Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPIIAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 > Orkumál i Samkeppni um sölu raforku eftir Þorleif Finnsson Samband íslenskra rafveitna (SÍR) er 50 ára á þessu ári. í til- efni þess stendur SIR fyrir ýmsum atburðum sem meðal annars eiga að leggja áherslu á það við rafveitu- menn að íslendingar standa ekki síður á tímamótum nú en þegar sambandið var stofnað árið 1943. Markaðsmál eru ofarlega á baugi í raforkuheiminum, ekki síð- ur hér á landi en í grannlöndunum þar sem samkeppni raforkufyrir- tækja hefur hafið innreið sína. Samkeppnin hefur á margan hátt gjörbreytt hugsunarhætti raforku- manna, bæði í jákvæðum og nei- kvæðum skilningi. Allar þessar breytingar þurfa íslenskar raforku- veitur að kynna sér rækilega, bæði stjómir og starfsmenn. Nýta þarf hið jákvæða og sníða hjá því nei- kvæða þannig að breytingar í skipulagi raforkumála hérlendis verði til framtíðar hagkvæm fyrir framleiðendur, seljendur og kaup- endur raforku. En hver er staðan nú? Markaðs- ráð SÍR, sem er eitt af sérfræðiráð- um sem starfar innan SÍR, efndi nýverið til ráðstefnu um markaðs- sókn raforkuveitna. Megin mark- mið ráðstefnunnar var að auka umræðu um markaðsmál raforku- fyrirtækjanna og veita ferskum straumum erlendis frá inn í þá umfjöllun. Aðalfyrirlestur ráðstefnunnar hélt Mr. Ben Tyrie markaðsstjóri Rafveitu Lundúnarborgar (London Electricity). Bretar hafa verið í far- arbroddi í Evrópu um þróun sam- keppni um sölu raforku og einka- væðingar raforkufyrirtækja síðan þeir innleiddu með lögum sam- keppni í þessari grein. I kjölfarið komu Norðmenn með breytingar í svipaða átt hvað varðar samkeppni raforkufyrirtækja og má vænta breytinga á næstu misserum í fleiri löndum. Mr. Tyrie skýrði á fróðleg- an hátt þær breytingar, sem Raf- veita Lundúnarborgar hefur gengið í gegum í kjölfar frjálsrar sam- keppni á orkumarkaðnum og breyt- ingum í rekstri og á eignarhaldi fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að aðgreina á skýran hátt breytt rekstrarform raforkufyrirtækja annars vegar og samkeppni á orkumarkaði hins veg- ar. Breytt rekstrarform Breyting á rekstrarformi raf- orkufyrirtækja og e.t.v. eignaraðild (því miður oft sameinað í orðinu „einkavæðing") hefur að stærstum hluta áhrif á innviði fyrirtækisins. Höndlað er með hlutabréf á frjáls- um hlutabréfmarkaði; fjármálaráð- gjafar og fjármagnseigcndur ákveða frá degi til dags kaup og sölu hlutabréfanna. Lítilsháttar breyting á afkomu getur valdið því að fyrirtækið sé keypt eða selt. Markmið eigenda eru því nokkuð önnur, þ.e. fyrst og fremst fjár- hagslegur arður til skemmri eða lengri tíma, en ekki markmið tengd búsetu og atvinnuuppbyggingu til lengri tíma, sem eru meira ríkjandi hjá ríki og sveitarfélögum. Arð- semiskrafa fjárfestingar er meiri og afskriftir til skemmri tíma. Þetta er einn megin gallinn á breyttu rekstrarformi og breyting- um á eignarhaldi. Kosturinn er hins vegar sá að krafa um hagkvæmni verður meira afgerandi við stjórnun og hún því markvissari, það leiðir til lægri rekstrarkostnaðar. Breytt rekstrarform raforkufyrirtækja er ekki á nokkurn hátt forsenda þess að innleiða samkeppni á raforku- markaðnum heldur aðferð (tækni) til að ná betri árangri. Það er einn- ig ljóst að hægt er að ganga mis- jafnlega langt í átt til „einkavæð- ingar“, frá því að breyta fyrirtækj- unum í hlutafélag í eigu ríkis og/eða sveitarfélags til þess að selja hlutabréf hæstbjóðanda og skrá þau á almennum hlutafjár- markaði. Samkeppni Samfara einkavæðingu raforku- fyrirtækjanna voru í Bretlandi sett- ar reglur um fijálsa samkepppi fyrirtækja um framleiðslu og sölu á raforku. Samkeppnin fellst í því að orkukaupanda yfir ákveðinni stærð (nú 1000 kW, en mun lækka í 100 kW) er fijálst að gera orku- kaupasamning við það raforkufyr- irtæki, sem hann óskar. Rafveita, sem sér um dreifingu á svæðinu, er skuldbundin til að flytja orkuna til viðkomandi aðila á ákveðnu föstu verði. Þannig gæti t.d. not- andi í Reykjavík keypt orku af Rafveitu Akureyrar (RA), en Raf- magnsveitu Reykjavíkur (RR) væri skylt að flytja raforkuna um sitt dreifikerfi til notanda gegn SMURSTOO FRÍR ÞV0TTUR VESTURVOk-KuPAVOGI -II- AðalsaínaðarfuDdur Sellasóknar 1993 veróur haldinn í Kirkjumiðstöðinni miðvikudaginn 5. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Seljakirkju. Aðalfundur Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 30. apríl 1993 í matsal fyrir- tækisins að Norðurgarði, Reykiavík, og hefst fundur- inn kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf skv. 18. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á ákvæðum samþykkta um boðun til hluthafafundar. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Grandi hf., Norðurgarði, 101 Reykjavík 1993 Q GRÍlNDI Þorleifur ákveðnu gjaldi. RA sendi notandan- um í Reykjavík reikning fyrir orku- notkunina en RR sendi RA reikning fyrir flutning raforkunnar. Rafveit- ur eru því í beinni samkeppni um sölu raforku og geta verið með sölustarfsemi á orkuveitusvæði (í dreifikefi) hvor annarrar. Reynsla Breta Raforkufyrirtækin eru gjör- breytt frá því sem áður var og sækja ákaft inn á markaði í sam- keppni við kol, gas og olíu. Mögu- leikar til aukinnar sölu raforku eru miklir í atvinnurekstri. Þegar sam- keppni hóf innreið sína fyrir fjórum árum var tekið til við að gera samn- inga við stóra orkukaupendur um sölu á raforku. Ekki er alltaf hægt að bera saman raforkuverð milli fyrirtækja, því stundum getur þurft að gera talsverðar breytingar á orkuflutningskerfinu. Áður höfðu gjaldskrár verið ráðandi eins og er víðast þar sem samkeppni hefur ekki verið fyrir hendi. í byijun voru orkusamningarnir mun hagkvæmari fyrir orkukaup- andann en gjaldskrárverð, sem áður var miðað við. Síðan hefur þróunin jafnt og þétt verið sú að samningsverð hefur verið stöðugt, en þó hækkað eilítið. Gjaldskrár- verð hefur hins vegar lækkað og verðmunur þessara tveggja söluað- ferða minnkað. Þannig hefur sam- keppnin einnig leitt til lækkunar raforkuverðs fyrir hinn almenna raforkunotanda, sem kaupir raf- orku samkvæmt gjaldskrá. Við samkeppnisaðstæður þurfa raf- orkuveitur að þjóna kaupendum sínum vel, annars eiga þær á hættu að missa þá til samkeppnisaðila. Þetta krefur fyrirtækin um betri skilgreiningu á þjónustunni og hvernig þeirra samskiptum er hátt- að við viðskiptavini. Meðan pólitísk stefna réði héldu menn að hag- kvæmni væri eingöngu fólgin í sparnaði. Nú vita menn að mark- aðssókn leiðir til aukinnar fram- leiðni, nýrra framleiðsluvara, auk- inna söíumöguleika og bættrar nýtingu kerfisins. Ráðgjafar raf- orkufyrirtækjanna eru sérfræðing- ar í möguleikum raforkunotkunar. Þeir heimsækja fyrirtæki og kynna þeim hvað hægt sé að gera, breyta orkunotkun og benda á nýjar leið- ir. Hvar sem annars konar orka er notuð eru menn að leitast við að fínna hvernig raforkan geti leyst hana af hendi. Ætíð leitast menn við að ná fram sem mestri hagkvæmni í dreifingu og sölu raforkunnar. Sama dreifi- veita þarf því að beita mörgum aðferðum til að ná fram þessu markmiði sínu. T.d. er reynt að selja meiri orku á þeim svæðum, þar sem dreifikerfið er vannýtt, en þar sem dreifikerfið er full nýtt selja menn notendum „orkusparn- að“ og fresta þannig kostnaðar- sömum Ijárfestingum vegna styrk- ingar dreifikerfisins. Samkeppnisumhverfið hefur gjörbreytt raforkufyrirtækjunum. Þau þurfa að aðlaga sig nýjum við- horfum og geta brugðist skjótt við breytingum. Skipulag fyrirtækj- anna verður að vera einfaldara, stuttar boðleiðir og ábyrgð innan þeirra að dreifist á margra hendur. Starfsmenn og fyrirtæki hafa fleiri tækifæri til að standa sig en nokkru sinni. Stjórnendur fyrirtækjanna standa dag hvern frammi fyrir vandamálum, sem þeir þekktu ekki fyrir nokkrum árum þegar stjórn þeirra var pólitísk og samkeppni var við aðra orkugjafa, sem einnig lutu pólitískri stjórn. Það kostar mikið að þróa nýja möguleika og nýja notkun. Stjórnendur þurfa að ákvarða hvort þeir eigi að kosta þessu eða hinu til og reiða sig á að fjárfesting skili sér í auknum tekjum. íslenskar aðstæður Þótt rekstur íslenskra raforku- veitna sé allur annar en breskra þurfa íslenskir raforkumenn að horfa fram á við, temja sér ný vinnubrögð og búa sig undir að mæta beinni samkeppni, hvenær sem að henni kemur. Þróunin í veröldinni gengur öll 1 þá áttina. Nauðsynlegt er að skoða hvaða skipulagsbreytinga er þörf innan íslenska orkugeirans þannig að heilbrigð samkeppni geti orðið að veruleika. Mikið hefur áunnist í því að auka notkun innlendra orkugjafa, þar á meðal raforku, á kostnað inn- fluttra. Þessi sókn hefur farið fram á þann hátt, að reiknimeistarar stjórnvalda og orkufyrirtækja hafa reiknað út samkeppnisfært verð raforku miðað við olíu og síðan er rafmagnið niðurgreitt og styrkir veittir til breytinga. Þótt þær hug- myndir, sem liggja að baki þessari markaðssókn raforku séu að öllu leyti jákvæðar, veit í raun enginn hve langt er hægt að ganga í þess- um efnum áður en þjóðhagslegur hagnaður breytist í þjóðhagslegt tap. Hér þarf að virkja samkeppnis- öflin. Raforkufyrirtækin eiga að vera óhrædd við að fara í beina samkeppni við aðra orkugjafa á eigin forsendum. Fyrirtækin eiga að geta boðið orkuverð í sam- keppni með lágmarks hagnaði til að vinna nýja markaði. Á þann hátt næst fram hámarks hag- kvæmni í orkugeiranum og besta nýting raforkukerfisins á hveijum tíma. Það eru miklar breytingar fram- undan. Því er nauðsynlegt að stjórnendur sem og allir starfse- menn raforkufyrirtækjanna líti með opnum hug til framtíðar og nýti sér reynslu annarra þjóða, sem þegar hafa stigið skref til fijálsrar samkeppni um sölu raforku. Porlcifur Finnsson er forstöðu- maður markaðsmála Rafmagns- veitu Reykjavíkur og formaður markaðsráðs SÍR. Framleiðsla íslenska heilsusaltið komið á markað Faxbdnaður íyi TRAUST LAUSN TRYGG FRAMTÍÐ pir Novellnet, einmennings- og heimilistölvur Staðgreiðsluverð frá kr. 14.845,- o/inoðin tíUUblNU AUSTURSTROND 12 • SÍMI: 612061 • FAX: 612081 FRAMLEIÐSLA íslenska salt- félagsins á heilsusaltinu, Saga- salt, gengur vel. Hollenska fyr- irtækið Akzo sér um markaðs- setninguna og er sala á heilsu- saltinu nú þegar hafin í Skand- inavíu. íslenska salfélagið er í eigu Saga Food Ingredients (SFI) og að sögn Wilmars F. Fredriksen fram- kvæmdastjóra SFI gekk rekstur félagsins samkvæmt áætlun. Ekki er hægt að fá uppgefnar afkomutöl- ur félagsins fyrir sl. ár enda var saltverksmiðjan aðeins rekin síðari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.