Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 Flaggað með fræðunum eftir Þorkel Helgason Erlendur Jónsson dósent í rök- fræði við Háskóla íslands ritar grein undir fyrirsögninni Ályktað um aukaatriði í Morgunblaðinu 12. apríl sl. Greinin er gegn þeim ákvæðum í frv. heilbrigðisráðherra um lyfsölu sem fjalla um afnám einokunar á smásölu með lyf. Hér verður lítt rætt um sjálft viðfangs- efni greinarinnar heldur um mis- beitingu höfundar á fræðimennsku máli sínu til stuðnings. í seinni hluta greinarinnar notar höfundur fram- setningu úr svokallaðri ákvarðana- fræði til að draga að lokum þá ályktun á grundvelli útreikninga sinna að það sé „mjög vafasamt ...að umbylta núverandi (lyfsölu- )kerfi.“ Eins og nafnið bendir til fjallar ákvarðanafræðin um það hvemig bera megi saman ólíka kosti á heild- stæðan hátt og gera að lokum upp á millj þeirra, þ.e.a.s. taka ákvörð- un. Ákvarðanafræðin er einkum notuð þegar afleiðingamar em óvissu háðar og því er fræðigreinin í raun hliðargrein úr tölfræði. Að- ferðin hentar við greiningu á flóknu ákvarðanaferli þegar ein ákvörðun- in rekur aðra og mönnum hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trján- um. Helsta tól ákvarðanafræðinnar er reyndar nefnt ákvarðanatré og eitt slíkt skreytir grein Erlends. Afleiðingar Líkur og gildi gLlyfjaverð lækkar(+100) g2=lyfjaverð stendur i stað (-100) g4=lyfjaverð lækkar (+200) g5=lyfjaverð stendur í stað (0) g6=lyfjaverð hækkar(-100) Það gildir hið sama um ákvarð- anafræði og öll önnur tól reikni- kúnstar að með þeim finnst enginn stóri sannleikur. Þetta em einvörð- ungu tæki til að draga saman fyrir- liggjandi vitneskju í heila mynd. Útkoman ræðst að sjálfsögðu alfar- ið af þeim gögnum sem gengið er út frá. Ágiskanir í þeim efnum verða ekkert sannari við að þeim sé tjaslað á ákvarðanatré. Þeirri hugsun verður ekki varist að Er- lendur sé að beita ákvarðanafræði til þess að klæða fordóma sína um málefnið kufli fræðimennsku. Ákvarðanatré Erlendar er skreytt 12 tölum sem allar em hans hugarfóstur. Höfundur hefur 12 möguleika til að hagræða tölum til að fá þá niðurstöðu sem honum virðist henta. Það gefur augaleið að auðvelt er að fá öndverða niður- stöðu úr slíku reikniverki með breytingum á forsendutölum. Þegar hismi fræðimennskunnar hefur ver- ið greint frá kjamanum kemur í ljós það sem höfundur gefur sér: í Þorkell Helgason „Það sem mér sárnar er að vísindagrein, ákvarðanafræði, sem ég hef kennt í hartnær tvo áratugi og rannsak- að að nokkru, skuli mis- notuð til þess að slá ryki fræðimennsku í augu fólks eins og gert er í blaðagrein Erlends Jónssonar.“ fyrsta lagi að það kosti umtalsvert fé - eða sem nemur 10% af lyfja- verði - að koma á samkeppni og í öðm lagi að vænta megi meiri lækk- unar lyfjaverðs án samkeppni en með henni. Fyrir þessum forsendum eru færð næsta lítil rök. Þær em sleggjudómar höfundar. Sé rýnt nánar í ákvarðanatré Erlends sést t.d. að þar er lykilatr- iði að miklar líkur (60%) séu á því að takast megi innan núverandi dreifingarkerfis að ná fram 20% lækkun lyfjakostnaðar með álagn- ingarlækkun hjá stóm apótekunum í Reykjavík. smásöluálagning á lyf er há á íslandi, að meðaltali um 58%. Fimmtungs lækkun lyfja- kostnaðar kallar á að álagning Reykjavíkurapótekanna verði ein- ungis tæp 10%. Mér er sem ég sjái fulltrúa apótekara í lyfjaverðlags- nefnd leggja slíkt til. Eins og segir í upphafí þessa greinarkorns er það ekki ætlunin að ræða að neinu marki um málefn- ið sjálft: Hátt lyfjaverð á íslandi og leiðir til þess að ná fram lækkun á því. I samræmi við það undirrita ég ekki greinina með tímabundnu starfsheiti mínu: Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Það sem mér sámar er að vísindagrein, ákvarð- anafræði, sem ég hef kennt í hart- nær tvo áratugi og rannsakað að nokkra, skuli misnotuð til þess að slá ryki fræðimennsku í augu fólks eins og gert er í blaðagrein Erlends Jónssonar. Höfundur er prófessor í aðgerðagreiningu við Háskóla Islands. Bókaðu ferðina í apríl. f anzJMIip. spujjai!jjj fyrir 4ra manna fjölskyldu! Með 5.000 kr. innborgun geturðu tryggt þér sumarferðina '93 á lága verðinu. Ferðina þarf þá ekki að greiða að fullu fyrr en 21 degi fyrir brottför. Með þessu getur 4ra manna fjölskylda sparað á bilinu 8-12.000 kr. Verð ef staðfest fyrir 1. maí. KAUPMANNAHÖFN 27.820 ÓSLÓ 27.150 STOKKHÓLMUR 28.150 CAUTABOKC 27.150 F/EKEYJAR 17.105 LONDON 27.150 CLA5COW 21.150 AMSTEKÞAM 27380 LÚXEMBOKC 28.150 PAKÍS 28350 FRANKFURT 50390 HAMBOKC 28.590 VÍN 50.580 MÚNCHEN 50.590 ZÚKICH 50.150 MÍLANÓ 50.580 BAKCELONA 50.150 Flugvallarskattar eru innifaldir. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). Verð gildir eingöngu í beinu flugi Flugleiða. Ferðir skulu farnar íyrir 30. september 1993- Lágmarksdvöl 6 dagar. Hámarksdvöl 1 mán. Áætlunarflug hefst: Hamborg 9. maí, Zúrich 22. maí, Vín 4. júní, Barcelona 12. júní, Munchen 26. júní, Mílanó 16. júlí. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi E3 (D oatiaS^ hagstæð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.