Morgunblaðið - 14.03.1993, Qupperneq 32
JKiWjpinMa&fö
ATVINNURAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Kvöldvinna
Óskum eftir fólki í símasölu á kvöldin og
um helgar.
Reynsla af sölustörfum ekki nauðsynleg.
Þeir, sem hafa áhuga á að selja fyrir gott
málefni, sendi nafn, kennitölu og símanúmer
inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. mars,
merkt: „F - 101“.
Starffyrir þig?
Ert þú að leita að spennandi og áhugaverðu
starfi. Ef svo er þá óskum við eftir að ráða
áhugasamt og duglegt fólk til að sjá um ný
og spennandi söluverkefni.
Tekjutrygging og góð sölulaun í boði fyir
gott fólk.
Vinsamlegast hafið samband við Brynhildi
Barðadóttur í síma 688300.
*
VAKA-HEUGAFELL
Síðumúla 6, sími 688300
Barnapössun
og heimilishjálp
óskast fyrir gott heimili í vesturbænum fyrir
ung hjón með 2ja ára stúlku ca hálfan dag-
inn eða eftir samkomulagi.
Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 19. mars merkt: „H - 14088“.
Styrktarfélag vangefinna
Viltu vinna með
fötluðum?
Kvöld- og helgarvinna
Við leitum að fólki, sem vill gerast liðsmenn
fyrir fatlaða, karla og konur, á öllum aldri.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga
á að vinna með fötluðum og stuðla að því
að þeir eigi þess kost að njóta menningar-
og félagslífs. Liðveisla fyrir hvern einstakling
er frá 10-30 tímum á mánuði. Handleiðslu
veita félagsráðgjafar Styrktarfélags vangefinna.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins á Háteigsvegi 6.
Frekari upplýsingar veitir Björg Karlsdóttir í
síma 15622 miðvikudaginn 17. mars nk.
Samkvæmt lögum um málefni fatlaöra nr. 59/1992 skulu sveitarfélög
eftir föngum gefa fötluðum kost á liðveislu. Með liöveislu er átt við
persónulegan stuðning og aðstoð, sem einkum miðar að því að rjúfa
félagslega einangrun.
Styrktarfélag vangefinna.
Lögfræðingur
með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi,
óskar eftir starfi. Margt kemur til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
24. mars merkt: „Lögfræðingur - 11887“.
Mosfellsbær
Sumarstörf
Mosfellsbær auglýsir til umsóknar eftirfar-
andi sumarstörf árið 1993:
Vinnuskóli og skólagarðar
Yfirflokksstjóri, flokksstjórar og leiðbeinend-
ur við skólagarða.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk-
stjórn og reynslu í að starfa með unglingum.
Áhaldahús
Tækjamenn með réttindi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar-
skrifstofu. Umsóknarfrestur er til 2. apríl.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
666218 daglega á milli kl. 11.00 og 12.00.
Garðyrkjustjóri.
Fóstrur
Arnarberg
Amarberg er nýuppgerður leikskóli þar sem
dvelja samtímis 23 börn. Fóstra eða starfs-
maður með aðra uppeldismenntun óskast
allan daginn nú þegar.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 54493.
Álfaberg
Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis-
menntun óskast sem fyrst eða eftir nánara
samkomulagi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 53021.
Norðurberg
Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis-
menntun óskast sem fyrst allan daginn.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 53484.
Smáralundur
Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis-
menntun óskast allan daginn nú þegar.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri
í síma 54493.
Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar
um störfin í síma 53444.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
Nýútskrifaður
hjúkrunarfræðingur óskar eftir áhugaverðu
og vel launuðu starfi.
Húsnæði verður að fylgja.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1.
apríl merkt: „H - 14090“.
S-f. JÓSEFSSPlTALl
LANDAKOTI
Aðstoðarlæknar
Staða reynds aðstoðarlæknis á handlækn-
ingadeild Landakotsspítala er laus til umsókn-
ar. Staðan veitist til eins árs frá 1. júní 1993.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf, sendist til yfirlæknis handlækn-
ingadeildar, sem veitir nánari upplýsingar í
síma 604300.
Staða aðstoðarlæknis á augndeild Landa-
kotsspítala er laus til umsóknar.
Staðan veitist til tveggja ára frá 1. júlí 1993.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf, sendist til prófessors Einars
Stefánssonar, sem veitir nánari upplýsingar
í síma 604300.
St. Jósefsspítali, Landakoti.
Bókasafnsfræðingur
Óskum að ráða bókasafnsfræðing til starfa
hjá traustu og vel reknu verktakafyrirtæki í
Reykjavík. Um er að ræða krefjandi og sjálf-
stætt starf. Vinnutími kl. 13-17.
Starfssvið: Skipuleggja og annast bóka- og
fagtímaritasafn. Skjalavarsla. Bera ábyrgð á
og annast útgáfu á fréttabréfi fyrirtækisins.
Ýmis fjölbreytt skrifstofustörf, s.s. bréfa-
skriftir, aðstoð við innlend og erlend útboð
og samningagerð.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt
og skipulega að faglegum verkefnum. Mjög
góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Önnur
tungumálakunnátta, s.s. enska og Norður-
landamál nauðsynleg. Þekking á ritvinnslu.
Einhver reynsla af almennum skrifstofustörf-
um kæmi sér vel í þessu starfi.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Bókasafnsfræðingur58“, fyrir20. mars nk.