Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Að biðja Steinbítsroð og leður List og hönnun Bragi Asgeirsson í Stöðlakoti á Bókhlöðustíg 6, sem er fögur smíð, stendur yfir sýning, sem vísar jafnt til fortíðar, nútíðar og framtíðar og varðar sérhvern íslending. Er hér um að ræða margvíslega handgerða muni úr steinbítsroði, en einnig leðri, jafnvel hnakk með svínaskinnssetu og er höf- undurinn ung kona, Arndís Jó- hannsdóttir að nafni, sem er með meistarapróf í söðlasmíði. Það sem öllum kemur við er vel að merkja að hér er verið að nota íslenzkt hráefni til há- þróaðrar iðnhönnunar sem telja verður stórmerkt framtak. Mitt í öllum barlóminum vegna hruns þorskstofnsins vill það gleymast, að við eigum mikinn og ónýttan auð jafnt í hafi sem hauðri, sem við höfum með afdrifaríkum af- leiðingum vanrækt að nýta okk- ur. Hafið er ennþá ein allsherjar gullkista fyrir hugmyndaríka menn, sem ekki láta stjórnast af skyndigróða. Þeir vita að það er fleira en þorskur í djúpunum, auk örfárra annarra „nytja- fiska“ og að jafnvel í landgrunn- inu er milljarðavirði af lífefnum. Jafnvel fiskurinn sjálfur hefur verið hörmulega illa nýttur og þannig hefur sá siður að vinna úr steinbítsroði nær lagst af, kannski meiri stundargróði að flytja inn útlenzka vöru. Peningar hafa ekki fengist nægir til rannsókna, því fljóttek- inn gróði hefur gengið fyrir. Þannig hefur ótal milljörðum í ónýttu hráefni verið fleygt í sjó- inn aftur á undanförnum áratug- um. Á landi var nánasarseminni á svipaðan hátt beint að því mikilvægasta varðandi ullina okkar, en ef nokkrum hundruð- um milljóna hefði verið varið til hönnunar og rannsókna á henni strax í upphafi væri trúlega stór- gróði við vinnslu hennar í dag. En hlutir sem þykja þeir mikilvægustu meðal hámenn- ingarþjóða hafa mætt afgangi hér á landi og við farið að auðæf- um okkar eins og skynlausir og gírugir gullgrafarar. Menn þurfa að skilja það að lífefni eru mun verðmætari dauðum efnum eins og olíu og gulli, því að menn geta lifað án dauðra efna, en ekki án gró- magna hafs og jarðar, né sjálfs lífsloftsins. En látum listakonuna Arndísi Jóhannsdóttur hafa orðið: „Árið 1986 byijaði ég að vinna úr steinbítsroði og hefur það verið minn aðalefniviður síðan. Þetta efni sem sjórinn gefur hefur verið illa nýtt á síðustu áratug- 'um. Allt fram á fyrri hluta 20. aldar var roð þó nýtt til skógerð- ar á Islandi. Var það skafið, spítt og þurrkað. Sútun á roði hefst ekki fyrr en á stríðsárun- um 1940-1945. Við sútun breytist roðið í leður og verður mýkra og endingarbetra. Stein- bítsroð er mjög áþekkt slöngu- skinni og gæti í framtíðinni orð- ið svar við minnkandi framboði af skinnum þeirra dýra sem eru í útrýmingarhættu. Á þessari sýningu fáið þið að sjá nokkra möguleika á nýtingu efnisins.“ Hér er af viti mælt og þó er þetta einungis einn inöguleiki af ótalmörgum, sem eru við nef- ið á okkur og jafnvel marhnútur- inn verður að nytjafiski í hönd- um þess sem mannvitið hefur og vel er upplýstur. Morgunblaðið/Börkur Arndís Jóhannsdóttir Hafið er forðabúr og hinn ýmsi gróður í lágsævi er fullur af vítamínum og gómsætur í munni þess, sem kann að verka hann og matreiða. Það sem gild- ir er sem sagt að vinna úr því sem við svo að segja höfum á milli handanna og beita hér frumkvæði og hugviti, en ekki láta þá grimmu guði hafa vit fyrir okkur sem útrýma vilja frændum sínum. Á sýningunni er margt fag- urra og vel formaðra gripa og Arndís mælir réttilega þegar hún segir að sútað steinbítsroð líkist helst slönguskinni. Áferðin er mjúk og fögur ásamt því að milli listfengra handa gerandans teygist úr möguleikunum út í það óendanlega. Á sýningunni eru t.d. margar gerðir af töskum úr steinbíts- roði, skálar, hnakktöskur, hatt- ur, buxur, handsaumað beisli og folaldamúll m.m. Þetta er sýning sem vert er að mæla með og framtakið mikilsvert. Annálaðar tíðindabækur Bókmenntir Jón Özur Snorrason Öldin okkar 1986-1990 Tíðindabók, 203 bls. Nanna Rögnvaldardóttir tók saman. Iðunn, 1992. íslenskur annáll 1986. Tíðindabók, 336 bls. Vilhjálmur Eyþórsson tók sam- an. Bókaútgáfan Islenskur annáll, 1992. Annáll er skrá um sögulega við- burði og önnur tíðindi árs, árabils, aldar eða lengra tímabils. Annála- ritun á sér langa hefð og með mörg- um þjóðum myndar hún upphaf sagnaritunar. Elstu varðveittir ís- lenskir annálar eru skráðir í lok 13. og í upphafi 14. aldar. Gildi þeirra er einkum fólgið í varðveislu sam- tímaheimilda. Atburðir eru þá skráðir á bók um svipað eða sama leyti og þeir gerast. Segja má að íslensk annálaritun eigi sér nokkuð óslitna hefð, reyndar liggur hún niðri í einhvern tíma á 15. og fram á 16. öld. Þegar Öldin okkar var fyrst gef- in út af bókaforlaginu Iðunni árið 1950,og hét þá Óldin sem leið, komst ritstjórinn Gils Guðmundsson svo að orði í formála, að hér væri hvorki um að ræða sagnfræðirit né annál heldur væri ætlunin að segja sögu lands og þjóðar með sérstök- um hætti. Markmiðið með útgáfu Aldarinnar var að búa til frásögn um liðna atburði og sníða lienni stakk eftir formi fréttablaðs, þar sem hvorki væri grafist fyrir rætur mála né raktar afleiðingar þeirra. í ritum af þessu tagi skiptir út- drátturinn miklu máli. Oft þarf að gera langa sögu stutta því þótt efn- ið sé stundum tekið orðrétt úr blöð- um þarf víða að stytta eða laga orðalag. Stundum eru birtar beinar tilvitnanir í blaðagreinar en oft eru samdar nýjar frásagnir um liðna atburði. Valið liggur því ávallt á herðum ritstjórans enda er sagan í reynd lítið annað en úrvinnsla ein- stakra atburða. Þess er þó ávallt gætt að atburðirnir sem sagt er frá gætu staðið í dagblaði. Þess vegna verður frásögn og form að mynda eina samfellda heild. Gildi slíkra bóka felst einkum í því að þær eru lesnar af mjög breiðum hópi fólks enda eru þær spegilmynd hvers tíma. Þegar fjallað er um nýliðna atburði er efnið sótt í dagblöð, tíma- rit og landsmálablöð og jöfnum höndum er sagt frá stórum viðburð- um sem teljast hinir merkustu og* atburðum sem litlum tíðindum kunna að sæta. Sumir viðburðir gerast með hávaðasömum hætti en aðrir svo hljóðlega að samtíðin verð- ur þeirra varla vör. Þegar fjalla þarf um löngu liðna atburði er eink- um stuðst við annála, dómbækur, lögþingsbækur, bréfabækur, marg- vísleg skjöl og handrit í söfnum. Bókaflokkurinn um Aldirnar hef- ur komið reglulega út frá árinu 1950 og ritstjórnin verið í höndum ýmissa manna. Jón Helgason tók saman efni þeirra bóka sem fjalla um tímabilið frá 1501-1800, Gils Guðmundsson sá um timabilið frá 1801-1980 og nú er útgáfan í höndum Nönnu Rögnvaldardóttur. Einnig hafa Björn Vignir Sigurpáls- son og Sigurður G. Tómasson rit- stýrt sitthvoru bindinu að hluta. Útlit Aldarinnar hefur litlum sem engum breytingum tekið í tímans rás enda var vandlega farið af stað í upphafi. Helst er að nefna að dagsetning atburða hefur nú, í fyrsta skipti, verið færð aftur fyrir ■hveija frétt. Nýjasta bindi Aldarinnar fjallar um minnisverð tíðindi áranna 1986-1990. Hlaupið er hratt yfir sögu og stiklað á atburðum. Svo virðist sem enginn einn atburður fái meira rými en annar heldur er þeirt'i að’ferð fylgt að minnast á sem flesta viðburði í fáum orðum. Hlut- lægni í umfjöllun ræður ríkjum og líklega er ekki lögð mikil vinna í úrvinnslu á þeim texta sem fréttirn- ar eru sóttar í. Efnisyfirlit fylgir í lok bókarinnar og er því skipt í flokka eftir málefnum sem raðað er upp í stafrófsröð. Stærsta flokk- inn fylla íþróttir en síðan mætti nefna stjórnmál, deilumál af ýmsu tagi, slysfarir, fjölmiðla, dómsmál og dægurtónlist. Flokkunin skarast þó með ýmsum hætti eins og verða vill. í bókinni er engin nafnaskrá sem ætti þó að vera. Útgáfa Aldarinnar nú, er öðrum þræði hugsuð sem áframhald eða tilbrigði við eldri útgáfu í sama formi. Hinsvegar mætti gera um- fjöllunina ítarlegri og laga hana betur að kröfum nútímans, fara nánar ofan í saumana á einstökum atburðum og nýta sér aukna mögu- leika í umbroti. Allar myndir eru svarthvítar og umbrotið í heild set- ur efninu skorður. Öldin gegnir Bækur Pétur Pétursson Sigurður Pálsson: Börn og bænir. Almenna bókafélagið 1992. Það skýtur skökku við að á meðan ekkert lát virðist vera á bænaiðju íslendinga þá er nú miklu minna um það að fólk biðji með börnum sínum en á fyrri helmingi þessarar aldar. Könnun sem Guðfræðistofnun Há- skóla íslands gerði árið 1987 sýnir að einn af hveijum þremur uppkomn- um Islendingum biður til guðs dag- lega eða því sem næst, og samanlagt 55% oftar en einu sinni í viku til guðs. Sama könnun sýnir að aðeins um helmingur yngstu foreldranna sem þátt tóku í könnuninni biður reglulega með börnum. Þeir elstu sem spurðir voru og áttu börn höfðu næstum allir beðið bænir með börn- um sínum. Könnunin bendir til þess að bænaiðja hafi ekki lagst af á heim- ilum hér á landi þó svo að húslestrar legðust af á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar. Fólk ’nélt áfram að biðja með börnum áður en þau fóru að sofa og má líklega ætla að um 90% barna hafi fram á miðja þessa öld alist upp við þennan sið. Því má segja að bók sú er hér er til umræðu komi í góðar þarfir. Þeir eru ábyggilega færri í dag sem kunna þann fjölda af bænum og sálmum sem fyrri kynslóðir kunnu utanað. Þetta gæti verið ein orsökin fyrir því að fólk biður nú minna með börnum. Það kann einfaldlega ekki gömlu góðu bænirnar til að fara með og vill síður fara með „eigin“ bænir með börnunum — bænir sem það fer með „upp úr sér“, með sjálfum sér. Fyrri útgáfa þessarar bókar kom fyrir fimm árum og er ánægjulegt til þess að vita að tími var kominn fyrir aðra úgáfu. Hér er að finna margar af þeim bænum sem fólk kunni almennt utanað fyrir nokkrum áratugum og ýmsar aðrar bænir eft- ir innlent og erlent fólk. I bókinni eru tiltölulega margar bænir eftir Margaretu Melin sem er sænsk og hefur skrifað um börn og bænir. Þýðingarnar eru liprar og andblær þeirra kemst vel tii skila. Þær einkennast almennt af því að þær miðast meira við barnið sjálft, tilfinningalíf þess, þarfír þess og umhverfi, en hinar hefðbundnu bæn- stóru hlutverki í útgáfusögu ís- lenskra bóka og er nauðsynlegt að minnast á það. Hún er fágætt dæmi um íslenskan bókaflokk sem ennþá er gefinn út í sama formi og gert var, fyrir rúmlega fjörutíu árum. Öldin á sér traustan lesendahóp en sanngjarnt er að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort formið henti nýjum kynslóðum lesenda sem eru að vaxa úr grasi. Bókin íslenskur annáll kom fyrst út hjá samnefndu forlagi árið 1981 og fjallaði um íslenska viðburði árs- ins 1979 í máli og myndum. Síðan þá hefur ný bók séð dagsins ljós á eins til tveggja ára fresti. Samtals gerir það átta bækur á ellefu árum. Útgáfan er í höndum Ingva Th. Agnarssonar og Vilhjálms Eyþórs- sonar en sá síðarnefndi hefur tekið efnið saman í nýjasta bindi þessa bókaflokks. íslenskur annáll 1986 hefst á kafla úr áramótaræðu Vigdísar Finnbogadóttur þar sem hún segir meðal annars að „fyrsti dagur árs- ins hefur þá sérstöðu umfram aðra tímamótadaga að vera ekki afmæl- isdagur minninganna heldur fæð- ingardagur framtíðarinnar, næstu 365 daga, þar til áramót renna upp á ný“. Síðan hefst frásögnin af tíð- indum ársins 1986 sem einskonar útlegging eða útfærsla á þessum orðum forseta íslands. í eftirmála bókarinnar segja útgefendur, að þótt leiðtogafundur stórveldanna i Reykjavík sé sá atburður sem yfir- skyggi alla aðra atburði á íslandi árið 1986 sé lögð höfuðáhersla á það sem snýr að íslandi og íslend- ingum. „Vilji menn fræðast ítarlega ir sem fólk lagði á minnið. Dæmi um þetta er eftirfarandi bæn: Þú ert hérna, Guð. Þú ert hjá mér. Þú ert eins nærri mér og sængurfötin. Þú umvefur mig á allar hliðar og heldur mér í hendi þinni. Þessar bænir eru nær því að vera hugleiðingar en rímuð vers eða sáim- ar. Þær eru því ekki eins vel til þess fallnar að læra utanað og gömlu bænirnar. En þær eru að mínu viti vel til þess fallnar að leiða foreldra og börn á vit eigin bænalífs þar sem bænirnar spretta fram af sjálfum sér. Það trúnaðarsamband og trúar- samband sem myndast öðlast þannig mál og tjáningarform sem er nær- tækt og eðlilegt. Það á eftir að koma í Ijós hvað af þessum bænum kemur til með að lifa áfram meðal fólks, en meira er um vert ef þær kveikja og efla sjálf- stætt bænalíf barna og foreldra. Hins vegar geta „improviseraðar" bænir aldrei alveg komið í staðinn fyrir bænir samdar af öðrum. Faðir vor er auðvitað fyrsta og besta dæmið um það, en einnig bæn eins og „Vertu Guð faðir faðir minn í frelsarans Jesú nafni...“. Margar ljósmyndir eru í bókinni, einkum af börnum við hinar ýmsu aðstæður sem nútímabarnið lifir í. Meiningin með þeim er sjálfsagt að þær auðveldi barninu að samþætta trúarlífíð og bænir aðstæðum sínum á heimili, í skóla og við leik. Það mætti e.t.v. íhuga hvort þetta mynd- efni er ekki of einhæft. Mætti ekki hafa einnig með biblíumyndir, mynd- ir af Jesú, lærisveinum og börnum, sem gætu orðið bömunum tilefni til spuminga og hugleiðinga og sam- ræðna við foreldra. í myndmálinu mætti alveg eins og í textanum blanda saman því gamaikunna og hefðbundna við hið nútímalega og barnmiðlæga. Sigurður Pálsson er kennari og prestur og hefur unnið mikið starf við það að búa trúayarfinn í hendur komandi kynslóða. í lok bókarinnar er stutt ritgerð um böm og bænir sem fólk ætti að kynna sér vel. Þar sýnir höfundur fram á hversu mikil- vægar bænir með og fyrir’börn eru fyrir þroska trúarlífsins. um hin ýmsu ágreiningsefni afvopn- unarmálanna verða þeir að leita annað.“ Af þessum orðum má ráða, að val útgefenda á fréttaefni er ekki eingöngu bundið hlutlægu mati heldur blandast það þjóðlegri og menningarlegri afstöðu þeirra og yr það gott. Útgáfa Islensks annáls er með talsvert öðru sniði en útgáfa Aldar- innar. Fjallað er um atburði eins árs í senn og ekki er hlaupið hratt yfir sögu heldur sagt frá tíðindum hvers mánaðar og þeim haldið að- skildum með kaflaskilum. Flestir atburðir fá svipað rými, en þeim sem efstir voru á baugi hveiju sinni er veitt aukin athygli. Stærstur slíkra atburða er leiðtogafundur risaveldanna sem hófst í Reykjavík 12. október 1986. Fréttum er raðað í tímaröð og þær dagsettar við upp- haf þeirra. Úmfjöllun er nákvæm og fyrir vikið öðlast bókin aukið gildi þegar fram líða stundir. At- burðum er gefið nægjanlegt rými svo skyggnast megi undir yfirborð þeirra. Bókin er í stóru broti og ber með sér svipmót dagblaðs enda er það yfirlýst markmið þeirra sem að úgáfunni standa. Litmyndir eru á mörgum blaðsíðum og samspil efnis og umbrots í góðu jafnvægi. Stærð bókarinnar- gefur aukna möguleika í umbroti enda rúmast meira af upplýsingum á stærri síð- um og ljósmyndir og fyrirsagnir njóta sín betur. Það segir sig sjálft. I Islenskum annál eru mörg smærri mál dregin fram í dagsljósið og þeim gerð ágæt skil. Aftast í bók- inni er að finna eftirmála frá útgef- endum, efnisyfirlit í stafrófsröð og nákvæma nafnaskrá. Islenskur annáll er vandað og fróðlegt rit um samtíma okkar. Umfjöllun atburða byggir á metnaði og er þeim sem að henni standa til sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.