Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lýðræðislegt umboð Jeltsíns endumýjað rátt fyrir staðhæfingar and- stæðinga Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta um annað eru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar í Rússlandi á laugardag mikil- vægur og ótvíræður sigur fyrir hann. Ekkert bendir til að valdabar- áttu forsetans við fulltrúaþingið sé hér með lokið. Hins vegar ættu úrslitin að reynast Jeltsín mikilvægt vopn þegar næst skerst í odda í þeirri baráttu. Fulltrúar ríkja á Vesturlöndum hafa líka þegar lýst því yfir að úrslitin séu hvatning til að efla fjárhagslega aðstoð við Rússa. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir rússnesku þjóðina. Spurt var hvort hún styddi Jeltsín sem forseta, hvort hún væri fylgjandi umbótastefnu ríkisstjórnarinnar og loks hvort hún teldi að efna bæri fljótlega annars vegar til þingkosninga og hins vegar til forsetakosninga. Þó að endanlegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggi ekki fyrir fyrr en að nokkrum dögum liðnum virðist sem um 60% þeirra Rússa, sem greiddu atkvæði, hafi lýst yfír stuðningi við Jeltsín. Það styrkir líka for- setann að stuðningur við hann dreifist um landið í heild, allt frá Síberíu í austri til Iandamæra Austur-Evrópu í vestri, en er ekki einangraður við stórborgir, líkt og raunin hefur verið með fylgi umbótasinna í sumum öðr- um fyrrverandi austantjaldsríkj- um. Lýstu kjósendur á veruleg- um meirihluta þeirra 88 svæða, sem mynda Rússland, yfir stuðn- ingi við forsetann. Samt sem áður var stuðningur við Jeltsín töluvert meiri í Moskvu og Pét- ursborg en í flestum öðrum hér- uðum eða um 75%. Umbótastefna rússnesku rík- isstjórnarinnar hlaut einnig stuðning á meirihluta svæðanna, þótt mjórra hafí verið á munun- um. Þess ber þó að geta að talið var líklegt að stjómin biði ósigur í atkvæðagreiðslunni hvað þetta atriði varðar. Meirihluti kjósenda taldi líka rétt að efna til þingkosninga og nokkuð færri til forsetakosninga en töluvert skorti á að hreinn meirihluti atkvæðisbærra manna væri hlynntur kosningum, líkt og nauðsynlegt hefði verið, ættu niðurstöðurnar að vera bindandi. Meginandstæðingar Jeltsíns í valdabaráttunni, þeir Rúslan Khasbúlatov þingforseti og Alexander Rútskoj varaforseti, segja niðurstöðuna hins vegar marklausa og að enginn standi uppi sem sigurvegari að þjóðar- atkvæðagreiðslunni lokinni. Hélt Rútskoj því meira að segja fram að 75% þeirra 100 milljóna sem eru á kjörskrá hefðu þurft að styðja forsetann ef túlka ætti niðurstöðuna sem stuðning al- mennings við hann. Þessar yfirlýsingar eru með endemum og lýsa hættulegum lýðræðislegum vanþroska. Það sem skiptir máli er þetta: Borís Jeltsín er eini stjórnmálamaður- inn í Rússlandi sem sækir umboð sitt til almennings í gegnum Iýð- ræðislega kosningu. Það umboð hlaut hann er hann var kjörinn forseti fyrir tveimur árum. Nið- urstöður helgarinnar er ekki hægt að- túlka á annan veg en þann, að þetta umboð hafi verið endurnýjað. Og sú staðreynd að kosninga- þátttaka var í kringum 60% er ekki síst undraverð þegar haft er í huga hversu víðfeðmt ríki Rússland er, hversu margar og ólíkar þjóðir byggja það og hversu takmörkuð hefð er fyrir lýðræðislegum kosningum. Þetta gengur þvert á hrakspár um að pólitískur áhugi væri lítill sem enginn í Rússlandi og sú stað- reynd, að rúmlega helmingur kjósenda segist styðja efnahags- stefnu stjórnarinnar, þrátt fyrir hrun lífskjara, bendir til verulegs pólitísks þroska almennings. Þessi góða kosningaþátttaka uppfyllir að auki það skilyrði, sem sett hafði verið af stjórn- lagadómstól landsins, að helm- ingur kjósenda yrði að taka þátt í kosningunum, ef niðurstöðurn- ar ættu að vera bindandi. Sigur Jeltsíns í kosningunum mun hins vegar duga skammt ef hann nýtir sér ekki þetta tækifæri til að gjörbylta stjórn- skipulagi landsins. Það eru talin vera afdrifaríkustu mistök hans, að loknum kosningunum árið 1991, að leysa ekki upp fulltrúa- þingið, sem sækir vald sitt til gamla sovétkerfisins en ekki þjóðarinnar, og boða til nýrra kosninga. Flest bendir til að for- setinn ætli ekki að endurtaka þessi mistök og muni nú, á með- an andstæðingar hans eru enn ráðvilltir, freista þess að fá sam- þykkta nýja stjórnarskrá þar sem völd forsetans eru aukin og fulltrúaþingið afnumið í núver- andi mynd. Ella gæti hann staðið uppi í svipaðri stöðu og Míkhaíl Gorb- atsjov, fyrrum Sovétforseti, sem í mars 1991 vann glæsilegan sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu er 76% kjósenda studdu tillögu hans um að Sovétríkjunum yrði viðhaldið í endurnýjaðri mynd. Níu mánuðum síðar heyrðu Sov- étríkin og Gorbatsjov sögunni til. Mikið var rætt um króka- leyfi og Þróunarsjóðinn Fundir Tvíhöfðanefndar á Höfn í Hornafirði og Eskifirði Fundað á Austfjörðum Hermann Hansson fyrrverandi kaupfélagssljóri heilsar upp á Þröst Ólafsson og Vilhjálm Egilsson í lok fundarins á Höfn. Hluti fundarmanna á fundi Tvíhöfðanefndarinnar á Eskifirði. Hörð gagnrýni á útgerðarmenn sem brjóta kjarasamninga með kvótakaupum Á FUNDUM formanna Tvíhöfðanefndarinnar á Höfn í Hornafirði og Eskifirði á sunnudag höfðu fundarmenn mest- an áhuga á að ræða krókaleyfisbáta og Þróunarsjóðinn. Að mati formannana, þeirra Vilhjálms Egilssonar og Þrastar Olafssonar, voru umræðurnar á þessum fundum, einkum þeim á Höfn, mjög málefnalegar og þeir ánægðir með þá báða. Fjölmargar fyrirspurnir bárust formönnunum á fund- inum á Höfn í tengslum við hina nýju sjávarútvegsstefnu og vildu fundarmenn þar nánari vitneskju um allt frá veiðum á Nýfundnalandi og að spurningu um hvernig málsmeðferð skýrslh nefndarinnar fær á alþingi. Fundirnir voru ágætlega sóttir, um 50 manns komu á Eskifirði og um 60 manns á Höfn. Formennirnir skiptust á um að vera frummælendur á fundunum og það vakti athygli á fundinum á Höfn í Hornafírði að Þröstur Ólafsson gagnrýndi harðlega þá útgerðarmenn sem láta sjómenn taka þátt í kvóta- kaupum með sér. Þröstur sagði að hafa yrði upp á þessum mönnum og refsa þeim fyrir athæfið. „Hér er um klárt brot á kjarasamningum að ræða og við viljum að dæmin séu lögð fram á borðið,“ sagði Þröstur. „Hinsvegar er ekki hægt að afnema heilt kerfi af því að einstakir útgerðarmenn misnota það.“ Að venju fóru formennirnir yfir helstu þættina í skýrslu sinni um nýja sjávarútvegsstefnu en síðan var orðið gefíð laust. Hver er reynslan af kvótakerfinu? Einn þeirra fyrstu sem til máls tóku á Höfn var Eiríkur Jónsson. Hann sagði að menn væru að ræða um kvótakerfið og að setja fleiri teg- undir en nú eru undir kvóta. Hinsveg- ar væri kvótakerfíð búið að vera við lýði í 9 ár og hver væri árangurinn? „Ég sakna þess að ekkert er fjallað um það í dag að við erum nú að veiða helmingi minni þorsk en við gerðum fyrir daga kvótakerfisins," sagði Eiríkur. „Hvers vegna er svona komið fyrir þorskinum í dag?“ Og hvað varðaði þær hugmyndir að mega setja kvóta á fískvinnsluhús taldi Eiríkur að fískvinnslan ætti nú um 90% af kvótanum í gegnum út- gerðir sínar og til hvers væri þá ver- ið að gera þetta. Vilhjálmur Egilsson svaraði þessu og sagði að það væri landlægt hér á landi að farið væri framúr tillögum fískifræðinga um ieyfilegan afla. Frá árinu 1976 þar til í fyrra hefði þors- kveiðin þannig verið um milljón tonn fram yfir tillögur Hafrannsóknar- stofnunar. „Þessar umframveiðar eru angi af þeirri tilhneigingu íslendinga að eyða um efni fram sem einnig kemur fram í því að gengið er of hátt skráð,“ segir Vilhjálmur. „En þetta er ekki kvótakerfinu að kenna og það á ekki að kenna kvótakerfinu um annað en því ber.“ Þröstur Ólafsson bætti því við að það væri of mikil einföldun að gera kvótakerfið að blóraböggli fyrir það hvernig komið væri fyrir helstu nytja- stofnum okkar. Vissulega væru göt í kerfinu sem stuðluðu að of mikilli veiði eins og krókaleyfisbátarnir og tvöföldun línuveiða en tillögur nefnd- arinnar miðuðu að því að stoppa upp í þessi göt. Hvað varðaði kvóta á físk- vinnsluhús sagði Þröstur að hér væri um mjög byggðavæna ráðstöfun að ræða sem kæmi í veg fyrir að sjávar- pláss misstu kvóta með skipasölum. Davíð Sveinsson vildi fá að vita hvort líkur væru á að alþingi myndi ná að afgreiða tillögur nefndarinnar á þessu þingi. Þröstur Ólafsson sagði að slíkt væri óvíst en ef það næðist ekki í vor myndu tillögumar ekki koma til framkvæmda fyrr en á fisk- veiðaárinu sem hæfist haustið 1994. „En þetta gæti allt farið í biðstöðu fram til 1. septeniber 1996,“ sagði Þröstur. „Á næsta ári eru sveitar- stjórnarkostningar og árið 1995 eru alþingiskosningar og það gæti orðið bið á að tillögurnar yrði afgreiddar af þeim sökum þar til eftir stjórnar- myndun 1995.“ Kvótakerfið er efnahagskerfi Halldór Árnason tók næstur til máls og sagði að kvótakerfið væri efnahagslegt kerfí en ekki fiskvernd- unarkerfi og menn yrðu að skilja þar á milli. Hann sagði að göt hefðu ver- ið í kerfínu frá upphafi en var ánægð- ur með að nú væri verið að stoppa í þau síðustu, það er krókaleyfisbát- ana og Iínutvöföldunina. Hvað varð- aði fyrirhugaðan kvóta krókabátana upp á 13.275 tonn vildi Halldór gera athugasemdir og taldi að þar væri verið að ganga of langt á kostnað annara þegar fyrir lægi að jafnvel þyrfti að draga enn meira úr þorsk- veiðum en nú er. „Þessir menn hafa fengið langt umfram það sem aðrir hafa þurft að una við í takmörkunum á afla og ég tel að gengið hafi verið of langt til móts við þennan hóp,“ sagði Halldór. Halldór kom einnig inn á Þróunar- sjóðinn sem hann kallaði auðlinda- skatt. Hann sagði að ekki væm efna- hagslegar forsendur fyrir upptöku þessa skatts nú vegna þeirra erfið- leika sem sjávarútvegurinn ætti í. Hvað varðaði flutning á kvóta af skipum yfír á fískvinnslu kvaðst Halldór fagna þeim tillögum og sagði þær tímabærar. Elvar Unnsteinsson kvaddi sér hljóðs til að láta nefndarformennina vita að ekki væru allir fundarmenn sammála Halldóri hvað krókaleyfin varðaði og hann tali ekki ofmikið gert fyrir krókaleyfísbátana. Stefán Arngrímsson sagði að það væri sök stjórnvalda hvernig komið væri fyrir smábátaútgerðinni því stjórnvöld hefðu leyft þessa miklu uppbyggingu á smábátaflotanum. Ekki völ á betra kerfi Hermann Hansson sagði að það kæmi glöggt fram hjá nefndarfor- mönnunum að ekki væri völ á betra fiskstjórnunarkerfi en kvótakerfínu. Hvað varðaði einstakar tillögur nefndarinnar sagði Hermann að hann væri ánægður með að fiskvinnslan fengi nú kvóta en hann hefði oft sagt það áður að það hefði verið galli á kerfínu að slíkt var ekki mögu- legt. Hér gilti máltækið betra seint en aldrei. Hvað varðaði krókaleyfís- bátana sagði Hermann að hann átt- aði sig ekki alveg á því af hveiju þær fengju mest út úr tillögum nefndar- innar. Það hefði legið fyrir þegar lög- unum var breytt 1991 að með því að fara á krókaleyfí í stað þess að fá kvóta hefðu menn verið að taka ákveðna áhættu og því ættu lögin að standa áfram óbreytt hvað þetta varðaði en í lögunum er kveðið á um að leyfin verði afnumin 1994 og allir bátar á þeim fái samtals 4.300 tonna kvóta. Sérskattur Á fundinum á Eskifirði töluðu að- eins þrír menn auk formannana. Annar þeirra, Eiríkur Ólafsson, gagnrýndi m.a. Þróunarsjóðinn harð- iega og sagði hann ekki annað en sérskatt á sjávarútveginn og flutning á íjármagni frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. „Ég sé ekki að Þróunarsjóðurinn muni breyta nokkru nema veikja þau fyrirtæki sem eftir eru í sjávarútveginum og það sé ætlun alþingis að gera okkur alla að ölmusumönnum," sagði Eirík- ur. Gunnar Hjaltason tók einnig til máls og sagðist ekki sammála tillög- um nefndarmanna um krókaleyfis- bátana, hlutur þeirra væri skertur um of þegar fyrir lægði að þetta væri besta og arðbærasta útgerðar- formið. „Ég vona að menn beri gæfu til í tillögugerð sinni að ganga ekki frá þessari útgerð dauðri," sagði Gunnar. Gunnlaugur Stefánsson sagði að Þróunarsjóðurinn væri málamiðlun milli stjórnarflokkana og að umræðu um hann innan Alþýðuflokksins væri ekki lokið. Hinsvegar vildi Gunnlaug- ur þakka Tvíhöfðanefndinni eitt og það væri hina mikla upplýsingasöfn- un sem átt hefði sér stað og skilað hefði sér í skýrslu þeirra. „Á þessum vettvangi hefur nefndin staðið sig vel,“ sagði Gunnlaugur sem síðan lagði nokkrar spurningar fyrir for- mennina m.a. þá hvort kvótakerfinu hefði tekist að auka hagkvæmni í rekstri og draga úr skuldasöfnun. Vilhjálmur Egilsson svaraði því til að skuldsetning í sjávarútvegi væri ekki spurning um hvort kvótakerfíð væri til staðar eða ekki. Hann væri sannfærður um að hægt væri að auka hagkvæmnina mjög mikið með breytingum á kerfinu eins og nefndin leggur til. Hvað varðaði Þróunarsjóðinn sagði Þröstur Ólafsson m.a. að ef sjóðurinn kæmi ekki til myndu gjaldþrot fisk- vinnslufyrirtækja koma mun harðar niður á landsbyggðinni en ella. Hann sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir að skuldir sjávarútvegsins um síðustu áramót hefðu numið um 110 milljörðum króna og að af þeim væru um 35 milljarðar taldir glatað fé. Ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðendur í togara EG hf. Grindavíkurbær og Hái- grandi hf. með hæstu boð Oæskilegt ef sveitarfélög bítast um skip og kvóta, segir bæjarstjóri Bolungarvíkur SKIPTASTJÓRAR þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík hafa fengið heimild veðhafa til að ganga til samninga við hæstbjóðendur í togarana Heiðrúnu IS og Dagrúnu ÍS. Verður annars vegar gengið til samninga við Grindavíkurbæ, sem bauð 430 milljónir í togarann Dagrúnu IS, og hins vegar við Háagranda hf., sem er óstofnað hlutafé- lag í Hafnarfirði með aðild bæjarins, Fiskmarkaðar Hafnar- fjarðar hf., verkalýðsfélaga og fleiri aðila í útgerð og fisk- vinnslu, en Háigrandi bauð 291 milljón í togarann Heiðrúnu IS. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins bárust fimm tilboð í Dagrúnu og þijú í Heiðrúnu. Á fundi með veðhöfum í gær fengu skiptastjórar heimild til 'að semja við hæstbjóðendur í skipin. Að baki Háagranda hf. standa meðal annars Hafnaríjarðarbær og Fiskmarkaðurinn hf. Bolungarvík- urbær hefur forkaupsrétt og getur gengið inni í samninga. Aðrir sem buðu í Dagrúnu eru UNS ráðgjafaþjónustan f.h. ónafn- greindra, 420 millj., Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum bauð 410.459.000 krónur, Ósvör hf., Bolungarvík bauð 375 millj. og Hrönn hf., ísafirði bauð 80 millj. í skipið án aflaheimilda að fullu á árinu. Auk hæstbjóðanda bauð Ósvör hf. Bolungarvík 285 millj. kr. í Heiðrúnu og UNS ráðgjafaþjónust- an f.h. ónafngreindra bauð einnig 285 millj. Bolungarvík á forkaupsrétt Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði eftir fundinn með skiptastjórum og veðhöfum í gær að það væri mjög óæskileg þróun ef sveitarfélög ætluðu að fara að bítast um skip og veiðiheim- ildir. Ólafur sagðist gera ráð fyrir að bæjarráð ætti fund með stjórn Ósvarar hf. í dag um þessi mál. „Við vitum núna nokkuð um markaðsverð skipanna og við mun- um að sjálfsögðu ræða þessa stöðu því að við eigum þó alla vega for- kaupsrétt í skipin,“ sagði Ólafur. Hafnarfjarðarbær víkjandi hluthafi „Ef svo fer að menn leggjast á eitt um það að halda öðru hvoru skipinu áfram fyrir vestan þá mun- um við ekki leggja steina í götu þess,“ sagði Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Stofnun hlutafélags í Hafnarfirði um kaup á nýjum ísfisktogara eða stóru fiskiskipi, sem landi afla sín- um á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar, hefur verið í undirbúningi í bænum vetur. Var tekin ákvörðun á grund- velli vilyrða sem fyrir liggja frá bæjaryfirvöldum, verkalýðsfélögum og aðilum í útgerð og vinnslu í bænum að gera tilboð í Heiðrúnu, að sögn Guðmundar Árna. Undirbúningsstofnfundur Háa- granda verður haldinn næstkom- andi fimmtudag. Ráðgert er að hlutafé félagsins um kaup á skipinu verði ekki undir 70 millj. kr. Fisk- markaður Hafnarfjarðar mun hafa rekstur útgerðar skipsins með höndum. Guðmundur Árni sagði að Háigrandi yrði almenningshlutafé- lag og fjöldi fyrirtækja í útgerð og vinnslu stæðu að félaginu en bæjar- sjóður verði víkjandi hluthafí og því I v\. ■.í.-és* :ftr 11w ii - vrmei m . n~. Togararnir HEIÐRÚN ÍS-4 og Dagrún ÍS-9 í Bolungarvíkurhöfn. Heiðrún er 294 brúttórúmlestir, smiðuð á Isafirði 1977, en Dagrún er 500 brúttórúm- lestir, smiðuð í Frakklandi árið 1974. væri hér engan vegin um bæjarút- gerð að ræða. Framhald óráðið í Grindavík „Tilgangur okkar er að efla at- vinnulífið í bænum,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, um tilboð bæjarins í tog- arann Dagrúnu en hann benti þó á að fyrst myndi þó reyna á forkaups- rétt Bolungarvíkurbæjar áður en réðist hvort Grindvíkingar fengju skipið. Bolungarvíkurbær hefur mánaðarfrest til að notfæra sér forkaupsrétt eftir að gengið hefur verið frá samningum um kaupin. Sagði hann Grindvíkinga sárlega vanta kvóta en ekkert hefur verið ákveðið um hvort stofnað verður félag um reksturinn eða hvernig framhaldinu verður háttað. Málið verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi í Grindavík á morgun. Kristján Jóhannsson um jákvæða grein Associated Press Er ekki í vafa um að frásögn AP ýtir undir velgengni mína Syngur á frumsýningu óperunnar Aidu fyrir 15.000 manns 1 París í næstu viku „ÉG heyrði af þessari grein AP, sem Morgunblaðið birti útdrátt úr og hún er mér mikið ánægjuefni. ÁP er ein af stærstu fréttastofum heims og fréttir hennar berast um víða veröld. Ef það reynist rétt spáð hjá fréttastofunni, að sú framtíð blasi við mér í söngnum að ég verði arftaki Pavarottis, Domingos og Carreras, þá hlýt ég að gleðjast,“ sagði Kristján Jóhannsson, söngvari, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans við grein Associated Press, en fréttastofan spáir því að Kristján verði arftaki stórsöngvaranna þriggja. Kristján sagði að þegar litið væri yfir óperusöguna kæmi í Ijós, að arftakar meistaranna hefðu ávallt fundist. „Það kemur alltaf maður í manns stað og nýir stórsöngvarar taka við af hinum eldri á 15-20 ára fresti," sagði hann. „Menn á mínum aldri munu taka við af þeim Pava- rotti, Domingo og Carreras og verði raunin sú að ég verði einn arftaka þeirra þá hlýt ég að vera mjög ánægður með minn hlut.“ Kristján sagði að gagnrýni í hans garð hefði verið tiltölulega neikvæð þar til fyrir um 3 árum. „Ég reyndi að læra af þessari gagnrýni í stað þess að láta hana bijóta mig niður. Síðustu þijú árin hefur birt mjög til. Hluti ástæðunnar er sú, að ég syng betur og er orðinn þroskaðri listamaður. Þá vill það gjarnan vera svo, að þegar réttu mennirnir skrifa jákvæða gagnrýni, þá fylgja aðrir í kjölfarið. Eg er ekki í vafa um að frásögn AP ýtir undir velgengni mína.“ Söngvarinn KRISTJÁN Jóhannsson segir að nýir stórsöngvarar taki við af hinum eldri á 15-20 ára fresti. Aida í París Kristján er nú staddur í París, við æfingar á óperunni Aidu eftir Verdi. „Það verða 12 sýningar á óperunni í Palais du Sport í Bercy og ég syng á framsýningunni þann 4. maí,“ sagði hann. „Fjórir söngv- arar æfa hvert hlutverk og sungið verður 1 15 þúsund manna sal. Það eina, sem ég er ekki fyllilega sáttur við, er að söngvararnir verða látnir nota hljóðnema og stórar raddir þykja oft koma verr út í slíkri hljóð- mögnun. Ég söng með hljóðnema í uppfærslu á Aidu í Berlín í fyrra og útkoman varð sú, að allir söngv- ararnir virtust hafa sama radd- styrk. Þýskur tenór, sem varla hafði heyrst í á æfingum, rak upp slík hljóð á frumsýningunni að ég hélt að ég stæði við hlið Mario Del Monaco. Ég er af gamla skólanum og vil syngja án hljóðmögnunar,“ sagði Kristján Jóhannsson, söngv- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.