Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1993 Skíðagönguferð Ferðafélags Akureyrar inn í Glerárdal Snjóbíll létti undir með gimgiifólki HÓPUR áhugasamra skíðagöngumanna lagði leið sína inn í Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar í Glerárdal, á laugardaginn, en þá efndi félagið til skíðagönguferðar þangað. Lagt var af stað frá Fálkafelli á laugardagsmorgun í blíð- skaparveðri, sem hélst til hádeg- is, en þá fór að snjóa lítillega. Reiptog Með í för var snjóbíll sem fé- lagið fékk hjá Flugbjörgunar- sveitinni á Akureyri, en honum stýrði Haukur ívarsson með að- stoð Ara Jökulssonar. Aftan úr bílnum voru tvö sérútbúin reipi sem göngufólkið gat gripið í og látið bílinn draga sig upp erfið- ustu brekkurnar. Morgunblaðið/Margrét Þóra Á leið í Lamba FERÐAFÉLAGSFÓLK á Ieið inn í Lamba, en það er skáli sem Ferðafélag Akureyrar á í Glerárdal. í ferðinni bauðst skíðagöngufólki að hanga aftan í snjóbíl og nýtti sér það óspart þegar kom að erfiðustu brekkunum. Fjármagnskostnaður KEA í fyrra var 333 miUjónir króna Lækkun skulda eina lausnin • • Oryggis- þjónusta Varakynnt Öryggisþjónustan Vari kynnir þá vöru og þjónustu sem fyrirtækið býður á Hót- el KEA í dag, þriðjudaginn 27. apríl frá kl. 16 til 19. Vari hefur frá stofnun, árið 1969, veitt alhliða þjónustu á sviði öryggismála fyrirtækja, stofnana og heimila. Fyrir nokkru tók Tóm- as Sæmundsson á Raflagnaverk- stæði Tómasar við umboði fyrir Vara á Akureyri. Lásar og gler Á kynningunni getur fólk fræðst um brunaviðvörunarkerfi, lása og lyklakerfi, peningaskápa og innsigli, þjóvavarnakerfi, sjálf- virk slökkvikerfi, skotheld gler, myndavélakerfi og öryggishurðir. (Fréttatilkynning.) -----♦ ♦ ♦ Glerárkirkja Tónleikar Passíukórs V ORTÓNLEIK AR Passíu- kórsins á Akureyri verða haldnir í Glerárkirkju mið- vikudaginn 28. apríl kl. 20.80. Stjórnandi er Roar Kvam. SKULDIR Kaupfélags Eyfirðinga lækkuðu um 50 milljónir króna milli ára, úr 4.806 milljónum árið 1991 í 4.757 milljónir árið 1992. Þrátt fyrir að skuldir lækkuðu hækkuðu fjármagnsgjöld umfram fjár- magnstekjur um 19% á milli ára, en á liðnu ári greiddi félagið 333 milljónir króna í fjármagnsgjöld. Eina lausnin á háum fjármagnskostn- aði er að lækka skuldir félagsins. Þetta kom fram í skýrsiu Magnúsar Gauta Gautasonar kaupfélagsstjóra og Jóhannesar Sigvaldasonar for- manns stjórnar KEA á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga .. fangsefnið á sviði rekstrar var að einkenndist af samdrætti á flestum draga saman kostnað. Niðurstaða sviðum á síðasta ári og meginvið- af rekstrinum var hagnaður að upp- ~F\ Frá Sjavarutvegsdeild ^ inni á Dalvík — VMA Fiuniisiiiuin IILVil mm Skólaárið 1993-94 vantar framhaldsskóla- kennara í eftirtaldar greinar: Ensku, dönsku, tölvufræði, stærðfræði og fag- greinar stýrimannanáms og fiskvinnslunáms. Umsóknarfrestur til 10. maí. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 96-61380 og 96-61162. hæð um 12 milljónir króna. „Þessi afkoma rétt kringum núllið er til lengri tíma algjörlega óviðunandi, en ef til vill má segja að hún sé ásættanleg með tilliti til hve rekstr- arskilyrði atvinnuveganna voru slæm á síðasta ári,“ segir í skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra. Frambúðarlausn Það jákvæða við rekstur liðins árs var að fjármunamyndum í rekstri jókst úr 196 milljónum árið 1991 í 319 milljónir í fyrra og eins tókst að lækka skuldir félagsins á árinu. „Þessir þættir skipta mjög miklu máli í sambandi við framtíðarhorfur félagsins, þessi aukna fjármuna- myndum í rekstri auðveldar félaginu að halda áfram að lækka skuldir," sagði kaupfélagsstjóri á aðalfundin- um, en lækkun skulda félagsins er eina frambúðarlausnin á háum fjár- magnskostnaði. Sjóðir og eigið fé voru 2.564 millj- ónir króna og höfðu lækkað um 10% á árinu. Lækkun á eigin fé Kaupfé- lags Eyfirðinga skýrist aðallega af þrennu, í fyrsta lagi af því að í fyrri reikningum var ekki tekið tillit til eftirlaunaskuldbindinga, í öðru lagi af breyttum aðferðum við mat á eignarhlutum í dótturfyrirtækjum og í þriðja lagi hefur tap dótturfyrir- tækja félagsins rýrt verðmæti þeirra, en þau töpuðu liðlega 230 milljónum króna á síðasta ári. Erfitt áfram „Aðstæður þær sem atvinnu- vegirnir búa við eru afar erfiðar en umhverfi atvinnurekstrar á eftir að batna, hvenær er erfitt að segja til um, en það kemur að því,“ sagði Magnús Gauti og bætti við að rekst- ur KEA yrði áfram erfiður á þessu ári bg ekki að vænta snöggra um- skipta í þeim efnum. Til að örva atvinnulífið væri það mikilvægast að lækka vexti, sem myndi létta á fyrirtækjúm og heimilum, en þar til aðstæður batna yrði áfram að gæta mikils aðhalds í fjárfestingum og rekstri og einnig væri mikilvægt að áfram tækist að lækka skuidir fé- lagsins. Á efnisskránni eru tvö verk, Stabat Mater eftir ítalska tón- skáldið G.B. Pergolesi og Messa í A-dúr fyrir þijár raddir opus 12 eftir César Franck. Texti fyrra verksins er latneskur sálmur frá 13. öld og lýsir þjáningum Maríu Guðsmóður við kross Krists á Golgata. Messa í A-dúr var frum- flutt árið 1861, en síðan bætti höfundur inn kaflanum Panis Ang- elicus, sem er vel þekktur og oft fluttur sem sjálfstætt verk. Jón einsöngvari Passíukórinn hefur einu sinni áður flutt A-dúr messuna, árið 1987. Einsöngvari á tónleikunum er Jón Þorsteinsson tenórsöngvari, sem m.a. flytur kaflann Panis Angelicus, Guðrún Jónsdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt og Michael J. Clarke, bariton. Lít- il strengjasveit ásamt hörpuleik- ara, sembal- og orgelleikara taka þátt í flutningi þessara verka. (Fréttatilkynning) Nú er blásið til samkomu! Árgangur ’49 á Akureyri athugið Takió frá helgina 14.-15.(16.) maí, því þá höldum við hátíðleg 30 ARA fermingarafmæli okkar. Hafíð sam- band sem fyrst eða í síðasta lagi 7. maí og fáið nán- ari upplýsingar um okkar stórskemmtilegu dagskrá. Hs. Vs. Svenni Bjarna 91-54651 91-683800 Anna Maja 91-71600 91-686677 Gurra Bergs 96-22179 96-27600 Gunni Aust 96-22313 96-30415 Haddi Júl. 96-11149 Helga Haralds 96-23961 Sjáumst! Nefndin. Viðar leikhússtjóri VIÐAR Eggertsson hefur verið ráðinn til að gegna stöðu leikhús- sljóra Leikfélags Akureyrar til næstu þriggja ára, en hann var valinn úr hópi átta umsækjenda. Fráfarandi leikhússtjóri, Signý Pálsdóttir, lætur af störfum í júní. Viðar Eggertsson er fæddur 18. júní árið 1954, en hann steig sín fyrstu spor á leiklistarsviðinu með Leikfélagi Akureyrar fyrir 24 árum. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1976, en hann hefur leikið fjöl- mörg hlutverk með LA og leik- stýrt nokkrum leikritum. Viðar á fjölskrúðugan feril að baki í leikhús- heiminum. Hann var fast- ráðinn leikari hjá LA 1978 til 1980 og hjá Þjóðleikhúsinu 1986 til 1987, en auk þess hefur hann starfað sem lausráð- inn leikari hjá öllum atvinnuleik- húsunum og ýmsum atvinnuleik- hópum. Hann stofnaði Egg-leikhúsið árið 1981, en það hefur staðið fyrir nýstárlegum sýningum og vakið athygli jafnt innan iands sem utan. Viðar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í þágu leiklistar og var Formaður ís- lenskra leikstjóra 1991 til 1992. Þá hefur hann sótt ýmis erlend leiklistarnámskeið og tekið þátt í nokkrum erlendum leiklistarhá- tíðum sem leikari og leikstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.