Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 að finna fyrir öryggi TM Reg. U.S Pat Off — all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate PtoriðiiiTOÍtfeSjoií* BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Hvemig hefði Jóni Þorlákssyni litist á? Frá Jóni Aðalsteini Jónssyni: Umræður síðustu vikna um brottrekstur manns úr embætti og svo aftur innsetningu hins sama í enn veigameira embætti við sömu stofnun hefur ekki getað farið fram hjá nokkrum manni í þessu landi. Ekki verður hér fjallað um það mál, en heldur virðist fara lít- ið fyrir reisn manna í þessu máli og víða farið geyst á báða bóga. Að undanförnu hef ég verið að lesa ævisögu Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sjálfstæðis- flokksins. Er áhugavert að kynn- ast honum og stefnumálum hans við lestur þeirrar bókar. En ekki held ég það hefði verið í anda Jóns Þorlákssonar, sem nú er al- mælt, að ýmsar stofnanir almenn- ings, svo sem Hitaveita Reykjavík- ur, hafi hlaupið undir bagga við samningu ævisögu hans og út- gáfu. Þeim arftökum Jóns Þorláks- sonar í Sjálfstæðisflokknum, sem hér hafa átt hlut að í þessum tveimur málum, hefði verið hollt að minnast eftirfarandi orða hins frábæra flokksforingja, áður en þeir völdu þá leið að hygla flokks- mönnum sínum með heldur óvið- felldnum hætti. Þessi ummæli við- hafði Jón, þegar Jónas Jónsson frá Hriflu svarfaðist um innan emb- ættismannakerfis ríkisins um og fyrir 1930 og skipaði einungis flokksmenn sína eða skoðana- bræður í embætti. Þá skrifaði Jón Þorláksson grein í Vörð 21. júlí 1928, sem hann gaf heitið „Spilling“. Þar kemst' hann svo að orði, eftir því sem segir í ævisögu hans (338. bls.): „Hvað er stjórnmálspilling? í hveiju er hún fólgin? Þegar það mál er skoðað niður í kjölinn, mun það sjást, að nú á tímum þekkist hún naumast í neinni annarri mynd en þeirri, að réttir valdhafar nota almannafé til þess að kaupa sér fylgi eða launa fylgi. Óspillt siðferðistilfinning almennings finnur það fullvel, að sífelld hlut- drægni við skipun manna til opin- berra starfa er ein af þeim mynd- um, sem þessi spilling tekur á sig. Það er gott að vera vinur vina sinna, ekki nema loflegt, að skóla- stjóri sýni lærisveinum sínum rausn eða floksforingi fylgismönn- um, eftir sinni getu. En takmörk eru dregin milli hins leyfilega og óleyfilega í þessu sem öðru. Af eigin efnum eða með fijálsu fengnu fé verður rausnin að ljúk- ast, svo að leyfilegt sé. Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum fengnir til þess að sækja þangað vinargjaf- ir eða fylgdarlaun." Þetta voru orð Jóns Þorláksson- ar árið 1928. Hvað hefði hann sagt um það, sem nú hefur gerzt, maetti hann mæla? Eg held, að stjómmálamenn okkar mættu íhuga þessi orð hins mæta stjórnmálaforingja og gera að sínum í verkum sínum. JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON, fv. Orðabókarstjóri. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI HÆ-rTV AB BJÓBA UAGRbNNUAlUM i /yitÐNÆTURSNAfZL/" * Aþeim samdráttartímum í efna- hags- og atvinnumálum, sem gengið hafa yfir Vesturlönd á und- anförnum árum hafa mörg stór fyrirtæki og fyrirtækjasamsteypur riðað til falls. Þetta eru fyrirtæki, sem hafa verið byggð upp með miklum lántökum, sem þau hafa svo ekki getað staðið undir vegna minnkandi umsvifa í kjölfar krepp- unnar. Eitt þekktasta fyrirtækið af þessu tagi var fyrirtækjasam- steypa Alan Bonds, Ástralíu- manns, sem varð heimskunnur fyr- ir að vinna Ameríkubikarinn í skútusiglingum fyrir nokkrum árum. Annað þekkt fyrirtæki, sem rið- aði á barmi gjaldþrots en bjargað- ist var fjölmiðlaveldi Rupert Murdochs, sem blómstrar nú á nýjan leik. Meðal þeirra fyrirtækja, sem hafa riðað til falls eða fallið á þessum samdráttartímum eru fasteignaveldi á borð við fyrirtæki bandaríska viðskiptajöfursins Don- ald Trumps og kanadíska fast- eignafyrirtækið Olympia og York, sem var í eigu svonefndra Reic- hmannsbræðra. í stórum dráttum féllu þessi fasteignafyrirtæki vegna þess, að þau fjármögnuðu stórbyggingar víða um heim með miklum lántök- um. Þegar samdráttarskeiðið hófst, misstu fyrirtækin leigjendur í stórum stíl, sem varð til þess, að heilu skýjakljúfarnir í New York stóðu auðir, eða þau urðu að lækka leiguna til þess að halda leigutök- um í byggingunum. Þetta leiddi svo til þess, að ijárstreymið dugði ekki lengur fyrir vöxtum og af- borgunum af lánunum. Til viðbótar kom svo, að fast- eignir hrundu í verði og fasteignir, sem byggðar höfðu verið upp með miklum lánum stóðu ekki lengur undir veðunum, sem á þeim hvíldu. x x x Við höfum séð anga af þessari þróun hérlendis. Bankarnir hafa staðið frammi fyrir því, að lánveitingar, sem fóru fram með eðlilegum hætti og örugg veð voru fyrir, eru ekki lengur taldar örugg- ar vegna þess, að fasteignir hafa lækkað verulega í verði. Þetta á ekki sízt við um atvinnuhúsnæði, sem í nokkur ár hefur ýmist verið óseljanlegt eða illseljanlegt og verulegt verðfall orðið á því. Þeir erfiðleikar, sem eigendur Borgarkringlunnar hf. standa frammi fyrir eru í grundvallar- atriðum af sama toga spunnar. Samdráttur í atvinnulífi verður stöðugt meiri og verzlun minnkar. Áætlanir, sem gerðar voru fyrir nokkrum árum standast ekki. Verzlunareigendur knýja á um lækkun á leigu vegna minnkandi verzlunar o.sv. frv. í þessu ljósi verður að skoða ákvörðun lánar- drottna Borgarkringlunnar hf. að ganga að fyrirtækinu. Þetta mál er vísbending um, að fasteigna- kreppan, sem hefur gengið yfír Vesturlönd, ekki sízt Bandaríkin, Bretland og Norðurlönd og þá sér- staklega Noreg og Svíþjóð, sé að hefja innreið sína hér. xxx að er svo önnur saga, að í upphafi var þeim húsum, sem nú hefur verið steypt saman í verzlunarmiðstöð ætlað annað hlutverk og hefur það auðvitað ekki auðveldað núverandi eigend- um þessarar fasteignar að skapa henni eðlilegan rekstrargrundvöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.