skátar segja, er
hafin.
Margs er að minnast eftir 30 ára
kynni og teljum við okkur lánsöm
að hafa verið honum samferða öll
þessi ár.
Persónuleiki hans var stór, það
leyndi sér ekki að þar fór listamaður
og mikið náttúrubam. Áhugamálin
voru mörg og húgmyndirnar ótæm-
andi, það var gert meira en tala um
þær, þeim var hrint í framkvæmd.
Á ferðum sínum til útlanda, er
voru æði margar, gerði hann gjarnan
stans á heimili okkar í Keflavík, oft
var þá setið fram eftir nóttu og
ræddar nýjustu hugmyndir hans og
langanir. Fannst okkurþær stundum
óraunverulegar þar til þær voru
komnar í framkvæmd. Fyrir þessar
stundir og ekki síður skemmtilegar
stundir í Stykkishólmi og Sauraskógi
viljum við þakka í dag.
Hamingjumaður í einkalífi var
hann einkasonur hjónanna Sigurðar
Ágústssonar og Ingibjargar Helga-
dóttur. Eins og mörg einkabörn vildi
Ágúst eignast stóra fjölskyldu og
sá draumur rættist. Hann kvæntist
Rakel Olsen frá Keflavík 9. febrúar
1963. Þau eignuðust 4 böm sem
eru: Ingibjörg Helga, f. 1963; Sig-
urður, f. 1965; Ingigerður Selma,
f. 1971; og Ragnhildur Þóra, f. 1976.
Fyrsta barnabarnið fæddist í október
sl., Ragnheiður Rakel, dóttir Sigurð-
ar og Ragnheiðar Hansson.
Við munum sakna Ágústs sáran.
Það munu einnig gera aðrir, sem
þekktu hann vel. Tengdamóðir mín,
Þóra Gísladóttir, biður fyrir bestu
kveðjur og þakkir. Henni reyndist
hann sem besti sonur.
Sárastur verður söknuðurinn hjá
Rakel og börnum þeirra.
Gefi góður guð þeim styrk í harmi
þeirra.
Stella Olsen, Birgir Ólafsson.
Mitt í miklum önnum var Ágúst
Sigurðsson forstjóri í Stykkishólmi
kallaður til hinstu ferðar, en hann
lést í Landspítalanum mánudaginn
8. mars sl. á 59. aldursári.
Ágúst fæddist í Reykjavík 18.
júlí 1934. Foreldrar hans voru Sig-
urður Ágústsson kaupmaður og al-
þingismaður í Stykkishólmi og kona
hans Ingibjörg Helgadóttir. Eftir
próf frá Verslunarskóla íslands og
ströf hjá Coldwater Seafood Corp. í
Bandaríkjunum hóf hann störf við
fyrirtæki foreldra sinna í Stykkis-
hólmi. Hann tók við stjóm fyrirtæk-
isins 1968 og stjómaði því til dauða-
dags. Ágúst naut þess í uppvexti
að alast upp á menningarheimili sem
hann mat mikils. Mátti sjá það síðar
er hann stofnaði sitt eigið heimili
hversu annt honum var um að búa
fjölskyldu sinni sem bestar aðstæð-
ur.
Var eftir því tekið hversu kært
honum var heimilið og hvað hann
naut þess að vera gestgjafi, svo ör-
látur, listrænn og smekkvís sem
hann var.
Eftirlifandi eiginkona Ágústs er
Rakel Olsen. Með þeim hjónum var
mikið jafnræði og það hefur verið
athyglisvert að fylgjast með því
hversu samtaka þau hafa verið við
að stjórna fyrirtækinu, svo erfitt sem
það er í því ölduróti sem gengið
hefur yfir íslenskan sjávarútveg. En
það duldist engum sem þekkti Ág-
úst að fjölskyldan og bömin vom
honum mikils virði. Ágúst og Rakel
stofnuðu heimili í Clausenshúsinu,
húsi foreldra hans, þar sem fjöl-
skyldan naut sín saman. Eftir að
þau Rakel fluttust að Ægisgötu og
eignuðust sitt glæsilega heimili var
til þess tekið hversu mikla alúð hann
sýndi móður sinni eftir að hún varð
ein 5 gamla húsinu. Þau hjónin eign-
uðust fjögur efnileg börn. Þau em
Ingibjörg Helga, Sigurður, Ingigerð-
ur Selma og Ragnhildur Þóra.
Starfsvettvangur Ágústs var á
sviði verslunar, útgerðar og fisk-
vinnslu. Er óhætt að segja að hann
hafi ekki að jafnaði farið troðnar
slóðir. í mörgu var hann frumkvöð-
ull, einkum varðandi vinnslu hörpu-
disks og í því að búa starfsaðstöðu
fiskvinnslufólksins sem besta. Hug-
kvæmni hans og kjarkur til þess að
fara ótroðnar slóðir í atvinnurekstr-
inum var styrkur hans og hann naut
þess að fylgjast með nýjungum og
nýta sér þær í fyrirtækinu. Hann
var víðfömll heimsmaður sem órag-
ur dró til sín nýbreytni og þekkingu
sem hann vildi nýta sér við fyrirtæk-
ið.
í Stykkishólmi var starfsvett-
vangur Ágústs og hann unni Hólm-
inum mjög, því kynntist ég vel.
Hann hafði drukkið sögu héraðsins
og sögu staðarins í sig á heimili
foreldranna þar sem mikil virðing
var borin fyrir þeim menningarverð-
mætum sem kynslóðirnar hafa skilað
hver til annarrar. í verkum sínum
sýndi Ágúst þann vilja að varðveita
og endurgera gamla verslunarhúsið
og þá muni sem tilheyrðu liðnum
tíma. Hann sameinaði viljann til
framkvæmda og framfara þeim vilja
sínum að varðveita umhverfið og
láta hlutina falla vel að því sem fyr-
ir var. í öllu starfi sínu við fyrirtæk-
ið naut Ágúst þess ríkulega stuðn-
ings sem Rakel veitti honum þar sem
hún hefur staðið sem klettur við
hlið hans í fyrirtækinu í blíðu og
stríðu.
Leiðir okkar Ágústs lágu fyrst
saman þá er Sigurður faðir hans var
alþingismaður Snæfellinga og feður
okkar áttu samstarf á sviði sveitar-
stjórnarmála og í starfí fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Síðar áttum við eftir
að eiga samleið í tæpa tvo áratugi
í Hólminum við hin ólíkustu við-
fangsefni án þess að nokkru sinni
brygði skugga á þau samskipti.
Kynntist ég því vel hversu tryggur
Ágúst var og mikill vinur vina sinna.
Að leiðarlokum vil ég minnast
Ágústs með þakklæti og virðingu
og senda Rakel og börnum þeirra
samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni.
Sturla Böðvarsson.
Þegar ég var barn heyrði ég syst-
ur mína tala með mikilli lotningu
um Ágúst í Stykkishólmi. Hann var
mikill skáti og tilfinning mín var sú,
að allt sem hann gerði væri stórkost-
legra en hjá öðrum. Ágúst varð strax
í mínum augum goðsögn.
En svo hætti ég að vera barn og
var kynntur fyrir Ágústi Sigurðssyni
frystihúsforstjóra og konu hans, frú
Rakel Ólsen. Minnist ég þess, að þá
var ég kynntur sem litli bróðir Krist-
ínar. Þegar ég sá Ágúst var hann
eins og aðrir menn í útliti. Og árin
liðu og ég kynntist Ágústi á heima-
velli. Listfengi hans og smekkvísi
var óbrigðul. Engan mann þekki ég,
sem hefur haft jafn gaman af því,
sem fallegt er. Á það jafnt við um
lifandi hluti og dauða. í hugsun og
að upplagi var hann einstakur mað-
ur-.
Ágúst var sannur sonur foreldra
sinna, einkasonur og líklega dekur-
bam, en hann þoldi það vel því að
upplagið var svo gott. Allt, sem hann
tók sér fyrir hendur, gerði hann af
mikilli festu. í æsku átti skátastarf
allan hug Ágústs, en svo tók alvaran
við, hann stofnaði eigin fjölskyldu
og skyldur vegna atvinnurekstur
föður hans tóku við. Ágúst gerðist
frumheiji í vinnslu hörpudisks. Stóðu
aðrir ekki jafnfætis honum í þeim
efnum.
Þrátt fyrir að Ágúst væri sannur
heimsmaður, þá var hann innhverfur
persónuleiki. Hann starfaði meira í
bakvarðarsveit í sínum rekstri. Hann
gerðist frímúrari og held ég að frí-
múrarastarfið hafi gefið honum mik-
ið og átt vel við hug hans, því að
þar gat hann hugsað um innsta eðli
tilverunnar.
Undanfarin ár hafa eflaust verið
Ágústi þungbær vegna veikinda,
sem hann bar í hljóði. Vera má að
höfuð hans hafí stundum verið nokk-
uð þungt, en alltaf gekk hann upp-
réttur til hinstu stundar.
Ég þakka Ágústi Sigurðssyni ein-
staka vináttu í stuttri samfylgd og
flyt frú Rakel og bömum þeirra sam-
úðarkveðjur mínar og konu minnar.
Og það veit ég að Tóta vinkona mín
saknar vinar í stað.
Góður drengur er fallinn. Fari
hann í friði. Guð geymi Ágúst Sig-
urðsson.
Vilhjálmur Bjarnason.
Minning
Jóhann Steinþórsson
frá Stykkishólmi
Fæddur 12. október 1923
Dáinn 8. mars 1993
í dag, 12. mars, verður borinn
til grafar föðurbróðir minn, Jóhann
Steinþórsson. Mig langar í fáum
orðum að minnast hans og kveðja
hann um leið. Það er nú svo undar-
legt þetta sálartetur, þessi upp-
spretta mannlegra tilfínninga, að
gefí maður því yfirhöfuð gaum þá
streyma minningamar fram ljóslif-
andi og skýrar.
Mannkostir Jóhanns frænda
míns em mér afar ljósir. Einlægni
og hlýja voru ríkir þættir í skap-
höfn hans. Prúðmennska hans var
einstök og hlýjan í glettnu brosi
hans yljaði okkur, ættingjum hans
og samferðafólki. Jóhanni var létt
um að yrkja eins og svo mörgum
af hans fólki bæði í föður- og móð-
urætt. Hann sat lengi yfir kveðskap
sínum og hver svo sem vísan var
skyldi hún vera vel kveðin. Hann
hafði gaman af að segja frá og
hélt auðveldlega athygli manna við
þá iðju. Efalaust hefur hann vanist
því á uppvaxtarárum sínum í
Breiðafjarðareyjum að menn segðu
hverjir öðrum sögur þegar farið var
milli eyja einhverra erinda. Ekki
hefur þýtt að beija að dyrum sögu-
laus á þeim tímum. Allar voru sög-
ur Jóhanns ánægjulegar og velvil-
jaðar.
Það eru alkunn en óskrifuð lög
samfélagsins að viðurkenningu
hljóti þeir sem unnið hafa til veg-
tyllna eða eru upphafðir vegna
stöðutákns síns eða jafnvel ríki-
dæmis. Jóhann var ríkur í andanum
og ríkur að mannkærleika. Lítillæti
hans og góðir eiginleikar munu
fylgja honum í annan heim og leiða
hann inn í þá eilífð sem setur mann-
kærleika ofar veraldlegum gildum.
Ég vil votta bömum Jóhanns og
systkinum og öðrum aðstandendum
hans mína innilegustu samúð.
Jóhanna S. Einarsdóttir.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I I I i
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
Fatasaumur
Kennari: Herdís Kristjánsdóttir.
24. mars-12. maí. Miðvikud. kl. 19.30-22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga
-fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800.
I __' — i l ■
S
t
J
FASTEIGN ER FRAMTID A lf
FASTEIGNA ff4 MIÐLUN
SVERRIR KRISJJANSSON LÖGGILUIR FASTEIGNASALI SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 68 7072 SÍMI 68 77 68
1 í Stykkishólmi
Til sölu 137 fm fallegt timburhús á einni hæð, byggt
1984 (Asparhús). Húsið skiptist í anddyri, eldhús, búr,
þvottaherb., bað, 3-4 svefnherb. og stofur. Gott hús á
fallegum stað.
FASTEIGN ER FRAMTID A íT
FASTEIGNA ff MIÐLUN
SVERRIR KRISTJANSSON LOGGILTUR FASTEIGNASALI SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 SÍMI 68 77 68
Atvinnuhúsnæði
Til sölu er nýtt og vandað iðnaðarhúsnæði.
Allur frágangur mjög góður. Lofthæð ca 4,20 m.
Stórar innkeyrsludyr.
Húsnæðið er nú þegar tilbúiö til notkunar. Verð pr. fm
31-42 þús. Áhv. lán að mestu til 15 ára með fyrstu
afborgun 1995. Útborgun samkv. nánara samkomulagi.
FASTEIGN ER FRAMTID • • If
FASTEI GNA ff MIÐLUN
SVERRIR KRISTJANSSON LOGGILTUR FASTEIGNASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 SÍMI 68 17 68
Á hafnarsvæðinu
Skammt frá Sundahöfn er til leigu 1000-1500 fm hús-
næði sem er með mjög góðri lofthæð ca 6 m við mæni
og 4,8 m við vegg og skrifstofuaðstöðu sem er 288 fm.
Stórar innkeyrsludyr. Athafnasvæði og aðkoma að húsinu
er mjög góð. Frystir og kælir geta fylgt. Húsnæðið verð-
ur laust fljótlega. Langtímaleigusamningur.
FASTEIGNA- OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI 18. 101 REYKJAVÍK
Atvinnu-
húsnæði
- gott verð
430 frn atvinnuhúsnæði með útsýni yfir sundin. Nánast
fullbúð atvinnuhúsnæði við Krókháls með góðum inn-
keyrsludyrum. Hentar undir hverskyns starfsemi, iðnað,
verslun eða skrifstofuhald nema væri allt í senn. Er nú
innréttað með þarfir útgáfufyrirtækis í huga. Gott verð.
Afar góð kjör.
Undir glerhimni við Eiðistorg
Tvö samliggjandi bil 2 x 44 fm. Hvort um sig með sýn-
ingarglugga. Má auðveldlega sameina í eitt. Möguleikar
á samtengingu við miklu stærra húsnæði.
Upplýsingar veitir Þorsteinn Broddason á skrifstofunni.
Blómaverslun
í fullum rekstri til sölu. Vel staðsett fyrirtæki sem verið
hefur í rekstri um árabil og tryggt eigendum sínum
góða afkomu.
Upplýsingar veitir Þorsteinn Broddason á skrifstofunni.
Framtíðin hf., fasteignasala,
Asturstræti 18, sími 622424.