Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Clinton með gosanef HOMMAR og lesbíur í Bandaríkjunum efndu til fjölmennrar göngu í Washington á sunnudag til að krefjast fulls jafnréttis á við aðra og tók um ein milljón manna þátt í henni að þeirra eigin sögn. Lögreglan heldur því hins vegar fram, að þátttakendur hafi verið 300.000. Bill Clinton Bandaríkjaforseti neitaði að vera með í göngunni en sendi skeyti þar sem hann kvaðst styðja jafnréttisbaráttu allra þegna landsins. Eru hommar og lesbíur misánægð með afstöðu Clintons eins og sjá má á þessum myndum, sem bomar voru, en þar er forsetinn kominn með gosanef. 45 lifðu af brotlend- ingu indverskrar þotu NjÁju Dehlí. Reuter. FJORUTÍU og einn farþegi og fjórir úr áhöfn Boeing 737-200 þotu indverska flugfélagsins Indian Airlines komust lífs af er flug- vélin fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Aurangabad í gær. Flugvélinni hafði verið flogið í 43.887 flugstundir og átti 50.554 flugtök og lendingar að baki. Hörð gagnrýni á aðalfundi EBRD Bankinn lofar bót og betrun Lundúnum. Reuter. REKSTUR Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) var harðlega gagnrýndur af mörgum fulltrúum á aðalfundi bankans, sem hófst í Lundúnum í gær, en bankinn hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum vikum eftir að upplýst var að til þessa hefur hann varið tvöfalt meira fé í nýjar höfuðstöðvar og rekstur en til útlána handa ríkjum Austur-Evrópu. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, lögðu báðir mesta áherslu á að nú bæri Evrópubankanum að einbeita sér að hinu raunverulega hlutverki sínu og gera það á hagkvæman hátt. Isakson fjármála- ráðherra Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Mag^iussen, fréttaritara Morgunblaðs- ins. FYRSTI starfsdagur nýrrar samsteypustjómar jafnaðar- manna, Sjálfstýrisflokksins og Þjóðveldisflokksins í Færeyj- um var í gær. Jafnaðarmenn hafa þijá ráðherra, Þjóðveldis- menn tvo og Sjálfstýrismenn einn. Formaður Þjóðveldis- flokksins, Finnbogi Isakson, er fjármálaráðherra en jafnað- armaðurinn Marita Petersen er sem fyrr lögmaður. Nýja stjórnin heitir því að halda sig við ramma fjárlaga. Samband- ið við Dani verður tekið til endurskoðunar með aukna sjálfstjórn Færeyinga í huga. Hugöust myrða Bush YFIRVÖLD í Kúveit sögðu í gær a.ð þau hefðu handtekið hóp íraka sem haft hefði und- ir höndum skotvopn og sprengiefni. Að sögn dagblaða í Kúveit var um að ræða átta flugumenn íraksstjórnar sem áttu að myrða George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sótti Kúveita heim í síðasta mánuði. Kinnock með eigin sjón- varpsþátt NEIL Kinnock, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, var þekktur fyrir að vera kröftugur en nokkuð orð- margur ræðumaður er hann var leiðtogi stjórnarandstöð- unnar á þingi. Hann mun á næstunni taka að sér að stjóm á þætti í sjónvarpsstöð breska útvarpsins, BBC, í Wales á næstunni þar sem frægt fólk er tekið á beinið. „Það verður ný reynsla fyrir mig að spyija í stað þess að svara,“ sagði Kinnock. Geimferð fyr- ir Þjóðverja BANDARÍSKA geimferjan Columbia hóf sig á loft frá Kanaveral-höfða í gær og eru fimm Bandaríkjamenn og tveir Þjóðveijar um borð. Þjóðveijar leigðu feijuna til að stunda ýmsar rannsóknir í geimnum og á ferðin að taka níu daga. Mannskæð flóð ÓTTAST er að allt að 100 manns hafi farist í aurflóði sem varð í norðvesturhluta Kólumbíu í gær er bakkar Taparto-fljóts rofnuðu eftir gríðarlega úrkomu. Héraðið er afskekkt og mjög fjöllótt. SÞ-vél nauð- lendir FLUGVÉL með hjálpargögn á vegum Sameinuðu þjóðanna neyddist til að lenda í austur- hluta Angóla í gær eftir að skotið hafði verið á hana. Tveir úr áhöfninni særðust. Vélin var í flugtaki í borginni Luena, sem skæruliðar UNITA her- sitja, er skotið var á hana eld- flaug sem sennilega kom úr vopnabúri skæraliða. Vörubifreið var ekið inn á flug- brautina er þotan var í flugtaks- bruni. Tókst flugmönnunum að hefja hana til flugs án þess að hún rækist á bílinn. En ekki náði hún betur flug- inu en svo að hún rakst á háspennuv- íra með þeim afleiðingum að kvikn- aði í öðrum hreyflinum. Börðust flugmennirnir við að halda stjórn á vélinni en á endanum magalenti hún 7 km frá flugvellinum. Þotan brotnaði í þrennt í lending- unni og eldur kviknaði í henni. Þeir sem komust lífs af sátu fremst í flug- vélinni. Óttast var að 61 hefði farist en meðal þeirra sem komust lífs af var aðstoðarflugmaðurinn sem er kona. Hrósuðu Waigel og Major bank- anum fyrir það sem hann hefði gert í austurhluta Evrópu og Sovét- ríkjunum fyrrverandi til þessa. Sagði Waigel umræðuna um bruðl í rekstri „heyra sögunni til“ og að bankastjórnin hefði dregið nauð- synlegan lærdóm af henni. Jacques Attali, formaður banka- stjórnarinnar, tók í sama streng og sagði að héðan í frá yrði strangasta aðhalds gætt í rekstri. „Sú gagn- rýni sem komið hefur fram á síð- ustu vikum mun reynast mér og bankanum gott vegar- nesti . . . [og] þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið verður stranglega framfylgt," sagði Attali. Krafist breytinga Fimmtíu og sex ríki og alþjóða- stofnanir eiga aðild að bankanum og sitja um 3.000 manns aðalfund- inn. Vora margir þeirra enn mjög reiðir þrátt fyrir loforð um að í framtíðinni yrði betur staðið að málum en til þessa. Robert Altman, aðstoðarfjármálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði Bandaríkjastjórn hafa miklar áhyggjur af fregnum um óhóflega eyðslu bankans til eig- in þarfa. „Við krefjumst þess af opinberum stofnunum, sem treyst er til að fara með almannafé, að fjármunirnir séu nýttir á skynsam- legan hát.t og höfum því tekið und- ir kröfur annarra aðildarríkja um að endurskoðun fari fram á útgjöld- um og að eftirlit með því að fjár- hagsáætlun sé fylgt verði hert. Við förum fram á breytingar," sagði Altman. Vilja upplýsingaskyldu Fulltrúi Dana í bankaráðinu, Helle Degn, sagði að von væri á skýrslu endurskoðenda um eyðslu bankans innan skamms og væru Danir reiðubúnir að grípa til nauð- synlegra aðgerða er hún liti dagsins ljós. Fjölmargir aðrir fulltrúar kröfðust þess að upplýsingaskylda bankans yrði aukin og að þannig yrði bundið um hnútana að stjórn- endur hans væru ábyrgir gjörða sinna. Næstu skref Rússlandsforseta eftir sigur í þjóðaratkvæðinu Jeltsín vill þvinga fram sti órnarskrárumbætur Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. LJOST þykir að með úrslitunum í þjóðaratkvæðinu á sunnudag hafi Borís Jeltsín Rússlandsforseti á ný styrkt Iýðræðislegt um- boð sitt frá þjóðinni. Rúmlega 60% kjósenda mættu á kjörstað og var það mun hærra hlutfall en svartsýnir umbótasinnar höfðu gert ráð fyrir. Jeltsín hlaut aukinn siðferðilegan styrk í valdabar- áttunni við þá sem vilja fara mun hægar í markaðsumbætur eða jafnvel hverfa til fyrri sljórnhátta en úrslitin nægja samt ekki til að kveða andstæðinga forsetans í kútinn. Er tölur sýndu hvert stefndi sagði helsti leiðtogi þeirra, Rúslan Khasbúlatov þingfor- seti, að úrslitin væru jafntefli en nokkurt ráðleysi virtist ríkja hjá andstæðingum Jeltsíns fyrst í stað. Talið er að Jeltsín muni á næstu mánuðum leggja megináhersluna á að treysta pólitísk völd sín, fyrst og fremst með því að reyna að hrinda af stokkun- um róttækum stjórnarskrárbreytingum sem hann kynnti rétt fyr- ir þjóðaratkvæðið. Heimildarmenn álíta að hann láti á næstunni efnahagsmálin fremur silja á hakanum og dragi jafnvel eitthvað í land í markaðsumbótum. Khasbúlatov sakaði í gær ríkis- fjölmiðla um að reka ósvífinn „Goebbels-lygaáróður" fyrir Jelts- ín. Alexander Rútskoj varaforseti, sem einnig er andstæðingur um- bótastefnu forsetans, taldi um- bótasinna hafa reynt að sverta Khasbúlatov með því að benda á að hann væri Tsjetsjeni. Margir glæpaflokkar í Rússlandi eru und- ir stjórn Tsjetsjena. Rútskoj sagði að mikill meirihluti kjósenda hefði annaðhvort greitt atkvæði gegn Jeltsín eða setið héima; brejda yrði stjórnarstefnunni þegar í stað. Athyglisvert er að stuðningur við Jeltsín virðist vera mikill um nær allt Rússland þótt hann sé meiri í borgum en í sveitum. Um 100 erlendir eftirlitsmenn fyigd- ust með framkvæmd kosning- anna, einum þeirra var stungið í steininn í hér- aðinu Údm- úrtíu vegna misskilnings er yfirvöld töldu pappíra hans ekki vera í lagi. Aðeins í sjálf- stjómarlýð- veldinu Tsjetsjeníu var þjóðarat- kvæðið með öllu hundsað en þátttaka var auk þess lítil í Tatarstan, um 20%, þar er sterk sjálfstæðishreyfing eins og í Tsjetsjeníu. A allmörgum stöðum voru bornar fram ásakanir um kosn- ingasvindl og er talið að sums staðar verði að kjósa á ný. Þetta þarf vart að koma á óvart; ráða- Borís Jeltsín ./Spurningarnar f “ þjóðaratkvæðinu Bráðabirgðatölur þegar talið hafði verið í 79 kjördæmum af 88. BH Spuming samþykkt Q Treystir þú forsetanum? i ms 59,2% 40,8% 0 Styður þú WSM 8TI?M efnahags- stefnu hans?53,6% 46,4% gvntuað 1531 Eja forseta- kosningum 31,3% 31,9% verði flýtt? □ Viltuaðþing-aai E3 kosningum verði flýtt 43,4% 20,4% Spumíngar 3 og 4 voru ekki samþykkt- ar þar sem þærtengu ekki meirihluta- stuðning þeirra sem voru á kjörskrá. Heimild: AP maður í afskekktu héraði tjáði fyrir kosingarnar erlendum fréttamanni að Stalín hefði haft rétt fyrir sér í einu: Raunveralegu völdin í kosningum væru hjá taln- ingamönnum. Stjórnarskráin í brennidepli Samkvæmt stjórnarskrárhug- myndum Jeltsíns fengi forsetinn stóraukin völd á kostnað þingsins, þ. á m. í efnahagsmálum. Líklegt er að hann reyni að nota ákveðið frumkvæði sem hann hefur nú til að hrifsa til sín völdin yfir seðla- bankanum. Þar fer fram seðla- prentunin sem heldur við verð- bólgubálinu en bankinn lýtur nú þinginu. Ekki er vitað hvernig Jeltsín hyggst reyna að fá stjórn- arskrárbreytingarnar í gegn en talið að hann hyggist fá héraða- leiðtoga og ráðamenn sjálfstjórn- arlýðvelda til að samþykkja þær, þannig muni forsetinn reyna að sniðganga þingið. „Hann drekkur“ Víðast hvar gekk allt vel fyrir sig á sunnudag, vorsólin skein í Moskvu og heilu fjölskyldurnar héldu á kjörstað þar sem litlar stúlkur með borða í hárinu fengu að gömlum „sovét“-sið að hjálpa foreldrum sínum og stinga kjör- seðlinum í kassann. Sums staðar var beitt nútímalegum markaðs- fræðum til að fá fólk á kjörstað, boðið upp á vodka, gosdrykki og samlokur. í borginni Saratov voru seldar pylsur á niðursettu verði. Margir kjósendur sögðust styðja Jeltsín í von um að afdráttarlaus niðurstaða fengist í valdabarátt- unni, aðrir voru tortryggnir. Gam- all bóndi sagði Jeltsín að vísu vera sannan Rússa en forsetinn fengi samt ekki atkvæðið sitt „af því að hann drekkur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.