Morgunblaðið - 14.03.1993, Side 47
sor/
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
47
eftir Elínu Pálmadóttur
Ekki veður til
aðskapa
Hvað dettur þér í hug þegar
þú heyrir orðtakið „glatað
fé“? Svona spurningaleikir eða
uppákomur eiga að örva hugann
og hitta í mark. Nú um stundir
er fyrsta viðbragð líkiega „afborg-
anir og vextir!“, fé sem við erum
þegar búin að glata frá börnunum
okkar og bamabörnunum. I fram-
tíðinni eiga þau að greiða 30%
af þeim peningum, sem inn koma
fyrir varninginn sem þau fram-
leiða og flytja út, í afborganir og
vexti af lánunum sem við erum
þegar búin að eyða og erum að
eyða í ár. Er aðeins lægri upphæð
Lækningaminjasafn,
(horft til norðurs)
dr. Jóni Steffensen bíður áfram
ónýtt.
Og hvað um Norræna skóla-
setrið á Hvalfjarðarströnd, sem
var verið að stofna um almenn-
ingshlutafélag og mikill hugur í
mönnum að byija á í vor. Mennta-
málaráðuneytið staðfesti að ekk-
ert leyfi þyrfti og Vest-Norden-
Fonden til nýsköpunar atvinnu-
greina hefur lofað framhaldsfjár-
magni við 20 milljónir hluthaf-
anna í þessa 75-80 milljón kr.
byggingu. Búið er að teikna hag-
kvæmt hús, gera kostnaðaráætl-
un og vandaða rekstraráætlun til
en 33% greiðslubyrði Færeyinga.
Og nú lesum við að verkalýðs-
hreyfing og vinnuveitendur vilji
bæta á tveimur milljörðum af er-
lendum lánum til skammtíma-
lausna á atvinnuleysinu í ár. Auka
skuldimar alls um 3-4 milljarða,
bæta á baggann vöxtum og af-
borgunum handa íslendingum
framtíðarinnar — vinnandi og at-
vinnulausum.
Þetta skuli notast til að auka
vegagerð og byggingar í landinu.
M.a. til að örva íbúðarbyggingar.
1975-91 byggðum við tíu nýjar
íbúðir á hveija 1.000 íbúa og
ómælt skrifstofuhúsnæði stendur
víða autt. Þetta ku vera nauðsyn-
legast nú og rök fyrir því að
bæta á skuldir hvers mannsbams
á íslandi, sem þegar era orðnar
um 912 þúsund kr. á mann —
fýrir utan eigin skuldir?
Gárahöfundur hefur yfirleitt
reynt að sneiða hjá tíðindum sem
heltaka íjölmiðla. Þessar stað-
reyndir era hér aðeins rifjaðar upp
til skýringar á viðbrögðunum.
Atvinnuaukning er ekki að
ástæðulausu kjörorð dagsins. Orð-
ið sem búktal úr hvers manns
munni.
Rifjast upp: Hafði ég ekki í
vetur flutt fréttir af framkvæmd-
um, sem eiga að hefjast í vor án
þess að beðið sé um fjármagn frá
hinum tóma og skuldum hlaðna
ríkissjóði? Þær hljóta að vera að
fara af stað? Og kannski fleiri?
Það hlýtur að falla í kramið. Ekki
reyndist það svo. Þama virðast
opinberir aðilar helst Iqósa það
hlutverk að draga úr og þvælast
fyrir. Dæmi:
Hvað til dæmis um Lækninga-
minjasafnið úti við Nesstofu upp
á 60-70 milljónir, sem keppst var
við að teikna til að geta byijað í
vor? Teikningar Þorsteins Gunn-
arssonar eru nær tilbúnar, verk-
fræðiteikningar líka og féð biður.
Ekkert að vanbúnaði að bjóða
verkið út. En þegar spurt er, þá
er alls óvíst að verði hægt að
byija nú í vor á þessari byggingu,
sem enginn vafi er þó á að muni
rísa þarna við gamla fjósið í tún-
inu. Ekki fæst hjá Seltjarnar-
nesbæ undanþága til að byija að
byggja þar sem ekki er búið að
taka afstöðu til aðkomunnar. Ef
það dregst mikið lengur næst
ekki að byija í vor. Semsagt eng-
in atvinna við það. Erfðaféð frá
næstu fimm ára og tryggja hvem-
ig reksturinn geti borið sig. Fyrstu
skólahópamir frá Álandseyjum
búnir að panta vorið 1994. Að-
standendur leggja metnað sinn í
að leita ekki eftir fé skattborgara
í þetta og haga öllu svo að það
standi örugglega undir sér. En
nei, gamla tregðan virðist ætla
að hamla nú þegar á ríður. Allt
í einu fara ráðamenn að tala um
að ekki eigi að byggja, mætti
nýta gamalt húsnasði, sem í raun
er hvorki falt til leigu né sölu.
Allt fram til september sl. var
leitað að og eftir slíku, en þá tek-
ið til bragðs að ganga í að und-
irbúa ódýra, hagkvæma bygg-
ingu, sem má vera einfaldari og
ódýrari en heimavistarhúsnæði.
Er öllu heldur skálabygging þar
sem krakkar era í viku í senn.
Ljóst er að ekki er hægt að reka
þetta norræna setur hluta úr ári
eða í samkralli með hinu opinbera
í skólahúsi. Þannig gengur rekst-
urinn ekki upp. Hann verður að
vera samfelldur allt árið og sam-
þættur. Þá mun koma í héraðið
alveg nýr viðbótar markhópur
ferðamanna, þótt ungir séu, og
veita vinnu. En hveijir hafa lagst
á árar til að hamla að þetta geti
orðið að veraleika? Skólamenn
byijuðu.skrifuðu og kynntu þing-
mönnum sínum. Ekki er ljóst af
hveiju skólamennimir vilja endi-
lega láta selja eða leigja skólann
sinn og segja upp starfsfólkinu
til þess eins að ráða aðra og færri
í staðinn. Varla er það atvinnu-
aukandi. En þingmenn þeirra
virðast skilja þetta og leggja lið.
Semsagt allur undirbúningur er í
lagi, en óskilgreind tregða virðist
ætla að koma í veg fýrir að ein-
stakir hugsjónamenn taki á sjálfa
sig áhættuna af óniðurgreiddum
rekstri, sem þeir vilja tryggja
hvar og með hvaða hætti geti
staðið undir sér.
Þetta varð fróðlegt könnunar-
efni. í ljós kom svokölluð fram-
sóknarhugsun, sú að opinberir
aðilar eigi að bera allt á sínum
herðum og greiða niður af skatt-
peningum, taka til þess lán ef
ekki vill betur — annars skuli
ekki af verða. Þarna eru tvær
byggingar, sem ríkissjóði var ekki
ætlað að taka lán fyrir, að falla
út af framkvæmdaáætlun í vor.
Vísast era þær fleiri. Enn er sem-
sagt ekki veður til að skapa á
íslandi.
MEST SELDU
STEIKUR Á ÍSLANDI
Nauta-, lamba- og svfnagrillsteikur
frá 690 krónum.
Ódýrara en að elda heima!
Sprengisandi — Kringlunni
'urtis
Jtrange;
GOLFARAR
ytting
Nýi stofu-skrifstofu
golfhermirinn
í svona tíðarfari leikum við golfið inni í stofu
með Ijóskylfunni.
Öll tré og járn ásamt putter í kylfunni.
Veljið um 12 bestu velli Bandaríkjanna.
Einstakt æfingatæki. Átta geta keppt í einu.
Fyrsta sending uppseld, næsta sending
komin, lækkar um kr. 10.000,- vegna hag-
stæðra samninga.
Formenn t.d. Golfklúbba Vestmannaeyja og Ólafsfjarð-
ar, segja herminn laga sveifluna hjá ungum sem öldn-
um, og frábært keppnistæki.
Tilvalin fermingargjöf.
Bjóðum einnig Pro-King golfsettin á frá-
bæru verði.
S QE
Erum við símann, leitið upplýsinga. í |
Söluskrifstofa Sveinsson hff.,
Lyngási 4, Garðabæ, símar 657507 og 650441.
r
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Tegund: 5587. Stærð: 37-41
Efni: Skinn
Verð: 4.995,-
Tegund: 5569. Stærð: 37-41
Efni: Skinn
Verð: 4.995,-
Tegund: 5590. Stærð: 36-41
4_ Efni: Skinn
Verð: 4.995,-
Tegund: 5539
Stærð: 36-41
Efni: Skinn
Verð 5.495,-
Tegund:5589
Stærðir: 37-41
Efni: Skinn
Verð: 4.995,-
5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN ^
JT
SlMI 18519
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN ^
SÍMI689212